Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNB LAÐIÐ > MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 53 MINNINGAR SÆBJORG J. K. BECK + Sæbjörg Jó- hanna Beck fæddist í Kollaleiru í Reyðarfirði 13. febrúar 1902. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Hulduhlíð á Eskifirði 1. aprfl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þuríður Eyj- ólfsdóttir frá Selja- teigi og Kristinn H. Beck frá Sómastöð- um, bóndi á Kolla- leiru. Systkini Sæ- bjargar sem komust til fullorðinsára eru öll látin, en þau voru: Steinunn Siggerður, Hans Eyjólfur Ríkharð, Kristinn, Kynslóðir koma og fara. Há- öldruð heiðurskona hefur kvatt okkur, síðust hinna mörgu mætu systkina frá Kollaleiru í Reyðar- firði. Gamlar myndir leita á munans lendur, allt frá bernsku- og æsku- tíð, þegar það taldist til ljúfra há- tíðarstunda er heimsótt voru þau hjón á Kollaleiru, foreldrar Sæ- bjargar og þeirra fólk. Faðir minn hafði miklar mætur á þeim sæmd- arhjónum, Þuríði móðursystur sinni og ekki síður Kristni manni hennar, lofsyrði hans um þau merla í minni, því orð eins og heiður og kærleikur voru orð mikillar merk- ingar í hans munni. Eftir lát Krist- ins, þegar út í Ásbyrgi var haldið á vit þeirra Þuríðar og barna hennar, Sæbjargar og Páls, þá voru það mér ekki síður mætar stundir. Hinn hljóðláti, hlýi andi sem yfir öllu var, einlægni festunnar og hæverskunnar um leið, krydduð góðlátlegri kímni húsráðenda, allt gerði þetta að verkum að ungur hugur hreifst af. Og nú er hið síðasta af þeim Kollaleirusystkinunum, er kær voru öllum er kynnast náðu, horfið á lendur eilífðarinnar. Sæbjörg var skapfóst kona, hreinlynd og hugum- glöð, á engan hallaði hún í orðræðu sinni, framkoman öll og fasið færði heim sanninn um það að þar færi væn kona í hógværri alúð sinni. Móður sinni reyndist hún frábær dóttir, vafði hana yl sínum og næm- um kærleika allt til hinztu stundar og sama gilti um Pál bróður hennar sem kvaddi svo alltof fljótt þennan heim, laut í lægra haldi fyrir þeim vágesti s_em svo marga fellir að foldu. Ómetanlegt var þeim mæðginum að eiga stoð sína alla hjá þessari kærleiksríku dóttur og syst- ur sem öllu framar hugsaði um ann- arra hag og heill. Saman áttu þau svo árin mörg og góð, Sæbjörg og hennar trausti og góði eiginmaður Stefán Bjarnason, og vel man ég hve þau foreldrar 3lómat>ú3i in öarðskom v/ T-ossvogskirkjwcjapð 5ími. 554 0500 UTFARARSTOFA OSWALDS SÍMI 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐAL&TRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK LÍ K K IS'I TJ VINN USTO HA EYVIND/VR ÁRNASONAR fór fram kirkju 10. aprfl. Helga Elísabet, Páll Marinó, Óskar Al- freð og Unnur Sig- ríður. Eiginmaður Sæbjargar var Stef- án Bjarnason bif- reiðarstjóri, f. 23. okt. 1911 og d. 25. sept. 1991. Sæbjörg ól allan aldur sinn á Reyðarfirði utan allra síðustu árin í Hulduhlíð á Eski- firði. Utför Sæbjargar frá Reyðarijarðar- mínir mátu mikils að mega sækja þau hjón heim og njóta með þeim góðra og gjöfulla stunda. Hin kyrr- láta hlýja, sem umvafði þau, var öll- um sem áttu við þau fund dýrmæt og gefandi. Sæbjörg var vinfóst kona og fast- lynd sem hún var þá átti hún þessa heiðu hugarró og hjartans innstu gleði sem gerðu hana að svo gegnri og umfram allt góðri manneskju. Hún var myndarleg kona í sjón, sviphrein og bjartleit, hún var afar myndvirk í öllum sínum gjörðum, heimili hennar bar hagleik og nost- ursamri snyrtimennsku fagurt vitni. Til þeirra Stefáns var gestagatan gi-eið, frændliði sem vinum. Hún var kona vel fróð, enda las hún mikið og trútt var minni henn- ar, hún var orðvör og engin mál- skrafsmanneskja, en öll orðræða hennar bar góðri greind vitni sem og hugarþeli þekku, skýr kona og glögg og grómlaus. Sæbjörg eignað- ist ekki börn en barngóð var hún svo af bar og börn áttu hug hennar, ekki sízt nafna hennar, það færðist ljómi i augu hennar þegar hún minntist á hana. Gefandi samferðafólk mikilia mannkosta, hugarhlýju og verm- andi viðmóts er ómetanlegt okkur á lífsins leið og fáa hef ég vitað trúrri þeim eigindum öllum en hana Sæ- björgu. Síðast leit ég til hennai- í Sunnu- gerði litlu eftir lát Stefáns, manns hennar, sem þá lengi hafði heilsu- veill verið. Þakkar- og blessunarorð hennar þá mun ég varðveita alla tíð, svo mikils verð voru mér þau. Sjálf bar hún harm sinn í hljóði, heiðríkja róseminnar var sem fyrr í svip hennar er ég kvaddi. Að leiðarlokum er þessi trúfasta og trygglynda kona kvödd með mik- illi þökk fyrir margar mætar stund- ir. Þar fór hin prúða kona einlægrar gerðar. Frændfólki hennar nánu sendum við Hanna samúðarkveðjur. Á vit Ijóssins lenda leitaði hugur hennar og vissa og þar á hún Sæ- björg heimvon góða svo hjartahlý og sönn sem hún var. Blessuð sé kær minning Sæbjargar Beck. Helgi Seljan. JON STEFÁNSSON + Jón Stefánsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1965. Hann lést af slysförum 3. aprfl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 12. aprfl. Vér reynum harm að hylja og hjarta djúpstæð tár, en það er þungt að skilja að þú sért orðinn nár. Þú gekkst frá okkur glaður með góðleiks bros um kinn, og hugur bar þig hraður þú hraustur æskumaður, en þá í síðasta sinn. En lokað er ei leiðum það ljómar bak við ský, á morgunhimni heiðum rís heilög sól á ný. Þær innstu vonir ölum að eftir hinsta blund vérduftúr jarðardölum í Drottins himnasölum þá eigum endurfund. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitjiguðsenglaryfirmér. (Hallgr. Pét.) Elsku Dísa, Jónsi, Stebbi og Marteinn Helgi, Guð gefi ykkur og öllum ættingjum og vinum styrk í sorginni. Bryndís. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT SÍVERTSEN, Brekkugerði 13, sem lést föstudaginn 2. apríl verður jarðsungin frá Grensáskirkju fimmtudaginn 15. apríl kl. 15.00. Jón Sveinbjörnsson, Sveinbjörn Jónsson, Sigurrós Jóhannsdóttir, Ingibjörg Sívertsen Jónsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Ingibjörg Birgitta, Jón Ómar, Hafsteinn Bergmann, Margrét Ósk, Þorkell, Elísabet Ósk, Vignir, Kristján Ari, Sveinbjörn, Lára Björk, Hera Sól, Gunnur Rún, Guðjón Ingi, Bjarki Rúnar. + INGVAR KRISTINN ÞÓRARINSSON kennari og bóksali á Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 17. apríl kl. 14.00. Björg Friðriksdóttir, Stefán Örn Ingvarsson, Sigríður Harðardóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðmundur Jónsson, Lilja Sigurðardóttir, Dagbjartur Sigtryggsson, Stefán Þórarinsson, Aðalheiður Gunnarsdóttir. + Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR LAUFEY ÁRNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 16. apríl kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Sel eða líknarstofnanir. Kári Johansen, Gunnar Kárason, Svana Þorgeirsdóttir, Gréta Aðalsteinsdóttir, Kári Árnason, Herborg Árnadóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA MARÍA JÓNSDÓTTIR, Laugarholti, er lést fimmtudaginn 8. apríl, verður jarðsungin frá Melgraseyrarkirkju föstudaginn 16. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahúsið á Hólmavík. Guðrún Þórðardóttir, Ingibjörg Þórðardóttir, Ólafur S. Ólafsson, Ólafur Þórðarson, Elísabet Jóna Ingólfsdóttir, Jóhann Þórðarson, Guðrún Halldórsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Magnússon, Jón Fanndal Þórðarson, Margrét Magnúsdóttir, Ása Ketilsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Suðurgötu 23, Keflavík, sem lést á Garðvangi, Garði, verður jarðsung- in frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 15. apríl kl. 14.00. María Sigurðardóttir, Haukur Gígja, Jón Rósmann Ólafsson, Magnea María ívarsdóttir, Berta Jakobsdóttir, Sigríður Brynjarsdóttir, Guðríður Brynjarsdóttir, Pálmi Steinar Guðmundsson, Borgar Brynjarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SKAFTASON bóndi, Gerði, Hörgárdal, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli fimmtu- daginn 8. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður að Myrká. Guðrún Jónasdóttir, Þórdís Ólafsdóttir, Pétur Ó. Helgason, Álfhildur Ólafsdóttir, Sigurður Bárðarson, l'var Ólafsson, Arnþór Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sambýliskona, frænka, mágkona og uppeldissystir, ÁGÚSTA KRISTÍN BASS, Brekku, Hvalfjarðarströnd, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 17. apríl kl. 14.00. Erlingur Einarsson, Jórunn Magnúsdóttir, Gunnar Nikulásson, Helga Gísladóttir, Margrét Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.