Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Ómar Stórfyrir- tæki í tún- fiskútgerð SÉRSTAKT félag, ístún hf„ hefur verið stofnað um rekstur túnfísk- veiðiskips sem til stendur að láta smíða í Kína og stefnt er að að verði tilbúið þegar túnfiskvertíð hefst að ári. fshamar ehf. í Vestmannaeyjum kemur til með að sjá um rekstur skipsins og verður hann aðskilinn frá öðrum rekstri fyrirtækisins en að baki Istúns standa nokkur fyrir- tæki. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru þar á meðal Burðarás, Skeljungur, Sjóvá-Al- mennar og Hekla. Stígandi ehf. í Vestmannaeyjum á einnig í viðræðum við Kínverja um smíði túnfískveiðiskips en for- svarsmenn kínverskra skipasmíða- stöðva eru væntanlegir til landsins á næstunni. ■ Öflug/24 -------------- Beið bana í bflslysi við Svignaskarð IJNGUR maður lést þegar bifreið hans fór út af veginum sunnan við Svignaskarð um klukkan tíu í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgamesi fór bfllinn nokkrar veltur og endaði um tíu metra frá veginum. Skilyrði til aksturs voru góð þegar slysið varð en svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjóm á bflnum. # ♦♦ Hjartavernd semur við Oldrunarstofnun Bandarrkjanna Fjármagn og tæki til að rannsaka öldrun H JARTAVE RND undimtar á næstunni samning við Öldranar- stofnun Bandaríkjanna, National Institute of Aging, um viðamiklar rannsóknir á heilbrigði öldrunar, sem unnar verða hér á landi á ár- unum 2001-2005. Öldrunarstofnun- in mun leggja Hjartavemd til fé, tækjabúnað og þjálfa starfsmenn til rannsóknarstarfanna. Talsmenn Hjartaverndar segja rannsóknina verða stærstu, umfangsmestu og fullkomnustu rannsókn á heilbrigði öldranar sem gerð hefur verið í heiminum. Ráða þarf tugi starfs- manna til viðbótar við núverandi starfslið Hjartaverndar. Þegar hef- ur verið haft samband við fjölda ís- lenskra lækna og vísindamanna, sem nú starfa erlendis, um að snúa heim til starfa og hafa margir tekið þeim möguleika fagnandi, að sögn Vilmundar Guðnasonar, verðandi yfirlæknis Hjartaverndar. Að sögn Nikulásar Þ. Sigfússon- ar, yfirlæknis Hjartaverndar, var Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna búin að grandskoða ýmsar öldrun- amannsóknir, bæði í Bandaríkjun- um og annars staðar í heiminum. Niðurstaðan varð sú, að eftirsókn- arverðast væri að Öldranarstofn- unin, sem starfar innan Heilbrigð- isstofnunarinnar, gengi til sam- starfs við Hjartavemd, sem býr að miklum upplýsingum eftir 30 ára hóprannsóknir á Islendingum. I samningnum felst að leitað verður til Islendinga, 65 ára og eldri, sem tekið hafa þátt í hóp- rannsóknum Hjartavemdar síðast- liðin 30 ár, alls um 15 þúsund manns. Gunnar Sigurðsson, for- maður Hjartaverndar, segir að m.a. verði gerðar ítarlegar rann- sóknir á heilastarfsemi, með full- komnari aðferðum en Hjartavernd hafi hingað til haft bolmagn til að beita. Vonast væri til að hægt væri að sjá hvaða heflsufarsþættir end- urspeglist í góðri heilastarfsemi í ellinni, en að þessu væri hægt að komast með ítarlegum rannsókn- um á heila og hjarta- og æðakerfi. Aukin lífsgæði í ellinni „Við eram ekki að gera okkur vonir um að lengja líf fólks, heldur auka lífsgæði þess í ellinni," segir Vilmundur Guðnason. „Fyrir utan aukin lífsgæði fyrir einstaklingana er augljóst hvaða sparnað það hef- ur í för með sér fyrir þjóðfélagið, ef hægt er að bæta heilsu aldr- aðra.“ Ekki er ljóst hvað rannsóknin mun kosta, en Öldrunarstofnun Bandaríkjanna hefur fengið vilyrði bandarískra yfirvalda fyrir að hún muni fá það fjármagn sem til þarf. Talsmenn Hjartavemdar segja augljóslega um miklu hærri upp- hæðir að ræða en íslenskir vísinda- menn eigi að venjast hjá hinu opin- bera. ■ Stærsta öldrunarrannsókn/10 í höfn eftir veiðiferð SÆMILEGA hefur gefið á sjóinn frá mörgum verstöðvum landsins að undanförnu enda fer vetrar- lægðunum að fækka. Skipveijar á Arnari KE 260 eru hér að stökkva í land í Grindavík eftir vel heppnaðan róður. I bili er í gildi þorskveiðibann vegna hrygningar en síðan verður hægt að halda á ný til veiða og þá ræð- ur kvótinn sjálfsagt sókn hjá flestum. , Morgunblaðið/Ásdís JÓN Sigurðsson flutti tvo fyrirlestra á þingi svæfingalækna í gær og sagði frá reynslu sinni eftir margra vikna legu á gjörgæsludeild Landspítalans. ✓ I endur- hæfingu eftir alvar- legt slys „ÉG get ekki gengið á ný til fyrri starfa minna við svæfingar sjúklinga en ég vonast til að geta nýtt þekkingu mina og reynslu á anuan hátt,“ sagði Jón Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón lenti í alvarlegu umferðarslysi í des- ember og lamaðist þannig að hann hefur einungis mátt í höfði og höndum. Jón kom í fyrsta sinn fram meðal starfsfélaga sinna í gær er hann flutti erindi á þingi svæfingalækna í Reykjavík og var síðan veislustjóri í lokahófi þings þeirra og skurðlækna í gærkvöld. Hann kvaðst hafa bú- ist við að hitta nokkra kollega til að spjalla við þá en bjóst ekki við því að tala á um 100 manna fundi. Búist við samningum um veið- ar í Barentshafi eftir helgina Var með fullri meðvitund eftir slysið Jón var með fullri meðvitund eftir slysið og kvaðst hafa vitað um leið og bíll hans stöðvaðist að hann var hálsbrotinn. „Það er lán í óláni að ég hlaut enga höf- uðáverka," sagði Jón en hann hefur í nærri tvo mánuði verið í endurhæfingu á Grensásdeild og býst við að vera þar 6-8 mánuði íallt. Jón kveðst vera farinn að styrkjast mjög og segist finna framfarir / hverri viku. Þjálfun hans miðar að því að gera hann sem mest sjálfbjarga þannig að hann geti sjálfur rennt sér um í hjólastól sinum. ■ Vissi þegar/6 VIÐRÆÐUR íslands, Noregs og Rússlands um fiskveiðisamninga í Barentshafi verða teknar upp að nýju í Moskvu á mánudag. For- maður íslensku samninganefndar- innar gerir fastlega ráð fyrir að viðræðum ljúki í upphafi vikunnar og samkomulag verði undirritað. Viðræðum þjóðanna var frestað í lok mars sl. þar sem ekki náðist að ljúka öllum þáttum samningsins vegna tímaskorts. Samkvæmt rammasamningi þjóðanna þriggja fá íslendingar 8.900 lestir af því heildarþorskmagni sem heimilt er að veiða í Barentshafi á þessu ári. Heimild íslendinga eykst síðan eða minnkar eftir leyfilegum heildar- afla á hverju ári. Auk þess er gert ráð fyrir heimildum til að mæta aukaafla íslenskra skipa í lögsög- um Noregs og Rússlands. Jóhann Sigurjónsson, formaður samninganefndar Islands, segir að þráðurinn verði tekinn upp í við- ræðunum strax eftir helgi og gerir ráð fyrir að þá verði samkomulag um skiptingu veiða í Barentshafi undirritað. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um innihald samnings- ins að svo stöddu. Ræða framkvæmd og frágang „Viðræðurnar era komnar mjög langt en það vannst ekki tími til að sigla málinu i höfn síðast. Nú á að- eins eftir að ræða framkvæmd og frágang þessa þríhliða samnings. Nátengdir honum era tveir sjálf- stæðir tvíhliða samningar, það er milli íslendinga og Rússa og ís- lendinga og Norðmanna, en þeir era engu að síður hluti af þríhliða- samningnum og háðir hvor öðram. Ég hef fulla trú á að við náum að ljúka málinu á allra næstu dögum,“ segir Jóhann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.