Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 68
t68 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
MYNPBÖNP
Mannlegir
hryðju-
verkamenn
Fjórir dagar í september_
Spenna/pólítfk/drama
★★★
Framleiðsla: Lucy Barreto. Leik-
stjdrn: Bruno Barreto. Handrit: Leo-
poldo Serran. Kvikmyndataka: Félix
Monti. Tdnlist: Stewart Copeland.
Aðalhlutverk: Pedro Cardosa, Fern-
anda Torres og Alan Arkin. 113 mín.
Brasilísk. Hásktílabíd, mars 1999.
Aldurstakmark: 12 ár.
KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir bresku gamanmyndina Enn geggjaðir, Still Crazy, með þeim Jimmy
Nail, Stephen Rea og Billy Connolly í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um gamla rokkara sem eru
staðráðnir í því að slá aftur í gegn. Myndin hlaut tvær tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna.
FÉLAGARNIR f hljdmsveitinni Strange Fruit sýna að þeir hafa engu
gleymt þdtt ár og dagar séu liðnir frá því þeir spiluðu saman.
LES (Jimmy Nail) er tilbúinn til að kasta frá sér þakplötunum og slást
í hdpinn með gömlu félögunum.
SJÖUNDI áratugurinn var tími
ástríðufullra hugsjóna og stúd-
entaóeirða alls staðar, ekki síst í
Suður-Ameríku
þar sem Banda-
ríkjamenn
studdu fasískar
herstjórnir leynt
og ljóst, en hug-
myndafræði
kommúnismans
átti fylgi að
fagna meðal
menntamanna. Bandaríska sendi-
herranum í Ríó var rænt af hópi
uppreisnarmanna á þessum árum
og fjallar þessi ágæta mynd um þá
atburði. Mikil áhersla er lögð á
mannlegar hliðar sögunnar.
Hryðjuverkamenn jafnt sem her-
lögreglan og útsendarar Banda-
ríkjanna eru skrifuð af áhuga, inn-
sæi og næmi. Sagan er keyrð
,áfram rólega og yfírvegað en með
stöðugri spennu sem ágerist alla
myndina. Leikurinn er jafn og
góður, eins og leikstjórnin, þótt
portúgalskan hljómi framandi.
Myndin hlaut tilnefningu til
Óskarsverðlauna sem besta er-
lenda myndin, og er vel að henni
komin.
Guðmundur Ásgeirsson
Fjör fyrir
formúluna
NORÐUR-írinn Eddie Irvine
sem vann ástralska Formúlu 1
Grand Prix mdtið sést hér
dansa við brasilíska dansmey
og fyrirsætu í Sao Paulo á
miðvikudaginn vai-. Brasilíska
Gi-and Prix mótið í formúlu-
akstri, seni er öimur uinferð
FIA Formúlu 1 heimsmeist-
arakeppninnar, hefst á morg-
un á akstursbrautinni í
Interlagos. Þá er bara spurn-
ing hvort Irvine stendur sig
jafn vel í Brasih'u og í Ástralíu.
Úr fyrir alla
g-shdck 30 gerðir
öJGull-úrið
Z—1 Axel Eiríksson
Állabakka 16 • Mjóbdlnní • Siml: 587 0706
Aðalslfæli 22 • íssfifði • Slml: 456 3023
Frumsýning
Arokktónleikum í Wisbech á
Englandi árið 1977 er breska
rokkhljómsveitin Strange
Fruit að stíga fram á sviðið, en
hljómsveitin ætlar að halda raf-
magnaða og eftirminnilega tónleika.
Þeir verða svo sannarlega rafmagn-
aðir því þrumuveður skellur á og eld-
ingu slær niður í hátalarakerfið og
tónlistin þagnar. Svo virðist sem
rokkhljómsveit þessi sé þar með bú-
in að vera fyrir fullt og allt. Tuttugu
árum síðar ákveður einn forsprakki
hljómsveitarinnar, Tony (Stephen
Rea), að koma bandinu saman aftm-
en hann er á kúpunni eftir að hafa
reynt fyrir sér í veitingarekstri á
Ibiza. Tony hefur samband við
gamla kynningarstjóra hljómsveitar-
innai', Karenu (Juliet Aubrey), sem
er nýskilin við mann sinn. Hún á
eina dóttur, Claire (Rachel Stirling),
sem getur ekki fyrirgefið mömmu
sinni hjónaskilnaðinn. Þar að auki er
Karen að gefast upp á starfi sínu
sem skipuleggjandi ráðstefna, og
hún tekur því fegins hendi boði
Gömul brýni
í banastuði
Tonys um að sameina hljómsveitina
aftur. I hópinn með þeim slæst fyrr-
verandi trommuleikari hljómsveitar-
innar, Beano (Timothy Spall), en
hann er á flótta undan skattinum og
býr í húsvagni í bakgarðinum hjá
mömmu sinni. Næstur á listanum er
þakviðgerðamaðurinn Les (Jimmy
Nail) sem er fjölskyldufaðir með
meiru og búsettur á Norður-
Englandi. Hann slær til þegar hon-
um er boðið að vera með, en hann
var áður einn söngvara hljómsveitar-
innar. Aðalsöngvarinn var hins veg-
ar Ray (Bill Nighty), sem nú býi' á
ósviknum herragai'ði ásamt sænskri
eiginkonu sinni. Hann býr við góð
kjör og er með einkahljóðver heima
hjá sér. Eiginkona hans ræður hon-
um eindregið frá því að vera með í
gömlu hljómsveitinni, en Ray lítur á
þetta sem vissa áskorun og hann
gælir við hugmyndina um að slá í
gegn á nýjan leik. Enn vantar
nokkra liðsmenn til að manna hljóm-
sveitina það sem henni fylgir og
meðal þein-a er hinn skoski Hughie
(Billy Connolly) sem er að gefast
upp á því að reka götuverslun sem
lítið gefur af sér. Hann hoppar hæð
sína í loft upp þegar honum er boðið
gamla starfið sem rótari, en er þó
vantrúaður á að það muni heppnast
að endurvekja hljómsveitina. Nýr
liðsmaður sveitarinnar er hinn ungi
og efnilegi gítarleikari Luke (Hans
Matheson), en erfiðlega gengur að
finna gamla aðalgítarleikarann, Bri-
an (Bruce Robinson), sem virðist al-
veg hafa gufað upp. Karen sem á sín-
um tíma var hrifin af honum er þó
staðráðinn í að finna hann og þegar
það hefur tekist hefst skrautleg
hljómleikaferð hljómsveitarinnar
Strange Fruit um alla Evrópu.
Stephen Rea hóf feril sinn sem
leikari í írsku myndinni Angel sem
Neil Jordan leikstýrði. Þeir unnu svo
saman aftur í myndunum The
Crying Game, Interview with a
Vampire, Michael Collins og The
Butcher Boy. Nýjasta myndin hans
er In Dreams, en í henni leikur hann
á móti Annette Bening.
Jimmy Nail þekkja margir úr
sjónvarpsþáttunum Crocodile Shoes,
en hann gaf sjálfur út tónlistina sem
leikin var í þáttunum. Platan
rokseldist og gaf af sér gullplötu.
Hann lék stórt hlutverk í kvikmynd-
inni Evitu, en einnig hefur hann leik-
ið í myndunum Morons from Outer
Space, Crusoe og Dream Demon.
Billy Connolly er hátt skrifaður í
heimalandi sínu, Skotlandi, en þar er
hann fyrst og fremst þekktur fyrir
skemmtiþættina Billy sem einnig
hafa notið mikilla vinsælda í Banda-
ríkjunum. Hann var tilnefndur til
verðlauna fyrir leik sinn í kvikmynd-
inni Mrs. Brown, en næsta mynd
hans heitir The Debt Collector.
Dr. Livingstone,
vænti ég
PÁSKADAGSKRÁ sjónvarps-
rásanna birti nokkur atriði, sem
báru þann keim, að reynt hefði
verið áð vanda heldur til þehra en
hitt. Annars er það að segja af inn-
lendri dagskrá, að hún var ekkert
sérstaklega áberandi, heldur þetta
venjulega nudd um lítið eða ekki
neitt, að undanskildu leikriti Illuga
Jökulssonar í ríkiskassanum á
sunnudagskvöld
„Guð er til - og ást-
in“, sem var svona
á mörkunum að
gera aðalpersón-
urnar að hálfvitum en slapp þó, en
í staðinn kom grín um heimsfræga
unglinga, sem reyndu að burðast
með fullorðinna manna tilfinning-
ar, sem urðu að hálfgerðu kattar-
mjálmi.
Án þess þetta leikrit bendi til
þess, þá er íslenski menningar-
fronturinn heldur einhliða og
slappur um þessar mundir. Það
sem fengið hefur einhverja um-
fjöllun í listum síðustu tuttugu og
fimm árin er byggt á andmælum á
pólitíska sviðinu. Fólk málar, sem-
ur tónlist, heldur úti leikverkum
og yrkir og semur bækur til að
andmæla einhverju, sem einungis
verður leyst pólitískt. Einhverjir
þeir fínni ganga snúðugt um sah
og segjast vera „postmodernistar“
og þai' með detta þeirra verk oní
lágkúru og röfl. Andmæli (protest)
í listum á Islandi voru tekin upp
þegar boðin hættu að berast frá
Moskvu í den, því eitthvað verða
hinir tryggu að hafa fyrir jórtur.
Þrettándi þáttur Aldarinnar
okkar vai’ sýndur í ríkisrásinni á
sunnudag. Þai' var fjallað um þró-
unina í Afríku eftir miðbik aldar-
innai'. Dæmi var tekið af Ghana,
sem um margt bjó við líka þróun
og önnur Afríkuríki. Að fengnu
frelsi efldist það á alla lund. Þai'
voru menn vinstri sinnaðir mjög
og leiðtoginn varð brátt einræðis-
heira eins og vinstri mönnum þyk-
ir svo fínt. Það
var farið út í ál-
ver, tveggja
akreina vegir
voru lagðir fyrir
fólkið þótt það ætti ekki bíla. Er-
lendir verktakar fluttu inn stór-
vfrkar vinnuvélar, sem stjórnuðu
því eiginlega sjálfar að ráðist var í
hvert stórvh’kið á fætur öðru og
borgað það sem upp var sett. Svo
fór þessi glæsilega framkvæmda-
þjóð á hausinn „ganske pent“ og
hefur verið á hausnum síðan. Sp-
urst hefur til Evrópuþjóða sem
eru á sömu vegum.
Tvær umtalsverðar kvikmyndfr
voru sýndar í ríkisrásinni um
páskahelgina. Fyi-st skal telja
kvikmyndina Livingstone og St-
anley um fund þessara tveggja
manna í svörtusu Afríku áður en
upptök Nílar fundust og stór mið-
hluti álfunnar hafði ekki verið
kortlagður. Stanley var blaðamað-
ur, sem fór á vegum New York
Herald til að leita að David Li-
vingstone, skoskum trúboða, sem
týndur var í myrkviðum ókannaðr-
ar Afríku og sagður jafnvel látinn.
Stanley, sem var í raun welskur
munaðarleysingi og hét að réttu
Rawlings, rakst á Livingstone í
maí 1872 við Tanganyika vatn og
sagði þessa frægu setningu við
eina hvíta manninn á þúsund fer-
kílómetra ókönnuðu svæði: „Dr.
Livingstone, I presume." Ti'úboð-
inn fylgdi Stanley ekki til baka.
Hann lést ári síðar. En svartir vin-
ir hans sáu til þesss að lík hans var
flutt til Englands.
Hin myndin var Greifinn af
Monte Cristo, vel gerð fi’önsk
mynd í fjónim þáttum, byggð á
heimsfrægri sögu eftir franska
snillinginn Alexander Dumas eldri.
Þetta var svona bókmenntaljón á
borð við Victor Hugo, geysilega
hugkvæmur og frjór svo sagt er að
hann hafi haft á sínum bestu árum
- um miðja nítjándu öld - einar tíu
bækur undfr í einu og fjölda manns
í vinnu við að útfæra þær hug-
myndir, sem hann lagði til. Þetta
minnfr á fræga reyfarahöfunda nú-
tímans, sem skila þó varla af sér
jafn góðum bókum og Greifanum
af Monte Cristo. Dumas naut þess
að vera uppi um miðja nítjándu öld,
þegai’ pólitískir glæframenn véluðu
ekki um fyrir skáldum. Frakkar
hafa borið gæfu til að gera mynd-
ina um Greifann á afar trúverðug-
an hátt og eru þó þekktfr fyrir að
fara út og suður með viðfangsefni
sín. Þessi mynd sýnir að aldrei er
betur gert í kvikmyndum, en þegar
menn filma það sem þeir skilja og
er runnið upp hjá eigin þjóð.
Kannski á Island „enn vor ef fólkið
þorir“ í þessum efnum.
Indriði G. Þorsteinsson
SJONVARPA
LAUGARDEGI