Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Flóttamennirnir frá Kosovo sjá framtfð fyrir sér á Islandi
Troðið í lestina -
endastöð óþekkt
MIHRIJE Shillona, eiginmaður
hennar Sedji og öll þrjú börn
þeirra kornu hingað til lands í
fyrradag. Ásamt þeim komu
einnig Myrvette Shillona og börn
hennar tvö, en hún saknar eigin-
manns síns, sem jafnframt er
bróðir Sedji. Fjölskyldumar hafa
haldið hópinn frá því þær hrökt-
ust frá heimilum sínum fyrir
rúmri viku.
Skömmu áður en Atlantshafs-
bandalagið hóf loftárásir á Jú-
góslavíu voru serbneska lögregl-
an og herinn farin að ganga um
götur Pristina og reka alla út af
heimilum sínum, að sögn Mihrye.
Hún, Myrvette og fjölskyldur
þeirra fóm í miðborgina til að
leita skjóls. Daginn eftir fór eig-
inmaður Myrvette og bróðir
Sedji í gamla hverfið þeirra til að
skoða hvað hefði gerst. Hans er
enn saknað, svæðið var á meðan
umkringt af serbneska hernum
og lögreglunni og því var lokað.
Fjöiskyldan veit ekkert um afdrif
hans, hvort hann komst út af
svæðinu eða hvar hann er niður-
kominn.
Þremur dögum eftir að Ijöl-
skyldurnar fóm frá heimilum
sínum hreinsaði lögreglan út úr
húsum í miðborginni. Mihrije
segir að þau hafi verið rekin út
úr íbúðinni og niður á lestarstöð.
Þar hafi þeim verið troðið í lest-
arvagna og fjölskyldan átt fullt í
fangi með að halda hópinn.
„Fólki var troðið inn í vagn-
ana. Lögreglumenn með grímur
stóðu við þá og tróðu fólki inn,
það var rosalega þröngt. Svo
fór lestin af stað og við vissum
ekkert hvert var verið að fara
með okkur. Auðvitað var ég
hrædd allan tímann. Við vissum
aldréi hvað beið okkar eða hvað
myndi gerast næst,“ segir Mi-
hrije.
Barsmíðar fyrir framan
nefið á þeim
Að lokinni sex klukkustunda
lestarferð í troðningi og mann-
þröng voru allir reknir út úr lest-
inni við landamæri Makedóníu og
Kosovo. „Á Ieiðinni úr lestinni sá
ég lögregluna berja tvo menn og
stela af þeim öllu sem þeir voru
með,“ segir Mihrije, en segir að
mennirnir hafi lifað barsmíðarn-
ar af.
Aðspurð segir hún að börnin
hafi þurft að horfa upp á ýmis-
legt hræðilegt. Hins vegar hafi
vopnaðir menn gengið um svo
lengi x Kosvovo að þau hafi verið
orðin vön hermönnum með al-
væpni og ekki kippt sér upp við
það. Mihrije segir að eftir að þau
fóru úr lestinni liafi þau verið í
sjö daga í flóttamannabúðum við
iandamæri Kosovo og Makedón-
íu. Hún segir að albanskir íbúar í
Makedóníu hafí skipulagt og
undirbúið hjálparstarf sem gekk
upp.
„Við komum klukkan átta um
morgun og fengum strax mat.
Aftur fengum við að borða í há-
deginu og líka um kvöldið,“ segir
Mihrije. Þrátt fyrir að ágætlega
hafi farið um þau í flóttamanna-
búðunum við Hani Elezid voru
þau ekki með neitt til neins, að-
eins klæðin sem þau stóðu í, og
segir Mihrije að það hafi verið
ótrúlegur léttir að yfirgefa búð-
irnar.
Nægjusamir flóttamenn
Á FUNDI Rauða krossins með
flóttamannahópnum í gær, þar
sem farið var yfir ýmis hagnýt
atriði um hvemig staðið yrði að
vem þeirra hér á næstu dögum,
kom í ljós að hópurinn sam-
anstendur af ákaflega nægju-
sömu fólki.
Að sögn Sigríðar Guðmunds-
dóttur, skrifstofustjóra alþjóða-
deildar Rauða kross Islands,
var útskýrt fyrir hópnum á
fundinum í dag að þau gætu
farið og keypt sér klæðnað, svo
sem eins og undirföt, utanyfir-
klæðnað, par af skóm, skyrtur,
sokka og aðrar nauðsynjar. Þau
virtust ánægð með það en
fannst þó ef til vill of mikið fyrir
sig gert, því frá hópnum kom
fram að líklega niyndi þeim
nægja að kaupa eingöngu und-
irfötin. Þau væru ánægð með
það og vildu ekki eyða pening-
um Rauða krossins og ríkisihs í
óþarfa.
„Þau em mjög nægjusöm og
em þegar farin að spara fyrir
Rauða krossinn og íslenska rík-
ið,“ sagði Sigríður eftir fundinn.
Sagði hún að reiknað væri með
að hópurinn yrði í tvær vikur á
gistiheimilinu sem hann er nú á,
eftir þann tíma yrði vonandi bú-
ið að útvega íbúðir fyrir allar
fjölskyldurnar.
Ómissandi orðabók
Einstakt
tilboðsverð:
14.900.-
Fulltverð 18.900,-
Ensk-íslensk orðabók
hefur verið ófáanleg
um nokkurt skeið en
Mál og menning hefur
nú gefið hana út að nýju.
Ensk-íslensk orðabók
er handbók allra þeirra
sem lesa texta á ensku
og er ómissandi á hvert
heimili.
Mál
N
og menning
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Morgunblaðið/RAX
ÞAÐ lá nokkuð vel á Mihrije Shillona í gær. Hér er hún ásamt börnum
sfnum, Bedri og Mexhide.
„Þegar við fórum í NATO-búð-
imar fann ég fyrir miklum létti.
Þar fundum við fyrir einhverju
öryggi, sem við höfðum ekki
fundið fyrir í marga daga. Samt
leið mér best þegar ég vissi að
við værum að fax-a til Islands. Þá
vissi ég að eitthvað væri að ger-
ast, sá fyrir mér einhveija fram-
tíð og einhveija von. Það fylgdi
því strax mikið öryggi að vera að
fara burt frá svæðinu," segir Mi-
hrije.
Tók bömin og fór
En hvernig kom það til að fjöl-
skyldan ákvað að fara til Islands?
„Eiginmaður minn hafði frétt að
Osman Haziri, nágranni okkar,
ætlaði til íslands og fór til þess
að kveðja hann og óska honum
góðrar ferðar. Þá kom í ljós að
það var pláss fyrir átta í viðbót.
Hann skráði okkur þegar í stað
og færði okkur fréttirnar. Ég tók
börnin og fór. Ég hafði engan
tfma til að hugsa um hvert ég
væri að fara, hvar Island væri
eða hvernig væri þar. Það eina
sem ég hugsaði um var að kom-
ast burt.“
Mihrije er bjartsýn á framtíð-
ina þótt hún hugsi stöðugt til
skyldmenna sinna í Kosovo.
„Helstu áhyggjurnar sem ég hef
núna er að vita ekki hvar mágur
minn er. Ég vil finna hann og fá
hann hingað. Fjölskylda mín er
einnig í Kosovo, uppi í sveit, og
ég hef áhyggjur af henni. Eins og
stendur er ég með hugann í
Kosovo hjá fólkinu sem varð þar
eftir. Við eigum hins vegar
bjarta framtíð hér og ég hef ekki
áhyggjur af okkur.“
Mihrije segist vera fremur
svartsýn á að lausn sé í sjónmáli í
Kosovo. „Ég er ekki bjartsýn á
að þessu ljúki núna, en þótt það
gerðist þá tekur langan tíma að
byggja upp á ný það sem var.
NATO er okkar eina von. Jafnvel
þótt þeir myndu sprengja húsið
okkar þá er mér sama. Þeir einir
geta bjargað okkur,“ segir Mihri-
je-
Morgunblaðið/RAX
NAZNI Berici ásamt börnunum Fitore, Fitim, Adelina og Schipdon
litla í barnarúminu á gistiheimilinu við Borgartún.
Nágrannarnir urðu
grimmir lögreglumenn
NAZNI Berici er rafvirki og hafði
frétt af því í gær að einhver hefði boð-
ið sér vinnu hér á landi. Meira vissi
hann ekki en horfði jákvæðum augum
til áframhaldandi veru hér á landi.
„Ég held að á Islandi hljóti að vera
eitt mesta _ lýðræði sem þekkist í
heiminum. Á flugvellinum í gær tóku
óvopnaðir lögreglumenn á móti okkur
og ég hef aldrei séð svona brosmilda
lögreglumenn. Ég get ekki lýst því
hvemig tilfinning það var að koma
hingað til Islands í gær,“ segir Nazni.
Nazni vonast til þess að geta verið
nokkurs konar sendiherra Albana
hér á landi og sendiherra íslendinga
í Kosovo. „Ég ætla að láta vita heima
hvernig þetta land er í rauninni. Mér
líst strax mjög vel á lífið hér og er að
vona að í framtíðinni geti ég komið á
sterkari tengslum á milli landanna,"
segir Nazni.
Nazni er ekki bjartsýnn á að lausn
finnist í Kosovodeilunni í bráð. Að-
dragandi hennar sé langur og mikið
þurfi til að finna lausn. „Við höfðum
búið með Serbum, við hlið þeiira, í
50 ár og ekki haft neitt á móti þeim
þangað til Milosevic byrjaði. Þá voru
margir og sífellt fleii’í Serbar settir í
lögregluna. Með því móti fengu þeir
völd og urðu grimmir.
Sögðust mundu skjóta okkur
Skömmu áður en NATO hóf loftárás-
ir voru nánast allir Serbar í okkar
nágrenni komnir í lögregluna. Það
voru fyrrverandi nági'annar okkar
sem voru orðnir að lögreglumönnum
og það voru þeir sem voru að hóta
okkur. Segja okkur að fara burt. Við
ættum að fara tO Makedóníu eða Al-
baníu og koma aldrei til baka. Þeir
sögðu líka að ef við kæmum til baka
myndu þeir skjóta okkur,“ segir
Nazni.
Mæðgurnar sem urðu
eftir á Korfú vegna
veikinda koma til
landsins í dag
Dreymir
um að
koma
til Islands
UNNIÐ er að því að koma mæðg-
unum sem skildar voru eftir á Kor-
fú til íslands. Albert Mejdi, sem
búsettur hefur verið á Islandi í 7 ár
er með þeim á Korfú þar sem hann
hefur verið þeim til aðstoðar. Al-
bert sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að læknarnir á sjúkra-
húsinu væru búnir að gefa Zejnie
Haziri fararleyfi og hún, hann
sjálfur og Valjbone dóttir hennar
legðu af stað frá Korfú snemma í
morgun.
Ferðinni var heitið til Aþenu þar
sem þau ætluðu að taka flugvél til
Islands með viðkomu í Kaup-
mannahöfn. Albert áætlaði að þau
kæmu til landsins síðdegis í dag og
mæðgumar biðu með eftirvænt-
ingu að komast á leiðarenda.
„Ástand hennar er gott núna,“
sagði Albert um líðan Zejnie í gær.
„Hana dreymir um að koma til Is-
lands og hitta börnin sín. Það var
erfitt fyrir þau að skilja hana eftir
hér og eins var erfitt fyrir hana og
dóttur hennar að verða eftir hérna.
Nú er hún búin að vera hér í tvo
daga án barnanna sinna og eigin-
manns og langar að komast til
þeirra sem allra fyrst,“ sagði Al-
bert.
Hópurinn sem kom í
fyrradag í læknisskoðun
Kosovo-Albanarnir sem komu til
landsins í fyrrakvöld fóru í gegnum
hefðbundna móttöku fyrir útlend-
inga í gær. I því felst meðal annars
læknisskoðun þar sem teknar eru
blóðprufur, prófað er fyrir lifrar-
bólgu, berklum og öðrum sjúkdóm-
um. Hópurinn fór í læknisskoðun á
heilsugæslustöð fyrri hluta dags í
gær. Ein ung kona í hópnum er
barnshafandi og mun hún fara í
ómskoðun að öllum líkindum eftir
helgina. Eftir hádegið í gær var
haldinn fundur með hópnum þar
sem farið var yfir ýmis praktísk at-
riði, svo sem eins og húsnæði, en
þegar hafa verið fundnar íbúðir
handa tveimur fjölskyldum.
Sigríður Guðmundsdóttir, skrif-
stofustjóri alþjóðadeildar Rauða
kross Islands segir að fylgst verði
náið með líðan allra í hópnum og
hvort þörf verði á að veita einhverj-
um þeirra sérstaka meðhöndlun,
eins og til dæmis áfallahjálp. Rauði
krossinn er í sambandi við Miðstöð
áfallahjálpar hjá Sjúkrahúsi
Reykjavíkur sem mun sjá um fram-
kvæmd hennar ef þess gerist þörf.
Rauði krossinn leitar skyldfólks
Að sögn Sigríðar sér Rauði
krossinn um að finna ættingja og
skyldmenni þeirra sem búsettir
eru hér á landi og þeirra sem komu
hingað í gær. Var ætlunin að ræða
síðdegis í gær við hina 29 ára
gömlu Myrvette sem kom hingað
til lands í fyrradag og saknar eigin-
manns síns. Átti meðal annars að
senda út beiðni til Alþjóða Rauða
krossins til að reyna að hafa uppi á
honum.
Að sögn Hjálmars W. Hannes-
sonar er unnið að undirbúningi fyr-
ir komu fleiri Kosovo-Albana til
landsins eins og komið hefur fram
að sé vilji stjórnvalda. Er það gert í
samráði við fjölmarga aðila, eins og
til dæmis Flóttamannastofnun Sa-
meinuðu þjóðanna og fleiri. Segii’
hann að koma næsta hóps muni
eiga sér mun lengri aðdraganda en
koma þessa hóps, sem hafi verið
mjög sérstakt tilfelli.