Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 45;
KRISTMUNDUR
SÖRLASON
Kristmundur
Sörlason fædd-
ist á Gjögri í
Strandasýslu 21.
ágúst 1929. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 19. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hallgrímskirkju 26.
mars.
Elsku afí minn, þín
er sárt saknað og verð-
ur ætíð, þú munt alltaf
eiga stað í hjarta mínu.
Eg minnist þess sér-
staklega þegar ég og Addý frænka
vorum hjá ykkur ömmu á Gjögri. Þá
var oft hlegið, við fórum í sund og
gerðum svo ótalmargt skemmtilegt.
Alltaf var gott að koma til þín. Þú
tókst alltaf svo vel á móti mér og
gaman var þegar þú sagðir skemmti-
legar sögur af ferðalögum þínum og
lífsreynslu.
Elsku afi minn, þú hefur verið svo
sterkur í gegnum þessi veikindi og
lést aldrei í ljós sársauka þinn og
kvíða, en nú ertu farinn til himna og
ég veit þér líður vel.
Elsku amma mín, megi guð vaka
yfir þér.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýi'ðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem)
Elsku afi, þetta eru kveðjuorðin
mín til þín.
Þín
Halla Rós.
í minningunni er móinn ofan við
blokkina, í jaðri hans hús Bjargar
gömlu með autt hesthúsið og ekki
langt undan reisulegur bragginn
sem seinna vék fyrir menntaskólan-
um. Ofar tóku við steinar og lyng og
þangað fórum við í lautarferð eða í
berjamó þegar leið á sumarið.
Stundum örkuðum við alla leið upp í
gamla golfskálann, hreiðruðum um
okkur á veröndinni eða smugum inn
í loftvarnabyrgið sem Bretinn hafði
grafið í jörðu uppi á hæðinni. Það
var alltaf sól nema þegar Hitaveitan
mætti til leiks og gróf skurð fyrir
framan biokkina. Þá rigndi og það
var brýnt fyrir krakkaskaranum úr
blokkinni að detta ekki ofan í. Síðan
var okkur hleypt út, við hímdum á
brúninni og mændum ofan í hyldýpið
en að því búnu var ráðist í stíflugerð
og vatni veitt í skurðinn.
Þetta var á frumbýlisárum Hlíð-
anna, alls staðar spýtur að fá í staf
eða sverð og lífið eitt endalaust æv-
intýri. Mitt í því stendur maður og
hlær dillandi hlátri. Hann er dökkur
á brún og brá, sterklega vaxinn, með
verklegar hendur og hlykk á nefi.
Honum liggur hátt rómur og hann er
maður athafna og afdráttarlausra
skoðana. Þetta er Kristmundur
pabbi Lóu. Við Lóa voi'um á sama
árinu, uxum upp í blokkinni og urð-
um vinkonur. Vinátta okkar var
styrkt af vinskap mæðra okkar en þó
ekki síður af umhyggju og natni
Kristmundar sem gerði sér dælt við
okkur. Lóa var framan af einkabarn
foreldra sinna, ég var hins vegar ein
úr hópi fjögurra systra á svipuðu
reki og því var mér kærkomið að
hverfa tii þeirrar athygli og félags-
skapar sem Kristmundur veitti okk-
ur Lóu. Reyndar nutu systui- mínar
einnig gæsku hans því ósjaldan kom
það fyrir að við hnigum út af í neðsta
þrepi stigans eftir athafnasama daga
og þá var það gjarnan Ki'istmundur
sem tók okkur í fangið og bar okkur
upp á fjórðu hæð.
En það var ekki bara gæskan sem
ég skynjaði í fari Kristmundar sem
bam, kátínan og gleðin voru einnig
ríkjandi í samskiptum
okkar. Kristmundur
varðveitti í sér bams-
hjartað alla tíð og aldrei
man ég eftir öðm en að
hann hafi verið tilbúinn
til að bregða á leik með
okkur. Einhverju sinni
hugkvæmdist okkur
Lóu að leika á hann
þegar hann kom heim í
hádegismat. Við laum-
uðumst inn í bílinn hans,
kúrðum okkur niður
bak við framsætin og
biðum átektar. Krist-
mundur snaraðist inn
skömmu síðar án þess að verða var
við okkur, hann söng á leiðinni í
smiðjuna sína sem ekki var langt
undan en þegar þangað kom risum
við upp og gerðum vart við okkm-
með miklum látum. Kristmundi var
skemmt, hann tók okkur með inn í
smiðjuna og þai' fengum við að hand-
leika tól og tæki. Næstu daga endur-
tókum við leikinn og alltaf var Krist-
mundur jafnhissa og alltaf brá honum
jafnmikið þegar við risum upp með
herópum. Svo tók hann upp á því að
gleyma kaffinu sínu heima og við
fengum það hlutverk að ná í kaffið
fyrir hann. Við vorum ákaflega
hreyknar af því að geta leyst þetta
verkefni af hendi enda ekki mikið
meira en fjögurra eða fimm ára þegar
þetta vai’. Þegar ég hugsa um þetta
atvik fullorðin þá dáist ég að greind
hans. í stað þess að ávíta okkur fyrir
tiitækið þá efldi hann sjálfstraust
okkai' og tvöfaldaði gleðina með því
að finna okkur verðugt verkefni þeg-
ar við vorum byrjaðar að þvælast fyr-
ir og tefja hann við störfin.
Samskiptin við Kristmund bregða
birtu á bernsku mína. Ofáar eru sög-
urnar sem ég hef sagt sonum mínum
af samskiptum mínum, hans og Lóu.
Og alltaf er ég beðin um að segja
söguna aftur. En myndin af honum í
huga mér hefur einnig mótast af
reynslu fullorðinsáranna því sam-
skiptin rofnuðu aldrei, vinátta okkar
Lóu og mæðra okkar hélst og Ki'ist-
mundur átti eftir að verða nági'anni
minn í Norðurmýrinni um dágóða
hríð. Þá áttaði ég mig á enn öðrum
eiginleika í fari hans sem ég met um-
fram margt annað. Hann var það
sem hann var og reyndi aldrei að
vera neitt annað. Hann stóð ætíð
með sjálfum sér, virti uppruna sinn,
langanir og þrár. Og sömu virðingu
sýndi hann öðrum. Fyrir það langar
mig að þakka.
Blessuð sé minning Kristmundar
Sörlasonar.
Kristín Baldursdóttir.
Kær vinur minn og samverkamað-
ur í hálfan annan áratug, Krist-
mundur Sörlason, jafnan kenndur
við Gjögur, er látinn eftir langa og
stranga baráttu við krabbamein,
baráttu sem var svo lík stríði svo
fjölmarga kvenna og karla, sem
hjóta þessi grimmu örlög.
Kristmundur, þessi orkumikli
maður, gekk til þessarar baráttu af
þeim krafti og atorku, sem hefur
verið hans aðalsmerki alla tíð. En
þrátt fyrir ki'aft sem manni fannst
stundum varia vera mennskur og
góðan og elskulegan stuðning sinnar
góðu konu og barna, laut hann í
lægra haldi að lokum. Að Krist-
mundi verður mikill sjónarsviptii'.
Hann var ekki maður sem læddist
með veggjum eða fór hljóðlega um.
Hann var ferskleikinn uppmálaður
og þoldi enga lognmollu, af honum
geislaði lífskraftur og hressileiki.
Alls staðar þar sem fólk kom sam-
an var hann hrókur alls fagnaðar og
fóru menn ætíð hressari af hans
fundi.
Einn var sá þáttur í fari Krist-
mundar, sem allir sem hann þekktu
hlutu að taka eftir. Það var sú hreina
og tæra ást og tryggð sem hann bar
tii æskustöðva sinna.
Ég held að mér sé óhætt að full-
yrða að varla hafi liðið sá dagur í
þessi 15 ár sem við unnum saman, að
hann hafi ekki spurt og spjallað um
sveitina. Hann hafði háleitar hug-
myndir um hvað væri hægt að gera
sveitinni til góða. Hann lagði til
dæmis hitaveitu ufli alla sveit, í hug-
anum að sjálfsögðu, og það marg-
sinnis. Fjölmargar aðrar háleitar
hugmyndir hafði hann handa sveit-
inni sinni, sem allar voru sprottnar
af elsku hans og tryggð tii hennar.
Það kann að þykja skrýtið í ljósi
þess að þessi sveit hans gat þó ekki
fóstrað hann nema stutt fram á ung-
lingsárin. Þar var enga vinnu að hafa
fyrir unga og kraftmikla menn, sem
ekki hneigðust að búskap.
Hann fór því ungur að heiman, og
ekki var malpokinn þungur, aðeins
fotin sem hann stóð í og blessunarorð
elskandi móðm-. Og á þessum farar-
eyii komst hann nokkuð langt, því að
loknu námi í vélstjórn, byggði hann
upp fyrirtæki ásamt Pétri bróður sín-
um, sem þeir nefndu Stálver. Saman
gerðu þeii’ þetta fyrirtæki að stór-
veldi á sinni tíð, með um 70 manns í
vinnu. Og er óhætt að segja að þeir
Sörlasynir ailir, sem fóru ungii' og
auralitlir úr föðurgai'ði, hafi á
skömmum tíma unnið sig upp í það,
að marka stór spor í atvinnulífi
Reykjavíkur á árunum 1970-1980.
Samstarf þeiira Péturs gekk mjög
vel og er óhætt að segja að þeir hafi
haft þann háttinn á að Kristmundur
sigldi djarft og hafði ætíð öll segl á
lofti, hvernig sem byrjaði, en Pétur
látið út ankeri annað slagið, til að
draga úr fluginu. Þetta vai’ kjai-ninn
í þeirra samstarfi sem aldrei féll þó
skuggi á.
Það var með ólíkindum hvað
Kristmundur, sem þó fór ungur að
heiman, mundi vel atburði og gat
sagt frá gamla tímanum á Gjögri og
Djúpuvík. Hann vii'tist hafa drukkið
í sig sagnir, sem unglingur, af sér
eldri mönnum, og verið næmur á allt
sem skoplegt var.
Það var oft gaman að heyra hann
segja frá þessum tíma og sakaði ekki
þegar þeir bræður komu saman, og
fóru að rifja upp bernskubrek og
aðra atburði frá Gjögri og víðar, þá
komu oft blik í augu, og oft var hleg-
ið tröllslega.
Það er komið að kveðjustund.
Eins og ég sagði áður var ást hans
og tryggð til æskustöðva einstök,
það kom mér því ekki svo mjög á
óvart að hún næði út yfir gröf og
dauða, hann hafði beðið aðstandend-
ur sína um hinstu hvfld í Arnes-
kirkjugarði.
Hvemig gat manni dottið í hug, að
þessi óvenjulegi maður færi hefð-
bundna leið að lokamarkinu.
Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt.
Aðstandendum öllum sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Þorgeir Benediktsson.
Kæri vinur, með fáeinum orðum
sendi ég þér mína hinstu kveðju. Þú
varst mér einstakur vinur og félagi.
Ég dáðist oft að greiðasemi þinni og
hjálpsemi. Ég kynntist þér fyrst árið
1973 er ég hóf störf í fyrirtæki þínu
Stálver þar sem ég vann samfellt í 14
ái'. Um tíma skildu leiðir okkar, en
eftir starfslok mín 1993, fór ég að
heilsa upp á þig og tókst þú mér með
slíkri vinsemd og hlýju að ég mun því
aldrei gleyma. Eftir að leiðir okkar
lágu aftur saman vann ég oft vikum
og mánuðum saman að eigin verkefn-
um í smiðju þinni og máttir þú aidrei
heyra á það minnst að ég borgaði að-
stöðu mína eða efni, en er ég aðstoð-
aði þig við verkefni er þú vannst að þá
var greiðsla frá þér til mín alitaf
greidd að fullu. Ég mun aldrei
gleyma þeim dugnaði og þrautseigju
er þú sýndir í þínum löngu og ströngu
veikindum. Þú sagðir eitt sinn í síma
við konu mína er veikindi þín bárust í
tal að þú þyrftir ekki að kvarta, þú
ættir svo yndislega konu, börn, systk-
ini og yndislegt heimili og umhyggja
þeirra við þig væri þér ómetanleg. Eg
get borið vitni um að öll síðustu árin
er ég kom í smiðjuna til þín komu
flest eða öll systkini þín og makar á
hverjum þriðjudegi í moi'gunkaffi og
vai- það þér mikil gleði og styrkur. Ég
veit að glaðlyndi þitt og góður húmor
léttu þér þrautir í veikindum þínum.
Kæri vinur, ég sakna þín mikið og
ég þakka þér allar samverustundir
okkar og bið Guð að vera með þér. Að
lokum þessara kveðjuorða minna til
Kristmundar Sörlasonai- sendi ég og
fjölskylda mín innilegar samúðai'-
kveðjur til Addýjar, bama hennai' og
hans, barnabarna og til systkina
hans.
Olafur Asgeirsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengda-
móðir,
SIGRÍÐUR LAUFEY ÁRNADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli, fimmtudaginn
8. apríl.
Kári S. Johansen,
Gunnar Kárason,
Svana Þorgeirsdóttir,
Gréta Aðalsteinsdóttir.
*
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR SKAFTASON
bóndi, Gerði,
Hörgárdal,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli
fimmtudaginn 8. apríl, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 16. apríl kl. 13.30.
Jarðsett verður að Myrká.
Guðrún Jónasdóttir,
Þórdís Ólafsdóttir, Pétur Ó. Helgason,
Álfhildur Ólafsdóttir, Sigurður Bárðarson,
ívar Ólafsson,
Arnþór Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HELGA MARÍA JÓNSDÓTTIR,
Laugarholti,
lést á Sjúkrahúsinu Hólmavík fimmtudaginn
8. apríl.
Guðrún Þórðardóttir,
Ingibjörg Þórðardóttir,
Ólafur Þórðarson,
Jóhann Þórðarson,
Kristín Þórðardóttir,
Ólafur S. Ólafsson,
Elísabet Jóna Ingólfsdóttir,
Guðrún Halldórsdóttir,
Guðmundur Magnússon,
Jón Fanndal Þórðarson, Margrét Magnúsdóttir,
Ása Ketilsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og
barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andiát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur
og systur,
ÁSTU GARÐARSDÓTTUR,
Vallargötu 18,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild
11 -E Landspítala og starfsfólki á deild A-5 Sjúkrahúsi Reykjavikur.
Karl Björnsson,
Björn í. Karlsson, Berglind Karlsdóttir,
Garðar Ásbjörnsson, Ásta Sigurðardóttir,
Sigurður K. Ragnarsson, Halldóra Ingibjörg Ingólfsdóttir,
Daði Garðarsson,
Ásbjörn Garðarsson,
Gylfi Garðarsson,
Sigmar E. Garðarsson,
Lilja Garðarsdóttir,
Gerður Garðarsdóttir,
Magnea Ósk Magnúsdóttir,
Lourdes Ramirez de Garðarsson,
Elísa Grytvik,
Ragna Garðarsdóttir,
Magnús Gísli Magnússon,
Eyjólfur H. Heiðmundsson.
+
Innilegar þakkirfærum við þeim fjölmörgu sem
sýndu okkur samhug í orði og verki vegna frá-
falls eiginmanns míns og föður okkar,
DANÍELS PÁLMASONAR,
Gnúpufelli.
Kærar kveðjur til ykkar allra.
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Anna Rósa, Þórlaug,
Friðfinnur Knútur, Svanhildur,
Friðjón Ásgeir og fjölskyidur.