Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KAROLINA KRISTIN BJÖRNSDÓTTIR saman. Þarna gátum við legið tímun- um saman, bara við tvær, þangað til mamma kom og sótti okkur í morg- unmat. Það er nú samt ekki eina minning mín um hana, langt í frá, því að við áttum margar góðar stundir saman. Þegar ég var í pössun hjá henni fór hún með mig í langa göngutúra um Hafnarfjörð þar sem hún sýndi mér alla álfhólana og merkilegu staðina. Þá gáfum við líka alltaf fuglunum, tíndum ber og unn- um í kartöflugarðinum og prjónuð- um jafnvel eitthvað fallegt. Þegar við voram búnar fóram við svo inn í eld- hús og fengum okkur kandís, en amma átti alltaf til kandís. Eg held að hún amma mín hafi verið besta amma sem ég hefði get- að átt. Hún kenndi mér svo margt. Eg vona bara að hún hafí gert sér grein fyrir því hversu mikið okkur þótti vænt um hana og hversu mikið mark hún setti á líf okkar allra. Með þökk fyrir allt, elsku amma mín. Jóna Björk Gísladóttir. + Karólína Kristín Björnsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 22. nóvember 1919. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 29. mars síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 8. aprfl. Nú er hún amma mín farin á betri stað og eft- ir situr fullt af minning- um um hana, góðum minningum, sem ég mun halda sem fastast í. Kærasta minning mín um hana er samt án efa „morgnamir okkar“, en hún var vön að koma og sofa heima hjá okkur reglulega og þá áttum við okkar stundir sam- an. Eg hlakkaði alltaf óskaplega mikið til þeirra, en þá vaknaði ég fyrir allar aldir á morgnana og skreið upp í til hennar. Þar kúrði ég hjá henni þangað tfl hún vaknaði og tók þá sögustundin við. Hún kunni alltaf fullt af skemmtilegum sögum, sögum af prakkarastrikum mömmu þegar hún var lítfl, biblíusögum, þjóðsögum, ævin- týram o.fl. Einnig kunni hún ara- grúa af vísum og söngvum sem hún kenndi mér og við sungum síðan HULDA VALDIMARSDÓTTIR RITCHIE + Hulda Valdi- marsdóttir Ritchie fæddist í Hnífsdal við ísa- fjarðardjúp 22. des- ember 1917. Hún lést á Landspítalan- um 26. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 31. mars. Þú sagðir mér með bros á vör að þú ætlað- ir að lifa fram að hinum og þessum atburði hvort sem það var útskrift, barna- barnabarn eða tiltekinn aldur. Ég sussaði á þig brosandi en sá ekki fram á að þú myndir nokkum tím- ann fara héðan. Þú varst nefnilega alltaf svo lifandi þrátt fyrir að ein- hver gleymdi að segja líkamanum það. Það ríkti alltaf mikil gleði á heim- ili ykkar afa á Víðimelnum og fyrir lítinn krakka var það oft eins og paradís á jörð. Þama voru leikföng, góðgæti, píanó til að glamra á með ömmu, og afi til að teikna með. Jólin voru draumi líkust og alltaf fékk maður nóg af gjöfum. Þið fenguð aldrei nóg af barnabörnunum og oft þurfti mörg hopp á húsgögnunum til að þið rækjuð okkur af þeim. Þú hafðir alltaf mikla trú á góðri menntun og gegnum allt mitt fram- haldsnám fylgdistu vel með og hvattir mig. Alltaf gat maður komið heim til þín og fengið að læra. Eitt sinn er ég var í basli með stærð- fræðina þá var hóað í einkakennara. Afram skyldi hann. Ég á margt þér að þakka, amma mín, þú þreyttist aldrei á að gleðja fólk í kringum þig og vildir ekkert fá í staðinn. Fólk sem hafði hitt þig í fyrsta sinn smitaðist af gleði þinni og mannlegum áhuga og oft heyrði maður sem krakki: „Þú átt frábæra ömmu!“ „Þú átt frábæra ömmu!“ Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhrínginn. www.utfararstofa.ehf.is/ Allir sem þig þekktu vilja vera eins og þú þegar þeir eldast. Manstu eftir „War of the Worlds“-kassett- unni sem þú áttir? Við gerðum alla aðra vit- lausa með þessu tón- verki. Eða „delicious“- namminu okkar? Þú fannst alltaf svona smá „ritual" (þrátt fyrir mikinn áhuga á ís- lenskri tungu og mál- vemd mátti ég alltaf nota slettur þegar ég talaði við þig) fyrir hvern og einn. Síðustu árin var „ritualið" fyrir þig, mig og Halldóra að panta pizzu eða kjúkling um helgar og áttum við þá margar ánægjulegar stundir. Við munum aldrei gleyma þér. Steinar og Ilalldóra. Fyrirmynd mín, ó, hvað ég á eft- ir að sakna þín, elsku amma. Hvað er ég án þín? Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert, en þú fórst alltof snemma, það var svo margt sem ég átti eftir að segja þér og gera fyrir þig. Hver á að ala mig upp og segja mér fyrir verkum? Fyrir hvern á ég að baka núna? Hver ætlar að gefa mér kort með rósum á afmælisdaginn minn? Hvern á ég nú að naglalakka? Þeg- ar enginn annar var til staðar gat ég verið viss um hvar þig var að finna, ef ég þurfti að tala um eitt- hvað eða bulla á dönsku. Við systkinin getum sagt að þú hafir verið okkur meira sem auka- mamma en amma. Tvær yndislegar mömmur. Mamma tók upp alla góðu punktana frá þér, því þið eig- ið það sameiginlegt að gefa ykkur tíma til að hlusta á það sem aðrir hafa að segja, gefa ráð og vona að farið sé eftir þeim. Þú gerðir allt sem þú gast til að hjálpa okkur í gegnum erfíða tíma og tókst þátt í gleði okkar og ég veit að þú heldur því áfram. Tónlistin heldur áfram að hljóma, og þegar ég heyri í Scott Joplin mun ég hugsa til þín og afa og vita að þið eruð loks sam- GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 æða flísar f^jiyæða parket óð verð i^yóð þjónusta an eftir langa bið, rétt eins og þú talaðir oft um. Hafðu það gott, elsku amma mín. Rósa. Hún var óvenju útskeif kona. Fyrir ekki alls löngu í algerum þurraþræsingi við JL-húsið, vestast í Vesturbænum, sé ég á bak konu. Hún er nokkuð stíf í göngulagi enda af léttasta skeiði en óvenju útskeif. Þar fer hún Hulda, hugsaði ég með mér. Ég var glöð og langaði til að stríða henni. Nú ert þú farin, Hulda mín. Ég sé á bak þér. Óhrædd, glað- beitt og vongóð heldur þú á vit þess sem koma skal. Þú varst mamma hennar Normu vinkonu og þú varst alltaf skemmtileg og þú varst alltaf góð. Ég veit núna að þetta góða var örlæti þitt. Nú ertu farin og ekki hægt að stríða þér meir og þó: Hún var óvenju útskeif kona ... Ég heyri vel dillandi hlátur þinn en ég heyri ekki alveg hverju þú svarar. Þakka þér samfylgdina, elsku Hulda. Þuríður. Við hittum Huldu fyrst á gistihúsi á Austfjörðum fyrir tuttugu og fímm árum. í kvöldmat voru pylsur og kartöflur og sætsúpa. Við höfð- um aldrei séð sætsúpu og við héld- um að þetta væri sósa svo við hellt- um henni yfír pylsurnar. Hjón á næsta borði hlógu og við sögðum þeim á ensku: „Allt í lagi, segið okk- ur hvað við eigum að gera við þetta!“ Og við byrjuðum að tala saman. Við höfðum fengið síðasta herbergið í gistihúsinu þannig að hjónin Hulda og Sam þurftu að keyra burtu í þoku og rigningu, en engu að síður bauð Hulda okkur heim til Reykjavíkur. Þegar við komum til Reykjavíkur var veðrið leiðinlegt og við ákváðum að heimsækja þetta indæla fólk. Oft bjóða menn sem eru í fríi fólki heim án þess að meina það, en við vorum ákaflega velkomin, og við urðum vinir upp frá því. Alltaf tók Hulda móti okkur á þegar við komum til Reykjavíkur og aldrei var farið að hátta fyrr en klukkan þrjú. Þegar Hulda varð áttræð kom hún til Skotlands til að halda upp á það. Á nýársnótt - Hogmanay - fór hún út í göngutúr til að heilsa upp á nágranna okkar - „first foot“ að skoskum sið. Hún hafði þvílíkt þrek að við sem vorum nær 20 árum yngri gátum ekki haldið í við hana. Við erum stolt af því að hafa þekkt hana. Þótt hún væri fullkominn ís- lendingur var hún líka í sálinni hálfs- kosk. Við söknum hennar mikið. Martin og Wendy Axford, Skotlandi. Blómabúðin öa^ðskom v/ FossvogskÍÉkju^aÉð Sími: 554 0500 IÐUNN GEIRDAL + Iðunn Eyfríður Steinólfsdóttir Geirdal fæddist í Grímsey 18. desem- ber 1916. Hún lést á Landspítalanum 22. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hjalla- kirkju í Kópavogi 30. mars. Mig langar til að kveðja frænku mína með nokkrum orðum. Iðunn var fædd í Grímsey, dóttir hjón- anna Steinólfs E. Geirdal kaup- manns og kennara og Hólmfríðar Sigurgeirsdóttur ljósmóður. Hún ólst upp í Grimsey í stóram systk- inahópi, en börnin urðu alls átta er upp komust. Á stöðum eins og í Grímsey verða börnin fljótt þátt- takendur í atvinnulífinu, jöfnum höndum heyskap sem fiskvinnu. I eyjunni er og var lífið fískur og fugl. Mikil vinna fylgdi sumrinu og allir uðra að hjálpast að, ungir sem aldnir, enda sumarið oft stutt þá loksins það kom. Víst vora veturnir langir, dimm- ir, stórviðrasamir og kaldir og löng var biðin eftir vorinu er kom til að þíða lítil hjörtu er svo lengi höfðu beðið. Og þó að komið væri vor gat bragðið svo við að landsins forni fjandi, hafísinn, birtist með sínum nístingskulda og hel- reyk og fór þá oft lítið fyrir vorinu. En þar sem skammdegið er svartast er vomóttin björtust. Og sumrin gátu verið unaðsleg. Grímseyjarsundið ið- andi af lífi, spegilslétt. Sfldarflotinn og vað- andi síld uppi í land- steinum. Og er sólin var að setjast við hið ysta haf og sló sínum purpuralit á láð og lög var fegurðin oft töfr- andi og verður vart með orðum lýst. Á slíkum stundum er almættið svo nálægt. En eftir því sem einangranin er meiri er útþráin sterkari. Fjar- lægðin gerir fjöllin blá og óneitan- lega heilluðu hin bláu fjöll og að baki þeirra biðu ævintýrin en þau þurfti að leita uppi. Og smátt og smátt fækkaði í heimaranni. Eins og ungarnir í björgunum á haustin urðu að yfirgefa hreiðrin sín til að leita sér fanga, þá varð líka unga fólkið að fara að leita sér að vinnu á nýjum slóðum. Iðunn fór í land og var á Akra- nesi um tíma. Þar kynntist hún fyrri manni sínum, Þórði Ásgeirs- syni lögreglumanni. Þau eignuðust tvo syni, Steinar og Elfar. Þau skildu. Seinni maður Iðunnar var Sverr- ir Elíasson bankafulltrúi og eign- HALLDÓR GUNNARSSON + Halldór Gunn- arsson frá Ein- arsstöðum fæddist á Einarsstöðum 21. maí 1918. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 25. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gunnar Sigurðsson, f. á Bjarnastöðum 1. janúar 1883, d. 3. júlí 1973, og Sigur- laug Halldórsdóttir, f. á Einarsstöðum 25. febrúar 1884, d. 15. júlí 1942. Halldór kvæntist Stefaníu Jónönnu Ingimarsdóttur frá Siglufirði 21. maí 1942. Börn Mig langar að minnast stjúpa míns með nokkrum orðum. Tæp 57 ár era síðan ég sá hann fyrst. Ég kom í Einarsstaði rétt orðinn fjög- urra ára gamall. Þá voru þau mamma nýgift. Ég man svo vel eftir þessum degi vegna þess að allt var svo skritið, og allt í einu átti ég pabba. Fjögurra ára snáði var ekki alveg tilbúinn að meðtaka þetta allt saman, en úr rættist og ég fór að kalla hann pabba. Ekki efa ég að ég hafi reynt á þolrifm í honum fyrstu árin. Én virðing mín fyrir honum óx með hverju ári fram á síðasta dag. Pabbi var vinnuþjarkur mikill og mjög eftir- sóttur til vinnu. Vil ég segja að hann hafi ekki kunnað sér hóf á því sviði. Hann hafði mikið skap en var undir niðri viðkvæmur og mildur. Hann kenndi mér snemma að vinna og ég man hvað hann lagði mikið upp úr því að hagræða og vinna verkið eins létt og hægt var. Annað brýndi hann sérstak- lega fyrir mér, en það var stund- vísi. Það stimplaði hann svo inn hjá mér að ef ég mæti ekki á rétt- um tíma þá er ég lengi að jafna mig á því. I minningunni um pabba er svo margt sem kemur upp í hugann. Ég man hann sitja á hestasláttu- þeirra eru: Sigur- laug, f. 1. júlí 1943, María Lilja, f. 27. des. 1945, Hólm- fríður Gunnþóra, f. 17. júlí 1951, og Ingunn Sigurða, f. 8. sept. 1959, d. 16. nóv. 1975. Sonur Stefaníu er Brynjar Þ. Halldórsson, f. 14. maí 1938. Einnig ólu þau upp bróðurson Hall- dórs, Gunnar Sig- urðsson, f. 25. ágúst 1942. títför Halldórs fór fram frá Höfðakapellu á Akureyri 25. mars. vélinni daga og nætur. Ég man samverastundirnar í fjárhúsinu, en þar var hann í essinu sínu. Hann var fjárglöggur og þekkti hverja kind með nafni. Það vora ófáar stundimar sem fóru í það að kenna okkur krökkunum að þekkja ærn- ar og benda okkur á sérkenni þeirra. Við vorum saman á Einarsstöð- um í 18 ár en ég fluttist til Húsa- víkur 1963. Pabbi og mamma hættu búskap 1976 og fluttust þá að Ási við Kópasker. Það var hey- mæði sem varð til þess að hann hætti búskap. Hann fór síðan að vinna hjá KNÞ á Kópaskeri og Sæblik rækjuverksmiðju. Hann var formaður Verkalýðsfél. Prest- hólahrepps í 20 ár. Einnig formað- ur fjárræktarfélagsins svipaðan tíma. Pabbi vfldi hafa sitt á hreinu og fram á síðustu stundu var hann svo skýr og klár í öllu. Þegar hann veiktist og vissi hvert stefndi gerði hann sínar ráðstafanir og gekk frá öllu þegai- hans stund kæmi. Hann vildi ekki neitt tilstand sín vegna. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir að koma fjögurra ára snáðanum til manns eins vel og hægt var. Hvíl þú í friði. Brynjar Þ. Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.