Morgunblaðið - 14.04.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.04.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 35 Abyrg* vinnubrögð Samfylkingarinnar Á MÖRGUM svið- um innleiðit- Samfylk- ingin ný vinnubrögð í stjórnmálin. Samfylk- ingin ein flokka for- gangsraðar verkefn- um, gerir nákvæma grein fyrir fjármögnun þeirra og hvaða áhrif þau munu hafa á ríkis- fjármálin og stöðug- leika efnahagslífsins. Hvað kosta loforðin? Gömlu flokkarnir - stjórnarflokkamir - eru lítið spurðir um kosningaloforðin - hvað þá fjármögnun þeirra. Full ástæða er þó til. Skemmst er að minnast að í góðærinu lögðu þeir niður félagslega aðstoð í húsnæðis- málum, felldu niður barnabætur hjá 24 þúsund heimilum og skertu þær um 2,2 milljarða, án þess að boða það fyrir kosningar. Þeir boð- uðu heldur ekki að miðhálendið yrði sett uridir fámennisstjóm, þar sem meginþorri þjóðarinnar hefur ekkert um eign sína að segja. Þeir sögðu heldur ekki frá því að í stað þess að leggja hærri fjár- magnstekjuskatt á hina ríku lögðu þeir til atlögu við launafólk með því að skattleggja sparnað þess. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í s.l. mánuði vora samþykktar tillögur, - aðallega fyrir hátekju- fólk - sem kosta munu nokkra tugi milljarða, sennilega nálægt 50 milljörðum. Þetta gerist án þess að fjölmiðlar eða aðrar valdastofnanir sjái ástæðu til að spyrja hvort þessar samþykktir sjálfstæðis- manna muni stefna stöðugleikan- um í hættu. Það er eins og enginn ætlist til neinnar ábyrgðar af stjórnarflokkunum. Viðskilnaður stjómarflokkanna Raunaukning út- gjalda á yfirstandandi kjörtímabili hjá Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum var 52 milljarðar króna, en stór hluti út- gjaldaaukningarinnar var fjármagnaður með miklum hagvexti, sem verið hefur 4-5% á ári. Ástæða er til að vekja athygli á því að þessi mikli hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af mikilli skuldaukningu heimilanna eða um 130 milljarðar á kjörtímabilinu og gífurlegum við- skiptahalla sem á 3 áram hefur Stjórnmál Samfylkingín, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, forgangsraðar verkefnum. verið 74 milljarðar krónur. Skulda- aukning heimilanna, gífurlegur við- skiptahalli og veraleg aukning á skuldum þjóðarbúsins á undan- fórnum áram kyndir þessai’ vik- urnar undir ofþenslu og stefnir stöðugleikanum í hættu. Það er sérkennilegt að stjórnarflokkamir þakki sér árangurinn af góðærinu við slíkar aðstæður. Bætum stöðu fjölskyldna Raunaukning útgjalda sam- kvæmt fjárhagsáætlun Samfylk- ingarinnar til næstu 4ra ára er áætluð 35 milljarðar, byggt á sömu forsendum og 52 milljarða út- gjaldaauki yfirstandi kjörtímabils. Sá mismunur er þó á útgjaldaauka þessa og næsta kjörtímabils að hjá Samfylkingunni er ekki gert ráð fyrir að fjármögnunin byggi að neinu leyti á auknum hagvexti. Þar höfum við svigrúm til að greiða nið- ur skuldir og skila afgangi á fjár- lögum. Forgangsverkefni Samfylk- ingarinnar verða jafnréttismál, mennta- og menningarmál og vel- ferðar-, félags- og heilbrigðismál. Menntamálin, málefni bamafjöl- skyldna, öryrkja, aldraðra, og ein- stæðra foreldra verða þar í önd- vegi, sem gjörbreyta mun lífsaf- komu heimilanna. Tími heimilanna kominn Samfylkingin mun fjármagna aukin útgjöld á næsta kjörtímabili með tryggingagjaldi, auðlinda- gjaldi, umhverfis- og mengunar- gjöldum og breyttu fjármagns- skattskerfi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á einstak- linga. Þvert á móti verður dregið úr skattbyrði bamafjölskyldna með lágar og meðaltekjur. Gömlu flokkarnir segja að þetta muni stefna stöðugleikanum í hættu og fyrirtækin muni ekki standa undir skattahækkun, sem þó er hófleg. Þjóðarsáttinni sem innleiddi þann stöðugleika sem við búum við í dag var komið á 1990 þegar Sjálfstæð- ismenn voru utan stjómar. Þá var þjóðarsátt um að létta sköttum af fyrirtækjum til að styrkja atvinnu- lífið, en fyrirtækjaskattar era nú miklu lægri hér á landi en í helstu samanburðarlöndunum. Nú er komið að því að létta skattbyrði af einstaklingum og heimilunum í landinu. Höfundur er oddviti Samfylkingar- innar í Reykjavík. Jóhanna Sigurðardóttir Hugsaðu um húðina er frábært á sjúkrahúsinu og enn betra heima! Fæst í flestum apótekum Dreifing T.H. Arason sf., fax/sími 554 5748 og 553 0649 Upplýsingakerfi KERFISÞROUN HF. Fákafeni11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun íþróttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= G!TTH\SAÐ A/ÝTl Barnaskór f bláu húsi við Fákafen, s. 568 3919. SMÁSKÓR St. 22-34 Líka með rifiás. Verð kr. 2. St. 22-34 Verð kr. 2.790. Litur: Hvítt gulgrænu. ■jr Amerískir færanlegir lúxuspottar Stærð 200x200x85 cm. Kr. 450 þús. (u.þ.b. 1050I.) Stærð 200x160x85 cm. Kr. 370 þús. (u.þ.b.7501.) Acryl-pottur í rauSviðargrind. Innbyggt hitunar- og hreinsikerfi. Vatnsnudd og loftnudd. Engar leiSslur nema rafmagn, 16 amp. Einangrunarlok meS læsingum. Sjólfvirkur hitastillir. Sýningarsalur opinn alla daga. VESTAN ehf., sími 554 6171, farsími 898 4154, AuSbrekku 23, 200 Kópavogi. pm/MFWR Reykjavík: Ármúla 11 -sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 St. 24-38 Verð kr. 2.990 k og 3.290. Hvítir og SMASKOR í bláu húsi við Fákafen, s. 568 3919. Aðalfundur Verðbréfastofunnar hf. 15. apríl kl. 17.00 i að Hótel Loftleiðum, Víkingasal 3 verðbrÝfastofán SuDurlandsbraut 20, Reykjavik Sími 570-1200 áldahvórf I dag kl. 17.30 mun Biörn Bjarnason menntamálaráðherra flytja erindi í Kosningamiðstöðinni, Skipholti 19. Allir velkomnir Alþingiskosningar 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.