Morgunblaðið - 14.04.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 14.04.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 37 langvarandi ágreining Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson ðherra, og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, kynntu samkomulag veiðar í Barentshafi á blaðamannafundi í gær. Igæsluskipi á eftir íslenskum togara í Barentshafi mun væntanlega heyra ingar á milli Islands, Noregs og Rússlands tókust í Moskvu f gær. ef heilarkvótinn fer niður fyrir 350 þúsund tonn. Ennfremur leyfum við Norðmönnum að veiða löngu og keilu hér við land en okkar línuskip hafa mjög sótt í þessar tegundir að undan- förnu og sjómenn telja þær fullnýttar. Það er því mjög slæmt að taka meira úr stofnum sem Hafrannsóknastofn- un telur að sé fullnýttir og jafnvel ofnýttir." Kristján segir að samningurinn verði engu að síður virtur og hann hafi fullan skilning á því að stjórnvöld hafi viljað ljúka málinu. Þá geti samn- ingurinn verið af hinu góða fyrir ýmis viðskiptatengsl við bæði Norðmenn og Rússa. „Efni samningsins er hins- vegar ekki í samræmi við þær vænt- ingar sem við höfðum, meðal annars með tilliti til þess sem við höfum kost- að til að senda skip í Barentshafið. Þá er samn- ingurinn heldur ekki í samræmi við þær vænt- ingar sem stjórnvöld hafa gefið okkur um stuðning við sókn á þessi mið, með hliðsjón af því að Norðmenn hafa tekið sér gríð- arleg hafsvæði sem ekki er í samræmi við alþjóðasamninga, samanber Sval- barðasvæðið. En vissulega er gott að ljúka þessu máli með sátt en mér finnst sáttin þunn,“ segir Kristján. Hefði viljað sjá fleiri tonn Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf., segir að þrátt fyr- ir að Islendingar hafi ekki fengið mik- ið út úr samningnum hljóti það að vera stefna Islendinga að ná sam- komulagi við aðrar þjóðir um nýtingu auðlinda. „Það er í allra þágu. I þessu tilfelli hefði maður kannski viljað sjá fleiri tonn koma í hlut íslendinga en ég tel hinsvegar mikilvægt að hafa náð samkomulagi við þessar þjóðir. Eg fagna því samkomulaginu sem slíku,“ segir Þorsteinn. Ymiskonar hömlum rutt úr vegi Jón Sigurðarson, framkvæmda- stjóri Fiskafurða hf., sem átt hefur talsverð viðskipti í Rússlandi, segir að í samningnum felist tvímælalaust ávinningur fyrir íslendinga. „Ná- grannaþjóðir hafa verið að þróa við- skipti og samskipti við Rússa á sviði sjávarútvegs mjög ört á undanförnum misserum. Við höfum hinsvegar ekki getað tekið þátt í því af fullum krafti vegna þessarar deilu. Það hafa verið allskonar formlegar og óformlegar hömlur á því sem við höfum gert með Rússum og skaðað veru- lega okkar möguleika. Nú er þessum hömlum hins- vegar rutt úr vegi. Sam- komulagið opnar marga möguleika til samstarfs við Rússa um veiðar í Barentshafi, á Reykjaneshrygg og víðar,“ segir Jón. Viðskipti verða liðugri Páll Gíslason, framkvæmdastjóri söluskrifstofu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf. í Moskvu, segir ýmis samstarfsverkefni við Rússa hafa strandað á því að ekki var fyrir hendi samkomulag milli þjóðanna um veiðar í Barentshafi. „Að þessu samkomulagi fengnu verða öll viðskipti liðugri. Sam- komulagið hlýtur að gefa mikla mögu- leika í samstarfi við Rússa og gefa ís- lenskum útgerðum tækifæri á að koma til veiða í Barentshafi í sátt og sam- lyndi við aðrar þjóðir," segir Páll. Samningurinn og bókanir gilda I 4 ár Tillögur að varn Garöur á Brún Framkvæmdasvæði Upptaka- stoðvirki f Kálfabotni Garður 'i Vegurað fratnkvæmdasvæði %// Garður — skv. tillögu heimamanna Garður 3 0 100 200 300 400 500 m I----1-----1____«_________I / BÆJARSTJÓRN Seyðisljarðar leggur til að gerð verði stoðvirki efst í fjallinu og stuttur leiðigarður niður und- ir byggð að Fálkagili. Að sögn Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra yrði fyrst og fremst um lagfæringu á náttúru- legum aðstæðum að ræða. Hætt verði við snjóflóðavarnir neðan undir byggð á Seyðisfírði Áhersla á varnir efst í Bjdlfí BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarðar hef- ur hafnað þeim tillögum að snjóflóða- vörnum sem frumskýrsla um snjó- flóðavarnir undir Bjólfi og umhverfis- mat gera ráð fyrir. Að sögn Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra leggur bæjarstjórnin áherslu á þann hluta skýrslunnar sem gerir ráð fyrir upp- takamannvirkjum þ.e. upptakastoð- virkjum efst í fjallinu, þar sem snjó- flóð eiga upptök sín í Bjólfinum eða í Kálfabotni. Jafnframt er lagt til að hætt verði við snjóflóðavarnir neðan undir byggð. Sagði Ólafur að áætlað- ur kostnaður vegna tillagna bæjar- stjórnar væri milli 300 og 500 millj. en kostnaður samkvæmt frumskýrslu um snjóflóðavarnir væri áætlaður um 800-1.200 millj. Bæjarstjórnin fund- aði um málið í fyrrakvöld og fjöl- menntu bæjarbúar á fundinn til þess að þlýða á fundinn og fylgjast með. Ólafui- sagði að samkvæmt umhverf- ismatsskýrslunni væri gert ráð fyrir upptakamannvirkjum efst í fjallinu en að meiri áhersla væri þó lögð á mann- virkin neðan við bæinn. „Jafnvel er gert ráð fyrir að sleppa þessum upp- takamannvirkjum sem við teljum vera algera forsendu fyrir því að stöðva snjóflóð af þeirri stærð, sem við gætum hugsanlega lent í,“ sagði hann. „Þessar garðahugmyndir neðan við bæinn eru svo stórkostlegar að okkur líst ekkert á þær. Þetta eru miklu stæiri garðar heldm- en nokkurs staðai- hefur verið talað um annars staðar á landinu en þeii’ eru allt að 25 metrar að hæð.“ Ólafur sagði að bæjarstjórnin vildi byrja á gerð upptakamannvirkja efst í fjallinu og koma þannig í veg fyrir svokölluð ofsaflóð. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af Bjólfinum á öðrum stöðum,“ sagði hann. „Hann er svo brattur að snjór safnast ekki fyrh’ nema í Kálfabotnum. Við höfum einnig áhyggjur af því að efst í Bjólfinum er oft mikil snjóamyndum og þaðan gæti hugsanlega fallið snjóflóð. Ef það gerðist færi flóðið yfir mannvirkin í Kálfabotnum og tæki stoðvirkin með sér. Þess vegna verður þessi garður að koma upp á brúninni til að hindra það.“ Ólafur sagði að ofan við verksmiðju Vestdalsmjöls safnaðist oft snjór og að- þar hefðu oft fallið snjóflóð, síðast árið 1995. Sagði hann að ákveðið hafi verið að verja ekki verksmiðjuna enda hefði endurbygging hennar verið stöðvuð. títlitslýti Ólafur sagði að nú yrðu tillögur bæjarstjórnar sendar umhverfisráðu- neytinu til skoðunar en endanleg ákvörðun yrði heimamanna um hvort ráðist yrði í byggingu mannvirkjanna. „Hugmyndir okkar um kostnað eru á bilinu 300-500 milljónh’ í stað 800-1.200 milljóna miðað við umhverf- ismatsskýrsluna og vantar þó inn í þá skýrslu ýmsan annan kostnað t.d. vegna aksturs með efni í gegnum bæ- inn, sem vegurinn þar þolir ekki,“ sagði hann. „Okkur hrýs hugur við- þessum gríðarlega kostnaði og útlits- lýti sem við teljum að verði á bænum og teljum engan veginn ásættanlegt.“ Minnihlutinn telur meirihluta vilja losna við formanninn Atvinnu- og ferðamál heyri undir þróunarsvið BORGARRÁÐ hefur vísað tillögu meirihluta atvinnu- og ferðamála- nefndar til borgarstjórnar um að leggja atvinnu- og ferðamálastofu nið- ur. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra er gert ráð fyi’ir að málaflokkurinn verði færður undir þróunarsvið borgarinnar. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis- manna, segir að sú spurning vakni hvort með þessari skipan sé Reykja- víkurlistinn að losa sig við Pétur Jóns- son, formann nefndarinnar, sem verið hefur fulltrúi Alþýðuflokks innan Reykjavíkurlistans. Borgarstjóri segir að tillagan sem lögð var fyrir atvinnu- og ferðamála- nefnd geri ráð fyrir að sérstakur starfsmaður þróunarsviðs færi með atvinnumál en borgarstjóri var spurð- ur hvort ástæða væri til að leggja nið- ur starf ferðamálafulltrúa í ljósi þess að búast mætti við að ferðamönnum til borgarinnar fjölgaði um aldamótin. „í raun er ekki verið að gera neinn gi’ein- armun á atvinnumálum og ferðamál- um,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Sagði hún að spurningin væri hvort þörf væri á sérstökum starfsmanni til að sinna ferðamálum eða hvort litið væri á ferðamál sem eitt mikilvægasta at- vinnumál í borginni og tengja ferða- málin verkefnisstjóra atvinnumála sem hans verkefni að sinna. Borgar- stjóri benti á að fé hafl þegar verið varið til ferðamála vegna Menningar- borgarinnar árið 2000 og þá á hennar vegum auk þess sem samið hafi verið við Markaðsráð ferðaþjónustunnar um að sinna ferðaþjónustunni. Borgarstjóri sagði að tvær stöður væru hjá atvinnu- og ferðamálastofu ásamt stöðu ritara og að í raun yrði til ein staða hjá þróunarsviði í stað tveggja en staða ritai’a yrði lögð niður. „Það er alls ekki gert ráð fyrir að hætt verði að sinna ferðamálum,“ sagði hún. „Þeim verður sinnt sem mikilvægum atvinnumálum á þróunarsviði." Undarlegt mál „Málið allt er hið undarlegasta," sagði Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks. „Hér er rætt um að leggja niður atvinnu- og ferðamála- stofu en á sama tíma á að ráða sér- staka verkefnisstjóra atvinnuþróunar- mála.“ Sagði hún að engin skýi’ grein væri gerð fyrir því hvernig ferða- og kynningarmálum yrði sinnt af hálfu borgarinnar en vísað væri á skrifstofu Markaðsráðs ferðaþjónustunnar. Sú skrifstofa hefði önnur sérstök verkefni með höndum og ekki yrði séð að ferða- og kynningarmál höfuðborgarinnai’ féllu þar undir. Inga Jóna sagði að áður en atvinnu- og ferðamálastofa hafi verið stofnuð, en sjálfstæðismenn hafi ekki verið sammála þeirri ákvörðun, hafi starfs- maður Reykjavíkurborgar sinnt ferða-... og kynningarmálum sérstaklega. „Þannig að það starf hefur verið unnið af hálfu borgarinnar og mikilvægt að til sé ákveðið samræmingarstai’f innan stjórnkerfisins," sagði hún. „Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er að það er verið að leggja niður at- vinnu- og ferðamálanefnd og í staðinn á að setja á laggirnar nýja nefnd, at- vinnuþróunarnefnd.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.