Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 63 1» Botnlaus heimtufrekja eða sjálfsagi réttiæti? Frá Stellu Hrönn Jóhannsdóttur: Á ÍSLANDI er jafnrétti til náms lögbundið, en gífurlegur aðstöðu- munur fólks til þess að sækja þenn- an rétt sinn hefur skapað óréttlæti sem erfitt getur reynst að bæta úr. Hugsum okkur einstakling á landsbyggðinni sem hyggur á nám við HI. Hann reiknar með að vera svo heppinn að fínna ódýrt húsnæði og hefur hugsað sér að reka lítinn og sparneytinn bíl. Miði hann við þær tölur um lágmarks framfærslukostn- að einstaklings og rekstur bifreiðar sem Ibúðalánasjóður notar til út- reiknings á greiðslugetu til íbúða- kaupa lítur dæmið svona út: Húsaleiga: 25.000 kr. Hiti, raf- magn o.þ.h.: 10.000 kr. Bffl: 18.000 kr. Framfærsla: 28.000 kr. Kostnað- ur á mánuði: 81.000 kr. Lágmarks- kostnaður á ári: 972.000 kr. fyrir ut- an skólagjöld, bækur og blýanta. Einhver óþarfí? Gott og vel, selj- um bílinn og sækjum um á stúdenta- görðunum. Ferðakostnaður innan bæjai- og utan er alltaf til staðar og það komast ekki allir inn á stúdenta- garða, fyrir utan að þai- þarf líka að borga leigu og annan tilfallandi kostnað. Það er því sama hvernig þessi einstaklingur reiknar dæmið; full námslán, sem eru nú 62.300 krónur á mánuði, nægja honum tæp- lega til framfærslu, bffl eða ekki bffl, leiguíbúð eða ekki leiguíbúð! Þessi tiltekni einstaklingm’ er af efnalitlu verkafólki kominn sem ekki er vel í stakk búið til að styrkja hann til náms þótt viljann vanti ekki. Hann hefur því alla tíð unnið með sínu námi til að létta undir með fjölskyldunni. Hann er kominn langt fram yfir þau frítekjumörk sem LIN setur og þar af leiðandi á hann ekki rétt á nema örfá- um krónum í námslán. Hann verður því að halda áfram að vinna með skól- Spurningar til kirkjustjórn- arinnar Frá Gunnari Stefánssyni: SVO hefur virst á síðustu árum að þjóðkirkjan sé orðin svo hrædd við að vera talin gamaldags og íhaldssöm að hún sé tilbúin til að samþykkja ýmis- legt til að þóknast fólki. Þjónar kirkj- unnai’ vilja greinilega ógjaman and- æfa „frjálslyndum nútímasjónannið- um,“ sem svo heita í munni sumra, en hafa á máli kirkjunnar oft verið kennd við afhelgun (sekúlaríseringu). Þrjú dæmi skal ég nefna: I fyrsta lagi hafa mér fundist dauf viðbrögð kirkjunnar manna við því að ókristin ungmennafræðsla sé nefnd „borg- araleg ferming". Hvemig sem ann- ars ber að skilja það heiti skyldu menn ætla að kirkjulegt hugtak eins og ferming yi’ði ekki látið eftir til slíkra nota. Þetta er ekki sambæri- legt við „borgaralega giftingu", því að gifting er ekki kirkjulegt orð með sama hætti og ferming. I öðm lagi hafa prestar iðulega í seinni tíð staðið að hjónavígslum sem settar eru á svið eins og „uppákom- ur“, að því er virðist einungis til skemmtunar. Brúðhjón fyrir vestan létu þannig gefa sig saman um dag- inn rennandi sér í skíðabrekku. Var haft eftir brúðinni að þau hefðu beð- ið með það í tíu ár af því að þeim datt ekkert nógu sniðugt í hug í þessu efni! Sýnir þetta tilhlýðilega virðingu fyrir hjónavígslunni? I þriðja lagi bauðst læknir nokkur vestur á fjörðum til að taka að sér 5 prestsstarf. Ekki var því boði tekið en lækninum leyft að halda popp- messu um páskana og steig hann í stólinn með miklum tilburðum að því er sást í blöðum, íklaiddur prest- hempu. Ég hef hingað til haldið að samkvæmt kirkjureglum mættu ekki aðrir skrýðast slíkum búningi en vígðir menn. Er það misskilningur? Fróðlegt væri að kirkjustjórnin, og þá einkum prestur prestanna, biskup íslands, léti frá sér heyra um I þessi mál. GUNNAR STEFÁNSSON, Kvisthaga 16, Reykjavík. anum þó að hann viti að það leiði af sér minni tíma fyrir námið, hugsanlega veiri námsái-angui’ og félagslega ein- angnm, að ekki sé talað um að hann heldur áfram að vera útundan hjá LÍN. Á meðan hefur stór hluti náms- manna á höfuðborgarsvæðinu kost á því að búa við frítt fæði og húsnæði hjá foreldrum sínum, þeh hafa oft á tíðum rétt á mun hærri námslánum en þeir sem reyna að standa á eigin fótum, hafa þar af leiðandi mun meiri tíma til að sinna náminu og eni líklegri til að ná betri námsárangri. Oréttlætið er því ekki aðeins fólgið í gífui’legum kostnaði fyrir þá sem þurfa að sækja skóla utan sinnar heimabyggðai’, held- ur einnig í því að þeim sem em að reyna að vera sjálfbjarga (eða eiga þess ekki kost að vera á framfæri for- eldra sinna) og vinna fyrir sér er stöðugt refsað með því að þeim er neitað um aðstoð í formi námslána þegar þeii’ þurfa á henni að halda. Þetta óréttlæti hefur skapað ákveð- inn vítahring, því þegai’ ungt fólk á landsbyggðinni sér fram á að böm þess þurfi að ganga í gegnum sömu erfiðleika við að afla sér menntunar og mannsæmandi lífskjara þá hugsar það sig tvisvar um áður en það flytur aftur heim. Það leiðh aftm- til þess að atvinnulífið „heima“ verðm- sífellt ein- hæfara og þjónustan minni í réttu hlutfalli við fólksflutninga úi- hérað- inu. Sanngjarnh námsstyrkh gætu hjálpað við að snúa þessari þróun við. En hverjir eiga að fá styi’ki? Svarið er einfalt; allh sem bera verulegan kostnað af því að sækja nám utan sinnar heimabyggðar. Vegalengdh milli staða skipta í sjálfu sér litlu máli því kostnaðurinn við að leigja og sjá fyrir sér í öðm sveitarfélagi er sá sami hvort sem einstaklingurinn kemur fi’á Akranesi eða Egilsstöðum, en það sem þarf helst að skoða er fé- Iagsleg og fjárhagsleg staða þeirra sem um styrkina sækja, þannig að þeh sem búa við félags- og fjárhags- lega erfiðar aðstæður fái hærri styrki. Þá er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að hægt sé að misnota þessa styi’ki með einhverjum hætti, því ég veit dæmi þess að nemendur sem búa nánast við hliðina á þeim fi-amhalds- skóla sem þeh sækja, hafí flutt lög- heimili sitt til ættingja eða kunningja- fólks í öðram sveitarfélögum, til þess eins að fá svokallaðan dreifbýlisstyrk sem ætlaður er til þess að jafna ferða- kostnað nemenda úr dreifbýlinu. Fyrir mér er það réttlætismál að allir eigi þess kost að afla sér mennt- unar á jafnréttisgrundvelli, hvar á landinu sem þeir búa. Mai’gir náms- menn hafa borgað skatta og skyldur til þjóðfélagsins árum saman þannig að það er enginn að biðja um gjöf, heldur réttlæti og raunverulegt jafn- rétti til náms. STELLA HRÖNN JÓHANNSDÓTTIR, formaður Vakningar, félags ungs Sam- fylkingarfólks á Norðurlandi vestra. Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema Málefni elcflri borgara Kosningafundir í Reykjavík í dag kl. 17.30 mun SPlY^óttir þingmaður flytja erindi í Kosningamiðstöðinni, Skipholti 19. Allir velkomnir ÁRANGUR/ntALLA Sími: 562-6353. netfang: x99@xd.is Byggðastefna í borg Ráðstefna Reykjavíkurlistans um skipulagsmál höfuðborgarinnar laugardaginn 17. apríl kl. 13.00 - 16.30 í Norræna húsinu Dagskrá 13.00-13.15 Skráning fundarmanna 13.15-13.25 Ráðstefnan sett Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkur. Fyrri hluti 13.25 - 14.00 Reykjavík og höfuðborgarsvæðið - svæðisskipulag Hvert á borgin að vaxa? Þurfa öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að vaxa í takt? Höfuðborgin - landsbyggðin! Framsögumenn: Sigfús Jónsson, ráðgjafi og landfræðingur. Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður byggðaþróunarmála Þjóðhagsstofnunar. 14.00 -14.35 Umræður og fyrirspurnir Þátttakendur í pallborði auk framsögumanna: Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins. Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur. 14.35- 14.55 Kaffihlé Seinni hluti 14.55 -15.40 Miðborgin og þróunaráætlun Landfyllingar - umhverfismál. Sambýli flugs og byggðar. Áhrif landfyllinga á umhverfi og náttúrufar. Framsögumenn: Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri Reykjavíkur. Trausti Baldursson sviðsstjóri vistfræðisviðs Náttúruverndar ríkisins. Trausti Valsson skipulagsfræðingur og dósent við Háskóla (slands. 15.40 -16.15 Umræður og fyrirspurnir Þátttakendur í pallborði auk framsögumanna: Helgi Hjörvar borgarfulltrúi. Álfheiður Ingadóttir iíffræðingur. Guðrún Jónsdóttir arkitekt. 16.15 -16.35 Samantekt- ráðstefnuslit Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Ráðstefnustjóri: Sigrún Magnúsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans. Ráðstefnugjald 500 kr. Allir velkomnir REYKjAVÍKUR LISTINN -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.