Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Afmælistilboð og
næstu helgor
Hljómlistarfólk,
dansarar, kórar,
trúðar og aðrir -*á.
fjöllistamenn koma
í heimsókn á næstu
helgum.
sýning ppnnr
unt helgtnn
Stefán Rafn
Vilhjálmsson
myndlistarmaður er
búsettur í Danmörku
og hefur málað í 15 ár.
Hann opnar málverka-
sýningu í Kolaportinu
um helgina. Þeir sem eru hrifnir
af stíinum hans Erró ættu ekki
að missa af þessari sýningu.
GJAFAVARA
SKARTGRIPIR
Þu
líklega
hvergi
meira j
fwpivi
Jr
gatirffflnif
Mi
ICc
Kartöflur Síld Kjöt k Lax
_ * Fiskur Flatkökur Sœlgœti
Ostar m Kökur^^" Hangikjöt Hákarl
Harðfiskur Síld
Sælgœti g, Egg Silungur
Rœkja (^z Hörpuskel Saltfiskur
Austurlenski básinn við Kaffffi Port
Nýkomnin sending af stórum tréslyttum, blœvœngjum og taufiðrildum.. Einnig
úrval af Thailenskri smávöru s.s. mlni bollastell, gylltar noelur með glersteinum,
með ekfa gyllingu, lyklakyppur, handmáluð málverk og útsaumuð veggteppi.
Inskir iótboltabúningar í GRÆNA BÁSNUM
AUSTURLENSK gjafavara t.d. trévörur, postulínsstyttur, vatnabuffalóhom
og cobraslöngur. Landsins besta úrval af fótboltatreyjur og barna-
settum. Líttu við og gerðu góð kaup á austurlenskri vöru í miklu úrvali.
BÓKASPRENGJA -frabært verð hiá KÁRA
Mikiö úrval af gjafavöru, vefnaðarvöru á Kolaportsveröi og noruðum og nýjum
bókum í miklu úrvali. Verðið er svo lágt aö ekki er hœgt að segja frá því. Lfttu
við, sjón er sögu ríkari. Upplagt að bóka upp sumarbústaðinn fyrlr sumarið.
Kvenffatnaður Kristín hiá Kafffi Porf
Kristín er staðsett vlð Kaffi Port og matvœiamarkaðlnn með ótrúlegt úrval
af fallegum kvenfatnaði á góðu veröi. Einnig mikið úrval af góðum barna-
fatnaði á afar hagstœðu verði.
Gulli er með ekta antik
Gulla þekkja flestir sem stundað hafa Kolaportið. Hann
hefur í mörg ár selt vandaða antikvöaj á góðu verði.
Hann vill að prúttað sé við sig um verð, en prúttið er
í miklu uppáhaldi hjá honum.
\ 1ILásbogalalkur - Skafloikur - Pílukart
V CJII I I Hrlsta fyrlr notkun - Lukkuhjól Blrtu-
bácsins - Kaffi Marlno boltakast
ÖRYGGIS
V' ÞJÓNUSTAN h/f
S GAMAKO
Hreinsunarþjónusta
Hreln ánœgja
| KOLAPORTIÐ I
LISTIR
Simon Mawer
Morgunblaðið/Ásdís
I sporum Guðs
Enski rithöfimdurinn Simon Mawer hefur
vakið mikla athygli með skáldsögu sinni,
Mendel’s Dwarí\ sem hefur siðferðilegan
vanda nútímaerfðafræði að umfjöllunar-
efni. Þröstur Helgason hitti Mawer að
máli en hann mun flytja erindi um gagna-
grunnsmálið og bók sína á fundi Mann-
verndar í Háskólabíói í dag kl. 14.
EIN merkilegustu áhrif
erfðafræðiæðisins er
að það hefur dregið
ísland fram á sjónar-
sviðið, sem var áður
aðeins þekkt fyrir fisk. Svo virðist
sem einhver hafi fengið þá snjöllu
hugmynd að markaðssetja þá nátt-
úruauðlind Islands sem stendur
þorski næst: dásamlega einsleitt
erfðamengi þjóðarinnar,“ segir
Simon Mawer í upphafi greinar
sem hann skrifaði í New York
Times í janúar síðastliðnum um
gagnagrunnsmálið. Hann spyr
hvers vegna umheimurinn ætti að
hafa eitthvað á móti því að Islend-
ingar yrðu týpueintakið af mannin-
um, „hið frábæra erfðamengi, við-
mið sem við verðum öll dæmd eft-
ir“, þegar Islendingar virðast „lifa
endalaust og þjást minna af
skammdegisþunglyndi en saman-
burðarhópur frá Austurströnd
Bandaríkjanna". Hann telur ham-
ingju landans raunar með ólíkind-
um í ljósi þess að hér sé „nánast al-
gert myrkui' meiri hluta vetrar og
rigning þegar ekki snjóar“. Astæðu
þess að heimurinn ætti að hafa var-
ann á segir hann hins vegar vera
að hvatningin á bak við gerð
gagnagrunnsins sé auðvitað ekkert
annað en „metnaðargirnd og gamla
gróðafysnin". Mawer beinir spjót-
um sínum að forsætisráðherra sem
hann segir að heiti „af furðulegri
tilviljun Oddsson" [enska: odd =
einkennilegur, skrýtinn]. Hann
segir að Davíð hafi gert grein fyrir
persónulegum áhuga sínum á
erfðaumbótum manna þar sem
hann lýsti því yfir að það væri
vissulega gaman „ef genið sem
veldur þessu rifrildi og þrasi, sem
hefur oft tafið fyrir framförum í
landinu, væri fundið og einangrað".
Telur Mawer þessi orð eingöngu
sanna að „genið sem stjórni póli-
tísku næmi sé ekki til staðar í ís-
lenskum stjórnmálamönnum" þótt
þeir virðist hafa metnaðar- og
gróðagenin.
Mawer virðist þannig vita
ýmislegt um ísland og ís-
lendinga, svo ekki sé talað
um íslenska stjórnmálamenn.
Hann segist þó aldrei hafa komið
hingað áður og þá þekkingu sem
hann hafi á landi og þjóð hafí hann
úr bókum. Hann segir að ef til vill
hafi hann erft eitthvað af áhuga
afabróður síns á norrænum mönn-
um en hann hafi skrifað bók um
víkinga. „Annars er svona heim-
ildasöfnun nokkuð sem skáld-
sagnahöfundar gera; þeir þurfa jú
alltaf að sýnast sérfræðingar um
hluti sem þeir vita lítið sem ekkert
um. Eg held ég myndi hins vegar
seint kalla mig sérfræðing um Is-
land í eyru íslendinga."
/
nýjustu skáldsögu sinni,
Mendel’s Dwarf, skrifar
Mawer um svið sem hann hef-
ur dýpri þekkingu á en íslandi.
Bókin fjallar um dvergvaxna erfða-
fræðinginn, dr. Benedict Lambert,
sem er kominn í fjórða lið frá upp-
hafsmanni erfðafræðinnar, austur-
ríska munknum Gregor Mendel.
Þótt ekki sé það meginþema bók-
arinnar þá rekur Mawer, sem er
líffræðingur að mennt og starfar
sem líffræðikennari, sögu erfða-
fræðinnar allt frá byrjun hennar í
tilraunum Mendels með kynblönd-
un garðertuplantna á miðri síðustu
öld til nútímaerfðafræði þar sem
maðurinn er orðinn að meginvið-
fangsefni. Dvergurinn Lambert
hefur til að mynda leitað að
dvergageninu alla starfsævi sína
og þegar það loks finnst stendur
hann frammi fyrir erfðri siðferði-
legri spurningu: á hann að beita
þekkingu sinni til þess að grípa
fram í fyrir lögmálum náttúrunnar
eða láta hendinguna ráða hvort
annar dvergur eins og hann kemur
í heiminn?
Bók Mawers vekur ýmsar
spurningar sem eru í
brennidepli um þessar
mundir, ekki síst hér á landi.
Reyndar hitti Mawer naglann
beint á höfuðið þegar hann ákvað
að aðalpersóna og sögumaður bók-
arinnar skyldi vera dvergur vegna
þess að um svipað leyti og hann hóf
að semja hana þá fundu vísinda-
menn dvergagenið. „Þetta var al-
ger tilviljun. Eg hitti fyrrverandi
nemanda minn, sem nú er sam-
eindalíffræðingur, þegai' ég var að