Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN . Af réttlæti og sanngirni NÚ VIRÐIST vera í tísku, að slá einhvers- konar einkarétti á „sanng-irni“ og „rétt- læti“. Þar fer frerast í flokki og er jöfnust meðal jafningja, Jó- hanna Sigurðardóttir. Sá stjómmálamaður hefur að öðmm ólöst- uðum, gengið hvað stífast fram í því að láta þannig líta út að hún hefði það eitt markmið að Ijá lítil- magnanum Mðsinni í hverri þraut. Því væri ekki úr vegi að huga að hvar hún hefur komið við, þegar hún hafði til þess völd og aðstæður. Félagslegt íbúðarhúsnæði Jóhanna, þá nefnd á Húsbréfa- felli, sendi menn út af örkinni til þess að flytja sveitastjórnarmönn- um fagnaðarerindið í hinni nýju trú „félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélaga" . Þessir gerðu víð- . \ reist og komu við í flestum, ef ekki öllum sveitarfélögum á Vest- fjörðum, tíunduðu hve sérleg kjör væm í boði og hversu gráupplagt væri að byggja nú nógu mikið, því ef húsnæði væri til staðar kæmu íbúar í húsnæðið og vildu líklega kaupa við þeim kostakjörum sem í boði væm. Margir sveitarstjórn- armenn trúðu postulum þessum og tóku trúna. Hagfellt var að byggja nógu mikið, ekki væri þá atvinnuleysi hjá handverksmönn- ■ um og væri það vel. Kerfinu var komið á koppinn, víð- ast var byggt vel við vöxt og fengu menn aðila til að sækja um, til þess að sýna fram á brýna þörf fyrir svoddan húsnæði. Skeyttu menn lítt um kostnað og létu hug- ann lítt reika til þeirra tíma sem færa í hönd og endur- greiðslur kæmu til. Eitt sveitafélag veit ég þó sem hægt fór í sakirnar og gætti að hverju skrefi í þess- um efnum, er þar um Tálknafjarðarhrepp að ræða. Þar á bæ vildu menn sjá til lands í afborgunum sem hæg- lega gætu lent á hreppnum. Stjórnmál Krafa ungra kjósenda, segir Bjarni Kjartans- son, hlýtur að vera að fá óbrjálaða umfjöllun í fjölmiðlum um efni sem á þeim brenna. í sem skemmstu máli varð þetta kerfi fljótlega að hinu versta skrímsli sem át upp framkvæmda- fé sveitafélagana, þar sem íbúar vildu hver um annan þveran kom- ast sem tíðast úr þessu kerfi og var skylda sveitastjómamanna að verða við þeim óskum, allt sam- kvæmt lögum sem um kerfið fjöll- uðu. Ibúamir þurftu illu heilli að sætta sig við að fá ekki til baka þann hluta sem þeir höfðu talið sig eiga rétt tíl, komu þar til hin margrómuðu Ólafslög en þau lög hafa haft eitthvert sérstakt lag á að koma þeim illa sem hafa verið að bjástra við að koma þaki yfir sig og sína. Þessir áðumefndu postular frá Jóhönnu hljóta að hafa farið víðar um landið en Vestfirði, því sam- kvæmt tölum era sveitarfélög um allt land afar illa farin eftir þátt- töku í þessum kerfum. Sérlega er þetta slæmt í þeim byggðum sem hafa langa hefð fyrir fyrirgi-eiðslu um atvinnumál sín. Bj örgunaraðgerðir Reikninginn verður að greiða, þótt ekki sé farið þess á leit að litlu Gunnu og litla Jóni verði bjargað verður að hjálpa þeim byggðum sem nú eru með sára timburmenn eftir veislu Jóhönnu á Húsbréfa- felli. Það er gömul saga og ný, að vinstrimönnum er nokk sama um hvemig þeim líður sem eitthvað hafa lagt af mörkum til eigna- myndunar. Samkvæmt einkunnar- orðum vinstrimanna, nú sam- fylktra: „Allir era jafnir en sumir era þó jafnari en aðrir.“ Nú skilst mér að búið sé að ákveða að ríkissjóður komi þeim sveitarfélögum til hjálpar sem era komin í öngstræti með þessi kerfi Jóhönnu. Það hefur farið ótrúlega hljótt alltsaman og ekki hefur farið mikið fyrir því, að Jóhanna hafi verið spurð um það í fjölmiðlum, hverju það sætti, að þessi kerfi hennar komi til með að íþyngja öll- um skattgreiðendum um ótalda milljarða á næstu árum. Einnig er furðulegt að hún hafi ekki verið krafm sagna um, af hverju hún hafi ekki tekið mark á þeim mönnum sem sýndu fram á með gildum rök- um, að einmitt kæmi svona kerfi hennar. Hún fer hamföram út af mun lægri upphæðum, blessunin. Fréttamenn Mér er með öllu fyrirmunað að átta mig á hversu fréttamenn og rýnar hjá sjónvarpsstöðvunum hafa stutt minni, þegar kemur að aðgerðum vinstrimanna til, jöfnun- ar“ lífskjara, og tregðu þeirra til að kryfja til mergjar þau málefni sem era til umfjöllunar í samtímanum en era afleiðing einhvers þess, sem áður var gert. Nægir í því sam- bandi að nefna hina hryllilegu „Jaðarskatta" sem allir tala um en fáir geta bent mér á, hvorki á því eyðublaði sem skattstjórar senda út um hver áramót, né seðli frá inn- heimtumanni ríkissjóðs. Hver étur eftir öðram vitleysuna, hugsunar- laust. Jaðaráhrif era ekki skattar, heldur er um að ræða tekjuteng- ingu sem heilög Jóhanna og henn- ar félagar í Samfylkingunni kröfð- ust á sínum tíma til jöfnunar eins og það hét þá. Þetta virðist alveg gleymt. Nú er á stefnuskrá vinstri bræðings að afnema tekjutenging- ar. Ekki er öll vitleysan eins. Og það furðulegasta er, að fréttamenn spyrja ekki einusinni um, hvað valdi þessari kúvendingu eða hvort Bjarni Kjartansson menn kannist ekki við sín fyrri verk, sem þeir hinir sömu mikluðu sig af á sínum tíma. Minnisleysi virðist leggjast þungt á frétta- menn. Ungir kjósendur Krafa ungra kjósenda sem nú era að ganga að kjörborði í fyrsta eða annað sinn, hlýtur að vera að fá óbrjálaða umfjöllun í fjölmiðlum um þau efni sem á þeim brenna, svo sem öflun eigin húsnæðis, tekju- tengingar og fleira. Ef einhver hef- ur þessa upplýsingaskyldu, er það Ríkissjónvarpið. Eg skil að mörgu leyti vel afstöðu margra ungmenna, þegar þau segjast ekki nenna að hlusta á stjórnmálamenn. Það er ekki gerð lágmarkskrafa um sann- sögli þegar þeir eiga í hlut, sem talist geta til vinstri eða þannig vii'ðist það vera út frá umfjöllun- inni. Með þögninni taka fjölmiðla- menn undir ósannindin með þeim sem reyna að blekkja kjósendur með fagm’gala. Auðvitað væri við hæfi að rekja nokkuð úr þessum lukkui’iddm’um sanngirninnar og réttlætisins, um fyrri gerðir á þingi. Einnig væri gaman að heyra þessa nýju skilgreiningu sömu á kosn- ingalýðræði í nýafstöðnum próf- kjöram fylkingarinnar. Hólfalýð- ræði er nýyrði sem er torskilið. Til úrbóta væri, ef einhver eða einhverjir, sem hafa minni til að grúska eitthvað í því liðna og vilja til að skilja samhengið, fengju að gera þætti um það sem er á baugi hverju sinni. Ekki er nauðsyn til að þessi blaðamaður væri nú þegar í stai’fi hjá Sjónvarpinu, jafnvel væri nær að kaupa til verksins einhvern utan úr bæ, þar sem núverandi starfsmenn virðast annað hvort ekki þessa megnugir eða viljugir. Höfundur er verkefnissljórí. * # Tímamót Hræsni, frjálshyggja eða HVAR stöndum við í dag? Höfum við gengið fram veginn til góðs? Þessar spum- ingar og margar álíka koma eflaust oft upp í huga fólks og oftar en ekki er þeim vand- svarað af okkur flest- um, en um leið hugs- um við sem svo að við gerðum jú okkar besta. Ef við horfum um öxl þá hefur ís- lenskt þjóðfélag breyst. Okkur hefur með samstilltu átaki tekist að byggja upp þjóðfé- lag sem ekki er bara gott fyrir okkur sjálf að lifa í heldur eram við líka mikils metin á alþjóðavett- vangi og oftar en ekki sett í fremstu röð hjá hinum ýmsu al- þjóðastofnunum. þjóðfélagið sé breytt sé mun auðveldara að nálgast allar hliðar þess út frá miðjunni fi’ekar en með öfgum frá hægri eða vinstri. Við segjum líka að við munum ekki byggja upp gott félagslegt kerfi nema að ná um leið að tryggja frjálst og öflugt atvinnulíf. Atvinna fyrir alla Það era lágmarks mannréttindi hvers Guðni einstaklings að eiga Tryggvason kost á atvinnu og að því höfum við stefnt og munum halda áfram að vinna að. Okkur verður að takast með markvissum aðgerðum að skapa þá atvinnustefnu sem nær að Stjórnmál Gerum betur En við ætlum að gera betur og því ætlum við framsóknarmenn að vinna að. Við höfum skilgreint okkur sem miðjuflokk. Við höfum líka sagt að stjómmál snúist um fólk og kosningar um traust. Við segjum líka að vegna þess hvað Við ætlum að gera betur, segir Guðni Tryggvason, og því ætlum við framsóknar- menn að vinna að. HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.isiandia.is/kerfisthroun skapa ný störf fyrir þá sem eru nú atvinnulausir og eða þá sem era að koma inn á atvmnumarkaðinn. Það verður að vera hverjum stjórn- málamanni Ijóst hvort heldur hann er í landspólitík eða sveitarstjórn að það er hans að skapa þá um- gjörð sem þarf til að ungir at- hafnasamir framkvöðlar nái að skapa blómlegt athafnalíf og fram- sækin fyrirtæki. Veljum Fram- sókn til framfara - lykilorðið í hverri ríkisstjórn Höfundur er verslunarmadur og skipar 7. sæti B-listans á Vesturlandi. Húmanistaflokkurinn? EINS og fram hef- ur komið mun Húmanistaflokkurinn bjóða fram til alþing- iskosninga í vor og undirritaður skipa 1. sæti í Reykjavík. Þar sem Húmanistaflokk- urinn reið ekki feitum hesti frá borgarstjórn- arkosningunum síð- asta vor og niðurstöð- ur í skoðanakönnun- um hafa ekki verið flokknum sérstaklega vinsamlegar furða ýmsir sig á þessu brölti okkar. Virk hreyfing Aðrir sem betur þekkja era ekki svo hissa. Þeir vita sem er að þetta er ekki bara eitt lítið fram- boð sem stingur upp kollinum rétt fyrir kosningar heldur angi af stærra dæmi sem hefur verið í gangi alllengi hér á landi, angi af hreyfingu sem er mjög virk allt árið um kring og á sér allþéttan, vaxandi hóp stuðningsmanna. Þetta er hreyfing sem vinnur á ýmsum sviðum, allt frá fundum og námskeiðum um persónuleg sam- skipti, gildismat o.fl., blaðaútgáfu í hverfum borgarinnar til þess að halda málþing, ráðstefnur og ým- islegt tilfallandi. Hreyfing þar sem Húmanistaflokkurinn er hin pólitíska tjáning. Fijálshyggjan Undanfarin ár hefur frjáls- hyggjan svokallaða ráðið ríkjum og riðið röftum í íslensku samfé- lagi. Frjálshyggja sem afbakar frelsishugtakið þar sem hún fjall- ar nánast eingöngu um fyrirbæri eins og frjálsa samkeppni, frjálsan markað, frjálst fjármagnsflæði, í stuttu máli sagt; frelsi peninganna. Þessi frjálshyggja tekur yf- irleitt ekki upp hansk- ann fyrir fólk, fyrir al- menning. Æðstu- prestar hennar, Hannes Hólmsteinn og fleiri, predika ekki um frelsi fólks til áhrifa í íslensku sam- félagi, valddreifingu á hinu pólitíska sviði, frelsi fólks til þess að skapa og móta um- hverfi sitt. Nei, frelsið snýst um að velja kók eða pepsí og á milli sjón- varpsstöðva. Þvert á móti, það þarf jafnvel að setja frelsi fólks Framboð Fyrir okkur, segir Kjartan Jónsson, er það ekki spurning hvort heldur hvenær við komum fólki á þing. einhver takmörk, t.d. þegar fólk vill fara að segja upp störfum sín- um í hópum, þá verðum við að setja lög til þess að koma í veg fyr- ir slíkt. Hámark hræsninnar „En við eram með lýðræði hér,“ kynnu einhverjir að segja. „Við kjósum hér lýðræðislega fulltrúa sem framfylgja vilja fólksins." Maður þarf nú að vera nett heila- dauður til að trúa því. Þegar mað- ur horfir t.d. á stjómmálamenn og fjölmiðlafólk setjast niður eftii’ kosningar og spá í spilin, túlka nið- urstöður kosninga og, ekki síst, túlka vilja kjósenda. „Kjósendur vilja þetta og þetta,“ segja þeir og túlka niður- stöðurnar nákvæmlega eins og þeim sýnist. Það er auðvelt þar sem kjósendur hafa enga mögu- leika á að gefa skýr skilaboð í gegnum þetta kerfi. Þetta er há- mark hræsninnar þar sem stjórn- málamenn geta auðveldlega kom- ist að því hver vilji kjósenda er, einfaldlega með því að spyrja. Það gætu t.d. verið stærri kjörseðlar þar sem, auk þess að kjósa til þings, sveitarstjórna eða forseta, væri kosið beint um ýmis mál, hugmynd sem er ekki einu sinni mjög róttæk og er framkvæmd víða um heim. Skýr kostur Einhverjir hafa talið frekar óraunhæft að við náum manni eða mönnum inn á þing í vor. Það er samt ekki útilokað, pólitíkin er skrítin tík og ekki alltaf fyrirsjá- anleg. Fyrir okkur er það ekki spurning hvort heldur hvenær við komum fólki á þing. Við erum að byggja upp virka félagslega hreyfingu sem á eftir að láta meira og meira að sér kveða á næstu árum. Það er ekkert nýtt að ungar hreyfingar hafi þurft nokkrar atrennur til þess að kom- ast inn á Alþingi íslands. Það vita þeir vel sem þekkja sögu vinstri- hreyfingarinnar á Islandi. Við verðum hér áfram og við erum skýr kostur í hentistefnulandslagi íslenskrar pólitíkur, með fólki, á móti mannréttindabrotum og for- sjárhyggju. Höfundur er sölustjóri og 1. madur á lista Húmanista- flokksins í Reykjavfk. Kjartan Jénsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.