Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 51 s I I I I Að bæta menntim þjóðarinnar ÍSLENDINGAR eignast fleiri börn en tíðkast í öðmm löndum Evrópu og víða um landið má fínna byggðir þar sem um 40% íbúa eru undir tvítugu. Æska og endurnýj- un hljóta ávallt að vera nátengd og bamalánið er mikill styrkur fyrir hinar dreifðu byggðir. Hins vegar skyldi það ekki gleym- ast að það era mögu- leikar til menntunar sem ráða mætti þessa unga fólks og þeim er nokkuð misskipt eftir búsetu. í framhalds- námi er nú lögð öll áhersla á fjögurra ára stúdentsnám sem fer fram í stóram stofnun- um. Þetta hentar illa þeim sem hyggja á verkmenntun og búa fjarri þessum stórum stofnunum. Og þeir era reyndar heilmarg- h'. Á þéttbýlisstöðum vítt og breitt um landið era þúsundir ungs fólks á „menntaskólaaldri“. Raun- veraleg byggðastefna hlýtur því að vera hluti af menntastefnu þjóðar- innar og felast í því að fjölga tæki- færum og jafna aðgang að mennt- un fyrir allan æskulýð landsins. Taka þarf til hendi Foreldrar verða víða að senda börn sín langa vegu til þess að afla sér menntunar og halda þeim uppi fjan-i heimili sínu með ærnum til- kostnaði. Mörgum þykir auk þess sárt að geta ekki veitt þeim aðhald og stuðning þegar tekist er á við verkefni sem hafa svo mikla þýð- ingu fyrir lífíð seinna meir. Þannig verða heilu byggðarlögin að sjá af æskublóma sínum til langtíma dvalar fjarri heimabyggð og stór eyða kemur í munstur fjölskyld- unnar og samfélagsins alls. Þau sem heima sitja fá þá tilfínningu að hafa misst af lestinni. Það er líka töluvert átak fyrir 16 ára ungling að fara burtu til náms, sérstaklega ef ekki er hefð fyrir langskólanámi í nánasta umhverfi. Margir fara en falla síðan úr námi af einhverjum ástæðum. Afleiðingin er því sú að stór hópur fólks lendir utan við menntakerfið af ýmsum orsökum. Hér er ekki aðeins um að ræða framtíð einstakra byggða heldur öllu fremur framtíð einstakra bama. Samþjöppun nemenda á til- tölulega fáa en stóra skóla er and- stæð íslensku byggðamunstri og samfélagsgerð. Aukin menntun í heimabyggð Fyrsta skrefíð er að jafna fjár- hagslegan aðgang að menntun og greiða sérstaka menntunarstyrki til landsbyggðarfólks, mun hærri en nú er gert. En þó er brýnast að sníða menntakerfið að þörfum æskunnar í landinu, og að at- vinnulíf og samfélag taki virkan þátt í fræðslu og þroska uppvaxandi kynslóða. Markmiðið er auðvitað að fjölga tækifærum en ekki fækka, og að- gerðir í menntamálum í heimabyggð ættu ekki að hindra þá sem vilja leita annaiTa leiða. Allt framhaldsnám að loknum grannskóla þarf að skipuleggja sem tveggja ára almennt grann- nám með skilgreindum námslok- Menntun Við erum svo lánsöm að eiga hærra hlutfalí ungs fólks en önnur vestræn lönd, segir Jón Bjarnason, og miklu máli skiptir hvernig við stöndum að uppfræðslu þessa æskulýðs. um. Því yi'ði svo fylgt eftir með sérhæfðara námi á bóklegum eða verktengdum sviðum. Þessi breyt- ing ein og sér myndi opna mögu- leika íýrir smærri menntastofnanir vítt og breitt um landið. Og hér er um stóra óplægða akra að ræða. Þótt margir staðir úti á landi séu ekki mjög fjölmennir er hlutfall fólks á „menntaskólaaldri" sérlega hátt. Hægt er að taka dæmi af bammörgum stöðum eins og Hólmavík, Skagaströnd eða Vopnafirði þar sem á hverjum stað búa um 70 manns á aldrinum 16-20 ára. Þar fyrir utan býr nær annar eins fjöldi af ungu fólki í nágrenni þessara staða. Einnig er nokkur eftirspurn eftir endurmenntun hjá fólki sem er eldra en tvítugt. Þannig er nemendafjöldi nægjan- legur til þess að reka mennta- stofnannir á þessum stöðum. Litlar einingar skila árgangri Það er ekkert sem segir að stærðin skipti sköpum fyrir gæði menntastofnunar og fá rök era fyr- ir því að hópa ungu fólki saman til Reykjavíkur í stóra verknámsskóla eða háskóla. Þvert á móti er það reynsla erlendis frá að smærri skólar sem taka mið af aðstæðum nemenda og nánasta samfélags skila góðum árangri. Örar framfar- ir í samgöngum og fjarskiptum hafa einnig aukið möguleika smærri eininga. Mikilvægt er að þessar nýju skólar verði sjálfstæðir og ábyi'gðin sé borin uppi á for- sendum heimafólks, fremur en vera vanrækt útibú frá einhverri stærri. Þessar dreifðu menntastofnanir gætu einnig orðið miðstöðvar sí- menntunar á viðkomandi svæðum og legðu m.a. áherslu á fram- kvöðlanám, stofnun og rekstur fyi’- irtækja. Nýsköpunarmiðstöðvar, sem byggðaáætlun forsætisráð- herra gerir ráð fyrir vítt og breitt um landið gætu orðið beinn hluti af þessu fræðsluneti. Hagur íslands Við eram svo lánsöm að eiga hærra hlutfall ungs fólks en önnur vestræn lönd og miklu máli skiptir hvemig við stöndum að upp- fræðslu þessa æskulýðs. Það þarf að gera menntun almennari og sjá til þess að ekki sé gengið framhjá neinum þjóðfélagsþegnum vegna búsetu eða efnahags. Jafnframt er ljóst að nú er vöntun á verkmennt- uðu fólki hérlendis og verði ekki úr bætt mun sá skortur takmarka hagvöxt í framtíðinni. Menntakerf- ið þarf að bregðast við þessari þörf. Lausnin felst í því að færa menntunina til fólksins, til at- vinnulífsins og gera nám aðgengi- legra fyi'ir ungt fólk hvar sem er á landinu. Höfundur er skólastjóri Hólaskóla á Hólum i Hjaltadal. Jón Bjarnason Gróskusöm tíð framundan KOMANDI Alþing- iskosningar mai'ka tímamót í íslenskri stjórnmálasögu. I kosningunum gefst kjósendum í fyrsta skipti raunhæfur val- kostur að festa í sessi stóran og öflugan jafn- aðarmannaflokk og þar með svipað munst- ur í stjómmálum og gefíst hefur vel í ná- grannalöndum okkar. Líklegt má telja að jafnaðarmenn séu hlut- fallslega jafnmargir hér á landi og í ná- grannalöndum okkar. Söguleg mistök af ýmsu tagi hafa hins vegai’ valdið því að jafnaðar- menn á íslandi hafa skipst í marga flokka. Áhrifa þehTa hefur því ekki gætt sem skyldi og þess sér víða stað. Línur í pólitík hafa ekki verið Ijósar og metnaður stóru flokkanna hefur verið meiri í þá átt að sinna hagsmun- um þeirra sem era í náðinni en að boða stefnu til framtíðar. Sjálf pólitíkin hefur vikið tO hliðar og stóru flokkamir hafa haft nægOegt rými til þess að sinna þeirri gæslu sérhagsmuna, sem þeir hafa köUun tO. Ósam- staða jafnaðarmanna hefur gefið þeim það rými. í næstu alþingis- kosningum fá kjósend- ur tækifæri til þess að breyta þessu. Sam- fylkingin hefur þegar fest sig í sessi sem stór flokkur í skoðana- könnunum og í kosningunum þurfa kjósendur um allt land - jafnaðar- menn hvai' í flokki sem þeir hafa staðið - að fylkja liði. Þeir þurfa að veita Samfylkingunni það brautar- Pétur Bjarnason Stjórnmál Söguleg mistök af ýmsu tagi, segir Pétur Bjarnason, hafa valdið því að jafnaðarmenn 7 " á Islandi hafa skipst í marga fiokka. gengi sem henni ber. Breytum rétt á kjördag og nýr gróskusamur kafli mun hefjast í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er í f/orða sæti Samfylk- ingarinnar á Norðurlandi eystra. AsT Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Opið bréf til ritstjóra Morgunblaðsins KÆRU Matthías og Styrmir. Nú eru liðin næstum 5 'ár síðan von- ir okkar vöknuðu um að blað allra lands- manna yrði líka fyrir okkur. Okkur sem eig- um erfitt með að lesa. Þær vöknuðu árið 1994 þegar fuOtrúar Morg- unblaðsins tóku vel í hugmynd Þroskahjálp- ar og Öryrkjabanda- lagsins um að fréttir á auðlesnu máli yrðu birtar reglulega í Morgunblaðinu. Með auðlesnu máli eigum við við einfalt mál og stærra letur. í október 1995 skildist okkur að Lestur Það er fleira fólk en í Ataki, félagi þroska- heftra, segir John M. Doak, sem á erfitt með að lesa. það væri bara spurning um tíma hvenær af þessu yrði. Samt gerðist ekkert fyxr en 29. nóvember 1997. Þá var ein blaðsíða gerð sem til- raun. Við lásum þá blaðsíðu og vor- um ánægð. Á þessari einu síðu voru innlendar fréttir, erlendar fréttir, íþróttir og fréttir um rétt- arstöðu fatlaðra. Við sáum að það er til fólk innan Morgunblaðsins sem getur skrifað á auðlesnu máli. Þessi síða var þó aldrei birt. Það er fleira fólk en við í Átaki, félagi þroskaheftra, sem á erfitt með að lesa. Félag heyrnar- lausra, Islenska dys- lexíufélagið og Félag nýrra Islendinga skrif- uðu einnig bréf til Mbl. og óskuðu eftir frétt- um á auðlesnu máli. Við í Átaki, félagi þroskaheftra, höfum tvisvar sent ykkur •# bréf án þess að vera svarað. Nú spyrjum við ykkur, Styrmir og Matthías, af hverju datt þessi hugmynd uppfyrir? Og er vilji fyrir því að koma þessari hugmynd í fram- kvæmd? Höfundur er varaformaður stjómar Átaks, fclags þroskaheftra. WHITE SWAN Drcifing: Engcy chf. Hvcrfisgata 103 s: 552 8877 fax: 552 0060 John M. Doak 30 ára reynsla Hitaþolið gler Hert gler Öryggisgler GLERVERKSMIÐJAN Samverk Eyjasandur 2 • 850 Hella * 487 5888 • Fax 487 5907 III ITT Armúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 SÚLUNES - EINBÝLISHÚS FYRIR VANDLÁTA Glæsilegt einbýli með aukaíbúð. Tvöfaldur bílskúr. Vandaðar innrétt- ingar og gólfefni. Sólskáli og heitur pottur. Ákveðin sala og afhending gæti orðið fljótlega. 1430 V. ... . . ........................ V J \ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.