Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 59 Aldurinn bítur ekki á Korchnoi SKAK Spánn DOSHERMANAS 5.-18. apríl VIKTOR Korchnoi, sem varð 68 ára 23. mars síðastliðinn, læt- ur aldurinn ekki á sig fá. Fyrir nokki-um dögum lauk bráðfjör- ugu einvígi hans við Boris Spassky og strax að því loknu flaug hann frá Sankti Pétursborg til Spánar til að taka þátt í hinu sterka Dos Hermanas skákmóti. Vegna veikinda Alexander Morozevich (2.723) var skák Korchnoi í íýnrstu _ umferð frestað. í annarri umferð tefldi Korchnoi við Judit Polgar, sem vakti mjög mikla athygli fyrir að sigra næst- stigahæsta skák- mann heims, Visw- anathan Anand (2.795), í fyrstu umferð. Eftir glæsilegan sigur Judit á Anand var beðið með eftirvæntingu eftir viðureign hennar og Korchnoi. Judit verður 23 ára í sumar og því er hvorki meira né minna en 45 ára aldursmunur á þeim! Um það leyti sem Judit fæddist var Korchnoi að kljást við Karpov í sögufrægum einvígjum um heimsmeistai'atitilinn í skák. Skákferill Korchnoi fer nú að nálgast 60 ár og hann er skýrt dæmi um að þeir sem læra að tefla geta notið skákarinnar alla ævi. Korchnoi sýndi einnig í skákinni við Polgar að aldurinn hefur ekki afgerandi áhrif á skákstyrkleikann. Hann fékk snemma betri stöðu í byrjuninni og átti Judit Polgar ekkert svar við góðri taflmennsku Korchnoi. Hvltt: Viktor Korclinoi (2673) Svart: Judit Polgar (2677) Grúnfeldvörn [D85] l.d4 Rf6 2.c4 g6 3.Rc3 d5 4.cxd5 Rxd5 5.Bd2 Þetta afbrigði hefur það til brunns að bera, að vera ekki jafn þekkt og önnur afbrigði Grúnfeldvarnar. 5...Bg7 6.e4 Rb6 7.Be3 0-0 8.Be2 Rc6 9.Rf3 Bg4 10.d5 Bxf3 ll.gxf3 Ra5 Annar möguleiki er ll...Re5. 12.Bd4 c5 13.Bxg7! Ef 13.Bxc5 Rac4 14.Bxc4 (14.Bxb6 Dxb6! 15. Bxc4 Dxb2 og svartur stendur betur) 14...Rxc4 15.De2 Rxb2! 16. Dxb2 Dc7 17.Bb4 a5 18.Rb5 Bxb2 19.Rxc7 Bxal 20.Rxa8 axb4 21.Ke2 Bd4 og svartur stendur betur. 13...Kxg7 14.Dc2 e5 lS.Rdl Rd7 I rn; ’S li 4 á # A á L Aá A A i A A A 1 1 a 16.Dc3 Endurbót á skákinni I. Sokolov - Atalik, New York 1997, sem tefldist 16.Re3 c4 17.h4 b5 18.h5 og hvítur stóð að- eins betur. Með textaleiknum undirbýr Korchnoi f4. 16...a6? Það borgar sig ekki að vanmeta gamla manninn! Betra var 16...Í6.17.f4 f6 18.f5! g5 19.h4 li6 20.Re3 Db6 Breytir um áætlun, en eftir 20...b5 21.hxg5 hxg5 22.Rg4 b4 23.DÍ3 Hh8 24.0-0-0 stendur hvítur mun betur. 21.a3 c4 22.Hdl Rc5 23.Db4 Db5 24.Í3 Hvítur er kominn með vinningsstöðu þar sem svartur getur ekki hreyft riddarann á a5 án þess að c4 peðið falli. 24...Hac8 25.KÍ2 b6 26.Kg2 Aætlunin hjá hvít- um er einföld. Hann ætlar að leika Hh3 og tvöfalda hrókana. 26...g4 Örvænting. Ef 26...Hh8 27.Hh3 (ekki 27.Rxc4? vegna 27...Rxc4 28. Bxc4 Dxb4 29. axb4 Rxe4) 27...Hh7 28.Hdhl og svartur er varnarlaus gagnvart hótuninni hxg5 fxg5 Rg4, því ef 28...Hch8 fellur c4 peðið óbætt. Lok skák- arinnar þarfnast ekki skýringa. 27.Rxg4 Rcb3 28.Hhgl Dxb4 29.axb4 Rb7 30.KÍ2 Kh7 31.Re3 Rd6 32.Hg6 Góður reitur fyrir hrókinn! 32...h5 33.Rfl Rd4 34.Rg3 c3 35.bxc3 Hxc3 36.Bd3 a5 37.bxa5 bxa5 38.Rxh5 Re8 39.d6 Hf7 40.d7! Hxd7 41.Bb5 Hc2+ 42.Kfl Hf7 43.Bxe8 1-0 Eftirsótt skákforrit Þótt það hljómi ótrúlega er skákforrit einn eftirsóttasti grip- urinn sem hefur verið boðinn upp á einum af uppboðsmörkuðum al- netsins (ricardo.de). Það var ChessBase fyrirtækið sem sendi Fritz 5 skákfomtið á uppboðið. Það sem var sérstakt við þetta eintak forritsins var að það var áritað af Gary Kasparov. Lágmarksboð var 99 þýsk mörk, sem er venjulegt verð forritsins. Hins vegar var það slegið á 345 mörk. Hlutfallslega er þessi hækkun frá lágmarksverði sú næst mesta sem sést hefur á uppboðsmark- aðnum sem er með hvers kyns vörur á boðstólum allt frá smæstu hlutum upp í bifreiðar. Allt að 2.000 netverjar taka þátt í einstökum uppboðum. Hampstead skákinótið Sævar Bjamason, alþjóðlegur meistari, tekur nú þátt í fimmtu Hampstead skákhátíðinni sem hófst á miðvikudaginn. I annarri umferð tefldi Sævar við nýsjá- lenskan skákmann, Alistair Compton (2035). Skákinni lauk með jafntefli. Sævar er með hálf- an vinning eftir tvær fyrstu um- ferðirnar. I þriðju umferð hefur Sævar hvítt gegn enska alþjóð- lega meistaranum Simon Willi- ams (2371). Skákmót á næstunni 11.4. S.í. íslm. grunnsk.sv. stúlkur 12.4. T.R. Skólask. einstakl. Rvk. 12.4. Hellir. Atkvöld kl. 20. 16.4. S.í. íslandsm. gunnsk.sveita 19.4. Hellir. Fullorðinsmót. 23.4. Hellir. Klúbbakeppni. 25.4. Hellir. Kvennamót. 26.4. Hellir. Voratskákmót Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Viktor Korchnoi Sýning í waldorfuppeldisfræði í Ráðhúsinu Hugur, hjarta, hönd SÝNING verður opnuð í Ráðhúsinu í dag, laugardaginn 10. apríl, og ber hún yfirskriftina Hugur, hjarta, hönd. Waldorfskólinn í Lækjarbotn- um stendur að þessari sýningu. Markmiðið með henni er tvíþætt; annars vegar að vekja athygli á waldorfuppeldisfræðinni en hins vegar að skapa hér á landi breiðari umræðu en tíðkast hefui4 um skóla- og kennslumál almennt. Að hluta til verður sýningin feng- in að utan. Þar verður um fjórðung- ur af yfirgripsmikilli sýningu sem Waldorfskólasamtökin í Þýskalandi settu saman að beiðni UNESCO í þeirri viðleitni menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna að skapa ferska umræðu um kennslu og skólamál og varpa fram spurning- um um hvernig skóli framtíðarinnár á að líta út. UNESCO og Waldorf- skólasamtökin stóðu saman að þess- ari farandssýningu sem nú hefur farið um Evrópu síðustu þrjú árin. Einnig verður sýningin byggð upp af sýnishorni af vinnu nemenda í Waldorfskólanum í Lækjarbotn- um. Mun það gefa vísbendingu um það starf sem þar er unnið og hvernig það endurspeglar þau grundvallarsjónarmið sem waldorf- uppeldisfræðin hvílir á. Agnes Nobel, lektor í uppeldisvís- indum við háskólann í Uppsölum og Ulrik Hofsöe, danskur waldorf- kennari, sem hefur verið kennari í Svíþjóð í bráðum 20 ár, lengst af í Lundi í Suður-Svíþjóð. Agnes Nobel mun halda einn fyr- irlestur á sænsku í Ráðhúsinu sunnudaginn 11. apríl kl. 20 sem hún nefnir „Om kunst, kunskap och waldorfpedagogik" (Um listir, þekkingu og waldorfuppeldisfræði). Þá mun Agnes Nobel einnig flytja fyrirlestur í húsi Kennaraháskóla Islands á vegum Rannsóknarstofn- unar Uppeldis- og menntamála. Sá íyrirlestur hefur ekki verið tíma- settur, en verður á ensku og nefnist „Hvernig öðlast þekking líf?“ Ulfrik Hofsöe verður með fyrir- lestur um waldorfuppeldisfræði í Ráðhúsinu þriðjudaginn 13. apríl kl. 20. Fyrirlesturinn verður fluttur á „skandinavísku". í LÆKJARBOTNUM við Hafnarfjörð. Myndin er tekin úr fyrsta áfanga Selvogsgötu og tók Kristján M. Baldursson myndina. Annar áfangi Sel- vogsgötu genginn ÖNNUR ferð ársins í þjóðleiða- syrpu Ferðafélags fslands og annar áfangi Selvogsgötu verður genginn sunnudaginn 11. aprfl í samvinnu Ferðafélags fslands og Umhverfis- og útivistarfélags Hafnarfjarðar. Um er að ræða leiðina frá Kaldárseli um Helgadal og Mygludali að Bláfjallaveginum þar sem hann liggur sunnan Grindaskarða og er áætlaður göngutími um 3 klst. Um leið- sögn sér Jónatan Garðarsson. Brottför er kl. 13 frá BSÍ, aust- anmegin, og Mörkinni 6 en hægt er að mæta í ferðina við kirkju- garðinn Hafnarfirði og er brott- för þaðan kl. 13.30. Nýja fræðslu- rit Ferðafélagsins um Selvogs- götu og Krýsuvíkurleiðir verður til sölu í ferðinni. Kl. 10.30 á sunnudaginn verð- ur ein af síðustu skíðagönguferð- um ársins og er þá farið yfir Kjöl milli Stíflidals og Hvalfjarðar. Vettvangs- fræðsla og fuglaskoðun FUGLAVERNDARFÉLAG ís- lands efnir til fuglaskoðunar og fræðslu um fugla í Grafarvogi sunnudaginn 11. apríl. Safnast verður saman við kirkj- una á tímabilinu kl. 13-15 þar sem leiðbeinendur verða til taks og fræða gesti um hinar ýmsu tegund- ir farfugla sem nú flykkjast óðum til landsins. Einnig má búast við miklum fjölda vaðfugla á leirunni auk anda, máfa og annarra teg- unda. íjp GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 íjpæða flísar i^jy æða parket ^jróð verð ^jyóð þjónusta Endurfundir eldri skáta í VETUR hefur verið tekin upp sú nýbreytni að hafa léttan hádegis- verð fyrir eldri skáta í Skátahúsinu við Snorrabraut. Tilgangurinn með fundunum er að rifja upp gamlar minningar, spjalla saman, njóta endurfunda og binda ný vináttu- bönd, segir í fréttatilkynningu. Til eldri skáta teljast allir sem eru ekki lengur í beinu skátastarfi. Allir eldri skátar eru hvattir til þess að mæta á næsta fund sem verður mánudaginn 12. apríl frá kl. 11.30-13.30. 16. apnl x No»9 Stefnuþing- Menntar um menntamál STEFNUÞING Menntar, sam- starfsvettvangs atvinnulífs og skóla, verður haldið á Hótel Sögu mánudaginn 12. apríl kl. 9 undir yf- irskriftinni 2000 lausnin: Menntun. A þinginu heldur Björn Bjarna- son menntamálaráðherra erindi um stöðu menntamála og fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræða stöðu og framtíð grunn- og símenntunar- mála íyrir atvinnulífið á íslandi undir stjóm Jóns Ásgeirs Sigurðs- sonar, útvai-psmanns hjá RUV. Ennfremur fara fram umræður um þríhhða samvinnu aðila vinnu- markaðarins og skóla um mennta- mál og Jón Torfi Jónasson, pró- fessor við Háskóla Islands, kynnir niðurstöður rannsókna um sí- menntun á Island. MENNT, samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla, eru nýstofnuð samtök fag- og áhugaaðila um starfstengda menntun. Félagsaðil- ar að MENNT eru nú um 60 tals- ins þar á meðal ASÍ, VSÍ, Sam- band iðnmenntaskóla, samstarfs- nefnd háskólastigsins og sam- starfsnefnd um menntun í iðnaði. LEIÐRÉTT Lax ehf tengist ekki málinu í FRÉTT Morgunblaðsins í gær, á bls. 10, um frávísun á áfrýjun Stangveiðifélags Reykjavíkur til áfrýjunarnefndar samkeppnisaðila var upphaf málsins ranglega rakið til kæru Lax ehf. Hið rétt mun vera að fyrirtækið heitir Lax-á ehf. Viðkomandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Hofsnes ekki Hofsós í FRÉTT í blaðinu sl. fimmtudag var sagt frá tveimur félögum er gengu yfir landið. Sagt var að ann- ar göngugarpanna, Einar Sigurðs- son væri frá Hofsósi. Þetta er ekki rétt heldur er hann frá Hofsnesi. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. St. 27-38 Verð kr. 2.990 k og 3.290. ígfe Hvítir og *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.