Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 21

Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 21 VIÐSKIPTI Breytingar til að auka hagnað hjá SAS Kværner hætt- ir skipasmíði Segir upp 25.000 manns Ósló. Reuters. FÆKKUN farþega á viðskiptafar- rými hefur valdið auknum þrýst- ingi hjá skandinavíska flugfélaginu SAS, en breytingar eru hafnar hjá félaginu og stjórnendur þess spá því að eftir fimm ár verði það allt annað félag að sögn Financial Times. Sumar breytingamar kunna að virðast lítilvægar: verið er að mála vélarnar, vínstúkur hafa verið end: urskipulagðar og hótel opnuð. I næsta mánuði fá starfsmennimir nýja einkennisbúninga. Um leið er endurnýjun hafin á flugvélaflota félagsins. Nýjar Boeing 737 leysa af hólmi gamlar af gerðunum McDonnell Douglas og Fokker á styttri leiðum og nem- ur kostnaðurinn 12 milljörðum sænskra króna. Seinna á þessu ári verða pantaðar 12 þotur til flugs á lengri leiðum fyrir 13-15 milljarða sænskra króna. Vilja Airbus Jan Stenberg forstjóri sagði Fin- ancial Times að þotur af gerðinni A330 og A340 frá evrópsku flugiðn- aðarsamsteypunni Airbus yrðu lík- lega fyrir valinu. Til þessa hefur SAS notað Boeing 767 breiðþotur á löngum leiðum. Félagið vill auka sætafjölda um 50% með jafnmörg- um vélum og eiga kost á að kaupa fleiri að sögn Stenbergs. SAS hefur einnig hafizt handa um víðtæka endurskipulagningu til að auka brúttóhagnað, sem minnk- aði úr 10,6% í 10% 1998, um þrjá af Flugfloti endur- nýjaður með Boeing 737 hundraði. A næstu tveimur ámm á að skera niður kostnað um 2 millj- arða sænskra króna. Dreifing og sala verða endur- skipulögð og viðhaldsþjónusta fal- in Lufthansa. Stenberg, sem á sæti í stjórn þýzka félagsins, vill einnig að félögin kanni sameigin- lega birgðaöflun og markaðssetn- ingu. Eins og SAS viðurkennir háir fé- laginu að kostnaður við mannahald eykst og arðsemi stendur i stað. Meðaltekjur af farþega á kílómetra minnkuðu um tæp 4% í fyrra. Auk- inn rekstrarkostnaður þurrkaði út 5% eldsneytissparnað. Mestum áhyggjum veldur að eft- irspurn eftir sætum á viðskiptafar- rými hefur minnkað. A síðasta fjórðungi ársins í fyrra minnkaði þessi eftirspurn um 4%, í janúar um 9% og í febrúar um 8%. A móti kom að nokkru leyti að farþegum á túristafarrými fjölgaði að mun. Arðsemi minnkaði þó um meira en 3% á fyrsta ársfjórðungi. Stenberg segir að við sama vanda sé að etja hjá British Airwa- ys og KLM: „Við sjáum samdrátt í fluginu, allir eiga við vanda að stríða." Eftirspurn eftir sætum í við- skiptafarrými skiptir SAS meira máli en önnur félög. Tii að arðsemi haldist þarf að fylla tvö og hálft sæti á túristafarrými fyrir hvert eitt sem losnar á viðskiptafan-ými. Harðari samkeppni Samkeppni hefur harðnað á fjöl- fömum leiðum. Atta félög halda uppi ferðum milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar og flugfélög, sem bjóða lág fargjöld, hafa tekið upp flug milli Bretlands og Skand- inavíu. Aðeins til að halda mark- aðshlutdeild sinni verður SAS að gera gagnráðstafanir: með kynn- ingartilboðum, afslætti, nýjum leið- um o.fl. Þó er ólíklegt að hagnaður í ár muni jafnast á við 2,89 millj- arða sænskra króna hagnað félags- ins í fyrra. Að sögn Financial Times er vafa- samt að nýjar flugvélar, nýir ein- kennisbúningar og lægri kostnaður muni auka hagnað SAS, ef til skemmri tíma er litið. Stenberg er þó þeirrar skoðunar og er reiðubú- inn að íhuga róttækari ráðstafanir, þar á meðal breytingar á þung- lamalegu hluthafakerfi. Ríkis- stjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs eiga 50% í félaginu og hlutabréf þess eru skráð í kaup- höllum landanna. Stefnt er að því að breyta þessu: skrá bréfin á ein- um stað, draga úr eignarhlut ríkis- stjórnanna og veita SAS greiðari aðgang að fjármagnsmörkuðum. „Því ekki að koma þessu til leiðar fyrir aðalfund félagsins á næsta ári?“ spyr Stenberg. KVÆRNER ASA, hið fjölþætta norsk-enska verkfræðifyrirtæki, hefur tilkynnt að það muni draga sig út úr skipasmíði og selja skipa- smíðastöðvar sínar í Noregi, Bret- landi, Þýzkalandi og Finnlandi, eða breyta þeim í sameignarfyrirtæki, vegna vaxandi taps og slæms útlits í greininni. Fyrirtækið mun segja upp 25.000 starfsmönnum í heiminum - tæpum þriðjungi starfsliðsins - vegna hagræðingar, sem miðar að því að draga úr kostnaði. Kværner stórveldið á við mikla fjárhagserfiðleika að stríða. Fyrir- tækið er rekið með tapi í fyrsta skipti síðan 1967 og hlutabréf þess hafa fallið í verði. Róttæk endurskipulagning mið- ar að því að Kværner skili aftur hagnaði eftir tap fyrir skatta upp á 1,35 milljarða norskra króna í fyrra miðað við hagnað upp á 1,51 millj- arð króna árið á undan. Fyrirtækið hefur orðið fyrir barðinu á fjárhagskreppu í Asíu, veikri stöðu á olíu- og gasmarkaði og harðri samkeppni í skipasmíða- iðnaði. Verð hlutabréfa í Kvæmer hefur lækkað í 133 norskar krónur úr 480 krónum 1997. Minni en öflugri Kværner Kjell Amskog aðalframkvæmda- stjóri sagði: „Nýr Kværner mun fylgja þeirri stefnu að koma á fót fyrirtæki, sem verður mun minna og miklu beinskeyttara, en áreið- anlega öflugra.“ „Óll starfsemi sem tap er á verð- ur seld og fyrirtækið ætlar að skera niður kostnað um 1 milljarð norskra króna á ári. Þar með verða árlegar tekjur fyrirtækisins 55 milljarðar króna og starfsmenn 55.000,“ sagði í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Nýtur stuðnings banka fyrirtækisins Arleg velta mun minnka um 25 milljarða norskra króna vegna endurskipulagningarinnar, sem fyrirtækið segir að njóti heilshugar stuðnings helztu viðskiptabanka fyrirtækisins. Velta í fyrra nam 85,2 milljörðum norskra króna. Aætlun Kværners var tekið með gát á mörkuðum og er því fagnað að skipasmíði verði hætt, en ekki búizt við snöggum umskiptum. „Endurskipulagning skilar ekki ár- angri í einu vetfangi. Hún gerist hægt og Almskog er nógu raunsær til að gera sér grein fyrir því,“ sagði sérfræðingur Merrill Lynch. Ráðstafanir Kværners kunna að vera undanfari fleiri breytinga í skipasmíðaiðnaði Evrópu, sem er ríkisstyrktur. Greinin hefur orðið fyrir miklum þrýstingi frá keppi- nautum í Asíu og breytingar eru taldar tímabærar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.