Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BENÓNÝ FRIÐRIK FÆRSETH + Benóný Friðrik Færseth skip- stjóri fæddist í V estmannaeyjum 17. febrúar 1955. Hann Iést á heimili sínu í Keflavík 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hall- grímur Gísli Fær- seth, f. 5.8. 1936, og Jóna Sigríður Ben- ónýsdóttir, f. 3.9. 1935, d. 20.7. 1984. Benóný Friðrik var elstur átta systk- ina. Hin eru Agústa Pálina, f. 16.12. 1957, Oskar Andreas Færseth, f. 11.11. 1958, óskírð- ur, f. 19.7. 1962, d. 8.8. 1963, Björgvin Viktor Færseth, f. 27.7. 1964, Sigríður Katrín Færseth, 7.7. 1966, Hallgrímur G. Færseth, 28.4. 1969, Andrea Olga Færseth, 5.10. 1975. Hinn 31. desember 1988 kvæntist Benóný Friðrik Stellu Jónsdóttur, f. 31. júlí 1958, d. 24. janúar 1998, og eignuðust þau fjóra drengi. Þeir eru: 1) Jón Gísli, f. 22.8. Nú er dag tekur að lengja og gróðurinn að skjóta upp kollinum ber skugga á tilveru okkar. Hann Binni Færseth er dáinn. Og aðeins 1975, unnusta hans er Annika Geirs- dóttir, f. 28.12. 1971, og barn þeirra er Geir Jónsson, f. 23.11. 1996. 2) Hafþór, f. 19.3. 1979. 3) Sæv- ar, f. 22.11. 1985. 4) Óðinn, f. 4.9. 1990. Benóný Friðrik ólst upp í Keflavík og bjó þar þar til hann flutti til Vest- mannaeyja til að stunda nám við stýrimannaskóla Vestmanna- eyja. I Vestmannaeyjum kynnt- ist hann eiginkonu sinni og hófu þau búskap saman. Ben- óný Friðrik starfaði um árabil sem skipsljóri á Sigurfara GK 138. Þegar útgerðin var svo flutt til Keflavíkur vorið 1992 fluttist Benóný Friðrik ásamt fjölskyldu sinni aftur á æsku- slóðimar og bjó þar til æviloka. Utför Benónýs Friðriks fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. rúmt ár síðan strákamir misstu mömmu sína líka, hana Stellu. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þeim sómahjónum. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Stjörnuspá á Netinu v§> mbl.is + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GUÐMUNDUR GUÐGEIRSSON bókbindari, Stangarholti 6, er látinn. Jónína Einarsdóttir, Guðgeir Einarsson, Sjöfn Stefánsdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Hallur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEIR ÍSLEIFUR GEIRSSON, Selbraut 17, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum föstudaginn 9. apríl. Bryndís Jónsdóttir, Jón Ólafur Geirsson, Geir Óttar Geirsson, Margrét Harðardóttir og barnabörn. Ég reri mikið með Binna á Sigur- fara á milli þess sem maður var í skóla, og ekki var það verri skóli að vera um borð hjá honum, þvílíkum fiskimanni hef ég aldrei kynnst, það var með ólíkindum hvað hann fiskaði vel. Oft var skipið fyllt á nokkrum klukkutímum, og þá þótti okkur gaman að vera til. Þegar ég var í flugskólanum, hringdi hann einu sinni í mig á föstudagskvöldi og spurði hvort mig vantaði ekki pening, hvort ég vildi ekki koma með einn túr. Hann sag- ist vita að það yrði fískirí. Ég svar- aði að ég þyrfti að fara í próf á mánudeginum. „Ekkert mál,“ sagði hann, „ ég skila þér í land á sunnu- dagskvöldið ef við verðum ekki bún- ir að fylla skipið.“ Það stóðst allt hjá honum. Hann fyllti skipið á laugar- deginum, og peningamálunum var borgið þann mánuðinn. Binni var mjög kappsamur og alltaf í keppni við sjálfan sig að físka meira í dag en í gær. Það var mjög gott að róa með Binna, hann var góður félagi og hann vildi öllum vel. Ég þakka fyrir okkar kynni og sendi mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til Jóns Gísla, Anniku, Hafþórs, Sævars og Óðins. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Gísli Matthías Gíslason. Elsku Binni frændi. Við systkinin trúum því varla að við séum að kveðja þig í hinsta sinn. Við minn- umst þín með kærleik í hjarta, þú sem gafst okkur svo margar skemmtilegar stundir og minning- ar. Það var alltaf mikið fjör þegar þú komst í heimsókn. Við krakkam- ir rukum til dyra til móts við þig og þú hlóst að fyrirganginum í okkur og heilsaðir með kossi. Alltaf varstu tilbúinn til þess að spjalla við okkur, hlusta og veita athygli. Það sannað- ist best þegar þú tókst yngsta systkinabarnið þitt hann Benóný litla í fangið og spjallaðir við hann um fiskiríið, sjóinn og allt það sem ykkur datt í hug. Það var gaman að spjalla við þig því þú varst alltaf svo hress, hlátuiTnildur og hallmæltir aldrei neinum. Þú varst góður mað- ur og þannig minnumst við þín með hlýju, vinarhug og miklum söknuði. Eins og ólgandi blóð er þitt lag og þitt ljóð, þrungið lífi og voldugri þrá ti! að rísa frá smæð upp í himnanna hæð þar sem heiðríkjan vaggar sér blá. Þegar stórviðrið hvín fegurst faldur þinn skín og úr fjötrunum andi þinn brýst. Eins og stormbarið strá nötra strandbjörgin há er þú stríðandi í hæðimar ríst. (Reinhardt Reinhardtsson.) Megi góður guð styrkja og hug- hreysta alla fjölskylduna sem og aðra aðstandendur á þessum ei’fiðu tímum. Kæri Hallgrímur, Jón Gísli, Annika og Geir, Hafþór, Sævar og Óðinn, við samhryggjumst ykkur innilega. Hugur okkar er-hjá ykk- ur. Ragna Jenný Friðriksdóttir, Oddný Friðriksdóttir og Benóný Friðriksson. Elsku Binni, hvern hefði órað fyrir því að þú yrðir næstur að hverfa héðan frá okkur. Nei, ekki þú sem varst svo jákvæður síðustu daga, nýbúinn að ferma Sævar, næstyngsta son þinn af fjórum, en, Binni, við bara gerðum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið veikur þú varst. Þú barst þig alltaf svo karlmannlega. Okkur fjölskylduna á Seljabraut- inni langar að þakka þér fyrir allar stundimar sem við áttum öll sam- an, bæði í gleði og sorg, því mikil var sorgin 24. janúar 1998 þegar Stella þín lést, en við reynum að sjá ljósið í myrkrinu og hugsum vel til ykkar og vonum að nú séuð þið saman á ný. Elsku vinur, við gætum skrifað heila bók um allt sem við gerðum saman en við skulum láta það ógert hér. Elsku Binni, far þú í guðs friði og takk fyrir allt. Elsku Jón Gísli, Annika, Geir litli, Hafþór, Sævar og Óðinn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, með ósk um að góður guð haldi sinni verndarhendi yfir ykkur í ykkar miklu sorg. Jónas og Marta. Við andlát vinar míns Binna Færseth komu í hugann minningar frá vordögum 1981 er ég tók aftur við skipstjórn á mb. Frá eftir veik- indi og spurði Gísla Kristjánsson, er hafði verið með bátinn um vet- urinn, hvernig stýrimaður Binni væri. Svarið sem ég fékk var á þá leið, að það væri erfitt að lýsa hon- um Binna, en ég yrði ekki fyrir vonbrigðum. Það voru orð að sönnu. Hann var hinn fullkomni stýrimaður, sem studdi við bakið á skipstjóra sínum á hverju sem gekk. Dugnaðarforkur og eldhugi við allt sem við kom veiðunum. Hann gaf sig allan í starfið og ætl- aðist til þess að aðrir gerðu slíkt hið sama. Fljótlega fór hann að leysa mig af og kom þá í ljós að hann var gæddur innsæi og ein- beitingu, sem þarf til að verða af- burða fiskimaður. Vorið 1986 tekur hann við skip- stjórn á Sigurfara VE 138, sem Vinnslustöðin hf. keypti til lands- HREFNA KRISTINSDÓTTIR + Hrefna Krist- insdóttir fædd- ist í Sandgerði 18. september 1943. Hún lést á Landspít- alanum 3. aprfl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Steinunn Eyj- ólfsdóttir, f. 23.9. 1916, og Kristinn Hjörleifur Magnús- son, f. 13.4. 1918, d. 3.7. var elst í hópi sex systkina. Hin eru: Kristjana, f. 23.12. 1946, d. 16.6. 1997; H'ördís, f. 19.11. 1950; Sigrún, f. 17.6. 1953; Magnús, f. 7.3. 1955; og Sólveig, f. 29.4. 1956. Hinn 17. maí 1964 giftist Hr- efna eftirlifandi eiginmanni sinum, Halldóri Björnssyni Aspar, f. 6. nóvem- ber 1940, og eign- uðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Kristinn, f. 9.1. 1964, unnusta hans er Ólöf Ólafsdóttir, f. 2.1. 1978. 2) Björn, f. 21.11. 1965, unnusta hans er Elín Sumarrós Davíðsdóttir, f. 26.9. 1975. 3) Auð- ur, f. 7.7. 1973. Barnabörn þeirra eru þrjú: Þórir Sævar Kristinsson, f. 9.5. 1986, Hrefna Kristins- dóttir, f. 4.5. 1988, og Halldór Kristinsson, f. 2.1. 1992. títför Hrefnu fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur systurnar langar til að minnast Hrefnu mágkonu okkar með nokkrum orðum. Við kynnt- umst henni þegar Halldór, elsti bróðir okkar, steig það gæfuspor að ganga að eiga hana. Hrefna er fædd og uppalin í Sandgerði og þar reistu þau Halldór heimili sitt. Þau eign- ins. Skömmu eftir að Binni hóf róðra, var hann að veiðum við Alsey í góðu veðri, hleypur hann afturá að gæta að víramerkjum, hrasar og fellur fyrir borð. Ekki voru vitni að þessu óhappi. Enginn getur gert sér í hugarlund hvað það hefur reynt á sál og lík- ama Binna að horfa á bátinn fjar- lægjast og eiga sér þá einu von, að einhver kæmi upp í brú áður en hann gæfist upp í þessari ævinlegu tilbúnu gröf, sem sjórinn er. Það leið langui' tími þar til bátnum var snúið og leit hófst. Þegar Binna var bjargað mátti ekki tæpara standa. Þessi lífreynsla setti mark sitt á sálarlíf Binna í langan tíma. En hann átti trausta að sem hjálpuðu honum. Hún Stella mín, sagði hann alltaf er hann talaði um eiginkonu sína. Stella, þessi fíngerða og hæverska kona, veitti honum skjólið, þegar á reyndi. Nokkrum vikum síðar var Binni kominn á sjó- inn og hófst þá mikið ævintýri í sjó- sókn og aflamennsku, sem minnti helst á afa hans Binna í Gröf. Arið 1992 keypti útgerðarfyrir- tækið Njáll hf. í Garði Sigurfara VE. Ákváðu Binni og Stella að flytja búferlum á æskustöðvar Binna í Keflavík. Fylgdi þeim hluti af mannskapnum. Ekki leið á löngu þar til Binni náði tökum á fiskislóð- unum út af Reykjanesi og allt vest- ur á Hala. Það þakkaði hann vin- semd kollega sinna, sem sumir hverjir voru göldróttir, að hans sögn. Og nú var allt keyrt á útopn- uðu. Tvö þúsund tonn lágu eitt árið. Og það á bát þar sem trollið var tekið á síðuna. Togkrafturinn rétt um tíu tonn. Binni var orðinn goðsögn í aug- um þeirra er fylgjast með afla- brögðum við strendur landsins. Hann var í hamingjusömu hjóna- bandi með henni Stellu sinni og áttu þau fjóra syni, sem hann var mjög stoltur af. Hann taldi sig vera búinn að sigrast á erfiðleikum sem höfðu hrjáð hann eftir slysið 1986. Hann var hamingjusamur. I janúar í fyrra varð Stella veik og lést eftir stutta legu 24. janúar, aðeins 42 ára gömul. Þá hrundi ver- öldin hans Binna og hvarf honum hinn 31. mars síðastliðinn. Ekki veit ég hvenær maður kveð- ur sinn besta vin. En nú ert þú far- inn sem sýndir mér trygga lund frá fyrstu kynnum og algjört undir- hyggjuleysi, vináttu sem aldrei verður metin til fulls. Og leyfðir mér að taka þátt í gleði þinni og raunum. Hvar væri ég staddur í dag, ef ég hefði þurft að ganga í skónum þín- um eina dagstund? Þetta er spurn- ing vina þinna. Óskar Þórarinsson. uðust þrjú böm, Kristin, Björn og Auði, þarnabörnin eru orðin þrjú, þau Þórir Sævar, Hrefna og Hall- dór Kristinsböm. Hrefna var ein af þessum hetjum hversdagslífsins sem vinna sitt starf í hijóði og ætlast ekki til neinnar umbunar fyrir verk sín. Sínum nán- ustu var hún ómetanleg, studdi þau öll á sinn hógværa og blíða hátt. I veikindum móður okkar á síðasta ári var hún henni mikill styrkur og við andlát hennar miðlaði Hrefna kærleika sínum og hlýju í okkar garð. Margar gleðistundir áttum við saman á liðnum árum og emm við þakklátar fyrir þær. Stutt er síðan við glöddumst saman í fermingar- veislu hjá annarri okkar og gmnaði okkur ekki þá að þetta væri síðasta gleðistund okkar saman. Aðeins tæpum þremur vikum eftir að Hr- efna greindist mikið veik er hún horfin frá okkur, lengur fáum við ekki notið brossins hennar blíða og hlýja bliksins í augunum, en það geymist í minningunni. En í sorginni getum við ekki ann- að en verið þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast og umgangast Hrefnu. Mikill er missir Halldórs bróður okkar og barna þeirra, tengdabarna, barnabarna, móður og systkina hennar. Guð blessi þau öll og gefi þeim styrk í sorginni. Edda Aspar, Birna Aspar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.