Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Egill Egilsson UNNIÐ að breytingum á húsnæðinu. Sparisjóður og póst- hús í eina sæng Flateyri - Nýverið keypti Sparisjóð- ur Önundarfjarðar á Flateyri hús- næði íslandspósts á Flateyri. Með kaupunum munu Sparisjóðurinn og íslandspóstur samnýta þá sameig- inlegu þætti sem lúta að fjármagns- viðskiptum og alhliða persónuvemd viðskiptamanna. Að sögn Eiríks Finns Greipsson- ar sparisjóðsstjóra er þetta þróun sem ekki er séð fyrir endann á, en hefur sína kosti gagnvart viðskipta- mönnum beggja stofnana hvað varðar dreifingu gagna. Þessa dagana eru iðnaðarmenn að breyta húsnæði Islandspósts fyr- ir sameiginlega starfsemi Spari- sjóðsins og Islandspósts. Með kaup- unum eykst rými Sparisjóðsins um 64 fermetra, en fyrrverandi hús- næði Sparisjóðsins var í 80 fer- metra rými. LANDIÐ Arshátíð Svalbarðs- skóla í Þistilfírði Morgunblaðið/Björgvin Þóroddsson FRA leiksýningu nemenda Svalbarðsskóia. Þistilfirði - Árshátíð Grannskólans á Svalbarða, Þistilfirði, var haldin fyrir skömmu og hófst með messu í Svalbarðskirkju þar sem sóknar- presturinn, sr. Ingimar Ingimars- son, predikaði. Tóku börn í Sval- barðsskóla virkan þátt í guðsþjón- ustunni. Að henni lokinni tók við skemmtun í Barnaskólanum á Svalbarða og sýndu börnin þrjá leikþætti sem allir fengu mjög góðar viðtökur leikhúsgesta. Var greinilegt að kennarar og nemend- ur höfðu lagt mikinn metnað í allar sýningamar. Að lokum sýndu nemendur skólans dansa sem æfð- ir hafa verið að undanfömu. I spjalli við Oskar Grétarsson skólastjóra kom fram að nemend- ur í skólanum era 16 í tveimur deildum auk sérkennslu. Oskar gat þess að líklega væri aldur kennara einn sá lægsti á landinu í vetur. Skólastjórinn er 23 ára og aðrir kennarar 22 og 21. Segir Óskar skólastjóri það mjög spennandi og um leið krefjandi að koma að fá- mennum skóla þar sem gott starf hafi verið unnið áður og verða að gera góðan skóla enn betri. Segir hann alla sem koma að starfi og rekstri skólans sýna mikinn metn- að. í sama streng taka foreldrar sem fréttaritari ræddi við og sögð- ust þau vilja reka heimilislegan skóla þar sem öllum liði vel og enginn væri lagður í einelti. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson STARFSMENN Saga-film kvikmynduðu á Dyrhólaey auglýsingu fyrir Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar GLAÐUR hópur 6 ára barna ásamt þjálfurum sinum, þeim Sigrúnu Olafsdóttur og Elfu Armannsdóttur. Ungmennafélagið Víkingur Er Mýrdal- urinn Hollywood Islands? Fagradal - Saga-film hefur verið að gera auglýsingu núna síðustu daga í Mýrdalnum meðal annars fyrir Fjárfestingarbanka atvinnu- Iífsins á Ðyrhólaey. Um 30 Mýr- dælingar voru fengnir til að leika í einu atriðinu. Að sögn Guðmundar Elíassonar, rekstrarstjóra Víkurskála og Hótels Víkur, hefur það aukist mikið á síðustu árum að kvik- myndafyrirtæki komi til Víkur til að taka upp auglýsingar, tónlistar- myndbönd og bíómyndir enda hef- ur Mýrdalurinn upp á margt að bjóða, þar sem leikmyndir náttúr- unnar eru við hendina, svartur sandurinn, auk fagurs íjallahrings, að ónefndri Dyrhólaey, Hjörleifs- höfða, Reynisdröngum og Mýr- dalsjökli. í Mýrdalnum er auk þess mikið framboð af ýmiskonar gisti- rými. Þá er orðinn til þó nokkuð stór hópur af fólki í Mýrdalnum sem er búinn að koma fram sem aukaleikarar í mörgum auglýsing- um og kvikmyndum. Yeitinga- stofa í Ar- borg Hrunamannahreppi -1 þéttbýl- iskjamanum sem myndast hefur við félagsheimilið Ames í Gnúpverja- hreppi hafa þau Sigi'ún Halldórs- dóttir og Gunnar Egilsson rekið verslun og veitingarekstur um ára- bil. Nú hafa þau fengið leyfi til að selja áfengan bjór og léttvín í veit- ingastofu sinni og buðu sveitungum til sín um páskana af því tilefni. Gunnar segir það vera kröfu tím- ans sem kalli á þessa auknu þjón- ustu. Þau séu með matsölu þar sem boðið sé uppá fjölbreyttan matseðil, fjöldi viðskiptavina vilji fá sér áfenga drykki með matnum. Mjög aukinn ferðamannastraum- ur er um Gnúpverjahreppinn, marg- ir fara inn á hálendið og einnig að hta á fagrar náttúraperlur, einkum í Þjórsárdal. Þá era margir á ferð til að vinna við eða skoða virkjanirnar miklu á Suðurhálendinu. Vaxandi sumarhúsabyggð er í hreppnum en tala heimilisfastra íbúa í Gnúpverja- hreppi hefur verið svipaðuð undan- farin ár; um 300 manns. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson SVEITUNGUM var boðið upp á veitingar í tilefni vín- veitingaleyfisins. GUNNAR Egilsson við bjór- kranann. Iþróttaskóli yngstu barnanna Ólafsvík - fþróttaskóli fyrir yngstu börnin hefur verið starf- ræktur í vetur af Ungmennafé- laginu Víkingi í Ólafsvík. Fjöldi barna á aldrinum 3-6 ára mætir vikulega í íþróttahúsið og lærir þar ýmsar líkamsæfingar og styrkir sig og eflir hreyfigetu sína. Mikil leikgleði skein úr augutn barnanna, þegar fréttaritari leit, inn, en stoltir foreldrarnir fylgd- ust með og komu til hjálpar ef árekstrar urðu eða smáslys, en á þessum aldri er mörgum laust um tár. fþróttakennararnir Elfa Ar- mannsdóttir og Sigrún Ólafsdótt- ir sjá um að þjálfa börnin, sem skipt er í þrjá hópa eftir aldri. Nokkur börn frá Hellissandi hafa einnig sótt þetta skemmtilega námskeið. Húsavík - Nokkrir Húsvíkingar fylgdust með málþingi um framtíð búsetu á íslandi sem haldið var í há- tíðarsal Háskóla íslands um síðustu helgi með fjarfundarbúnaði sem staðsettur er í fundarsal verkalýðs- félaganna á Húsavík. í upphafi m'ðu nokkrar tæknilegar truflanh' en eftir að þær voru lagaðar fylgdust áheyr- endur og horfendur vel með og töldu þetta bæði merka og mikilsverða þróun tæknimála. Fylgst með há- skólafundi á Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.