Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 19 AKUREYRI Félagsstofnun stúdenta á Akureyri fær um 60 milljóna lán til framkvæmda Sjómannafélag Eyjafjarðar ályktar um samning um fiskverð Tíu til tólf nýjar íbúðir keyptar eða byggðar FELAGSSTOFNUN stúdenta á Akureyri hefur fengið lánsheimild að upphæð 60,7 milljónir króna hjá Ibúðalánasjóði og er fyrirhugað að kaupa eða byggja 10-12 tveggja og þriggja herbergja íbúðir sem vænt- anlega verða tilbúnar haustið 2000. Nokkuð er um liðið frá því Félags- stofnun stúdenta á Akureyri hefur byggt stúdentagarða fyrir nemendur Háskólans á Akureyri, en árið 1989 var sá fyrsti tekinn í notkun, Ut- steinn við Skarðshlíð, þar sem eru 14 einstaklingsherbergi, fjögur parher- bergi og 6 íbúðir, tveggja til þriggja herbergja. Þá voru stúdentagarðar við Klettastíg teknir í notkun árið 1993, en þar eru þrjú hús með sam- tals 18 íbúðum, tveggja til þriggja herbergja og 12 herbergjum. Horft til Giljahverfis Dan Brynjarsson, formaður Fé- lagsstofnunar stúdenta á Akureyri, sagði að leitað yrði tilboða meðal verktaka og þau vegin og metin þeg- ar þau liggja fyrh'. Svæðið sem horft væri til fyrir nýju stúdentagarðana væri í GiljahveiTfi, en eftir að ný brú hefur verið lögð yfir Glerá og Borg- arbraut væri komin í gagnið yrði hverfið í góðu göngufæri við háskól- ann á Sólborgarsvæðinu þar sem framtíðarstaður hans er. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar haustið 2000, en ætlunin hefði upp- haflega verið að taka nýja garða í notkun nú í haust en ekki fengust peningar í fyrra til framkvæmda. „Þörf fyrir nýja stúdentagarða er brýn, nemendum háskólans er sífellt að fjölga og það er mikil þensla á leigumarkaði á Akureyri,“ sagði Dan en á síðasta skólaári varð að vísa 45 nemendum sem sóttu um vist á stúd- entagörðum frá. „Samt vitum við að margir reyna ekki einu sinni að sækja um því þeir eru svo aftarlega í forgangsröðinni." Astæða þess að eingöngu verða nú byggðar íbúðir sagði Dan vera þá að hátt hlutfall nemenda háskólans væri fjölskyldufólk og þá væru ein- staklingsherbergi að detta út þar sem húsaleigukerfið er þannig upp- byggt að nemendur í slíkum her- bergjum fengju ekki húsaleigubæt- ur. Herbergi væru því hlutfallslega dýrari en íbúðir. Skerðing á launa- kjörum sjómanna STJORN Sjómannafélags Eyja- fjarðar samþykkti ályktun á fundi sínum í gær þar sem átalin eru harðlega þau vinnubrögð sem við- höfð voru við nýgert samkomulag um verðmyndun á ísfiski hjá þrem- ur togurum Utgerðarfélags Akur- eyringa hf. Deilu um verðmyndun á fiski milli útvegsmanna og heildarsam- taka sjómanna fyrir hönd skipverja á einum ísfisktogara UA var lokið í úrskurðarnefnd sjómanna og út- vegsmanna hinn 2. febrúar sl. og gilti það fiskverð sem þá var ákveðið til 13. apríl nk. Nú hefur Utgerðarfélag Akureyringa hf. náð fram við sjómenn sína enn lægra fiskverði að úrskurðartímabilinu loknu og má öllum vera ljóst að slíkt getur ekki gerst nema sjó- menn hafi verið beittir verulegum þrýstingi til undirskriftar, segir í ályktuninni. Jafnframt er minnt á að fiskverð á ísfisktogurum á Norður- og Aust- urlandi er hið lægsta á landinu. Það sé því allt annað en sjálfsagt að fyrirtæki á þessu svæði nái fram lækkun á fiskverði og um leið kjaraskerðingu fyrir sjómenn . Stöndug útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki eins og UA ættu því allra síst að taka sér forystuhlutverk í því að lækka fiskverð og skerða í leiðinni launakjör sjómanna. Núverandi fyrirkomulag á verð- myndun á ísfiski færir útgerðar- mönnum öflugt vopn í hendur og ef því er beitt hafa sjómenn fáa aðra valkosti en að skrifa undir óhag- stæða samninga. Renndu við hjá okkur í dag og reynsluaktu Suzuki Baleno. Hann kemur þér þægilega á óvart. TEGUND: 1.3 GL3d 1.3 GL4d 1.6 GLX 4d, ABS 1.6 GLX 4x4, 4d, ABS 1.6 GLX WAGON, ABS 1.6 GLX WAGON 4x4, ABS VERÐ: 1.195.000 KR. 1.295.000 KR. 1.445.000 KR. 1.575.000 KR. 1.495.000 KR. 1.675.000 KR. 0 SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00 Heimasíða: www.suzukibilar.is MYNDIN Taktur eftir Gunnar Kr. Jónasson. Sýning’ Gunnars framleng'd MÁLVERKASÝNING Gunnars Kr. Jónassonar í Ketilhúsinu á Akureyri hefur verið framlengd til sunnudagsins 11. apríl. Gunnar hefur haldið einkasýningar víða um land og í Færeyjum og auk þess tekið þátt í samsýningum. I Ketil- húsinu sýnir hann um 20 verk sem unnin eru með akrýllitum á striga. Gunnar á og rekur Auglýsinga- stofuna Stíl en þar starfa nokkrir listhneigðir einstaklingar. Einn þeirra er Aðalsteinn Svanur Sig- fússon en hann tekur einmitt þátt í samsýningu með Erlingi Jóni Val- garðssyni í Deiglunni sem einnig lýkur á sunnudag. Aðalsteinn Svanur sýnir Ijósmyndir sem prentaðar eru með sérstakri tækni en Erlingur Jón er með svokallaða innsetningu. Báðar sýningarnai- eru opnar milli kl. 14 og 18. ---------- Fyrirlestur um bygg- ingarlist PÉTUR H. Armannsson, forstöðu- maður arkitektadeildar Listasafns Reykjavíkur, flytur fyrirlestur í Deiglunni á Akureyri í dag, laugar- daginn 10. apríl, kl. 16. Fjallar hann um byggingarlist áratugarins í samhengi við sýninguna „Draum- ur um hreint form“ sem Listasafn- ið á Akureyri hýsir um þessar mundir. Á sýningunni er lögð sér- stök áhersla á byggingarlist og samband hennar við málaralist tímabilsins. Dæmi eru tekín af byggingarlist bæjarins og mun Pétur fjalla sérstaklega um þau. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.