Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 24

Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Atlantshafsbandalag- ið mun ekki líða „end- urvakningu fasisma“ Lundúnum, Belgrad, Brussel, Kukes. Reuters, The Daily Telegraph. HERNAÐURINN ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) hefur þrefaldað hemaðar- mátt sinn í stríðinu við Júgóslaviu, að því er fram kom í máli talsmanna bandalagsins í Brussel í gær. Full- yrt hefur verið að þrefalt fleiri orr- ustuvélar bandalagsins taki þátt í aðgerðunum nú, en í síðustu viku. A sama tíma og hermálasérfræðingar gagnrýna NATO fyrir úrræðaleysi, lýstu bresk stjómvöld því yfir í gær að aukið yrði við mannafla breska hersins á Balkanskaga. Af 12.000 manna liðsafla NATO í Makedóníu er þriðjungur breskur. Þá hafa NATO borist nýjar upplýsingar um óhæfuverk Serba í héraðinu þar sem sagt er frá fjöldanauðgunum og grimmilegum morðum á óbreyttum borgurum. „Stigmögnun árásanna er enn eitt skrefið í viðleitni okkar til að ráðast gegn Serbum á vígvöllum Kosovo,“ sagði Robin Cook, utan- ríkisráðherra Bretlands, á blaða- mannafundi í Lundúnum í gær. Sagði hann staðfestu NATO sýna fram á að þeim mun harðari sem árásir bandalagsins yrðu, því veik- ari yrðu varnir Slobodans Milos- evicss, Júgóslavíuforseta. Einn lið- ur árásanna væri að ráðast gegn olíubirgðum Serba og koma þannig í veg fyrir aðgerðir hersveita þeirra. Þá sagði Cook að samstaða NATO-ríkja væri mjög sterk og að fundur utanríkisráðherra banda- lagsins á mánudag hefði sýnt svo ekki verði um villst að bandalagið væri staðráðið I að halda aðgerðun- um áfram. „NATO var stofnað eftir andlát fasismans í Evrópu [...]. Bandalagið mun ekki líða að öld- inni Ijúki á endurvakningu fasisma og þjóðernishreinsana," sagði Cook. Sagði hann ennfremur að ef fyrir Milosevic hafi vakið að hægt væri að kljúfa samstöðu NATO- ríkja hefði hann haft rangt fyrir sér. „Hann hlýtur að vera mjög vonsvikinn í dag.“ Fullyrt að Serbar nauðgi konum með skipulögðum hætti Serbneskar sjónvarpsstöðvar sögðu í gær af árásum á fjölmörg skotmörk um gervalla Serbíu. Þar á meðal voru olíuhreinsistöðvar í Novi Sad og Pancevo, olíbirgða- stöðvar í Sambor, norðan við Belgrad, verksmiðja í borginni Cacak og tvær brýr við Krusevac. Sir Charles Guthrie, hershöfðingi og yfinnaður sameinaðs herafla breska hersins, sagði í gær að loft- árásirnar væru farnar að segja til sín meðal júgóslavneskra her- manna. „Árásir okkar eru orðnar mjög sýnilegar og hafa gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Her- sveitir hafa því einangrast mjög.“ Þeir Cook og Guthrie sögðu að fyrirskipanir til flugmanna orrustu- véla NATO hefðu ekki breyst þrátt fyrir að flugskeytaárás á farþega- lest á mánudag hefði orðið a.m.k. tíu manns að bana. Cook sagði að flug- mönnum væri skipað að hætta við árás ef almennir borgarar væru taldir í hættu, Jafnvel þótt hætta yrði við aðgerðina". Robin Cook sagði að bandalaginu hefðu borist upplýsingar um að í Djakovica í Kosovo-héraði væru til staðar herbúðir þar sem kvenfólki af albönskum ættum væri nauðgað með skipulögðum hætti. Sagði hann upplýsingarnar koma frá albönsk- um konum sem hefðu verið hneppt- ar í tímabundna ánauð í búðunum en síðan náð að flýja yfir landamær- in til Albaníu. Hafa fréttimar vakið mikla reiði á Vesturlöndum og þykja til marks um að hemaðará- ætlanir Serba séu lítt frábragðnar voðaverkum Bosníu-Serba í byrjun áratugarins. Reuters \I/ fl Flugskevtum skotið að farþegalest FLUGMAÐUR orrustuþotu NATO skaut tveimur flugskeytuni að farþegalest í suðurhluta Jú- góslavíu á mánudag með þeim af- leiðingum að tíu manns fórust og 16 slösuðust alvarlega í árásinni sem eyðileggja átti brú þá sem lestin var að fara yfir. Wesley Cl- ark, æðsti yfirmaður herdeilda NATO, harmaði atvikið og sagði að óhugnanleg mistök hefðu átt sér stað. „Skyndilega birtist lest- in,“ sagði Clark er hann lýsti at- vikinu í smáatriðum á blaða- mannafundi í Brussel í gær. Þar fullyrti hann að lestin hefði verið utan sjónsviðs flugmannsins sem sá hana ekki birtast fyrr en fyrra flugskeytinu hafði verið skotið. Þá hefði verið um seinan að stöðva árásina. Flugskeytinu hafði verið mörkuð ákveðin stefna og ekki var unnt að eyða því eftir að því var skotið. Clark sagði að flugmaðurinn hefði áttað sig á hvers kyns var og miðaði því öðru flugskeyti í því skyni að eyða skotmarkinu. Sneri flugmað- urinn vélinni og hugðist beina flugskeytinu að hinum enda brú- arinnar. Þegar þangað var komið sá hann skotmarkið ekki greini- lega fyrir reyk og áttaði sig ekki á, fyrr en um seinan, að lestin hafði færst af sporinu. Seinna flugskeytinu var skotið og lenti það á hinum enda lestarinnar. Ekki hefur verið greint frá því hverrar þjóðar flugmaðurinn er. Serbneskir Ijölmiðlar greindu frá því að lestin hefði verið ger- eyðilögð. Lýstu björgunarmenn því þegar þeir drógu illa brunnin lík níu farþega úr lestinni. Tíunda líkið fannst í ánni. Minni myndin er tekin úr myndavél áfastri flug- skeytinu, sekúndubroti áður en það lendir á lestinni. Svartfellingar milli steins og sleggju Svartfjallaland síðasta hálmstrá Slobodan Milosevics Lundúnir. The Daily Telegraph LOFTÁRÁSIR Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) gegn Júgóslavíu hafa sett Milo Djukanovic, forseta Svartfjallalands, og stjórn hans í mikinn vanda. Djukanovic hefur ásakað Slobodan Milosevic Jú- góslavíuforseta um að fylgja óá- byrgri og handahófskenndri stefnu í málefnum Kosovo-héraðs og kallað þar með yfir sig árásimar. En á sama tíma hafa árásir NATO einnig beinst að hernaðarlega mikilvægum skotmörkum innan Svartfjallalands, annars tveggja sambandsríkja Jú- góslaviu. Djukanovic hefur mælt gegn loftárásum NATO og sagt að þær séu ekki rétta leiðin til lausnar þráteflinu um Kosovo. Ljóst er að stöðugleiki Svartfjallalands er ekki í hættu vegna tilfallandi loftárása NATO á skotmörk júgóslavneska hersins. Aðalhættan stafar af her- sveitum júgóslavneska sambandsrík- isins, júgóslavneska hemum, sem hefur aðsetur í landinu. í viðtali við breska dagblaðið Díiily Telegraph á sunnudag varaði Djukanovic Júgóslavíuforseta við því að reyna að steypa stjórn Svart- fjallalands af stóli og sagði að slíkt myndi ýta landinu út í borgarastyrj- öld. Sagði hann að Milosevic reyni að beita öllum sínum kænskubrögðum við að fá júgóslavneska herinn til að ræna völdum í landinu. Valdarán yrði ekki án blóðsúthellinga. Stjóm Djukanovics getur kallað til um 10.000 manna lögreglulið til varnar 24.000 hermönnum undir stjórn Milorads Obradovics, hers- höfðingja, sem fylgir harðlínustefnu Slobodans Milosevics að málum. Er Djukanovic var spurður um hvort lögreglumennirnir gætu haldið uppi vörnum gegn hersveitum Obradovics, sagðist hann telja að al- mennir borgarar yi’ðu virkir í vam- arbaráttunni. „Ef til þess kæmi yrðu átökin mun umfangsmeiri en ein- göngu milli vopnaðra sveita," sagði Djukanovic. „Slíkt myndi þýða átök milli borgara Svartfjallalands, eins gegn öðrum, með öllum þeim ástríð- um og tilfinningahita sem einkennir fólk á þessu landsvæði.“ Svartfellingar horfa í vestur Tilraunir Slobodans Milosevics til að steypa stjórn Svartfjallalands af stóli eru ekki nýjar af nálinni. Far- sæl samskipti landsins við vestræn ríki hafa verið forsetanum þyrnir í auga um nokkuma missera skeið og fyrir um fimm mánuðum rak Milos- evic Perisic hershöfðingja sem hafði verið andsnúinn valdaránshugmynd- um stjórnvalda í Belgrad. Aðdrag- andi stirðra sambandsríkjanna ná nokkur ár aftur en allt síðan Jú- góslavía sáluga leystist upp í upphafi áratugarins hafa stjórnvöld í Podgorica reynt að treysta bönd sín í vestur líkt og Slóvenar hafa gert með góðum árangri. Fyrir um ári tók ríkisstjórn Svartfjallalands þá ákvörðun að neita að viðurkenna stöðu júgóslavneskra stjórnvalda sem æðra stjórnstigs sem Slobodan Milosevic var vændur um að hafa þvingað í gegn, þvert á stjórnarskrá landsins. Síðan átökin um Kosovo hófust hefur sundrung milli ríkjanna orðið augljós. Stjórn Svai’tfjallalands studdi fyrir sitt leyti friðartillögur ríkjanna sex í Tengslahópnum og sagðist fagna friðargæslusveitum NATO sem tryggja áttu samkomu- lagið. Sambandsstjórn Júgóslavíu, undir styrkri hendi Slobodans Milos- evics, forseta sambandsríkisins, hafnaði tillögunum og hóf þjóðernis- hreinsanirnar í Kosovo skömmu síð- ar. Þá hefur það farið fyrir brjóstið á Milosevic að stjórn Svartfjallalands hefur neitað að lýsa yfir hemaðará- standi í landinu og hafnað ritskoðun- arstefnu serbneskra stjórnvalda. Vestrænir fréttamenn hafa fengið að starfa óhindrað í landinu, utan þeirra tilfella þegar hei-menn Júgóslavíu- hers hafa tekið þá höndum, þvert á stefnu stjómarinnar í Podgorica. Hefur stjórn Djukanovics litið svo á að frjáls fréttaflutningur styðji við málstað stjórnarinnar gegn harð- línustefnu Milosevics. Mikilvægi Svartfjalialands fyrir stjórnina í Belgrad Mikilvægi Svartfjallalands fyrir stjóm Milosevics er talið vera tví- þætt. Annars vegar eru það hernað- arlegar ástæður sem skýrast af því að serbneskt land liggur hvergi að sjó. Svartfjallaland nær að ströndum Adríahafs og hýsir heimahöfn júgóslavneska flotans. Ennfremur er aðgangur Serba að hafi talinn vera mikilvægur liður í fjármögnun hern- aðaraðgerða þar sem smyglvarningi auk stórs hluta innflutnings Jú- góslava er skipað á land við Adría- haf. Hin ástæðan er að ef Svartfellingar segðu sig úr sambandi við stjórnvöld í Belgrad, myndi sambandsríki Jú- góslavíu heyra liðinni tíð og Serbar sætu einir eftir. Er talið að það myndi koma sér mjög illa íyrir málstað Serba, sem telja sig eiga tilkall til landsvæða innan allra sex fyrram lýð- velda Júgóslavíu á Balkanskaga. Draumur Milosevics um „Stór-Ser- bíu“ yrði þá að engu orðinn. Djukanovic er gamall skjólstæð- ingur Milosevics. Hann komst til valda árið 1991 þegar Júgóslavíufor- seti kom í veg fyrir það sem hann taldi vera sjálfstæðistilburði þáver- andi stjórnvalda í Podgorica. Djuka- novic var skipaður forsætisráðheira Svartfjallalands, þá aðeins 29 ára gamall. Momir Bulatovic, góðvinur Djukanovics, var skipaður forseti landsins. Á ái-unum 1996-97, þegar fólk fyllti götur Belgrad-borgar og krafð- ist lýðræðis, snerist Djukanovic gegn lærimeistara sínum og sigi’aði Bulatovic í forsetakosningum. Síðan þá hefur hann horft æ meir í átt að Vesturlöndum, án þess þó að styggja Milosevic um of. Síðustu atburðir hafa þó aukið hættuna á mótleik af hendi stjórnvalda í Belgi’ad og telur Djukanovic að Júgóslavfuforseti sé staðráðinn í að fella stjórnina. „Eg trúi því að Serbar ætli sér að nýta sér stríðsátökin og beita hernum, undir því yfirskini að um stríðsá- stand sé að ræða, gegn borgaralegri stjórn landsins og lýsa yfir herlög- um,“ sagði Djukanovic á dögunum. Meðal landsmanna er talsverð eining um að standa beri vörð um sjálfstæði Svartfjallalands og hindra yfirgang serbneskra stjórn- valda. Þó er fyrir hendi umtalsverð- ur minnihluti sem vill halda nánum tengslum við Serbíu. Þykir það kannski ekki skjóta skökku við því þjóðirnar eru mjög skyldar að flestu leyti. Skyldleikinn kann þó að reyn- ast dýru verði keyptur ef júgóslav- neski herinn reynir valdarán. AI- menningur er líklegur til að grípa til vopna. Valdaránstilraun í Svart- fjallalandi gæti því orðið eitt mesta hættuspil Slobodans Milosevics.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.