Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 4

Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar um endurgreiðslu vegna forvarna þroskaheftra Mistök voru gerð hjá Tryggingastofnun rikisins „EFTIR samtöl við fulltrúa Trygg- ingastofnunar ríkisins hef ég fengið staðfestingu á því að þar hafa verið gerð mistök og reikningum frá tannlæknum hafnað sem stofnunin á með réttu lagi að greiða," sagði Friðrik Sigurðsson, framkvæmda- stjórí Proskahjálpar, í samtaii við Morgunblaðið í gær. Agreiningur hefur verið milli tannlækna og TR um endurgreiðslu á reikningum vegna tannlækna- þjónustu við þroskahefta og hefur TR um tíma neitað að greiða ákveðna reikninga tannlækna vegna foi-varna þroskaheftra. Gunnar Pormar, sem um árabil hefur ann- ast tannlæknaþjónustu á Lyngási, tilkynnti fyrir nokkru að ekki væri unnt að veita hana áfram þar sem reglugerð um þátttöku TR í tann- læknakostnaði sjúkratryggðra barna skerti mjög forvarnir þar. Reynir Jónsson tryggingayfirtann- læknir hefur sagt í Morgunblaðinu að það væri misskilningur hjá Gunnari, að engin breyting hefði orðið á reglum er snúi að tann- læknakostnaði þroskaheftra og fatl- aðra. Fram kom á fundi fulltrúa Tann- læknafélags íslands með fulltrúum Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags- ins og Styrktarfélags vangefinna, sem haldinn var í fyrradag, að tann- læknar hefðu þrátt fyrir þennan skilning tiyggingayflrtannlæknis ekki fengið reikninga greidda und- anfarið. Friðrik Sigurðsson sagði málið snúast um reglugerð um börn og fullorðna sem hafa fæðingargalla, sem þroskaheftir féllu undir, og væri þar um að ræða 90% endur- gi’eiðslu á tannlæknakostnaði. „Við höfum haldið fram að öll meðferð við þroskahefta og þá sem eru í svo- nefndum umönnunai’flokkum 1 til 3 eigi að falla undir þá reglugerð en þar er ekki hámarkstími tilgreind- ur, enda staðreynd að meiri tíma þarf til að sinna þroskaheftum börnum en heilbrigðum og það þarf að gera oftar,“ segir Friðrik. Hann segir að þessi hafi einnig verið skilningur tryggingayfirtannlæknis en TR hafi samt hafnað sumum reikningum tannlækna sem hafa sinnt forvömum þessara sjúklinga. Hefðu átt að skoða málið fyrr A umræddum fundi sagði Friðrik það hafa komið í ljós við nánari skoðun hjá TR eftir að ági'einingur- inn kom upp að mistök hafi verið gerð. „Endanleg niðurstaða er því sú að takmörkun á foi-vörnum eigi ekki við um fötluð börn í þessum umönnunarflokkum og er það nokkuð undax-legt að málið skyldi ekki hafa verið skoðað miklu fyrr hjá Tryggingastofnun þar sem menn hefur greint svo lengi á um þetta mál,“ sagði Friðrik ennfrem- ur. Friðrik kvaðst því vona að málið væri nú leyst og taldi hann því Ijóst að taka mætti upp þráðinn á Lyng- ási og taldi sjálfgefíð að tannlæknar fengju nú greidda þá reikninga sem hafnað hefur verið því þá hefði alltaf átt að greiða samkvæmt reglugerð- inni. Hann vildi að lokum benda á að foreldrar, sem kynnu að hafa greitt að fullu reikninga fyrir þjón- ustu fatlaðra eða þroskaheftra barna sinna, gætu nú farið fram á endurgreiðslu hjá TR. Morgunblaðið/Birgir Brynjólfsson BIRGIR, einnig þekktur sem Fjalla-Eyvindur, á bíl sínuni, Djáknanum á Myrká. Frá Reykjanesvita að Fonti á jeppum TIU manns á fímm vel búnum jeppuin óku í síðustu viku frá Reykjanesvita austur á Font á Langanesi og aftur til baka og tók ferðin sex daga. Birgir Brynjólfsson, einn leiðangurs- manna, segir vart hægt að aka lengri leið um ísland en leiðin lá þvert yfír hálendið og um staði sem eru ekki í alfaraleið. Ferðin hófst snemma á föstudagsmorgun og var ekið til Hrauneyja þar sem elds- neyti var tekið. Þaðan var haldið norður Kvíslaveituveg og af honum í austur á milli Háganga. Ekið var upp Köldu- kvíslarjökul og austur í Bárð- artungu. Leiðangursmenn komu niður af jöklinum við Kistufell en fóru svo aftur upp jökulinn og óku austur fyrir Kistufell og Dyngjujökul. Það- an var haldið norður í Kverk- fjöll þar sem gist var í Sigurð- arskála. Síðan lá leiðin austur yfír Jökulsá á snjóbrú vestur í Dyngjufjöll og að Öskjuvatni og Víti. Frá Víti var fariö í Ódáða- hraun og í norður sunnan Herðubreiðar. Aftur var farið austur yfir Jökulsá á snjó- brúnni að Grímsstöðum. Þaðan var stefnt að Heljardalsfjöll- um. Farið var norðan fjallanna og gist í skála við Hafralón. Þaðan var ekið til Þórshafnar og út Langanesið út að Fonti. Birgir segir að þar hafí ver- ið óskaplega afskekkt og at- hyglisvert að komast. Fyrir austan var gist í bændagist- ingu. Á heimleiðinni gerði vont, veður og fór Birgir vest- ur í Blöndudal og ók þaðan Kjalveg suður í hryssings- veðri. LANGANES f**.Fontur Grhtúsiaöir Herðubreið Askja - Dyngjujökull —j" . ' Kistufell í I Köldukvíslarjökull \y-Kverkfjöll Bárðarbunga .Hr<nweyjar A JEPPUM FRA REYKJANESI A LANGANES REYKjANES HÓPURINN samankominn á Fonti á Langanesi. WRm | L ** r| J vífi 1 Siyfell | • h Hr ' jB heimilisbankinn www.bi.is a réttri ókeypis aðgangur til ársins í >000 @ ®BÚNAÐARBANKINN s k í m a Traustur banki mánaða intemettenging fylgir Bilalán mörgum erfíð BORIÐ hefur á því að undanförnu að kaupendur nýrra bfla hafi í aukn- um mæli snúið sér til Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda með um- kvörtunarefni vegna bílakaupa. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FIB, segir að oftar en ekki reynist kvartanirnar ekki byggjast á ástandi bílsins þegar grannt sé skoðað heldur séu þær fjárhagslegs eðlis. Margir ráði ekki við afborgan- ir af bflalánum. „Það er greinilegt að allt of stór hópur manna kaupir bfla með bfla- lánum án þess að hafa gert sér grein fyrir því hvaða kostnaður fylgi kaupunum. Þessi mál eru að koma fram núna. Ekki er óalgengt að kvörtun vegna hugsanlegs ágalla við ökutæki byggist fyrst og fremst á því að bílkaupendur ráða ekki við fjármögnunina. Við sjáum þetta líka við kaup á eldri bílum sem fást með allt að 100% lánum,“ segir Runólf- ur. Runólfur segir að gi-einileg fylgni sé með auðveldari aðgangi að láns- fjármagni og greiðsluerfiðleikum. FÍB hefur samning við Bflgreina- sambandið sem felur það í sér að bílaumboðin vísa ágreiningsmálum vegna bílakaupa til hlutlausrar um- fjöllunar FÍB. Þaðan koma mörg málanna sem berast inn á borð FIB. Einnig hafa félagsmenn í FÍB borið upp vandamál vegna bílakaupa við félagið. „Það er ástæða til þess að brýna það fyrir mönnum að ígrunda það vel áðui’ en bíll er keyptur og að gera það upp við sig hvort þeir ráði við dæmið. Ekki er óalgengt að ungt fólk leiti til okkar sem hefur steypt sér í miklar skuldir vegna bflakaupa og greiðslubyrðin vegna bflakaupa sé allt að 50 þúsund krón- ur á mánuði utan trygginga til allt að sjö ára,“ segir Runólfur. ------------- 35 árekstrar í hálkunni HRINA árekstra vai’ð í Reykjavík í gær. LÖgreglan hafði skráð 35 árekstra frá því um hádegisbilið þeg- ar byrjaði að snjóa í Reykjavík fram til klukkan 23 í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum lögi’eglu má kenna hálku á vegum um þetta og því að þeir sem í árekstrunum lentu hafi almennt verið búnir að setja sumardekk undir bifreiðir sín- ar. Engin slys urðu á mönnum. Fyrsta harm- onikukeppnin frá 1938 FÉLAG harmonikuunnenda í Reykjavík lieldur hæfileikakeppni ungs fólks í harmonikuleik næst- komandi laugardag í Loftkastalan- um. Síðasta keppni í þessum dúr var haldin í Gamla bíói árið 1938 og bar þá þrettán ára Reykvíking- ur, Bragi Hlíðberg, sigur úr být- um. Bragi hefur átt langan tónlistar- feril eftir þetta. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að engir ald- ursflokkar hefðu verið í keppninni 1938 heldur hefði öllum staðið til boða að taka þátt í henni og spila tvö lög. Hann kvaðst ekki muna hvaða lög hann spilaði við þetta tækifæri en keppnin hefði litlu skipt um atvinnumöguleikana. „Það var ekki þörf á því í þá tíð. Ég var byijaður í ballbransanum en þó var talsvert tekið eftir keppninni,“ sagði Bragi. Á myndinni sést Bragi Hlíðberg fremstur fyrir miðju eftir sigur sinn í síðustu keppni harmoniku- leikara sem fram fór í Gamla bíói í Reykjavík árið 1938.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.