Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMIÐ VIÐ RUSSA
OG NORÐMENN
DEILURNAR um veiðar íslendinga í Barentshafi eru
leystar með samkomulagi, sem viðræðunefndir Noregs,
Islands og Rússlands náðu í Moskvu í fyrradag. Það byggist
í megindráttum á rammasamningi, sem utanríkisráðherrar
landanna undirrituðu á fundi Barentshafsráðsins í Bodö í
Noregi 5. marz sl., en hann fjallar um samstarf þjóðanna á
sviði fiskveiða.
Samkomulagið, sem gildir í fjögur ár í senn, gerir ráð fyr-
ir, að í ár fái íslenzk fiskiskip að veiða 8.900 tonn af þorski í
lögsögu Noregs og Rússlands og 30% aukaafla til viðbótar.
Kvóti Islendinga er 1,86% af leyfilegum heildarþorskkvóta á
þessu hafsvæði og getur aflamagnið því hækkað og lækkað
eftir því hver heildarkvótinn er hverju sinni. Veiðiheimild-
irnar falla niður við 350 þúsund tonn og þá jafnframt heim-
ildir Norðmanna í íslenzkri lögsögu.
I ár mega Islendingar veiða 4.450 tonn í norskri lögsögu,
en á móti fá Norðmenn að veiða á línu 500 tonn af löngu,
keilu og blálöngu í íslenzkri lögsögu, svo og 17 þúsund tonn
af loðnu. I rússneskri lögsögu mega Islendingar veiða 4.450
tonn, auk aukaafla, en þar af munu Rússar bjóða íslending-
um að kaupa 37,5% (1.669 tonn) á markaðsverði. Vegna
þessa ákvæðis fá Rússar engar veiðiheimildir í íslenzkri lög-
sögu.
Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra, segir samkomu-
lagið Islendingum mjög hagstætt. Hann bendir á, að
Smugudeilan hafi staðið samskiptum þjóðanna fyrir þrifum
og samkomulagið muni liðka verulega fyrir ýmiss konar við-
skiptum. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, leggur
áherzlu á, að Islendingar fái viðurkennd veiðiréttindi í
Barentshafí, sem þeir hafi ekki haft, einir fiskveiðiþjóða í
Evrópu. Samkomulagið sýni ennfremur, að íslendingar vilji
stunda veiðar með ábyrgum hætti.
Viðbrögð hagsmunaaðila við samkomulaginu eru misjöfn
og m.a. segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, að það sé
mjög rýrt og íslendingar fái í raun aðeins 5 þúsund tonna
veiðiheimildir í Barentshafí. Afstaða annarra aðila innan
sjávarútvegsins er jákvæðari, ekki sízt þeirra, sem stunda
viðskipti við Rússa.
í forustugrein Morgunblaðsins eftir undirritun ramma-
samningsins í márzbyrjun sagði m.a.: „Það er mikið fagnað-
arefni, að samningar hafa náðst í þessari deilu. Þeir samn-
ingar eru að mörgu leyti hagstæðir fyrir okkur og tryggja
öruggari veiði en Smugan hefur boðið upp á. Engum þarf að
koma á óvart, þótt við verðum að láta af hendi einhverjar
veiðiheimildir innan okkar lögsögu. Þær eru takmarkaðar,
en við getum ekki búizt við að fá veiðiheimildir í lögsögu
annarra þjóða nema við látum eitthvað af hendi sjálfir. Þess-
ir samningar eru líklegir til að greiða fyrir öðrum viðskipt-
um með fisk bæði við Norðmenn og Rússa og heildaráhrif
þeirra verða áreiðanlega meiri en sem nemur veiðiheimild-
unum í Barentshafi.“
Akvæðið um heimild okkar til að kaupa veiðiheimildir af
Rússum er athyglisvert. Það er ekki ólíklegt að slík ákvæði
eigi eftir að ryðja sér til rúms í samningum þjóða í milli og
eru raunar þekkt í einstaka tilvikum nú þegar.
ENDURMENNTUN
ENDURMENNTUN hefur verið ofarlega á baugi undan-
farin ár, framboð hefur aukist, meðal annars meý til-
komu Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands. í nú-
tímatækniþjóðfélagi þar sem hlutirnir taka svo örum breyt-
ingum að jafnvel sveigjanlegt fyrirbæri eins og tungumálið
hefur hvergi nærri undan að nefna þær er endurmenntun og
símenntun afar mikilvæg til þess að viðhalda menntunar- og
þekkingarstigi. Því er það gleðilegt að á undanförnum árum
hefur orðið veruleg aukning í þátttöku fólks í endurmenntun
og hliðstæðri fræðslu samkvæmt könnun sem kynnt var á
stefnuþingi Mennta.
I könnuninni kom fram að um helmingur landsmanna
endurmenntaði sig á tólf mánaða tímabili en sé litið til síð-
ustu þriggja ára hækkar þessi tala upp í 69-72%. í könnun-
inni kom einnig fram að atvinnurekendur greiða í flestum
tilvikum kostnað vegna starfstengdrar endurmenntunar. At-
hyglisvert er að áhugi, löngun til að afla sér aukinnar þekk-
ingar og ásetningur að auka færni sína í núverandi starfi
hefur afgerandi áhrif á ákvörðun fólks að sækja námskeið.
Launahækkun og afþreying virðast hins vegar ekki hafa
mikil áhrif á námskeiðssókn.
Augljóst er að viðhorf til endurmenntunar er afar jákvætt
á meðal landsmanna sem er mikilvægt fyrir atvinnulífið.
Gott er að byggja á því í síharðnandi samkeppni.
Markaðsverðmæti Baugs hefur aukist um tæp
FBA og Kaupþings ákváðu að kaupa '
Vorum að
kaupa
rekstur,
arðsemi og-
sjóðstreymi
Markaðsverð Baugs hf. er 9.950 milljónir
króna miðað við gengið 9,95 sem ákveðið hef-
ur verið að gildi í útboðinu sem hefst á mánu-
y
dag. Pétur Gunnarsson ræddi við Bjarna Ar-
mannsson, forstjóra FBA, og Sigurð Einars-
son, forstjóra Kaupþings, um reynslu þeirra
af viðskiptunum, sem kölluð hafa verið
7
stærsta fyrirtækjasala Islandssögunnar.
Baugur hf.
Stærstu hluthafar 8. apríl
1 Reitangruppen A/S, Noregi
2 Compagnie Financiere, Lúxemb
3 Eignarhaldsfélagið Gaumur
4 Fjárfestingarbanki atvinnulífsin
5 Kaupþing hf.
6 Kaupþing hf., Lúxemborg
7 JóhannesJónsson
8 Jón Ásgeir Jóhannesson
9 Eignarhaldsfélagið Hof sf.
10 Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf.
11 Búnaðarbanki íslands hf.
12 JákupJacobsen
13 Baugurhf.
14 VÍB - sjóður 6
15 Hávöxtunarfélagið - sjóður 9
16 Kristfn Jóhannesdóttir
17 Tryggingamiðstöðin hf.
18 Hávöxtunarfélagið hf.
18 stærstu samtals_________
Aðrir hluthafar (23)
Uppbygging s
Bau
Hagkaup
Nýkaup
Aðfi
Starfsma
Þróuni
Upplýsin
Fjármá
Sigurður _ Bjarni
Einarsson Ármannsson
SALA til almennings á 10%
hlutafjár í Baugi hf., eiganda
Hagkaups, Nýkaups og Bón-
uss, hefst á mánudag á geng-
inu 9,95. Seld verða 4% af eignarhlut
Kaupþings hf., 4% af hlut FBA og 2%
af eign Hofsfjölskyldunnar.
Nafnverði þess sem boðið er út er
100 milljónir króna en heildarhlutafé I
Baugi er 1.000 milljónir króna. Morg-
unblaðið fékk staðfest í gær að hluta-
féð verður boðið til sölu á genginu 9,95
og söluverð á útboðinu því samtals 995
milljónir króna.
Miðað við það gengi er markaðs-
verðmæti Baugs nú um 9.950 milljónir
króna og samkvæmt því hefur mark-
aðsverðmæti fyrirtækisins aukist um
tæplega 2 milljarða króna á tæpu ári.
Það þótti djaiít teflt hjá Sigurði
Einarssyni, forstjóra Kaupþings, og
Bjama Ármannssyni, forstjóra FBA,
að ganga til viðskiptanna síðastliðið
sumar, en þau þóttu mikil tíðindi í við-
skiptalífínu. I tilefni útboðsins eftir
helgi ræddu Bjarni og Sigurður við
blaðamann um reynslu fyrirtækjanna
af markaðsvæðingu Baugs; þá áhættu,
sem tekin var í upphafi og þá niður-
stöðu sem nú blasir við þegar sala á
hlutabréfum til almennings er að hefj-
ast. Þeir fullyrða báðir að fyi’ii'tæki
sín hafi hagnast vel á þessari milli-
göngu.
Það verð sem FBA og Kaupþing
greiddu fyrir eignir Hofsfjölskyldunn-
ar, sem svara til 75% hlutar í Baugi,
var trúnaðarmál samkvæmt kaup-
samningi og fæst ekki gert opinbert.
Síðastliðið sumar var rætt um 8
milljarða króna kaupverð í viðskiptum
Hofs og FBA/Kaupþings
en samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins var raunin
sú að gengið 8 var notað í
viðskiptunum og kaupverð-
ið var því um 6 milljarðar
króna fyrir þann 75% hlut
sem þá skipti um hendur.
Á sínum tíma heyrðust
gagnrýnisraddir um að verðið væri of
hátt því ekki væri verið að kaupa nein-
ar fasteignir og ekkert annað en
rekstur fyi'htækjanna sjálfan.
Úrelt sjónarmið
Sigurður og Bjarni kannast báðir
við að hafa heyrt þessar gagnrýnis-
raddir. „Þetta er í huga okkar algjör-
lega úrelt sjónarmið," segir Sigurður.
„Við vorum hvorki að kaupa okkur
áhrif né fasteignir. Þegar við fórum
inn í svona fyrirtæki erum við að
kaupa reksturinn, arðsemina, sjóð-
streymið. Við tókum ákvörðun frá
byrjun um það að við ætluðum ekki að
reka matvörubúðir eða sérverslun og
við höfum aldrei skipt okkur af dag-
legum rekstri þessa fyrirtækis."
Bjarni tekur í sama streng. „Ég
held að hingað til hafi menn verið
bundnh' af þeirri hugmyndafræði að
fjái'festingum fylgi völd og áhrif til
einhvers annars en að ná fram fjár-
hagslegum ávinningi íyrir hluthafa.
Eg held að menn séu að átta sig á því
núna, þegar við erum að fara út úr
fyrirtækinu, að við komum þai’na inn í
ákveðnum tilgangi.
Markmið okkar er ekki að stunda
atvinnurekstur í öðrum atvinnugrein-
um en fjármálastai'fsemi. En það, að
koma með fjármagn til uppbyggingar
og stuðla að ákveðnu ferli, hvort sem
það er að koma fyrirtæki á markað
eða stuðla að samruna í
einstökum atvinnugreinum
til að tryggja hagræði eða
hagnað, er eitt af hlutverk-
um fjárfestingarbankans.
FBA er kannski fyrsti fjár-
festingarbankinn hér á
landi með burði til að ná
fram slíkum breytingum."
Á sínum tíma var rætt um sölu
Hagkaups, sem mestu fyrh'tækjasölu
Islandssögunnar. Hver er forsaga
málsins? Bjarni segir að hugmyndin
hafi komið frá Bónusfeðgum. FBA
hafi, fyrir þeirra tilstilli, skoðað mögu-
leika á því að gerast „brúunaraðili" við
markaðsvæðingu Hagkaups til að
gera Hofs-fjölskyldunni kleift að selja
sinn eignarhluta áður en fyrirtækið
færi á markað.
„Við fórum yfii' málið og Kaupþing
kom inn í myndina því þetta var gríð-
arlega mikil fjárfesting.
Það var sameiginleg niður-
staða okkai' að þetta ætti
að geta verið álitlegur
kostur. í framhaldi af því
hófust viðræður við Hofs-
fjölskylduna, fyrst fyrir
milligöngu Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, en síðan
milliliðalaust. Það varð
snemma ljóst að allt
stefndi í að aðilar næðu
saman,“ segir Bjarni.
„Samningaferlið var hins
vegar ekki auðvelt; það
tók mjög á einstakar per-
sónur en á endanum hafð-
ist þetta,“ segh' hann.
Sáum hagræði
í hugmyndafræðinni
- Hvað var það sem réð því að FBA
og Kaupþing töldu þátttöku í þessum
viðskiptum vænlegan kost?
„Við sáum hagræðið í þessum sam-
runa og þeirri hugmyndafræði, sem
verið vai’ að þróa varðandi sameigin-
leg, miðlæg aðföng, vörudreifingu og
lagerhald. Það, að ná þessari mark-
aðsstöðu, mundi skapa fyrirtækinu
sjóðstreymi, sem væri nægilega sterkt
til að standa undir því verði, sem við
töldum að seljandinn sætti sig við,“
sagði Bjarni.
„Við ætluðum okkur að græða pen-
inga á þessu, það vai' aldrei nein laun-
ung á því, en við höfðum tímabundnu
hlutverki að gegna til góðs fyrir aðra
hluthafa og til að geta veitt almenn-
ingi aðgang að fjárfestingu í félaginu."
Bjarni segir að vissulega megi segja
að tekin hafi verið áhætta með við-
skiptunum. „Við reyndum að standa
þannig að málum að áhættan væri
sem gegnsæjust og reyndum að meta
hana og reikna út eins og við best gát-
um. En auðvitað er óvissa í öllum hlut-
um. Það, sem var öðruvísi í þessum
viðskiptum, samanborið við önnur við-
skipti fjármálafyrirtækja, var að
þarna var þónokkur markaðsáhætta;
óvissa um hvernig markaðurinn tæki
við sér og hvort hann væri sammála
okkar mati á fyrirtækinu."
Bjarni segir að hingað til hafi menn
frekai' átt því að venjast að um sé að
ræða áhættu sem snertir mat á láns-
hæfni, þ.e. hættu á að menn tapi á
fjárfestingum vegna þess að lántak-
andinn geti ekki greitt. „Þarna er um
tvenns konar ólíka áhættu að ræða.
Ég held að gagnrýnin hafi beinst að
því að menn voru ekki vanir að sjá
Gengi í við-
skiptum
við Reitan-
gruppen o.fl.
8,2-8,55