Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
%
.4
I DAG
VELVAKAM»I
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sjálfstæðir
öryrkjar
ÞEGAR ég opnaði sjón-
varpið eitt kvöldið blasti
við mér myndarlegur ung-
ur sjálfstæðismaður sem
talaði þar með miklum eld-
móð. Hann var að lýsa því
hvursu mikið bætur ör-
yrkja hefðu hækkað í tíð
núverandi ríkisstjórnar.
Hann vildi kenna stjórn-
inni sem á undan hafði ver-
ið um bág kjör öryrkja í
dag, sú stjórn hefði skorið
niður. Eins var hann á
þeirri skoðun að við vær-
um ekki með verri bætur
en á hinum Norðurlöndun-
um ef ekki bara betri.
Þessi hækkun sem hann
talar um hefur ekki komið
í budduna mína. Ég er nú
ein af þessu fólki sem vog-
aði sér að missa heilsuna.
Þar sem ég hef enga
menntun og get ekkert
unnið, því ég þoli ekki
lengur að vinna líkamlega
erfiðisvinnu, verð ég að
framfleyta mér á lúsarbót-
um frá Tryggingastofnun
ríkisins. Ég hef ekki litið
glaðan dag lengi fyrir
áhyggjum af því hvernig í
ósköpunum ég eigi að
framfleyta mér. Ég veiti
mér ekkert af því sem öðr-
um þykir sjálfsagt, hef lítið
að borða og helming mán-
aðarins svelt ég. Ég er of
stolt til að fara að betla of-
an í mig og á hjá hjálpar-
stofnunum. Það ætti að
stórefla endurþjálfun og
menntun öryrkja. Við ör-
yrkjar viljum fá að lifa
með mannlegri reisn og
vera líka sjálfstætt fólk.
Ég vil að lokum segja við
þá sem stjórna Sjálfstæð-
isflokknum: Hættið að
reyna að klóra yfir og
standið með okkur og leið-
ið okkur til sjálfstæðis á
ný-
Oryrki.
Fyrirspurn
ÉG er með fyrirspurn til
forsvarsmanna Mono 87.7.
A stöðinni er þáttur með
Páli Oskari þar sem hann
ræðir oft um kynferðis-
mál. Geta stjórnendur
stöðvarinnar ekki ráðið
einhvern annan til að sjá
um kynfræðslu unglinga.
Þetta er svo sóðalegur
þáttur að það gengur yfir
allt.
Birgitta Aradóttir.
Hver gerir upp
húsgögn?
KONA hafði samband við
Velvakanda og er hún að
leita að einhverjum sem
getur gert upp gamalt
skatthol. Ef einhver tekur
að sér svoleiðis er hann
beðinn að hafa samband í
síma 554 5834.
Harmleikur
í vesturbæ
NU eru vorboðar okkar í
vesturbæ komnir eftir
langt og erfitt ferðalag og
söngur þrasta íyllir loftið
og léttir hoppa þeir um í
leit að efnivið í hreiður. En
Adam er ekki lengi í para-
dís. Þegar hingað er komið
bíða þeirra ótal erfiðleikar,
válynd veður og flema, en
síðast en ekki síst, her-
skari af köttum sem ekki
láta neitt stöðva sig í uppá-
haldsiðjunni, að útrýma
öllum ungum og fuglum og
eftir fáar vikur er allt orðið
hljótt aftur. Raddir vorsins
hafa þagnað enn á ný.
Leikurinn endurtekur sig
næsta vor en á meðan
stika hinir stríðöldu heim-
iliskettir sigrihrósandi um
í görðunum okkar.
Sonja.
Tapað/fundið
Gullhringur í óskilum
I óskilum er karlmannsgull-
hringur sem fannst á Selja-
vegi fyiir 2 vikum. Upplýs-
ingar í síma 696 6260.
Krakkahúfa týndist
í Kringlubíói
KRAKKAHÚFA týndist á
3-sýningu í Kringlubíói á
Pöddulífi. Húfan er milli-
blá með dökkbláum lama-
dýrum. Skilvís finnandi
hafi samband við Sigrúnu í
síma 551 2206.
Armband týndist
ÞYKK stálkeðja með
platta með árituninni
„Muggur" týndist við lög-
reglustöðina í Tryggva-
götu um páskana. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 565 0616.
SKAK
lim.vjón Margcir
Pétnrsson
Kxf7 19. Dh5+ - g6 20.
Dxh7+ - Kf6 21. Bd4+ -
Re5 22. Hxe5! - Hxe5 23.
Hel - De7 24. Bxe5+ -
Kf5 25. g4+ og svartur
gafst upp.
STAÐAN kom
upp á opna Metal-
is-mótinu í
Belisce í Króatíu í
mars. H. Stevic
(2.465) hafði hvítt
og átti leik gegn
D. Bubalovic
(2.355).
17. Rc4! - Rxc4
18. Bxf7+!!
(Miklu sterkara
en 18. Dxd5 - Be6
og hvitur vinnur
aðeins peð) 18. -
COSPER
Víkverji skrifar...
BRIDS
lliiisjón Arnór G.
Ragnarsson
Kröftugl vetrarstarf
hjá Bridsfélagi
Siglufjarðar
MÁNUDAGINN 5. apríl sl. lauk
3ja kvölda firmakeppni félagsins.
Að venju var þátttaka einstaklinga
góð, en félög, stofnanir og einstak-
lingar í atvinnurekstri hafa ætíð
sýnt Bridsfélagi Siglufjarðar mikla
velvild með þátttöku í þessari ár-
legu keppni sem jafnframt er helsta
fjársöfnun félagsins og hefur staðið
að nokkru undir öflugri starfsemi
þess um langt árabil. Að þessu sinni
voru þátttakendur í firmakeppninni
60. Stjórn Bridsfélags Sigluíjarðar
vill nota tækifærið og koma á fram:
færi bestu þökkum fyrir stuðning. I
verðlaun fá þrjú efstu fu-mun veg-
lega skildi til eignar, auk þess sem
keppt er um farandbikar sem gef-
inn var af Neta- og veiðarfæragerð-
inni ehf. Keppnin var spiluð í tví-
menningsformi með þátttöku 20
para, þar sem hvert par spilaði fyrir
þrjú firmu á kvöldi. Eftir hvert
kvöld fór fram nýr útdráttur.
Eftir harða og spennandi keppni
stóð Skipaafgreiðslan ehf. uppi sem
sigurvegari með alls 421 stig. Spil-
arar: Anton - Bogi, Rögnvaldur -
Sigfús, Anton- Bogi. I öðru sæti
varð Bólsturgerðin (Haukur Jónas-
son) með 406 stig, spilarar: Ingvar -
Jón, Öm - Guðlaug, Anton - Bogi.
3ja sæta hreppti Leifsbakarí sf.
sem hlaut 404 stig, spilarar: Anton -
Bogi, María - Jón Iíort, Ólafur -
Björk.
í íjórða sæti varð Pólar ehf. með
389 stig og í 5. Sjóvá-AImennar hf.
með 371 stig. Jafnframt var spilað-
ur 3ja kvölda tvímenningur sem
lauk með öruggum sigri þeirra
bræðra Antons og Boga Sigur-
bjömssonar sem hlutu 428 stig.
Röð næstu para var þessi:
Ólafur Jónsson - Björk Jónsdóttir 387
Ingvar Jónsson - Jón Sigurbjömsson 386
Gottskálk Rögnvaldsson - Reynir Árnason 379
Þorsteinn Jóhannss. - Stefán Benediktss. 364
Örn Þórarinsson - Guðlaug Márusdóttir 349
Bridsfélag Hafnaríjarðar
Aldrei fór það svo að Stefánsmót-
ið yrði ekki spennandi þrátt fyrir
risaskor Jóns N. Gíslasonar og Snj-
ólfs Ólafssonar fyrsta kvöldið. I síð-
ustu 5 umferðunum, sem spilaðar
voru mánudaginn 12. apríl, gerðist
nefnilega það að Ásgeir Ásbjöms-
son og Dröfn Guðmundsdóttir, sem
fyrir þessar umferðir áttu aðeins 5 í
plús, skoraðu látlaust, meðan Jón
og Snjólfur tóku út hverja mínús-
setuna á fætur annarri og að
leikslokum skildu 5 stig.
Skor kvöldsins:
Ásgeir Ásbjömss. - Dröfn Guðmundsd. + 53
Júlíana Gísladóttir - Jón Gíslason +21
Guðmundur Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss.+19
Kristinn Kristinss. - Þorsteinn Kristmundss. +15
Lokastaðan:
Jón N. Gíslason - Snjólfur Ólafsson +65
Ásgeir Ásbjörnss. - Dröfn Guðmundsd. +60
Gunnlaugur Óskarss. - Þórarinn Sófuss. +42
Kristinn Kristinss. - Þorsteinn Kristmundss. +24
Og þrátt fyrir allt verða það þeir
Jón og Snjólfur, sem varðveita hinn
glæsilega farandbikar, sem gefinn
var af Sigtryggi Sigurðssyni mál-
arameistara, til næsta árs.
Síðasta keppni starfsársins hefst
svo mánudaginn 19. apríl, en það
verður þriggja kvölda Mitchell-tví-
menningur.
Suðurlandsmót í tvímenningi
um aðra helgi
Suðurlandsmót í tvímenningi fer
fram á Hótel Eddu á Flúðum í
Hrunamannahreppi, laugardaginn
24. apríl 1999. Áætlaður spilatími er
frá kl. 10 fh. til kl. 19.00.
Efsta sætið gefur rétt til þátttöku
á Islandsmóti í tvímenningi í haust.
Þetta er opið mót eins og öll önnur
svæðamót. Við hvetjum bridsmenn
að fjölmenna á þetta mót og taka
þátt í skemmtilegi'i keppni.
Ýmis tilboð eru frá hótelinu, bæði
ef fólk vill gista eða borða, en sími
hótelsins er 486-663o. Þeir sem ætla
að taka þátt í mótinu, tilkynni þátt-
töku sína í síðasta lagi 23. apríl til
neðangreindra aðila: Sigfúsar Þórð-
arsonar sími 482-1406 Helga G.
Helgasonar sími 482-2447 Magneu
Bergvinsdóttur sími 481-3188/481-
2945 eða Bridgesambands Islands,
sími 587-9360.
Reykjanesmót í tvímenningi
Reykjanesmótið í tvímenningi,
sem jafnframt er undankeppni Is-
landsmóts, verður spilað að Mána-
grand við Sandgerðisveg laugar-
daginn 24. apríl nk. og hefst spila-
mennskan kl. 10. Sigurvegarar
mótsins hampa titlinum Reykja-
nesmeistari í tvímenningi 1999 en
jafnframt vinna þeir sér rétt til
þátttöku í úrslitakeppni íslands-
mótsins, sem fram fer í haust.
Þátttökugjald er 3000 krónur á
parið. Skráning er hjá Sigurjóni í
síma 565-1845 éða Kjartani í síma
421-2287.
Bridsfélagið Muninn Sandgerði
Miðvikudaginn 7. apríl lauk 1. um-
ferð af fjórum í aðalsveitakeppni fé-
lagsins og er staða efstu sveita
þessi:
Garðars Garðarssonar 25
Karls G. Karlssonar 25
Karls Einarssonar 21
í annarri umferð spila eftirtaldar
sveitir:
Garðar Garðarsson - Karl G. Karlsson
Karl Einarsson - Amar Arngrímsson
Jón Erlingsson EHF - Þröstur Þorláksson
Kristján Kristjánsson - Ævar Jónsson
Bridsfélag Hreyfíls
Sl. mánudag var spilaður eins
kvölds vortvímenningur með þátt-
töku 27 para. Félagarnir Jón Sig-
tryggsson og Skafti Björnsson sigr-
uðu nokkuð örugglega, fengu skor-
ina 353 en meðalskor var 264.
Næstu pör:
Örn Friðfinnss. - Sigurbjöm Ragnarss. 324
Sigurðúr ólafsson - Flosi ólafsson 316
Þórður Bjömsson - Óli G. Jónsson 311
Guðlaugur Nielsen - Anna G. Nielsen 310
Næsta mánudag verður spilður
einmenningur en það er jafnframt
firmakeppni félagsins.
SÍMASKRÁ Landssíma íslands
á Netinu hefur ekki verið tiltæk
símnotendum undanfarið, nema
endram og eins. Hún virðist vera
afskaplega hvikul og detta út og inn
án þess að unnt sé að lesa nokkra
skýringu á þessum truflunum, þeg-
ar hún dettur inn. Þetta er anzi
óþægilegt, því að símaskráin á Net-
inu er bæði þörf og nauðsynleg
fólki, sem vill finna símanúmer, en
eins og kunnugt er, er prentaða
símaskráin að verða um það bil árs-
gömul. Það er því mikið af upplýs-
ingum í hinni prentuðu, sem þegar
eru orðnar úreltar, en tölvuskráin
er eða á að vera með nýjustu og
beztu upplýsingum.
Það ætti að vera keppikefli
Landssíma íslands hf. að reyna að
hafa þessa símaskrá eins fullkomna
og frekast er unnt. Það virðist hins
vegar á stundum vera þannig að
ekki sé nægilega fylgzt með henni
og hvernig hún kemur út. Sem
dæmi má nefna að Rauði krossinn
kemur upp, þegar ekki finnast um-
beðnar upplýsingar og lengi vel
vora þær upplýsingar, sem um
Rauða krossinn voru í skránni rang-
ar. Hann hafði flutzt á nýjan stað í
borginni, en gamla heimilisfangið
fékk að lifa í skránni allt of lengi.
XXX
OG ÚR því að minnst er á Rauða
kross íslands, þá má rétt
minna á gott framtak hans, sem er
söfnun fyrir bágstadda flóttamenn
frá Kosovo, sem flúið hafa grimmd
og yfirgang granna sinna, Serbanna
úr norðri. Nú geta Islendingar
keypt í Hagkaupi í Skeifunni sér-
staka matarpakka fyrir flóttafólkið
og kostar pakkinn aðeins 600 krón-
ur. I honum er matur, sem nemur
20.000 hitaeiningum, sem ætti að
nægja einum einstaklingi til lífsvið-
urværis í hálfan mánuð. Andvirði
pakkans er ekki mikið, rétt tæpir
tveir vindlingapakkar, en þrátt fyrir
það getur þessi fjárhæð satt hungr-
aðan flóttamann og gert honum
kleift að draga fram lífið í heldur
óskemmtilegri dvöl í flóttamanna-
búðum nágrannahéraðanna við
Kosovo.
xxx
AÐ ER annars ótrúlegt á næst-
síðasta ári þessai'ar aldar, 1999,
að upp skuli koma styrjaldarástand
í Evrópu. Öldin sem er að líða mun
vera einhver mannskæðasta öld
mannkynssögunnar, því að á henni
hafa þjóðir Evrópu þurft að þola
tvær heimsstyrjaldir, hina fyrri,
sem upphófst raunar á svipuðum
slóðum og hemaðarátök eiga sér nú
stað. Hún stóð frá 1914 til 1918 og
hin síðari, sem stóð frá 1939 til
1945, sem háð var milli Þýzkalands
og vesturveldanna og lauk rétt fyrir
miðja öldina.
í fýrri heimsstyrjöldinni er áætl-
að að 37 milljónir hermanna hafi far-
izt og 10 milljónir almennra borgara
eða samtals 47 milljónir manna.
í hinni síðari var mannskaðinn
enn meiri, enda átökin ekki ein-
skorðuð við Evrópu. Sex milljónum
gyðinga var útrýmt, en þær þjóðir,
sem liðu mest mannfall voru Sovét-
ríkin, því að um 20 milljónir manna,
bæði hermenn og almennir borgar-
ar féllu, auk þess sem stórir hópar
rússneskra stríðsfanga sultu til
dauða í þýzkum fangabúðum. Pól-
land missti um fimmtung af al-
mennum borguram landsins. Al-
mennir borgarar bandamanna, sem
féllu voru 44 milljónir og öxulveldin
svokölluðu misstu 11 milljónir.
Hernaðarlegt mannfall beggja aðila
var um 19 milljónir manna og í
styrjöldinni við Japani féllu 6 millj-
ónir manna og eru þar meðtaldir
stríðsfangar Japana í fangabúðum í
Burma og víðar. Aðeins Bandaríkin
sluppu við mannfall almennra borg-
ara. Bandaríkin misstu þó tæplega
300 þúsund manns í stríðsátökum
og rúmlega 115 þúsund manns af
ástæðum tengdum styrjöldinni. Þá
eru ótaldar þær milljónir pólitískra
fanga, sem dóu í fangabúðum,
gúlaginu, í Sovétríkjunum á valda-
tíma Stalíns.
Það er því ljóst, að þrátt fyrir gíf-
urlegar mannfórnir á þessari öld
virðist svo sem mannskepnan hafi
lítið sem ekkert lært af reynslunni.
Þótt harðstjórar aldarinnar séu for-
dæmdir af sögunni skjóta litlir
Hitlerar og Stalínar enn upp kollin-
um og fara hamföram í drápsfýsn
sinni og grimmd.
Kosovo
- reikningur Hjálparstarfs
kirkjunnar er:
Í150Á26 - 27
Spron Skólavörðustíg
Leggjum flóttafólkinu frá Kosovo lið
hjálparstarf
^QTj kirkjunnar
sími 562 4400