Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 strætisvagni og eftirláta hvítum manni sæti sitt hófst nýr kafli í réttindabaráttu banda- rískra blökkumanna. Bergljót Ingólfsdóttir MORGUNBLAÐIÐ Þegar Rósa Parks neitaði að standa upp í fjallar hér um þessa einstöku baráttukonu, sem Clinton forseti heiðraði sérstaklega í stefnuræðu sinni í janúar síðastliðnum. EGAR Clinton Bandaríkja- forseti hélt árlega stefnu- ræðu sína í janúarmánuði síðastliðnum, sem sjónvarp- að var beint á mörgum stöðvum, kom hann víða við, stefnumálin voru mörg. Hann vék þar á meðal að kynþáttamis- rétti og þörf þess að út- rýma því á öllum svið- um þjóðlífsins. Þegar þar var komið sögu ávarpaði forsetinn þeldökka konu með nafni, um leið og kast- ljósið beindist að henni, þar sem hún sat á svöl- um innan um aðra gesti. Um leið og klapp- að var fyrir henni bætti Clinton við að hún gæti hvort heldur sem hún vildi - staðið upp eða setið kyrr. Þeim orðum fylgdi enn meira klapp. Þar var komin Rósa Parks og af henni er sögu að segja. Galt fyrir litarhátt sinn Rósa Louise McCauley fæddist í bænum Tuskegee í Alabama árið 1913. Móðir hennar var kennari í litl- um skóla, með einni kennslustofu, og faðir hennar var trésmiður. Leiðir foreldranna skildu og móðirin fór með Rósu og yngri bróður hennar til foreldra sinna sem voru bændur. Síðar fluttu þau til borgarinnar Montgomery í Alabama þar sem Rósa gekk í barnaskóla, sem móðir hennar kenndi við. Kennslutíminn var aðeins fimm mánuðir á ári fyrir þeldökku börnin. Þegar Rósa var 11 ára hóf hún nám í verkmenntaskóla fyrir stúlkur í Montgomery, skóli sá var rekinn fyiir framlög kvennasam- taka í norðuríylkjum Bandaríkjanna. Þar var kennt ýmislegt gagnlegt svo sem matreiðsla, fata- saumur, körfugerð og hannyrðir. Rósa fór áfram í menntaskóla Alabama- fylkis, en þurfti ítrekað að gera hlé á námi sínu, þegar hún hjúkraði aldraðri ömmu sinni og síðar móður sinni þegar heilsu hennar hrakaði. Árið 1932 giftist Rósa Raymond Parks, en hann var rakari að at- vinnu og tók jafnframt þátt í réttindabaráttu blökkumanna. Rósa vann við ýmislegt með námi, svo sem sauma- skap, fataviðgerðir og sölu trygginga þar til hún lauk skóla- göngu sinni árið 1934. Á kreppuárunum voru ekki mörg atvinnutækifæri fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum, en í ævisögu sinni segir Rósa frá tilvikum þar sem blökkumenn voru látnir gjalda litar- háttar síns og niðurlægðir á marga vegu. Rósa og Raymond Parks gerðust félagar í NAACP (National Associ- ation for the Advancement of Color- ed People), stofnað árið 1909 til að stuðla að bættum hag blökkumanna. Á árunum 1943-1956 vai- Rósa ritari samtakanna og kom á fót ungmenna- Baráttukonan Rósa Parks. MARTIN Luther King varð þjóðkunnur maður af afskiptum sínum í mótmælunum í Montgomery. Hér leiðir hann „syngjandi mótmælagöngu“ að dómshúsinu í Montgomery. HINN 21. desember árið 1956 settist Rósa fremst í strætisvagninum þegar hún var á ferð. Það vakti það mikla at- hygli að tekin var af henni mynd af því tilefni, sem birt, var í blöðum. deild innan þeirra. Hún hvatti menn óspai't til að láta skrásetja sig svo þeir gætu neytt atkvæða- réttar síns í kosningum. Afdrifarík ferð í strætisvagni Hinn 1. desember árið 1955 var Rósa á heimleið að loknum vinnudegi í verslun í Montgomery, þar sem hún vann við saumaskap. Hún settist aftast í strætisvagninum, eins og hún var vön, þar sem þeldökkum var ætlaður staður. Fremri hluti vagnsins var fyrir hvíta farþega, en ef vantaði sæti fyrir þá bar þeim þeldökku að standa upp og eftirláta sæti sín. Þennan fyrr- nefnda dag bættust fleiri hvítir farþegar við á næstu viðkomu- stöð, og þegar öll sæti í framhlutan- um voru setin kallaði vagnstjórinn til þeirra öftustu, að þeir ættu að standa upp svo þeir hvítu gætu setið. Þessum fyrimælum hlýddu allir nema Rósa, hún sat kyiT. Vagnstjór- inn kallaði til lögreglu, enda konan að brjóta lög. Hún var leidd út úr vagninum af tveimur lögi-egluþjón- um og sett í fangelsi, en var brátt látin laus gegn 100 dollara trygg- ingu. Málið átti svo að taka fyrir mánudaginn 5. desember. Þegar þetta kvisaðist út flykktust blökkumenn í Montgomery niður á torg miðsvæðis, þar sem þeir tóku þátt í friðsamri, þögulli mótmæla- stöðu, laugardag og sunnudag, alls talið 7 þúsund manns. Þarna varð tii framfarafélag Montgomery (Montgomery Improvement Associ- ation) og til forustu valdist ungur baptistaprestur, Martin Luther King, þá 26 ára gamall. Hann hvatti menn til að ferðast ekki með strætis- vögnunum hinn 5. desember, daginn sem mál Rósu átti að koma fyrir rétt. Málið fór á þann veg, að hún var sektuð um 10 dollara auk 4 doll- ara í málskostnað. Hún neitaði að gi’eiða sektina og áfrýjaði til héraðs- dóms Alabama. Þar tók heilt ár að fá úrskurð, dómur loks felldur í desem- ber árið 1956, þar sem sagði að það samræmdist ekki stjórnarskránni að aðskilja eða einangra kynþætti á nokkurn hátt. Hinn 21. desember árið 1956 sett- ist Rósa fremst í strætisvagninum þegar hún var á ferð. Það vakti það mikla athygli að tekin var af henni mynd af því tilefni, sem birt var í blöðum. En þessi skipan stóð ekki lengi, hæstiréttur felldi dóminn úr gildi og fyrirskipaði aðskilnað farþega eftir litarhætti í almenningsvögnum í Montgomery. Þá gripu blökkumenn til sinna ráða, þeir hættu að ferðast með vögnunum, þeir fóru ferða sinna fót- gangandi, bíleigendur tóku með sér farþega og fóru jafnframt aukaferðir til að geta flutt fleiri. Þetta ástand varði í 381 dag en þá gáfust yfir- völd upp. Vegna alls þessa umstangs misstu þau hjónin, Rósa og Ray- mond, vinnuna og tókst ekki að finna ný störf. Þau fluttu til Detroit þar sem Raymond Parks lést árið 1977. Martin Luther King varð þjóð- kunnur maður af afskiptum sín- um í mótmælunum í Montgomery. Aðferðin sem þar var notuð, friðsöm mótmæla- staða og -ganga, einkenndi rétt- indabaráttu blökkumanna, sem á eftir kom. Martin Luther King fór íyrir þeim mótmælum og varð bæði dáður og frægur af, innan Bandaríkjanna sem utan. Rósa Parks var óþekkt kona fyrir atvikið í strætisvagninum, en hefur haft ótrúlega mikil áhrif. Rétt- indabarátta blökkumanna er jafnvel talin hafa hafist 1. desember árið 1955, þegar Rósa neitaði að lúta ranglátum lögum í heimaborg sinni. Henni hafa hlotnast margar viður- kenningar og hún nýtur mikillar virðingar. Hún fæst við greinaskrif og svarar fyrirspurnum hvaðanæva að, ekki síst frá ungum Bandaríkja- mönnum, háskólanemum og öðrum, sem margii’ hverjir eiga eifitt með að skilja hvernig málum var háttað í upphafi jafnræðisbaráttu blökku- manna. I bandaríska vikuritinu Time, sem kom út rétt eftir stefnuræðuna, var Clinton sagður kænn að bjóða Rósu Parks að vera viðstödd! Víst er að orðin sem forsetinn beindi að Rósu, þegar hann sagði að hún gæti hvort heldur sem hún vildi - staðið upp - eða setið kyrr - voru ekki tilviljun ein, heldur til að minn- ast hins afdrifaríka atviks í strætis- vagninum forðum. Hvað er Crohns-sjúkdómur? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Vinsamlegast viltu út- skýra fyrir mér sjúkdóm. Hann nefnist Crohns-ónæmissjúkdóm- ur. Ein sem berst við ónæmis- vandræði. Svar: Crohns-sjúkdómur hrjáir bæði karla og konur en gerir oft- ast fyrst vart við sig á aldrinum 14 til 24 ára. Tveir langvinnir bólgu- sjúkdómar í þörmum, Crohns- sjúkdómur og sáraristilbólga (ulcerative colitis), eru um margt líkir en sáraristilbólga byrjar oft ekki fyrr en eftir miðjan aldur. Crohns-sjúkdómur virðist íylgja vissum ættum og um 20% sjúk- linganna eiga náinn ættingja með bólgusjúkdóm í þörmum. Ekki er vitað með vissu hvað orsakar sjúk- dóminn, menn hefur lengi grunað að orsakavaldurinn sé sýkill (veira eða baktería) en hann hefur ekki fundist. Sjúklingar með Crohns- sjúkdóm eru með truflun í ónæm- iskerfinu en ekki er vitað hvort hún er orsök eða afleiðing sjúk- dómsins. Crohns-sjúkdómur leggst einkum á smáþarmana en nær stundum niður í ristil. Sjúk- dómseinkennin eru aðallega kvið- verkir, oft neðarlega hægra megin (getur líkst botnlangabólgu), og niðurgangur eða hægðatregða. Stundum kemur bióð með hægð- um og einnig geta þyngdartap og sótthiti fylgt sjúkdómnum. Langvarandi blæðing frá þörmum getur leitt til blóðleysis og sjúk- dómurinn getur truflað vöxt og þroska barna, m.a. vegna skorts á Bólgusjúkdóm- ur í þörmum næringarefnum. Um er að ræða langvarandi, ólæknandi sjúkdóm, sem stundum hveríúr, en getur komið aftur hvenær sem er ævinn- ar. Stundum hverfa öll einkenni í langan tíma, jafnvel árum saman, en ómögulegt er að vita hvenær þau kunna að birtast aftur. Þeir sem hafa greinst með Crohns- sjúkdóm geta gert ráð fyrir að þeir þurfi læknismeðferð í langan tíma. Engin lækning er þekkt en meðferðin hefur það takmark að lagfæra skort á næringarefnum, halda bólgubreytingum í skefjum, gera sjúklinginn verkjalausan og stöðva blæðingu. Engar algildar reglur eru til um mataræði en sumum versnar af mjólk, áfengi, kryddi, steiktum mat og trefjum. Stórir skammtar af vítamínum eru gagnslausir og geta jafnvel verið skaðlegir. Flestum sjúklingum batnar mikið af vissum bólgueyð- andi lyfjum, sýklalyfjum eða ster- um. Sum þessara bólgueyðandi lyfja er óhætt að taka árum sam- an. Algengasti fylgikvilli Crohns- sjúkdóms er garnastífla, sem verður vegna þess hve þarma- veggirnir þykkna mikið. Stundum eru engin önnur úrræði en að fjar- lægja þann hluta þarmanna sem verst er farinn af sjúkdómnum, en þó að allt sjúka svæðið sé tekið er alltaf hætta á að sjúkdómurinn taki sig upp í þeim hluta þar- manna sem eftir er. Hér er því um að ræða langvinnan, ólæknandi sjúkdóm sem getur valdið miklum erfiðleikum. Stundum er sjúkdóm- urinn vægur en stundum er hann erfiður og getur þá mótað allt líf sjúklingsins. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn uni það scm þciin liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbrcfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Einniggeta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóbannssonar: elmag@hotmail. com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.