Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 49 <
„Lofa, lofa líni;
Guð gefí að sólin skíniu
„Uppistaðan var ofm á hádegi,
ívafið í húsi dögunar,
afgangurinn í höll sólarinnar...
Ofið í vefstólnum,
dansað á þráðunum...
Gullskikkja ofin handa mánanum,
glitrandi slæða handa litlu sólinni."
(Eistnesk þjóðvísa.)
ÞESSI þjóðvísa birtist í bókinnni „Blót í
norrænum sið“ eftir dr. Jón Hnefil Aðal-
steinsson sem er rannsóknarrit í fornís-
Ienskum heimildum um blót. Þar er helg-
aður kafli Guðrúnu Osvífursdóttur þar
sem grafist er fyrir um upprunalegt trú-
arinntak frásagnar af blóti hennar og
spuna. I þessu riti kemur fram margt
áhugavert bæði fyrir lærða sem leika.
Pyrir þá sem áhuga hafa á hannyrðum þá
er fjallað um spuna og vefnað til forna
sem tengist t.d. galdri, örlaganornum,
helgisiðum og sólardýrkun. Þar segir að
spuninn hafi verið ríkur þáttur í „goðsög-
um og helgisiðum norrænnar trúar og
annarrar forneskju. Valkyrjur og örlaga-
nornir spunnu og höfðu með því áhrif á
lff manna og örlög. Spuni þeirra hefur
verið sumpart helgisiðir, sumpart galdur,
en í trúarathöfnum ýmissa Ijölgyðistrúar-
bragða hefur galdurinn verið helgisiðun-
um svo samslunginn að þar verður ekki
sundur skilið. Og ungum stúlkum hinna
fornu trúarbragða var kenndur spuni
sérstaklega sem þáttur í vígslu inn í heim
kvennanna."
Eflaust kannast flestir við hinar nor-
rænu örlaganornir Urði, Verðandi og
Skuld en Urður er tengdust spunanum.
Grískar örlaganornir spunnu einnig
mönnum örlög en þær voru nefndar
Moirur og voru órannsakanleg og £
myrk forlagavöld og töldust
vera dætur Næturinnar. Þær
vom þrjár; Klóþó (sú sem J "
spinnur), Lakkesis (sú sem
ákveður hlutskipti
manna) og svo Atrópos
(sú, er eigi verður af-
stýrt). „Örlaganorn-
irnar áttu hlut að
ævilengd manna
og ákváðu dauðastund.“ [-] Ör-
laganornirnar „voru stundum
sagðar skipta þannig með sér
verkum, að tvær þeirra spunnu og
undu saman örlagaþáttuna, en hin
þriðja sleit þá. í samræmi við
þetta voru tvær þeirra alúðlegar
og vinveittar mönnum, en hin
þriðja formælti og spillti gjaman
gjöfum starfssystra sinna að
sögn/'
I Alexanders sögu er frásögn af blóð-
ugri orrastu og þar kemur fram að „mað-
ur hafi fallið í hvert sinn sem örlaganorn
sleit þráð sinn. Þær spunnu því að líkind-
um ekki óslitinn þráð á meðan ormsta
stóð yfir nema þegar þær vildu hlífa
skjólstæðingum sínum“.
Dr. Jón Hnefill vitnar í heimildir þar
sem einnig er bent á náin tengsl mánans
við spuna. „Máninn var í þeim frásögnum
kona sem sögð var spinna Tímann og
„vefa“ líf mannkynsins. Vefnaðarmunstur
lífsveranna var örlögin."
Einn kafli í bókinni nefnist „Sólardýrk-
un og spuni“. Þar kemur fram að til
foma t.d. meðal Sama og Norðmanna
hafi sólinni verið færðar línfórnir og
gyðjunum hafi verið færðir að fóm rokk-
ar og snælduteinar.
Fyrirsögnin hér að ofan, „Lofa, lofa
líni; Guð gefi að sólin skíni“, er norskt
stef sem sýnir ótvírætt að sögn dr. Jóns
Hnefils að samhengi er á milli sólardýrk-
unar og spuna.
Já, ég vissi að það er eitthvað kyngi-
magnað við að sitja úti undir sól eða
mána með þræði í höndum í leit að formi,
enda veit ég fátt skemmtilegra.
I þessum kynngikraftmikla og dulúð-
uga Spuna-þætti aprílmánaðar er
heklaður dúkur úr Solberg-gami
sem er þétt og áferðarfallegt
bómullargarn jafnt fyrir norn-
ir og sólardýrkendur, sem
og svokallaðar „inni-týpur“
til að nota í verk sín. Þá
er bara að setjast niður
og fimia kynngimagn-
aðan mátt þráðanna á
milli fingra sér.
HEKLAÐUR dúkur úr Solberg bómullarganii.
Heklaður dúkur
100% mercerisert Solberg bómull.
Garn: Solberg 12/4 = heklunál nr. 1,5
Ef óskað er eftir grófari dúk þá er notað Sol-
berg Fiol = heklunál nr. 3
Mál á dúk: ca. 40 x 72 cm.
Utskýringar:
Dúkurinn er heklaður eftir munsturteikningu.
Heklað er frá miðju og að enda til að dúkurinn
sé eins báðum megin.
11 = loftlykkja
st = stuðull
fp = fastapinni
kl = keðjulykkja
llb = loftlykkubogi
tk = takkahekl, heklið 311. heklið 1 kl. í 1. loft-
lykkjuna. ATHUGIÐ: Þegar taka á úr í byrj-
un umferðar eru heklaðar kl. yfir rúðurnar að
byrjun á umferð, sjá munstur. 3 11 er 1 st.
ATH. Stuðlafjöldi fyrir X á teikningu er
fundinn út með því að margfalda X með 3, + 1
stuðull.
Fitjið upp 152 11. heklið 1 st. í 8. 11. frá nál-
inni.
1. Umferð: Heklið 2 11. hoppið yfir 2 11. - 1 st. í
næstu 11. - 2 11. hoppið yfir 2 11. - heklið 1 st. í
næstu 16 11. = 5 x á teikningu - 2 11. - hoppið
yfir 2 11. - 4 st. í næstu 4 11. - 2 11. - hoppið yfir
2 11. - 4 st. í 4 11. - 2 11. Hoppið yfir 2 11. - 10 st.
í næstu 10 11., 2 11., hoppið yfir 2 11. - 7 st. í
næstu 711. - (211. hoppið yfir 211.1 st. í næstu
11.) 11 sinnum - 6 st. í 6 11. - 2 11. hoppið yfir 2
11. 10 st. í 10 11. - 2 11. - hoppið yfir 2 11. - 4 st. í
4 11. - 2 11. hoppið yfir 2 11. - 4 st. í 4 11. - 2 11. -
hoppið yfir 2 11. -16 st. í 1611. (211. hoppið yfir
2 11.1 st. í næstu 11.) 3 sinnum. Snúið með 5 11.
2. umferð: Heklið (1 st. í st. 2 11.) 3 sinnum
hoppið yfir 2 st. - 13 st í st. - 2 st. í llb. - 4 st. í
st. = 6 x á teikningu - 2 11. 4 st. í st. 2 11. hopp-
ið yfir 211. -1 st. í 1 st. - 211. hoppið yfir 2 st. 7
Loftlykkja = 11.
st. í st. o.s.frv. Haldið áfram að hekla eftir
munstrinu þar til að helmingurinn hefur verið ^
heklaður. Snúið og heklið frá byrjunarkanti
hinn helminginn á dúknum.
Frágangur: Fyrst er heklað hringinn í
kring 3 11. og 1. fp í hvert horn á dúknum. í
annarri umferð heklast í hvern llb. 2 fp. 1 tk. 1
fp. Gangið frá endum og bleytið dúkinn og
strekkið hann í rétt form.
□= 2 1.1 st.
X = 4 st.
XX = 7 st.
XXX = 10 st.
xxxx = 13 st.
Þátturinn er endurbirtur vegna mistaka við
uppsetningu hans 1. apríl s.l.
Fjölskyldu-
getraun á
Miðbakka
um helgina
í SÝNINGARKÖSSUM á Mið-
bakka á Reykjavíkurhöfn um
helgina geta éinstaklingar og
fjölskyldur glímt við að þekkja
21 af helstu nytjafiskurn og
nytjaþömngum okkar eftir út-
línuteikningu og stuttri lýsingu.
Svörin er að fá á standi skammt
frá keranum.
Þörf er á því að hafa með sér
penna og minnisbók og skrá
svör, bera þau síðan saman við
réttar lausnir á standinum. I
sælífskemnum á Miðbakka eru
nokkrir fulltrúar sjávarbúa í er hægt að skoða þá í návígi og
höfninni og í gmnna bakkanum snerta.
íslandsdeild Amnesty International
Mótmælastaða vegna
dauðarefsinga í
Bandaríkjunum
ÍSLANDSDEILD Amnesty
International efnir til mótmæla-
stöðu á Lækjartorgi laugardaginn
10. apríl kl. 13 vegna dauðarefsinga
í Bandaríkjunum.
„Dauðarefsingar eru leyfðar í 38
fylkjum Bandaríkjanna. Frá því að
dauðarefsingar voru teknar upp
aftur árið 1977 hafa 528 einstak-
lingar verið teknir af lífi í Banda-
ríkjunum. I andstöðu við alþjóða-
lög leyfa 24 fylki aftökur á ungum
afbrotamönnum, þ.e. unglingum
sem dæmdir hafa verið fyrir glæpi ^
sem þeir frömdu undir 18 ára aldri.
I Bandaríkjunum eru aftökur á
geðfótluðu fólki jafnframt leyfðar,
en það er einnig í andstöðu við al-
þjóðlega mannréttindasáttmála. A
fyrstu mánuðum yfirstandandi árs
hafa 28 einstaklingar verið teknir
af lífi í Bandaríkjunum," segir
fréttatilkynningu frá Amnesty '
International.