Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 63
0mbl l.is -A LLTAf= dTTHX/'AÐ /VÝT7
Aðgangur að fréttum og greinum Morgunblaðsins
frá 1987 fram á þennan dag
Leitaðu upplýsinga um það sem þér er hugleikið
___________ í Gagnasafni Morgunblaðsins.
^STGagnasatn a
Með einu eða fleiri leitarorðum getur þú fundið
greinar, fréttir, viðtöl eða umfjöllun um viðfangsefnið. Gagnasafnið getur
því nýst öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í leik, starfi og námi.
Prófaðu að leita í Gagnasafninu og sjáðu möguleikana. Gagnasafnið er á mbl.is.
GAGNASAFN
Fúþi Fúþi minn
Fúþi góði drengurinn
Fúþi Fúþi Fúþi hæ
Fúþi litli Nikulæ.
hús úr húsi í mínum heimabæ, ekki
tókst mér að selja fyrir kostnaði.
Fólk sem hefur lesið bókina telur
hana skemmtilega aflestrar og vel
skrifaða.
Nú íyrir stuttu hitti ég konu sem
kynnti sig, ég hafði aldrei hitt hana
áður, hún sagðist vera kennari og
hafa lesið bókina mína. Hún sagði
að bókin ætti að vera til í hverjum
barnaskóla, börnum til fræðslu um
einelti.
Þar sem nú þessa dagana er rætt
og ritað svo mikið um einelti, getur
þá ekki einhver útgefandinn séð sér
hag í því að gefa bókina mína út á
ný? Það var svo lítið sem ég lét
prenta og hún seldist bara í mínum
heimabæ. Eg er til viðtals í síma
555-1369.
SOFUS BERTHELSEN,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
Það var furðulegt hvað þessi
vísa, ef það er hægt að kalla það
svo, var fljót að berast út um
bæinn, og það gengu syngjandi
kórar á eftir mér, börn á ýmsum
aldri og fullorðnir tóku stundum
undir. Það eru víst ekki nema sex
eða átta ár frá því síðast var kallað
á eftir mér Fúþi hæ, það var
bekkjarbróðir minn frá því í
barnaskóla. Hann var ekkert barn
lengur því við erum jafnaldrar, en í
haust verð ég 85 ára. En hann hafði
víst engu gleymt og kannski ekkert
lært heldur.
Eg varð það lánsamur að
kynnast yndislegri stúlku, sem varð
förunautur minn um ævina og er
enn, annars er ekki gott að segja
hver ævi mín hefði orðið, ef hún
hefði orðið nokkur.
En er það ekki furðulegt hvernig
tímarnir breytast? Þetta litla orð
sem ég var hæddur með, og gerði
mér lífið óbærilegt um tíma, er nú
orðin vinarkveðja. Hæ, segir fólk
þegar það heilsast.
Eg fékk í vöggugjöf frá
forsjóninni að eignast lipurð til að
halda á penna og skrifa bæði í
bundnu og óbundnu máli mér til
yndisauka. Ég tók mig til um
Einelti
Frá Sofusi Berthelsen:
UM ÞESSAR mundir er mikið
rætt og ritað um einelti, og í
sjónvarpinu 23. mars var þáttur um
einelti þar sem einstaklingar sem
höfðu orðið fyrir einelti í æsku
sögðu sögu sína og reynslu um
einelti.
Ég varð fyrir heiftarlegu einelti í
æsku og fram eftir unglingsárum,
ekki eingöngu af börnum á ýmsu
reki, heldur einnig af fullorðnu
fólki. Þetta fór mjög illa með mig,
svo illa að um tíma íhugaði ég að
fyrirfara mér. Nú varð eineltið ekki
til vegna framkomu minnar eða
neinna lýta. Ég var alinn upp hjá
einstæðri konu sem gekk mér í
móðurstað, og þótt hún væri mér
algjörlega óskyld, þá var hún mér
það góð að það var eins og ég væri
hennar sonur af holdi og blóði, en
hún hafði þann líkamsgalla að geta
ekki borið fram stafinn „S“;og bar
hún hann fram sem „Eþþ“. Ég var í
æsku kallaður Fúsi, og er reyndar
enn, og í sjálfu sér er það allt í lagi.
Fullu nafni heiti ég Nikolaj Sófus
eftir móðurafa mínum sem var
danskur. Ég held að eineltið hafi
byrjað þegar ég var 5 eða 6 ára. Ég
var að leika mér í hópi af krökkum,
fóstra mín kallaði á mig, ég gegndi
víst ekki alveg strax svo fóstra
brýndi röddina og kallaði hátt
Fúþi-Fúþi hæ. Þetta þótti
krökkunum fyndið og öll æskuárin
og fram á fullorðinsár var hrópað á
eftir mér af krökkum og jafnvel
fullorðnum Fúþi hæ.
Svo gerðist það þegar ég var tíu
ára, að mig minnir, að ég gekk
framhjá bakaríi þar sem opinn var
stór gluggi. Fyrir innan gluggann
voru tveir menn að hnoða deig og
sungu um leið með hárri raust
undir þekktu lagi úr klassískri aríu.
miðjan aldur og samdi sögubók
sem byggð er á æsku minni og þar
lýsi ég æsku minni og því sem ég
mátti þola, að vísu eru kaflar sem
eru skáldskapur og samtöl færð í
stíl, en þó er söguþráðurinn sannur
og á rökum reistur.
Bókina kallaði ég Flækjur og á
þar við sálarflækjur því þá þekktist
ekki orðið einelti. Ég gekk með
handritið milli útgefenda en enginn
vildi gefa það út, er ekki viss um að
það hafi nokkurn tíma verið lesið.
Ég var óþekktur, og kannski óþarfi
að eyða tíma í óþekktan skriffinn.
Svo ég gaf út bókina sjálfur. Ég
hafði ekki efni á að auglýsa bókina
en gekk með hanaj63