Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 1
80. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/RAX Innbyrðis erjur ógna Saddam London, Washington. Reuters. BANDARÍSKUR stjórnarerind- reki sagði í gær að nánasta fjöl- skylda Saddams Husseins íraks- forseta ætti í innbyrðis illdeilum og ekki fráleitt að ætla að þær gætu leitt til hallarbyltingar í Bagdad. Stjórnarerindrekinn, sem er sér- fróður um málefni Iraks, sagði að Saddam ætti stöðugt á hættu að vera myrtur og að hugsanleg enda- lok yfirráða Saddams gætu orðið með ýmsum hætti. „Við gætum ver- ið að tala um hallarbyltingu innan- frá. Eða einhver gæti upp á sitt ein- dæmi reynt að myrða hann. Sannar- lega gæti Saddam hrökklast frá völdum eða verið myrtur af meðlim- um eigin fjölskyldu því ættingjar hans eiga nú í harðvítugum deilum,“ sagði stjómarerindrekinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, við blaða- menn í London. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem ættingjar Saddams færu í hár sam- an því í ágúst 1995 flúðu tveir tengdasona hans, sem háttsettir voru í íraska stjómkerfmu, til Jórdaníu. Sex mánuðum síðar snem þeir aftur heim en stuttu síðar myrti tengdafólk þeirra þá. Glaðbeittir í nýjum heim- kynnum FLÓTTAMENNIRNIR sem komu til landsins í fyrradag komu sér fyrir á gistiheimili í borginni í gær, heimili þeirra til næstu tveggja vikna. Hópur- inn fór einnig í læknisskoðun og fékk almenna kynningu á dagskránni eins og hún verður næstu daga. Það var glatt á hjalla hjá Nazni Beciri og sonunum Fitim og Schipdon í gær þegar Ijósmyndari Morg- unblaðsins leit inn hjá þeim í nýjum heimkynnum. ■ Troðið í/4 ■ Fyrsti/38/39 Borís Jeltsín harðorður en tekur til baka yfírlýsingar um eldflaugar Serbar sagðir halda tug- þúsundum manna í herkví Washington, Belgrad, London, Moskvu. Reuters. TALIÐ er, að Serbar haldi tugþúsundum manna í herkví inni í miðju Kosovo og er óttast, að hungursneyð sé komin upp meðal fólksins. Nýjar upplýsingar hafa borist um hryðjuverk þeirra í héraðinu. Árásir NATO á skotmörk í Júgóslavíu héldu áfram í gær, 17. daginn, og kemur það fram í tilkynningu frá bandaríska hermálaráðuneytinu, að serbneski herinn í Kosovo sé að verða vista- og skotfæralítiU vegna þess, að vopnabúr hafi verið sprengd upp og aðflutningsleiðum lokað. Mikla athygli vakti í gær er ínterfax-fréttastofan rússneska skýrði frá því, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefði skipað svo fyrir, að kjamorkueldflaugunum skyldi beint að þeim NATO-ríkjum, sem tækju þátt í hemaðinum gegn Júgóslavíu. Var það síðar borið til baka og bandarísk yfirvöld segja, að Rússar hafi ít- rekað, að þeir ætli sér ekki að hafa afskipti af ófriðnum á Balkanskaga. Forseti Níger myrtur Kyrrt í höfuðborginni Niamey. Reuters. LÍFVERÐIR Ibrahim Bare Mainassara, forseta Afríkuríkisins Nígers, myrtu hann í gær á flug- vellinum í Niamey, höfuðborg landsins. Var ekki vitað hvort morð- ið var liður í valdaránstilraun og hvað varð um árásarmennina en íbúar í Niamey sögðu hins vegar, að þar væri allt með kyrrum kjöram. Ibrahim Assane Mayaki, forsæt- isráðherra Níger, tilkynnti um and- lát Mainassaras í útvarpsávarpi en sagði aðeins að forsetinn hefði látist „í óheppilegu slysi“. Hann sagði að andlát hans kæmi „á einstaklega erfiðum tíma í sögu landsins" og vísaði þar til þess að spenna hefur mjög farið vaxandi í landinu í kjöl- far átaka sem brutust út í kring- um sveitarstjóra- arkosningar í febr- úar. Fór stjómar- andstaðan fram á afsögn Mainass- aras eftir að hæsti- réttur úrskurðaði að kjósa skyldi á nýjan leik í mörgum kjördæmum. Mayaki tilkynnti jafnframt í gær að þing landsins yrði leyst upp og núverandi ríkisstjóm myndi halda áfram störfum þar til þjóðstjóm tæki við en fréttaskýrendur sögðu óljóst hver færi með völdin. Mainassara var 49 ára gamall og fyrrverandi foringi í her landsins. Hann rændi völdum í janúar 1996 en þá hafði um nokkurt skeið starf- að fyrsta lýðræðislega kjörna ríkis- stjóm landsins. Albanska ríkissjónvarpið skýrði frá því í gær, að serbneskir her- menn héldu tugþúsundum manna í herkví inni í miðju Kosovo og væri fólkið matar- og drykkjarlaust. Beittu Serbar stórskotaliði og leyniskyttum til að koma í veg fyr- ir, að fólkið kæmist burt, og fullyrt var, að margir hefðu verið skotnir. Sagði sjónvarpið, að Serbar væru með fjölmennt herlið á þessum slóðum og hefðu falið skriðdreka í yfirgefnum húsum, m.a. skólum. Fjöldaaftökur og nauðganir Bresk stjómvöld skýrðu frá því í gær, að þau hefðu auknar heimildir fyrir hryðjuverkum Serba í Kosovo, sem hefðu tekið tugi eða hundruð manna af lífi og grafið í fjöldagröf- um. Þá sagði talsmaður bandaríska hermálaráðuneytisins, að fjölda al- banskra kvenna hefði verið nauðgað í æfingabúðum serbneska hersins í Dakovica í Kosovo og um tuttugu verið skotnar. NATO hélt uppi árásum á skot- mörk í Júgóslavíu í gær og var meðal annars ráðist á olíubirgða- stöð rétt við Belgrad. I tilkynningu frá bandaríska hermálaráðuneyt- inu sagði, að árásiraar í þessari viku hefðu rofið aðflutningsleiðir serbneska hersins, einkum í Kosovo þar sem hann væri farinn að skorta vistir, skotfæri og elds- neyti. Von var á fyrstu bandarísku Apache-árásarþyrlunum til Alban- íu í gærkvöld en þeim verður sér- staklega beint gegn skriðdrekum og serbneska herliðinu í Kosovo. Jeltsín misskilinn Athygli vakti í gær er rússneska ínterfax-fréttastofan hafði eftir Gennadí Seleznjov, forseta Dúmunnar, að Jeltsín, forseti Rússlands, hefði skipað svo fyrir, að kjarnorkueldflaugum Rússa skyldi beint að þeim NATO-ríkj- um, sem tækju þátt í árásum á Jú- góslavíu. Þá sagði hann, að Jeltsín hefði ásamt yfirvöldum í Hvíta Rússlandi fallist á þá ósk Slobod- ans Milosevic, forseta Júgóslavíu, að Júgóslavar fengju aðild að bandalagi Rússa og Hvítrússa. Sagði hann, að það þýddi í raun, að rússneskur her yrði sendur til Jú- góslavíu.. Rússneska stjómin bar þetta allt til baka í gær og sagði misskilning en Jeltsín var þó mjög harðorður í sjónvarpsávarpi er hann varaði NATO við að neyða Rússa til af- skipta í Júgóslavíu og sagði, að það gæti leitt til heimsstyrjaldar. Bandarísk stjómvöld sögðu í gær, að þau hefðu verið fullvissuð um, að engin breyting hefði orðið á af- stöðu Rússa, en ákveðið hefur ver- ið, að Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og ígor Ivanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, hittist í næstu viku. Fréttaskýrendur segja, að rekja megi yfirlýsingar Jeltsíns til þess, að í næstu viku á að taka fyrir á þingi kröfu kommúnista um að hann verði sviptur embætti. Með því að vera nógu harður vonist hann til að geta drepið því máli á dreif enda er hugsanlegt, að um- ræðunni verði frestað. Nýtt tilboð frá Milosevic? Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í stuttu ávarpi í gær, að Slobodan Milosevic skyldi ekki ætla, að hann kæmist upp með þá glæpi, sem framdir hefðu verið í Kosovo, og sagði, að NATO myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en hann hefði samþykkt fyrirliggjandi frið- artillögur. Undir það tók einnig Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði, að NATO byggist við, að Milosevic legði fram nýtt vopnahléstilboð um helgina. A það yrði ekki hlustað nema þjóð- emishreinsununum yrði hætt og flóttafólki leyft að snúa heim. ■ Sjá umfjöllun á bls. 25 og 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.