Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 60

Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 60
60 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf - Kynningar- vaka í Hall- grímskirkju um kristniboð og hjálparstarf KYNNIN GARVAKA verður í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.30. Biskup Islands hr. Karl Sigur- björnsson flytur erindi um efni ~-r kvöldsins, en hann hefur hvatt söfnuði landsins til að láta til sín taka um málefni kristniboðs og hjálparstarfs. Eftir kynningarvök- una gefst fólki tækifæri til að skrá sig í „hóp áhugafólks um málefni kristniboðs og hjálparstarfs“, sem verður starfræktur í Hallgríms- kirkju. Mörg verkefni bíða svona áhuga- hóps, því möguleikar til starfa á þessum vettvangi eru mjög miklir. Samband íslenskra kristniboðsfé- laga hefur kristniboðsviku þessa dagana og verður kynningarvakan í Haligrímskirkju liður í því átaki. A kynningarvökunni mun auk bisk- ups koma fram Valgerður Gísla- dóttir, sem hefur starfað að kristniboði með eiginmanni sínum í Eþíópíu í mörg ár. Þá mun sönghópurinn „Rúmlega átta“ koma fram og prestar safnað- arins, sem leiða samkomuna. Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Mæðrafundur kl. 14-15.30 í safnað- arheimilinu. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja.Samverustund fyrir eldri borgara kl. 14-16. Biblíulest- ur, samverustund, kaffiveitingar. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. St- arf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11—12 ára kl. 18. Afríkuferð, biskup íslands, herra Karl Sigur- björnsson segir frá. Rúmlega átta syngja. Valgerður A. Gísladóttir mælir upphafsorð. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbæn- ir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. „Kirkjuprakkar- ar“ (6-9 ára börn) kl. 14.30. TTT (starf fyrir 10-12 ára börn) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13-15 ára) kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Fræðsla: hreyfíþroski. Hjúkmnarfr. á Seltjarnarnesi. Op- ið hús fyrir eldri borgara kl. 15-17. Umsjón Kristín Bögeskov djákni. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson. -r Seltjarnaraeskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Negro J íálenskar ^ fei|mingargjafi Skólavörðustíg 21a »101 Reykjavík sími/fax 552 1220 KARL Sigurbjörnsson, biskup Islands, flytur erindi um mál- efni kristniboðs og hjálpar- starfs í Hallgrímskirkju í kvöld. Handavinna og spO. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakk- arar“ starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æskulýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fímmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára bömum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í ldrkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Fundur Æsku- lýðsfélagsins kl. 20. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samvera í kirkjulundi kl. 12.25, djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurshópar. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mömmumorgunn kl. 10. Bænar- og kyrrðarstund kl. 12.05. Biblíulestur í KFUM&K húsinu kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Kl. 18.30 fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt nið- ur í deildir. Allir hjartanlega vel- komnir. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bænastundir alla fímmtudaga kl. 18 í vetur. Selfosskirkja. Hádegisbænir þriðjudag til fóstudags kl. 12.10. VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Jónatans Garðarssonar ÞAKKLÁTUR sjón- varpsáhorfandi hringdi og biður Vel- vakanda um að koma á framfæri þakklæti til Jónatans Garðars- sonar fyrir þætti sína á Ríkissjónvarpinu. Hún segir hann koma víða við og fara inn á flesta þætti. Megi hann verða sem lengst í sjónvarpinu. Sjónvarpsáhorfandi. Dýrahald Artemis er týnd ARTEMIS er 4ra mánaða gi'ábröndótt læða og hún týndist írá Kúrlandi í Foss- vogi 6. april sl. Henn- ar er sárt saknað. Ef einhver hefur séð til hennar þá vinsamleg- ast hringið í síma 553-9484 eða 862- 4713. Tapað/fundið Göngustafur tapaðist LJÓSBRÚNN bambus göngustafur með dökku handfangi hvarf ofan af póst- kassahillu í fjölbýhs- húsi, Bólstaðarhlíð 41. Skilvís finnandi hringi í síma 553- 8373. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyriivai-a virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingpim og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SKAK Ilni.vjnn Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á alþjóðlegu móti í Alushta í Ukraínu í mars. Dmitry Svetúsjkín (2.470), Úkra- ínu, var með hvítt, en Englending- urinn Tony Miles (2.605) hafði svart og átti leik. Hvítur var að hirða peð á b7 og svarti riddarinn á c6 stendur í upp- námi. Miles tókst að sýna fram á að peðið var eitrað: 13. - Rb6!l 14. Dxc6 - Bd5 15. Dxe8 (Hvíta drottningin var fonguð og 15. Db5 - c6 var ennþá verra) 15. - Dxe8 16. Bdl - c5 17. c4 - Bc6 Þótt hvítur hafi skrapað saman í þokka- legar bætur fyrir drottninguna stendur Miles betur að vígi og hann vann í 38 leikjum. SVARTUR á leik ■■■ 'I ’ 1 1 <— o zz 1 i 1 & v i FISKIKER spúluð í Grindavíkurhöfn. Morgunblaðið/Ómai’ Víkverji skrifar... VÍKVERJI er ósáttur við aug- lýsingar Vöku-Helgafells um nýjan hljóðbókaklúbb forlagsins, þar sem auglýstar eru snældur og geisladiskar. Þar segir m.a.: „Skáldsaga Halldórs Laxness, Ungfrúin góða og Húsið, kemur nú í fyrsta sinn út í sjálfstæðri ís- lenskri útgáfu...“ Þessi yfirlýsing er vart til annars fallin en slá ryki í augu fólks. Ungfrúin góða og Hús- ið er ekki skáldsaga heldur smá- saga og kom út í safni smásagna Nóbelshöfundarins. Það er vægast sagt undarlegt að halda því fram að hún komi nú í fyrsta sinn út í „sjálfstæðri íslenskri útgáfu“. „Sjálfstæðri" af þvi að hingað til hefur hún verið í smásagnasafni? Það sem kom Víkverja mest á óvart við þessar yfirlýsingar er að þær skuli koma frá Vöku-Helga- felli, útgáfufyrirtæki sem hefur gefið út verk Nóbelsskáldsins í áratugi. Þar á bæ ættu menn allra best að vita, að Halldór Laxness og verk hans þurfa ekki að styðjast við óþarfa auglýsingaskrum. xxx MIKIÐ er Víkverji orðinn leið- ur á skýringum olíufélaganna á því hvers vegna þau bregðast alltaf við svo til samdægurs, þegar þau telja ástæðu til þess að hækka bensín- og olíuverð, en svo tekur það mánuði og jafnvel misseri, að þau hreyfi sig í átt til verðlækkun- ar, jafnvel þótt þróun á heims- markaðsverði hafi kallað á lækkun í langan tíma. Víkverji er þeirrar skoðunar að íslenskir neytendur séu oft einhverjir lélegustu neyt- endur sem hugsast getur, lausir við allt verðskyn, láta bjóða sér hvaða skýringar sem er, án þess að bregðast við og hætta jafnvel að kaupa tiltekna vöru. En það er auðvitað ekki svo létt að hætta að kaupa bensín á bílinn; þótt einhver verðhækkun verði. Öll viljum við komast leiðar okkar og það á eins auðveldan hátt og mögulegt er, en ætli olíufélögin fyndu ekki fljótlega fyrir því, ef viðbrögð við hinum snöggu verðhækkunum olíufélag- anna og hinum síðbúnu verðlækk- unum þeirra, væru þau að bensín- kaupendur gerðu hvað þeir geta til þess að spara bensíndropann?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.