Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 15
AKUREYRI
Heilbrigðisráðuneyti, SAA, Olafsfjörður og Dalvíkurbyggð
Aðeins þrjú tilboð bárust í nýbygg-
ingu Háskólans á Akureyri
og eitt undir kostnaðaráætlun
SJS verktakar
buðu lægst
SAMNINGUR milli heilbrigðisráðu-
neytis, SÁÁ og Dalvíkurbyggðar og
Ólafsfjarðarbæjar um samstarf að
forvömum hefur verið undirritaður
en markmið hans er að efla for-
varnastarf í sveitarfélögunum með
það fyrir augum að draga úr neyslu
grunnskólanema á tóbaki, áfengi
og öðmm vímuefnum.
Iieilbrigðisráðuneytiö og For-
varnadeild SÁÁ munu bjóða sveit-
arfélögunum upp á samviimu um
víðtækar forvarnir sem beinast að
börnum og unglingum, foreldmm,
skóluin, tómstundastarfl, heilsu-
gæslu, löggæslu, kirkju og almenn-
ingi. Heilbrigðisráðuneytið leggur
til ijármagn til verkefnisins á móti
sveitarfélögunum en SÁÁ sér um
framkvæmd og faglega útfærslu í
samstarfi við sveitarfélögin.
Markmið sveitarfélagaverkefnis-
KVÓTAKERFIÐ hefur dregið
mjög úr byggðaröskun að mati
Kára Arnórs Kárasonar, formanns
stjórnar Samherja, en hann sagði í
ræðu sinni á aðalfundi félagsins í
vikunni að sú staðhæfíng að kvóta-
kerfíð hefði leitt til byggðaröskunar
hafí verið áberandi í umræðu um
sjávarútvegsmál. Engin rök væru
þó færð fram fyrir þessari skoðun
og það gleymdist að stórfelldir
fólksflutningar hefðu verið í land-
inu allan lýðveldistímanna, líka fyr-
ir daga kvótakerfisins.
„Staðreyndin er sú að aflaheimild-
ir hafa ekki verið að flytjast frá
laiidsbyggðinni til suðvesturhorns-
ins,“ sagði Kári og benti á að fremur
hefði kvótakerfið dregið úr byggða-
íþrótta- og æskulýðs-
fulltrúi Ólafsfjarðar
Þrjár umsdkn-
ir bárust
ÞRJÁR umsóknir höfðu borist um
starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa
Ólafsfjarðarbæjar í gær en engin
umsókn um stöðu bæjartæknifræð-
ings. Nöfn umsækjenda um stöðu
íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fengust
ekki uppgefin í gær, en þau verða
kynnt í bæjarráði nk. fimmtudag.
Félagsmálastjóri hefur fram til
þessa jafnframt haft með höndum
íþrótta- og æskulýðsmál í Ólafsfirði
en nú verður breyting þar á.
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sér
m.a. um félagsmiðstöð unglinga og
vinnuskóla unglinga, hefur umsjón
með rekstri mannvirkja vegna
íþrótta- og tómstundastarfs og vinn-
ur að fjárhagsáætlanagerð vegna
þeirrar starfsemi sem undir tóm-
stundanefnd heyrir. Einnig vinnur
hann með tómstundanefnd að mótun
stefnu bæjarstjórnar í íþrótta- og
æskulýðsmálum.
Samstarf
um forvarnir
ins er að marka heildstæða stefiiu í
forvörnum sveitarfélaganna sem
taka til margra þátta og einnig að
þeir sem sinna málefnum barna og
unglinga stilli saman strengi sína.
Þá er inarkmiðið einnig það að sú
þekking sem SÁÁ hefur fram að
færa sitji eftir í sveitarfélögunum
og nýtist þannig til áframhaldandi
þróunar þar og að fram fari mat á
árangri forvarnastarfs sem síðan
verður grundvöllur endurbóta á
starfinu.
_ Með sameiginlegri undirritun
Ólafsfjarðarbæjar og Dalvíkurbæj-
röskun. Mörg af öflugustu sjávarút-
vegsfyrirtækjum landsins hefðu
byggst upp á landsbyggðinni og ekki
væri líklegt að Reykvíkingar væru
að fjárfesta á stöðum eins og Skaga-
strönd og Þórshöfn nyti kvótakerfís-
ins ekki við. Né heldur væru lána-
stofnanh- að lána hundruð milljóna
til þessara staða.
Samfelldur byggðastyrkur
til höfuðborgarsvæðisins
Kári sagði lífið í sjávarbyggðum
við ísland hverfult og sveiflur mikl-
ar, þær hefðu áhrif í plássunum og
skipti þá sköpum hver árangur við-
komandi fyrirtækis væri. Heiiu fyr-
irtækin hefðu verið flutt milli staða,
bæði fyrir og eftir daga kvótakerfis-
ar er gert ráð fyrir ákveðnu sam-
starfi sveitarfélaganna á sviði for-
varnastarfs, en það felur í sér sam-
ráð og samstarf um fræðslufundi
og námskeiðahald mnan þessa
verkefnis á árinu.
Samvinna við
15 sveitarfélög
Heilbrigðisráðuneytið og SÁÁ
eru í samvinnu við 15 sveitarfélög,
en þar af eru 9 í Austur-Húnavatns-
sýslu, Blönduós, Skagaströnd, Ás-
hreppur, Torfalækjahreppur, Vind-
hælishreppur, Svínavatnshreppur,
Engihlíðarhreppur, Sveinsstaða-
hreppur og Bólstaðarhlíðarhrepp-
ur, en hin sveitarfélögin eru
Reykjavfliurborg vegna forvarna-
starfs í Vesturbæ, Skagafjörður,
Fjarðarbyggð, Ólafsfjörður og Dal-
víkurbyggð.
ins. Tækniþróun í sjávarútvegi
leiddi til þess að færri hendur þyrfti
til að vinna störfin, atvinnuþátttaka
færðist frá framleiðslu yfir í þjón-
ustugreinar. Þetta væri óumflýjan-
leg og eðlileg þróun sem ekki yrði
rakin til stjórnkerfis fiskveiða. Á
sama hátt væri eðlilegt að fyrirtæki
í greininni stækkuðu og efldust. Það
væri ekki neikvætt að fyrirtæki í
sjávarútvegi stækkuðu og sameinuð-
ust. Benti Kári á að á Nýja-Sjálandi
þar sem kvótakerfi væri við lýði
væri nær allur sjávarútvegur á
hendi 6 fyrirtækja, hér á landi væru
þau yfir 500, en ekki væri talað um
hagræðingu þegar fyrirtæki samein-
uðust heldur að kvótinn færðist á æ
færri hendur.
AÐEINS þrjú tilboð bárust í bygg-
ingu áfanga II við Háskólann á
Akureyri, öll frá heimaaðilum og
var aðeins eitt þeirra undir kostnað-
aráætlun. Tilboðin voru opnuð í gær
og þá kom í ljós að SJS verktakar
ehf. áttu lægsta tilboðið og hljóðaði
það upp á rúmar 247,4 milljónir
króna eða 94,7% af kostnaðaráætl-
un. Hér er um að ræða eitt stærsta
útboðsverk á árinu og sú staðreynd,
að aðeins þrjú tilboð bárust, hlýtur
m.a. að sýna góða verkefnastöðu
fyrirtækja í Eyjafirði.
Kostnaðaráætlun við bygginguna
hljóðar upp á rúmlega 261,3 milljón-
ir króna. SS Byggir ehf. bauðst til
að vinna verkið fyrir rúmar 267,3
milljónir króna, sem er 102,3% af
kostnaðaráætlun og Fjölnir ehf.
bauð rúmar 276,2 milljónir króna,
eða 105,7% af kostnaðaráætlun.
Ivar Ragnarsson, rekstrarstjóri
Háskólans á Akureyri, sagðist hafa
átt von á tilboðum frá 4-5 verktök-
um, en það kom honum ekki á óvart
að ekki bárust tilboð frá fyrirtækj-
um á höfuðborgarsvæðinu. Hann
sagðist frekar hafa átt von á tilboði
„Ætli orsaka mikillar byggðarösk-
unar hér á landi undanfarin ár sé
ekki fremur að leita í því hvernig við
höfum byggt upp þjónustugreinarn-
ar í landinu. Stjórnsýslan, heilbrigð-
iskerfið, menntakerfið og menning-
arþjónustan, þetta hefur nær allt „
verið byggt upp á einum og sama
stað á landinu. Að þessu leyti hefur
höfuðborgarsvæðið fengið einn sam-
felldan byggðastyrk nær alla þessa
öld. Ur honum hefur ekki dregið á
síðustu árum nema síður sé. Þessi
þróun er nærtækari skýring á
byggðaröskun hér á landi en kvóta-
kerfið. Og hverjir hafa haldið hér á
málum? Væri ekki nær að stjórn-
málamenn spyrðu sig að því?“ sagði
Kári.
frá Dalvík. ívar sagði að farið yrði
yfir tilboðin og að stefnt væri að því
að skrifa undir verksamning fyrir
næstu mánaðamót, þannig að fram-
kvæmdir geti hafist í maí.
SJS verktakar þekkja vel til
Komi ekkert óvænt upp á í tilboð-
unum verður að telja líklegt að SJS
verktakar fái verkið. Starfsmenn-
irnir þekkja vel til á Sólborgar-
svæðinu en fyrirtækið hefur inn-
réttað bæði aðalskrifstofur og bóka-
safn HA á Sólborg.
Hér er jafnframt um að ræða
fyrstu nýbyggingar Háskólans á
Ákureyri, samtals um 2.000 fer-
metra. Þar verður kennsluhúsnæði,
vinnuaðstaða fyrir kennara og
skrifstofur. Kennsluhúsnæðið er í
þremur álmum með átta kennslu-
stofum, sérhæfðu húsnæði fyrir
kennslu í hjúkrun og iðjuþjálfun
auk hópherbergja og tengjast álm-
urnar gangi sem tengir allt hús-
næði skólans saman. Verkinu skal
að fullu lokið 1. október 2001 en
hluta húsnæðisins á að skila full-
búnu 1. júlí á næsta ári.
Námskeið fyrir
sjómenn um stöðug-
leika fískiskipa
Síðasta
nám-
skeiðið í
Grímsey
SÍÐASTA stöðugleikanámskeiðið
sem Siglingastofnun hefur staðið
íyrir var haldið í félagsheimilinu
Múla í Grímsey nýlega.
Vorið 1997 var ákveðið að gera
átak í stöðugleikamálum en í þeim
fólst að sögn Halldórs Blöndal sam-
gönguráðherra að endurskoða þær
reglur sem áður höfðu gilt um kröf-
ur um stöðugleika fiskiskipa, að
stöðugleikagögn allra fiskiskipa
skyldu liggja fyrir og í þriðja lagi að
halda stöðugleikanámskeið íyrir
sjómenn víðs vegar um landið til að
vekja athygli á því að menn þurfa
að þekkja stöðugleika skipa sinna
og minna á þær grundvallarreglur
sem sjómenn þurfa að hafa í huga á
hafi úti.
Námskeið af þessu tagi hafa verið
haldin í öllum landshlutum, á þrem-
ur til fjórum stöðum í hverjum fjórð-
ungi. Síðasta námskeiðið af þessu
tagi var í Grímsey og af því tilefni
heimsótti samgönguráðhen'a eyjar-
skeggja og ræddi við þátttakendur á
námskeiðinu sem var vel sótt líkt og
þau sem á undan vora haldin.
Fræðslunni haldið áfram
Halldór sagði að víða hefðu stöð-
ugleikamálin ekki verið í lagi, enda
hefðu reglur ekki verið skýrar og í
stöku tilfellum hefðu útgerðarmenn
ekki látið endurreikna stöðúgleik-
ann eftir að nýr búnaður hefði verið
settur í fiskiskipin. Þá sagði Halldór
að mikilvægt hefði verið að rifja upp
fyrir sjómönnum hvernig rétt væri
að hlaða skipin og hvernig bregðast
ætti við ýmsum tilvikum sem upp
kunna að koma.
Halldór sagði að fræðslunni yrði
haldið áfram á hausti komanda og
þá yrði farið yfir ýmsa öryggis-
þætti.
Morgunblaðið/Óli Bjarni Ólason
SIÐASTA námskeiðið um stöðugleika fiskiskipa var haldið í Grímsey nýlega, en slik námskeið hafa verið
haldin víða um land undanfarin misseri. Halldór Blöndal ræddi við þátttakendur af því tilefni, en á myndinni
eru einnig Garðar Ólason, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grímsey, og Sigurður Hermannsson, hjá Flug-
málastjórn á Akureyri, sem situr.
Morgunblaðið/Halldór Ingi Ásgeirsson
ÞÓRARINN Tyrfingsson frá SÁÁ, Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, við undirritun samningsins.
Stjórnarformaður Samherja segir kvótakerfíð hafa dregið úr byggðaröskun
Orsakanna að leita í upp-
byggingu þjónustugreina