Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsing frá yfirkjörstjórn Reykjavfkurkjördæmis um móttöku framboðslista og fleira Framboðsfrestur til alþingiskosninga 8. maf 1999 rennur út föstudaginn 23. apríl nk. kl. 12 á hádegi. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis tekur á móti framboöslistum þann dag kl. 10-12 í fundarsal borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11. Á framboðslista skulu vera að lágmarki 19 nöfn frambjóðenda en þó ekki fleiri en 38. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Þá skal hverjum framboðslista fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í Reykjavikurkjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera 380 hið fæsta en 570 hið flesta. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn kjósandans út í báðum (öllum) tilvikum. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn fram- bjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því, hverjir í kjöri eru. Við nöfn meðmælenda skal greina kennitölu og heimili. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis mun koma saman til fundar á sama stað mánudaginn 26. apríl 1999 kl. 17 til að ganga frá framboðslistun- um, sbr. 38. gr. laga nr. 80/1987 um kosningar til Alþingis. Meðan kosning fer fram laugardaginn 8. maí 1999 verður aðsetur yfir- kjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Talning atkvæða aö kjörfundi loknum mun fara fram í Hagaskóla, Fornhaga 1, Reykjavík. Reykjavík, 6. apríl 1999 Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis Jón Steinar Gunnlaugsson Ástráður Haraldsson Gautur Gunnarsson Hjörleifur B. Kvaran Sigurbjörg Ásgeirsdóttir FASTEIGNA <f MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Netfang: http://habil.is/fmark/ OPIÐ í DAG FRÁ KL. 13-15 SERBYLI Kleppsvegur - 2 íbúðir 106 fm einbýlishús, hæð og kjallari. Uppi er rúmgóð stofa, 1 herb., eldhús og bað- herb. I kjallara er 2ja herb. íbúð með sérinngangi. Nýtt þak. Mjög stór lóð. Skaftahlíð Góð 137 fm neðri sér- hæð í fjórbýli ásamt 25 fm bílskúr. Saml. stofur, stórt og rúmg. eldhús, 3 svefn- herb. Parket. Nýjar lagnir. Húsið er í góðu standi að utan. Áhv. húsbr. 4,5 millj. 4RA-6 HERB. Hverfisgata - sérinng. Mjðg fín 126 fm íbúð á tveimur haeðum með sérinngangi. Mikið endurnýjuð. Góð stofa. 4 herbergi. Eikarinnr. I eldhúsi. Stórar svalir. Þvottaaðst. í íbúð. Breíðavík. Nýkomin I sölu mjög fín 94 fm íbúð á jarðhæð. Góð stofa, verönd þar út af. 3 svefnherb. Parket á gólfum. Áhv. húsbr. 2,9 millj. ÍBÚÐ í TOPPSTANDI. Laugarnesvegur - útsýni Falleg og björt 92 fm 4ra herb. enda- íbúð á 4. hæð. Saml. stofur, 3 svefn- herb. Suðvestursvalir. Mikið útsýni. Hús að utan og sameign í góðu ástandi. Áhv. byggsj./ húsbr. 4,7 millj. Verð 7.950 þús. GOÐ IBÚÐ. Snorrabraut - útsýni Björt og fai- leg 91 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð, efstu, í fjórbýli. 2 stpfur, 2 góð svefnherb. Parket. Gott útsýni. Áhv. 5,6 millj. Verð 8,5 millj. 3JAHERB. Langagerði Fallegt og vandað 271 fm einbýlishús, hæð og ris. 39 fm innb. bíl- skúr með geymslukj. undir. Á hæðinni eru 2 saml. stofur, eldhús, 2 svefnherb. og baðherb. Uppi eru 3 svefnherb., sjón- varpsherb. og wc. Vandaðar innréttingar. Merbau-parket á gólfum. Sundlaug. Nýtt þak og nýtt rafmagn. Skjólsæll og góður garður. Verð 19,5 millj. Spítalastígur - heil húseign Heil húseign á góðum stað í Þingholt- unum. Húseignin er 170 fm og skiptist I kjallara, hæð og ris. 3-4 íbúðir eru I húsinu I dag. Mikið endumýjað, t.d. allar lagnir, rafmagn og gluggar að mestu og nýtt þak. Eign sem gefur mikla möguleika. Mjög fal- leg lóð. HÆÐIR Flétturimi Falleg og björt 3ja-4ra herb. íbúð á 3. hæð að gólffleti 74 fm auk ca 15 fm millilofts. póðar innréttingar, parket. Stórar svalir. Áhv. húsbr. 5,8 millj. Mögul. að taka íbúð upp I kaupverð. Reykás Nýkomin í sölu fín 96 fm Ibúð á 2. hæð. Parket. Tvennar svalir. Útsýni. Þvottaherb. í íbúð. Húsið nýlega tekið í gegn að utan. Áhv. byggsj. 2,6 millj. Verð 9,2 millj. Eyjabakki 79 fm ibúð á 2. hæð. Þvottaherb. í Ibúð. Suðursvalir. Áhv. húsbr. 3,7 millj. Verð 7,0 millj. 2JA HERB. Birkimelur - penthouse Glæsileg 2ja herb. íbúð á 5. hæð. Frábær staðsetning, stórkostlegt út- sýni. Ibúðin er í toppstandi og húsið ný- tekið f gegn að utan. Gríðarmiklar svalir á 3 vegu. Asbraut - Kóp. Góð 76 fm Ibúð á jarðhæð. Lítið niðurgrafin. Stór stofa. Rúmgott svefnherb. Stigagangur I góðu ástandi. Laus 1. april nk. Verð 6,0 millj. Vífilsgata 37 fm íbúð í kjallara með sérinngangi. Þríbýlishús. Verð 3,9 millj. ELDRI BORGARAR Akraland - bílskúr Mjög góð 90 fm íbúð á 1. hæð í Fossvogi. Sérinngangur. Rúmgott eldhús, góð stofa. Parket og dúkar á gólfum. Yfirbyggðar svalir. 30 fm bílskúr. Hiti í stétt. Oðinsgata Til sölu þrjár íbúðir á þessum góða stað I Þingholtunum. 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Verð 6,7 millj. Laus fljótlega. 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Verð 4,5 millj, Einstaklingsíbúð í bakhúsi. Verð 4,0 millj. Laus strax. í DAG VELVAKAJXDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Feitabollur og kústsköft ÞAÐ er mikið auglýst núna af allkyns námskeið- um fyrir fólk sem er of feitt. Fyrir stuttu heyrði ég í útvarpinu lækni tala um að það væri hærri dánartíðni hjá feitu fólki. Ja hérna! Er það reseft upp á langlífí að vera grannur? Jafnvel eins og kústskaft? Orð þessa læknis hafa hrætt fólk og því er það mikil ábyrgð að láta svona lagað heyrast. Ég er ein af þessu fólki sem er þybbið og mér líð- ur bara mjög vel. Mér finnst gaman að borða stundum góðan mat og skammast mín ekkert fyrir það. Gömul kona sagði eitt sinn við mig. Borðaðu sitt lítið af hverju og sem minnst af sykri, meira at- riði er að vera hamingju- söm, taka lífinu mátulega létt og hlæja mikið. Þessi orð gömlu konunnar hafa komið mér að góðum not- um í lífinu. Sífellt dynur í eyrym, Herbalife, Núpólétt og hvað þetta heitir nú allt saman. Er ekki mál til komið að hætta að skipa öðru fólki fyrir, hvemig það á að lifa lífinu? Ég hef ekki séð að konur sem em eins og kústsköft séu neitt hamingjusamari. Þetta megmnarkjaftæði er orðið þjóðarmein sem bitnar mest á konum. Nú er vor í lofti, veram glöð og hlæjum dátt, það sldlar mestum árangri. Sigrún. Köttur klórar barn í vesturbænum INNILEGT þakklæti fyrii- frábæra grein Illuga Jökulssonar sem var í Degi fimmtudaginn 1. apríl s.l. Sem kattarkona er ég innilega sammóla honum. Eins langar mig að þakka honum fyrir sjónvarpsleikriið sem var um páskana í sjónvarpinu og yfír höfuð allt sem kemur frá honum. 1409517069. Kjarabót til eldri borgara ÞAÐ skeði nú í mars að ríkisstjómin sýndi vel- vilja, til þessara manna sem ekki eiga lífeyrissjóð. Það þekktist ekki að líf- eyrir væri til nema hjá fólki sem vann hjá því op- inbera, var hann þá vel tryggður. Þannig var það með sjómenn og útgerð- armenn, þeir höfðu engan lífeyri. Ríkisstjórnin kom vel fram við þessa aðila sem drógu fisk úr sjó, sem þjóðin að mestu lifði á. Nú það sem ríkisstjórn- in gerði var að reikna 7% í ellilaunin sem era 14.155 = kjarabót 990,85. Átti ekki að reikna með tekju- tryggingu sem er 28.937, þá hefði 7% gert 3.016,44. Þannig er það reiknað hjá venjulegu fólki. Davíð vill ekki láta snuða sig og það vil ég ekki heldur. Ég vona bara að þessir menn sem stjórna þjóðfé- laginu lagi þessi mistök. Ég trúi ekki öðra. Júh'us Ingibergsson. Glaðheimum 12. Þakkir fyrir Perlur Jónatans ÞAKKIR fyrir Perlur Jónatans Garðarssonar 30. mars sl. Það var upp- lifun að heyra í Alfreð Andréssyni og co, einum mesta gamanleikara þjóð- arinnar á sínum tíma. I mínum huga og von- andi fleiri af eldri kyn- slóðinni sem ekki era margra fiska metin á dög- um æskudýrkunar: Skyldan fyrst, skemmta sér á eftir. Kunnum við ennþá að meta fyndni sem hvorki er gróf eða mannskemmandi. Meira af svo góðu! Guðrún Jacobsen. Tæki og tól til fíkni- efnaneyslu HVERNIG stendur á því að börn og unglingar geta farið í verslun hér í borg- inni og keypt tæki og tól til fíkniefnanotkunar, þegar ekki sinni má selja sælgæti í sígarettulíki í sjoppunum? Múðir. Þurfa tveir að borga hærri leigu? ÉG vil beina spurningu minni til leigjenda hjá Fé- lagsbústöðum. Borga tveir einstaklingar hærri leigu en einn? Er einhver sem getur svarað þessu í Velvakanda. Leigjandi. Áróðurinn áhrifaríkur ÉG er orðin hundleið á endalausu tuði í fjölmiðl- um um að eldri borgarar séu illa haldnir fjárhags- lega. Svo áhrifaríkur er áróðurinn að vel efnað fólk er farið að trúa því að það sé á horriminni. Við sem eram öldruð í dag munum tímana tvenna og mörg okkar voru fátæk í æsku. Við vorum ekki búin að læra að vorkenna okkur þvi þá voru ekki komnir fræð- ingamir sem sögðu okkur að við væram undir fá- tæktarmörkunum. Þá voru ekki komnir spila- kassar eða lottó sem hægt er að eyða allri hýranni á stuttum tíma. Þá var eng- inn hjálparstofnun kirkj- unnar og þá þótti skömm að því að sníkja. Getur skeð að fátækra- fárið undafarið sé vegna þess að alþingiskosningar eru framundan? Eldri borgari Dýrahald Madonna er týnd SVÖRT læða með hvítar loppur og hvít á bringu og með hvítar doppur í kringum trýnið tapaðist fyrir ca. viku síðan. Ef einhver hefur séð til kisu er hann vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 5872862. Tapað/fundið Hjól tapaðist BLÁTT Mongoose hjól tapaðist s.l. þriðjudag frá Rangárseli. Ef einhver veit um hjólið þá vinsam- legast hringið í síma 5579096. Ljósmyndir töpuðust LJÓSMYNDIR sem teknar voru á Boccía móti fyrir fatlaða glötuðust í Borgartúni, Laugarnes- vegi eða við Norðurbrún, laugardaginn 27. mars. Ef einhver hefur fundið myndirnar þá vinsamleg- ast hafið samband við Kristínu í síma 4564184. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL tapaðist á Þingvöllum eða Geysi, miðvikudaginn 7. apríl.. Svört, frekar lítil og á henni er brúnt límband. Upplýsingar 4214649. Tilmæli til sljórnvalda J.H. hringdi í Velvakanda og er með þau tilmæli til stjómvalda að þau hækki skattleysismörkin upp í 80.000 kr og það strax á morgun. Stór hluti þjóð- arinnar mundi fagna því, eins myndi verða mikill fógnuðuður á himnum. Þá hefðu allir Islendingar nóg að borða. Annað sem J.H. vill að komi fram er, og beinir hann því til þeirra sem koma fram í sjónvarpi eða annarsstaðar, að hætta þessum handa- hreyfingum. Þetta er mjög hvimleitt og áhættu taka þeir nokkra því þeir gætu farið úr axlarliðn- um. Víkverji skrifar... RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur þurft að sæta harðri gagrýni allt frá stofnun þess. Sjónvarp allra landsmanna hefur jú átt að gera öllum til geðs, en áhorfend- umir ekki alltaf verið sammála um hvemig til hefur tekist. Víkverja rak í rogastans þegar hann sá svart á hvítu hvaða innanhúss- vanda sjónvarpið hefur þurft að glíma við, í tilraunum sínum til að sinna hlutverki sínu. í viðtali við Steindór Hjörleifsson leikara og fyrrverandi formann I.iikfélags Reykjavíkur í páskablaði Morgun- blaðsins lýsti hann starfi sínu sem fyrsti deildarstjóri Lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins. Hann sagði að óneitanlega hefði sjónvarpið í upphafi vakið nokkurn ugg í brjóstum leikhúsfólksins og það yrði að teljast athyglisvert að fyrsti dagskrárstjórinn hafí verið fundinn í formanni LR. „í hjarta mínu veit ég að það kom leikhús- unum vel að ég var innan veggja sjónvarpsins því ég gat oftar en ekki haft áhrif í þá átt að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem sam- keppni sjónvarpsins gat haft og hafði á aðsókn í leikhúsunum," segir dagskrárstjórinn fyrrverandi og bætir því við að það hafi t.d. verið gott að geta ráðið því að nokkm hvaða dagar vora gerðir aðalsjónvarpsdagarnir. XXX AGSKRÁRSTJÓRINN fyrr- verandi lætur ekki þar við sitja, heldur lýsir því yfir að hann hafi með góðum árangri barist gegn því að sjónvarpið sendi út framhaldsþætti þar sem hver þáttur hafði ekki sjálfstæðan endi, því það hafi getað orðið leik- húsunum skeinuhætt á þessum áram þegar fólk var límt við tæk- in og gat ekki tekið upp á mynd- band eins og nú. „Nei, ég keypti aðeins spennuþætti -sem fengu sinn endi á hverju kvöldi og sendi þá auðvitað út á fríkvöldi leikara - mánudagskvöldum!“. Þá nefnir Steindór sérstaklega, að Andrés Bjömsson hafi þýtt fræga sögu, Peyton Place, sem varð mjög vinsæl. „Hvorki hann né aðrir í sjónvarpinu fengu nokkurn tíma að vita af þvi að sú sería bauðst mér til kaups fyrir skítapr- ís. Blessaður vertu, þetta var framhaldssaga í einum 52 þáttum og hefði haldið öllum límdum við tækin ef hún hefði verið sýnd og enginn farið í leikhús þau kvöldin. Hún var nefnilega andskoti góð og vel leikin. Það er allt í lagi að játa þetta núna, nú er hvort sem er of seint að reka mig, 32 ár síðan og glæpurinn örugglega fymdur í þokkabót." XXX ÍKVERJI átti bágt með að trúa sínum eigin augum þeg- ar hann las þetta viðtal, þar sem dagskrárstjórinn fyrrverandi lýsir því blákalt yfir að hagsmunaá- rekstrar hafi gert honum ókleift að sinna launuðu starfi sínu hjá ríkinu, þjóðinni, með viðunandi hætti. Hagsmunir leikhússins voru í hans huga ofar öllu, hins ís- lenska leikhúss vel að merkja, því „andskoti góðir og vel leiknir“ er- lendir þættir fengu ekki náð fyrir augum dagskrárstjórans. Hvers áttu t.d. áhorfendur sjónvarpsins annars staðar á landinu, þar sem sett er upp eitt eða tvö leikrit á ári, að gjalda? Víkverji ákvað alla vega við lestur þessa viðtals að endurskoða álit sitt á efnisvali sjónvarpsins þegar það var að stíga sín fyrstu skref.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.