Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Umhverfis-
mál og há-
lendisvernd
MIKIL breyting
þarf að verða til að um-
hverfismál fái þann
sess sem þeim ber hér-
•>lendis. Petta á við um
stöðu þeirra innan
stjórnkerfisins, fjár-
veitingar og forgangs-
röðun. Islendingar
voru með síðustu ríkj-
um Vestur-Evrópu til
að koma á umhverfis-
ráðuneyti 1990. Fram
að þeim tíma var staða
umhverfísmála og nátt-
úruverndar í stjórn-
kerfinu afar veik og því
mikið verk að vinna.
Síðan hafa skipst á skin
og skúrir en engan veginn tekist að
skapa umhverfismálum þá fótfestu
og vægi sem þarf. Skort hefur á
. -pólitískan skilning og stuðning í rík-
isstjórnum og á Alþingi. Helstu
stofnanir umhverfisráðuneytisins
hafa verið sveltar. Hollustuvernd
ríkisins sem gegnir lykilhlutverki í
mengunarmálum, matvæla- og eit-
urefnaeftirliti skortir bæði fjármuni
og mannafla til að rækja lögboðið
hlutverk. Náttúruvernd ríkisins
hefur ekki getað sinnt eftirliti og
uppbyggingu á friðlýstum svæðum,
sem mörg hver eru eftirsóttir ferða-
mannastaðir. Það fer ekki saman að
. ætla sér stóra hluti á sviði ferða-
mannaþjónustu og vanrækja nátt-
úruvernd og brýnan undirbúning til
móttöku ferðamanna.
Stórátak þarf til að
bæta fyrir vanrækslu
margra liðinna ára.
Stóriðjustefnan
og hálendið
Mestu átökin á sviði
umhverfismála varða
landnotkun á hálend-
inu og virkjanafram-
kvæmdir. Þau mál eru
nátengd stóriðjustefnu
ríkisstjórnarinnar,
sem báðir stjórnar-
flokkarnir boða að
framhald verði á fái
þeir brautargengi í
kosningunum. Sam-
kvæmt þeirra áætlunum er ráðgert
að koma hér á næsta áratug upp
stóriðjuverum sem þyi’ftu 10-12
teravattstundir af raforku á ári. Til
að anna slíku nægði ekki allt virkj-
anlegt vatnsafl norðan Vatnajök-
uls. Heildarframleiðsla á raforku í
landinu nam 6,5 teravattstundum á
síðasta ári, stóriðja og almenn
notkun meðtalin.
Vinstrihreyfingin - grænt fram-
boð er algerlega andvígt stóriðju-
stefnu ríkisstjórnarinnar sem Sam-
fylkingin hefur í reynd tekið undir.
Við teljum að nú þurfi að gera hlé á
virkjanaframkvæmdum á meðan
mótuð er sjálfbær orkustefna sem
taki til næstu 50 ára. Við mótun
hennar þarf að taka mið af framtíð-
Hjörleifur
Guttormsson
Eg vil ekki vera
strikamerki
VIÐ Islendigar eig-
um margt afburðafólks
á sviði mennta og
menningar. Með auk-
inni almennri menntun
þjóðarinnar fjölgar
■góðum vísindamönnum
okkar, heima og er-
lendis. Islendingar
virðast stundum búa
yfir einhverjum óbeizl-
uðum frumkrafti sem
gefur þeim þor til að
vinna þrekvirki í list-
um, menningu og dag-
legu lífi. Það er ekki
nokkrum vafa undir-
orpið að það þurfti
verulegt áræði til að
setja á fót hið mikla fyrirtæki ís-
lenzka erfðagreiningu og voru
margir sem litu til þess með sér-
stakri ánægju að hópur vel mennt-
aðs fólks fengi nú loks tækifæri til
-að vinna að sérhæfðum verkefnum
hérlendis. Slíkt er auðvitað fagnað-
arefni fámennri þjóð með mikinn
metnað.
A hinn bóginn er ekki jafn
ánægjulegt að sjá hvemig mál hafa
þróazt í samkrulli forystumanna Is-
lenzkrar erfðagreining-
ar og ríkisstjómar
varðandi miðlægan
gagnagrann á heil-
brigðissviði. Sú þróun
sem hófst með fram-
varpsgerð og lagasetn-
ingu virðist sífellt
teygja anga sína víðar.
Einhver hópur er á
sveimi sem kallast sam-
starfslæknar Islenzkr-
ar erfðagreiningar og
er algjörlega aðskilinn
frá Islenskri erfða-
greiningu í öllu starfi,
nema hvað hann sendir
upplýsingar um sjúk-
linga sína dulkóðaða,
eða sem strikamerki, úr Nóatúni
upp á Lyngháls og til baka aftur.
Mér er sagt að sú starfsemi sé í eðli
sínu ágæt og í raun algjörlega óháð
gagnagrunninum sem slíkum, and-
stætt því sem hagsmunaaðilar hafa
látið í veðri vaka. En ætlast þessir
spöku menn til þess að samborgarar
þeirra finni til öryggis í samskiptum
við þá í þessu margslungna máli?
Sæmilega upplýst fólk á fullt í
fangi með að skilja hvað felst í
Sigríður
Stefánsdóttir
Stjórnmál
Mikil breyting þarf að
verða til þess, segir
Hjörleifur Guttorms-
son, að umhverfismál
fái þann sess sem þeim
ber hérlendis.
arþörf þjóðarinnar fyrir raforku og
ríkulegt tillit til náttúraverndar.
Eðlilegt er að gera ráð íyrir að
vetni og aðrir vistvænir orkugjafar
leysi innflutt jarðefnaeldsneyti af
hólmi. Orkuþörf í þessu skyni gæti
numið helmingi meira en nú er
framleitt af raforku í landinu. Að
okkar mati á ekki að binda meiri
raforku en orðið er í mengandi
málmbræðslum._ A grundvelli slíkr-
ar stefnu getur Island orðið fullgild-
ur þátttakandi að Kyótóbókuninni
um leið og unnt yrði að móta víð-
tæka verndarstefnu fyrir miðhá-
lendið.
Málmbræðslurnar tímaskekkja
Margir þeir sem ræða um at-
vinnuþróun hérlendis taka undir
það sjónarmið að stóriðja með fleiri
málmbræðslum sé ekki það sem
koma skal. Olafur Jóhann Olafsson
stjómarformaður Advanta og rit-
höfundur svaraði aðspurður um
horfur í íslensku atvinnulífi í þætt-
inum Öld í aðsigi á Rás 1 þann 7.
mars síðastliðinn: „Ef menn sofa
ekki á verðinum þá er bjart
framundan en svefndrungi drepur
allt og ég held til dæmis að þessir
blessuðu stóriðjudraumar okkar séu
ansi mikil tímaskekkja ... Þetta er
eins og að ganga inn í gamla öld að
heyra þetta.“ Eg er honum sam-
mála.
Höfundur er alþingismaður.
Erfðarannsóknir
Ég kýs að stunda sjálf
mína persónuvernd,
segir Sigríður Stefáns-
dóttir, með því að óska
eftir því að engar upp-
lýsingar um mig verði
færðar í miðlægan
gagnagrunn.
„upplýstu samþykki". Við skiljum
hins vegar flest mikilvægi trúnaðar-
sambands okkar við lækna, banka-
stjóra, tannlækna og aðrar lykilper-
sónur í lífi sérhvers manns. Það
verður ekki auðveldara að fylgjast
með umræðunni þegar einn valds-
maðurinn segir að afmá megi upp-
lýsingar úr grunninum og annar
segir að það sé ekki hægt.
Því vel ég þá leið að treysta hvorki
væntanlegum rekstrarleyfishafa né
ríkisvaldinu, heldur stunda sjálf mína
persónuvemd með því að óska eftir
því að engai' upplýsingar um mig
verði færðar í miðlægan gagnagrann
á heilbrigðissviði. Ég hvet fólk einnig
til að vemda böm sín með því að sjá
til þess að upplýsingar um ólögráða
afkomendur fari ekki í granninn.
Höfundur er félagi í Mannvernd.
Sannleikurinn
um kjör öryrkja
ÉG varð nokkuð
undrandi þegar Davíð
Oddsson, forsætisráð-
herra og formaður
Sjálfstæðisflokksins,
sagði það í landsfund-
arávarpi til flokks-
manna sinna, að kjör
öryrkja og aldraðra
hefðu hækkað til jafns
við laun á almennum
vinnumarkaði. Þessi
grein er skrifuð til þess
að Davíð og allir þeir
sem vilja viti við hvaða
kjör öryrkjar og aldrað-
ir búa.
Davíð sagði ósatt!
Davíð Oddsson sagði
landsfundarfulltrúum og þjóðinni
allri ósatt þegar hann sagði að kjör
öryrkja og aldraðra hefðu stórlagast
á því kjörtímabili sem er senn á
enda, það er rangt að kjör okkar
hefðu hækkað til jafns því sem gerist
á almennum vinnumarkaði. Nú þurfa
öryrkjar og aldraðir að borga afnota-
gjald RUV, sem var innleitt á þessu
kjörtímabili. Gjaldtaka og þjónustu-
gjöld öll í heilbrigðiskerfinu hafa
hækkað gríðarlega á þessu kjörtíma-
bili. Ég get nefnt mig persónulega,
ég hef verið að borga á 11. þúsund á
mánuði í lyfjakostnað og sótti ég um
niðurfellingu en var hafnað og sótti
ég um aftur og fékk þá rökstutt bréf
þess efnis að ég fengi það mikinn líf-
eyri nú þegar að ekki væri heimild til
þess að ég gæti fengið lyfjaskírteini.
Bæði Davíð Oddsson og heilbrigð-
isráðherra hafa hvað eftir annað
komið í fjölmiðla og sagt að það væri
enginn fótm' fyrir því sem Öryrkja-
bandalagið, Hjálparstofnun kirkj-
unnar, biskupinn og fleiri hafa sagt
að aldrei fyrr hafi borist jafn margar
umsóknir um hjálp og aðstoð og fyrir
síðustu jól.
„Þjónustugjöldin"
A því kjörtímabili sem er að ljúka
hefur gjaldtakan í heilbrigðiskerfinu
stóraukist, en það var ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks
sem innleiddi þessi svo kölluðu
„þjónustugjöld". Það væri ósann-
gjarnt hjá mér að gera núverandi
ríkisstjóm eina ábyrga fyrir „þjón-
ustugjöldunum", því einn sá flokkur
sem býður nú fram undir kjörorðinu
Jafnrétti og félagshyggja“, er líka
ábyrgur fyrir þessum „þjónustu-
gjöldum" og það er nú ekki hægt að
segja að það sé mjög trúverðugt
þegar menn eins og Sighvatur
Björgvinsson talar sem fulltrúi þess
að bæta kjör öryrkja því hann getur
ekki undan því skorast að það var í
hans ráðherratíð sem öllum þessum
gjöldum var komið á.
Raunverulegar hækkanir
Ég er með 75% örorku og eru
þetta hækkanir á einu ári: Lífeyris-
greiðslur úr lífeyrissjóðnum Fram-
sýn 603 kr., tekjutrygging og heimil-
isuppbót frá Tyggingastofnum ríkis-
ins 2.941 kr. Þessar greiðslur eru
fyrir skatta, svo enginn misskilning-
ur sé. Þetta era nú allar þær hækk-
anir sem ég hef fengið á heilu ári frá
jan. 1998 til jan. 99.
Einnig vil ég segja frá því hvað ég
fæ í orlofsuppbót og desemberapp-
bót á síðasta ári: Orlofsuppbót á
telq'utryggingu 3.684
kr., orlofsuppbót á
heimilisuppbót 1.714
kr., samtals: 5.389 kr.
Desemberappbót á
tekjutryggingu 5.534
kr., desemberappbót á
heimilisuppbót 2.574
kr., samtals: 8.108 kr.
Sem fyrr eru allar þess-
ar tölur fyrir skatt.
Þetta eru sannar töl-
ur sem ekki er hægt að
vefengja. Ríkisstjórnin
ákvað nú við lok þessa
kjörtímabils smáhækk-
un, sem hún segir vera
um 1.100. kr. á mánuði,
sem er að vísu ekki rétt
því þetta er „meðaltals-
hækkurí' - og þeir sem fá greitt úr
lífeyrissjóðum fá ekki þessa hækkun
nema að hluta til, því eins og allir
Öryrkjar
Þessi grein er skrifuð
til þess, segir Þórir
Karl Jónasson, að
Davíð og allir þeir sem
vilja viti við hvaða
kjör öryrkjar og
aldraðir búa.
vita að ef einhver fær greitt úr fyrr-
nefndum lífeyrissjóðum þá skerðast
allar bætui’ frá Tryggingastofnun
ríkisins. Ég er búinn að reikna út
hvað ég fæ í hækkun og eru það 400
kr. fyrir skatt. „Þetta er rausnarleg
hækkun, eða hvað finnst ykkur?“
Þeir sem eru ábyrgir!
Það er nú einfaldlega svo að við
sem erum á þessum bótum getum
kallað marga til ábyi’gðar, en ekki
eru það síst stjórnmálamenn yfir
höfuð sem eru ábyrgir fyrir þessu.
Ekki væri ósanngjarnt að lífeyris-
sjóðirnir okkar sem segjast vera
með verðtryggðan lífeyri séu að ein-
hverju leyti líka ábyrgir [að vísu eiga
ekki allir lífeyrisréttindi hjá lífeyris-
sjóðum].
Lífeyrissjóðirnir okkar hafa verið
að fjárfesta fyrir marga milljarða á
ári erlendis. Við sem eram á þessum
smánarbótum verðum að krefjast
þess að þeir flokkar sem nú bjóða
fram til Alþingis og ná kjöri, bæti
kjör öryrkja og allra annarra sem
eru á þessum smánarbótum.
Kröfugerð fyrir komandi
kjarasamninga!
Við sem erum á örorkubótum og
höfum ekki samningsrétt, gerum þá
kröfu til verkalýðshreyfingarinnar
að hún beiti sér af hörku í komandi
samningum um að kjör okkar verði
bætt til jafns og er á hinum Norður-
löndunum. Þetta er krafa sem er
mikið sanngimismál fyrir okkur og
við verðum að skrifa í blöðin og hvað
annað, til þess að minna á okkur - og
við erum líka fólk sem þarf að lifa
eins og aðrir.
Höfundur er varaformaður
Leigjendasamtakanna.
Þórir Karl
Jónasson
Landssöfnun SÍBS fyrir endurhæfingu á Reykjalundi
Síminn er opinn
552 2150
9-17 virka daga
Bankareikningur
0301-26-002600
í Búnaðarbanka íslands
Innleggsseðlar liggja frammi í Búnaðarbanka og Sparisjóðum.
Einnig er hægt að leggja inn rafrænt á interneti eða í heimabanka.