Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 72
Drögum næst 27: apríl HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings flfotgtsiiMjtfeife Heimavörn Sími: 533 5000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Smugudeilan leyst með samkomulagi í Moskvu í gær .„Samningurinn er mjög hagstæður“ í SAMKOMULAGI sem sendi- nefndir Islands, Rússlands og Nor- egs gerðu um fiskveiðar í Barents- hafi í gær felst að árið 1999 fá ís- lendingar 8.900 lesta þorskkvóta sem skiptist til helminga milli lög- sögu Noregs og Rússlands. Fari leyfilegur heildarafli á þorski í Barentshafi niður fyrir 350.000 lest- ir falli veiðar Islendinga úr stofnin- »^im niður sem og veiðar norskra fiskiskipa í íslenskri lögsögu. Frá árinu 1946 hefur meðalafli í Barentshafi verið um 680 þúsund tonn á ári. Á árunum 1946 til 1981 fór aflinn aldrei niður fyrir 350 þús- und tonn en á sl. 18 árum hefur það gerst sex sinnum. Norsk skip fá á þessu ári að veiða 500 lestir af löngu, keilu og blálöngu á línu í ís- lenskri lögsögu. í bókun íslands og Rússlands felst að rússnesk skip geta veitt 4.450 lestir af þorski í ís- lenskri lögsögu á þessu ári. Þar af munu Rússar bjóða íslenskum út- gerðum 37,5% eða 1.669 lestir til kaups á markaðsverði. Deilan staðið samstarfí þjóðanna fyrir þrifum Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á blaðamannafundi í gær, þar sem samningurinn var kynntur, mikið fagnaðarefni að samkomulag hefði náðst um þessi mál eftir langar og erfiðar viðræð- ur. Hann fullyrti að samningurinn væri íslendingum hagstæður. Smugudeilan hefði lengi staðið sam- starfi þessara þjóða fyrir þrifum og því ljóst að samningurinn mundi liðka verulega fyrir ýmiskonar við- skiptum. Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra sagði Islendinga fá með samningnum viðurkennd rétt- indi í Barentshafi. Islandi hefði til þessa verið eina fiskveiðiþjóðin í Evrópu sem ekki hefði haft samn- inga um veiðar á þessu hafsvæði. Auk þess sýndu íslendingar með samningnum að þeir vildu stunda veiðar með ábyrgum hætti. Formaður íslensku sendinefndar- innar segir samninginn gefa Islend- ingum umtalsverða möguleika til að sækja fisk í Barentshaf með hag- kvæmari og tryggari hætti heldur en áður. Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segist telja hlut ís- lendinga í samningnum mjög rýran. I samningnum felist að veiðiheimild Islendinga sé í raun aðeins 5.000 tonn. ■ Tæplega tveggja/36 Navís-Landsteinar selja Ikea í Astraliu og Kuwait hugbúnað Gæti leitt til sölu víðar HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Navís-Landsteinar hefur gert milljónasamninga við tvær stórar Ikea verslanir, aðra í Perth í Ástralíu og hina í Kuwait. Um er að ræða uppsetningu á sérsmíð- uðu hugbúnaðarkerfi sem fellur að grundvallarþörfum Ikea-versl- ana en kerfið er smíðað í upplýs- ingakerfinu Navision Financials. Að sögn Jóns Amar Guðbjarts- sonar markaðsstjóra Navís-Land- steina er uppsetningin í Ástrah'u svokölluð prófunaruppsetning sem unnin er í samvinnu við móðurfyr- irtæki Ikea. Takist hún vel er áformað að undirrita þríhliða samning milli Landsteina, Na- vision Software a/s og Inter Ikea um uppsetningu á lausn Land- steina fyrir svokallaðar „franchise" verslanir Ikea um allan heim. Jón Örn segir að hér geti verið um miklar fjárhæðir að ræða. „Við erum að horfa á tugi versl- ana sem gætu tekið kerfið í notk- un á allra næstu árum en þar er um að ræða verslanir í Asíu, Ástralíu og í miðausturlöndum auk þess sem fjölmargar slíkar verslanir eru í Suður-Evrópu.“ „Við eigum tvær árangursríkar uppsetningar að baki á kerfinu, annars vegar hjá Ikea á Islandi og hins vegar hjá Ikea í Dubai í Persaflóa. Uppsetningin í Ástral- íu er nýhafin og hefur hún einnig tekist einkai- vel. Af þeim sökum er fyllsta ástæða til bjartsýni um framhaldið. Uppsetningin í Kuwait mun hefjast síðar í þess- um mánuði en báðar verslanir eiga að vera tölvuvæddar um mitt sumar,“ sagði Jón Örn. Grásleppa Bakkavör kaupir ekki hrogn á vertíðinni BAKKAVÖR í Njarðvík, sem hefur verið einn stærsti kaupandi saltaðra grásleppuhrogna, hefur ákveðið að kaupa ekki hrogn á nýhafinni vertíð. ORÁ í Kópavogi segir að málið varð- andi verð hrognanna sé á viðkvæmu ___Stigi og Samherji á Akureyri skilur vel gremju grásleppuveiðimanna vegna lækkaðs verðs. Landssamband smábátaeigenda hefur hvatt grásleppuveiðimenn til að selja ekki tunnu af söltuðum grá- sleppuhrognum á minna en 41.000 kr. og grásleppukarlar hafa sagt að þeir hætti veiðum eftir daginn í dag endurskoði kaupendur ekki afstöðu sína til verðsins en þeir hafa boðað lækkað verð, 35.000 kr. á tunnu. ■ Bakkavör kaupir ekki/B2 ------♦-♦-♦----- Islenskt franskt eldhús hf. Selur 2,4 millj- ónir skammta af fiskpaté ÍSLENSKT franskt eldhús hf. á Akranesi hefur gert samning um sölu á 2,4 milljónum skammta af svokölluðum fiskterrin-sneiðum eða fiskpaté-sneiðum til bresks flugfé- lags. Um er að ræða langstærsta ^samning fyrirtækisins til þessa. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Þráinn Þorvaldsson, segir fram- leiðslu á fiskterrínum tvöfaldast á þessu ári með tilkomu samningsins. Fyrirtækið muni framleiða upp í samninginn fram á sumar og þá komi í Ijós hvort framhald verði á. Flug- leiðir bjóða sams konar rétti í flugvél- j -*[n félagsins í sumar. ■ ísland gæti/Bl Skipstjóri dæmdur í 400 þúsund króna sekt Gáfu pitsu- sjóðinn til Kosovo SJO ára börn í Selásskóla gáfu albönsku börnunum frá Kosovo peningagjöf í gær og fengu af því tilefni þrjú þeirra í heimsókn. Vildu þau leggja sitt af mörkum til þess að styðja við bakið á þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins í Kosovo og vona að því ljúki sem fyrst. Það fór vel á með krökkunum í 2. bekk KÁI og albönsku krökkunum sem komu í heimsókn í gær- morgun. ■ Betra að gefa/6 Morgunblaðið/Sverrir HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær skipstjóra á fiskibáti í 400 þúsund króna sekt fyrir brot á lögum um umgengni um nytja- stofna sjávar. Skipstjóranum og háseta bátsins var gefið að sök að hafa með blekkingum látið vigta eitt fiskikar sem það innihéldi ufsa í stað þorsks þegar verið var að landa úr bátnum í Þorlákshöfn hinn 19. ágúst 1997. Hásetinn var sýknaður af ákærunni og hafnaði dómurinn ennfremur kröfu ákæruvaldsins um að útgerðarfélagi bátsins yrði gerð refsing. Átta fiskikörum var landað í um- rætt sinn og í skýrslu veiðieftirlits- manns við Fiskistofu, sem hann gaf til lögreglu, kom fram að innihald karanna hefði verið skoðað þegar þau höfðu verið flutt inn í fiskverk- unarhús. Hefði þá komið í ljós að í einu ufsakarinu var falinn þorskur undir einu lagi ufsa. MacDonald’s og Boss í endurbættri Kringlu ÁHERSLA er lögð á merkjavöru, fleiri veitingastaði og aukið fólks- flæði í nýrri og endurbættri Kringlu sem opna á 30. september næstkomandi. Endurbæturnar á verslunarmið- stöðinni voru kynntar á húsfundi Kringlunnar í gær og voru þau fyr- irtæki kynnt sem koma ný inn en verslunarrými Kringlunnar eykst stórlega eftir breytingarnar auk þess sem bílastæðum fjölgar. Miðar framkvæmdum vel og eru þær nú nokkra daga á undan áætl- un, að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar stjórnarformanns Kringlunnar. Að hans sögn er nú þegar búið að ganga frá leigu- samningum um öll laus pláss í Kringlunni. Meðal nýrra verslana í Kringl- unni eru kvenfataverslunarkeðjan Sasha, Marco Polo frá Þýskaiandi, sem einnig selur kvenföt, Eurosko frá Noregi, Dressmann, Knicker- box og GK. Að auki kemur verslun með fatnað frá In Wear og Matin- ique og Hugo Boss verslun verður opnuð. Auk þessa mun verslunin 17 færa sig um set í Kringlunni og ný verslun í eigu sömu aðila verða opnuð í núverandi húsnæði 17. Veitingastaðir verða 5 eftir breytingarnar og skyndibitastöðum fjölgar frá því sem nú er. Auk kaffihúss, Hard Rock Cafés og Kringlukráarinnar, verða einn franskættaður staður og einn ítal- skættaður, Romanos, í bygging- unni. Skyndibitastaðirnir verða Ricky Chan með austurlenskan mat, staður með grænmetisfæði verður opnaður, Subway og Domin- os verða áfram með útibú auk þess sem MacDonald’s hefur samið um opnun staðar í Kringlunni. ■ Áhersla á/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.