Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjálparstarf Rauða kross fslands vegna Kosovo Söfnun nálgast 14 milljónir ALMENNINGUR, ríkisstjórnin og Rauði kross íslands hafa þegar lagt fram um 14 milljónir króna vegna neyðar fólksins sem þurft hefur að flýja heimili sín vegna átakanna í Kosovo í Júgóslavíu. Þar af hafa ríflega tvær milljónir króna komið inn á söfnunarreikn- ing félagsins, ríkisstjórnin hefur lagt fram fimm milljónir, Rauði kross Islands þrjár milljónir og deildir félagsins um fjórar milljónir króna. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands samþykkti í fyrra- kvöld að leggja fram þrjár milljón- ir vegna hjálparstarfsins. í fréttatilkynningu segir að ljóst sé að neyð fólksins sem orðið hefur fyrir barðinu á átökunum sé mikil og þöif verði fyrir víðtækt hjálpar- starf um talsvert skeið. Því hafi Al- þjóða Rauði krossinn farið fram á stuðning upp á 7,3 milljarða króna til þess að sinna hjálparstarfi í Jú- góslavíu, Makedóníu og Albaníu á næstu sex mánuðum. Rauði kross Islands hefur þegar sent einn starfsmann til starfa í Al- baníu og er haft eftir Sigrúnu Amadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross íslands, sem heim- sótti neyðarsvæðin í síðustu viku, að verið sé að kanna möguleika á að senda fleiri starfsmenn út. Það skýrist á næstu dögum. Tekið er við framlögum frá al- menningi á söfnunarreikningnum í SPRON, 1151-26-12. Einnig er minnt á gíróseðla í bönkum og sparisjóðum og jafnframt er tekið við framlögum í síma 570 4000 á skrifstofutíma. .3- kun i fullkomnu Lavamat 74620 Þvottahæfni „A“ Þeytivinduafköst „B“ Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu Víndingarhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín afgangsraki 50% Mjög hljóðlát Ytra byrði hljóðeinangraö Klukka: Sýnir hvað þvottakerfin teka langan tíma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt að 19 tíma fram í tímann Öll hugsnaieg þvottakerfi 803 BRÆÐURNIR 33 ORMSSON HF Lágmúla 8 • Sími 5332800 Umboðsmenn um allt land! Heimsending innifaiin í verði. Sameining sveitarfélaga Lýkur ekki án lagasetningar MIKIL umræða hefur verið um sameiningu sveitarfélaga á undan- förnum árum og hefur sveitarfélögum landsins fækkað umtalsvert. Grét- ar Þór Eyþórsson stjórn- málafræðingur sem unnið hefur að rannsókn á mál- inu hefur þó enga trú á því að þróuninni ljúki með því að öll sveitarfé- lög verði í stakk búin til að veita íbúunum viðun- andi þjónustu nema sam- eining sveitarfélaga verði þvinguð fram með laga- setningu. Skipting íslands í sveitarfélög er hið ís- lenska heiti doktorsrit- gerðar Grétars. Hann varði rit- gerðina við háskólann í Gauta- borg í janúar síðastliðnum. Dokt- orsritgerðin skiptist í tvær meg- inathuganir. I fyrri hlutanum er greining og kortlagning á laga- setningu sem tengist sameining- armálum með beinum og óbein- um hætti allt frá árinu 1943. Síð- ari hlutinn er greining á viðhorf- um kjósenda og sveitarstjórnar- manna. - Hvers vegna hefur ekki enn þá komið til allsherjarsameining- ar? „Lagasetning hefur aldrei megnað að hafa teljandi áhrif á skiptingu landsins í sveitarfélög, jafnvel þótt það hafi verið mark- mið hennar. Astæðan er sterk andstaða í sveitarfélögunum sem hefur leitt til þess að aldrei hefur myndast vilji á Alþingi til að fi’amkvæma verkið með valdboði. Alþingismenn hafa ekki treyst sér til að vinna að máhnu öðruvísi en með frjálsum samningum sveitarfélaganna. Sterkt frum- kvæði að lagasetningu kom fyrst fram af hálfu ríkisvaldsins þegar Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hóf það ferli sem leiddi til atkvæðagreiðslna í 185 sveitarfélögum árið 1993.“ - Sameiningnrkosningin 1993 var umdeild. „Þótt flestar sameiningarhug- myndirnar hafi verið felldar hófst umræðan um sameiningu sveitarfélaga fyrir alvöru í að- draganda atkvæðagreiðslunnar og það hefur leitt til þeirrar þró- unar í sameiningu sveitarfélaga sem síðan hefur orðið. Ég er ekki einn um þá skoðun að ástæðan fyrir því að svo margir sögðu nei sé sú að hugmyndin kom frá ráðuneytinu. Síðan hef- ur frumkvæðið komið frá heima- mönnum. Það er einmitt eitt af skilyrðum frjálsrar sameiningar að hugmyndirnar komi að neð- an, úr grasrótinni, en ekki að of- orl ll ►Grétar Þór Eyþórsson er fædd- ur í Reykjavík árið 1959. Hann lærði múraraiðn og nam síðan sljómmálafræði við Háskóla Is- lands. Hann stundaði framhalds- nám við háskólann í Gautaborg og lauk doktorsprófi f janúar síð- astliðnum. Grétar Þór er verk- efnisstjóri gæðasljórnunar í fé- lagsþjónustu á Norðurlöndunum, hjá NOPUS sem er samnorrænt verkefni um þróun félagslegrar þjónustu. Sambýliskona hans er Lára Ósk Garðarsdóttir skrifstofu- maður og eiga þau þijú börn. armanna og almennra kjósenda. Ef eigið sveitarfélag er hlutfalls- lega stórt í því nýja og líkur til að það verði í lykil- eða miðstöðvar- hlutverki þar, eru menn fremur jákvæðir en að sama skapi nei- kvæðir ef sveitarfélag þeirra er hlutfallslega lítið og hætta á að það „hverfi" í hinu nýja. Fjármálin eru einnig sterkur skýringarþáttur. Þau verður einnig að skoða í ljósi fjárhags- stöðu annarra sveitarfélaga á sameiningarsvæðinu. Sé fjár- hagsstaða eigin sveitarfélags góð í samanburði við önnur á samein- ingarsvæðinu er viðhorfið fremur neikvætt en sé hún verri er við- horfið jákvæðara. Meðal sveitarstjórnarmanna voru kannaðir aðrir þættir sem kynnu að hafa áhrif á viðhorf þeirra, eins og til dæmis holl- ustubönd við sveitarfélag, staðar- hyggja, hvort viðkomandi var embættismaður eða kjörinn full- trúi, íbúaþróun og fleira. Skemmst er frá því að segja að þessir þættir virðast vega mjög létt í huga sveitarstjórnarmanna þegar þeir taka afstöðu til sam- einingar. Þó kom í ljós nokkur fylgni milli vilja til sameiningar og áhuga manna á að sveitafélög taki við auknum verkefnum frá ríkisvaldinu enda eru stærri og sterkari sveitarfélög forsenda Við undirbúning doktorsritgerðar sinn- ar gerði Grétar Þór skoðanakönnun meðal sveitarstj ói-narmanna og greiningu á úrslit- um atkvæðagreiðslunnar Hræddir við að hverfa í nýju sveitarfélagi árið 1993. Skoðanakönnunin var gerð á fyrri helmingi ársins 1994 og fengust svör frá 310 sveitar- stjórnarmönnum. - Af hverju voru sameiningar- hugmyndirnar felldar? „Væntanleg staða eigin sveit- arfélags í því sveitarfélagi sem lagt er til að verði myndað er veigamesti skýringarþátturinn í afstöðu fólks, bæði sveitai-stjórn- þess.“ - Telur þú að markmiðin náist með þeim aðferðum sem _________ nú er beitt? „Jafnvel þótt mörg sveitarfélög hafi sameinast að undanförnu með frjálsum samn- ingum tel ég að margt í niður- stöðum rannsóknar minnar bendi til þess að hræðsla íbúa og sveit- arstjórnarmanna við að hverfa í nýju sveitarfélagi og andstaða vegna mismunandi fjárhagsstöðu hindri að alger uppstokkun á skiptingu landsins í sveitarfélög eigi sér stað án valdboðs frá rík- inu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.