Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Samtök útivistarfélaga með borgarafund Gunnar Hjálmarsson SAMTÖK útivi- starfélaga boða til borgarafundar í kvöld með talsmönn- um þingflokkanna - þeir munu þar skýra stefnu sína í um- hverfis- og náttúru- verndarmálum - með stuttum ræðum, 10 mínútur hver. Síð- an gefst góður tími til fyrirspurna úr sal. Fundurinn er haldinn í sal Ferða- félags Islands í Mörkinni 6 og hefst kl. 20. Samtök útivistar- félaga telja skyldu sína að styðja við umræðu um ofangreind mál- efni. Reyndar hefur umræða um náttúruvernd verið mjög að eflast í landinu upp á síðkastið - umræðan er ennþá ung - það er stutt síðan náttúruvernd komst með alvöru ± inn á stefnuskrá allra flokka. Og það er stutt síðan áhugi varð svo almennur meðal landsmanna á málefnum náttúruverndar sem nú er orðið - en hann er orðinn það og það er vel. Við þurfum samt að halda umræðunni áfram og ekki síður þótt mál séu viðkvæm sum hver og um ólíka hagsmuni að tefla. Ekki síður. Við verðum að viðurkenna margt misjafnt í umgengni okkar við land- ið í gegnum tíðina - það er þá krafa til okkar sjálfra um að gæta betur fað okkur - það er krafa um betri umræðu, um umhverfísmál og nátt- úruvernd, umgengni við landið. Pað er krafa um skýr svör alþingis- manna og undanbragðalaus við spurningum fólks - þær varða t.d.: umgengni við hálendið, stjórn á því, Valgarður Egilsson vörulistinn Ármúla 17a, sími 588 1980. virkjanamál, Kyoto-bókun og koltvísýringsmál, lífland fugla o.m.fl. Að Samtökum útivistarfélaga standa fjölmenn félög, hvert með sínar sérstöku áherslur. Alls eru í Borgarafundur Gagnrýni ættu vitrir stjórnmálamenn að fagna, segja Gunnar HjáLmarsson og Val- garður Egilsson, þekkja þá betur alla þætti dæmisins, þá hljóta þeir að geta stjórnað betur. aðildarfélögunum nálægt 30.000 manns. Þessi fjölmenni hópur hefur vitaskuld áhuga á að heyra vel út- skýrða stefnu alþingismanna í mál- efnum náttúruverndar og umhverf- ismála. Umræðan er ung, sjálfsagt á margt eftir að leiðréttast þegar hún dafnar. Það má ekki gerast að teknar séu ákvarðanir í skyndingu - af því menn nenni ekki að skoða málin gr- ant. Það má ekki gerast að stjórn- málamenn taki - strax eftir kosn- ingar - hæpnar ákvarðanir - í skjóli Nýjar vorvörur frá gardeur dömubuxur, 3 lengdir, peysur, bolir, bermudas, dragtir. venzlun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. _i___________________________ þess að þá séu 4 ár til næstu kosn- inga - að þá verði fólk búið að gleyma öllu o.s.frv. Það þarf ívið betri vinnubrögð, helst brot af yfir- sýn. Fallegt orð hefur misst merkingu sína - nú er þetta orð „sátt“ komið í tísku - þykir fara afskaplega vel í ræðum. Þá er stundum dulin hin eiginlega ætlan: að strauja út gagn- rýnisraddir. Gagnrýni ættu vitrir stjórnmálamenn að fagna - þekkja þá betur alla þætti dæmisins, þá hljóta þeir að geta stjórnað betur. Allt stóð þetta reyndar í reiknings- bók Elíasar Bjarnasonar fyiir löngu. Ef meirihlutinn á að ráða þá má geta þess að meirihluti Islendinga er enn ófæddur. Og sá meirihluti ski-ifar Islandssöguna eftir sínum viðhorfum, og mun taka hart á því sem við misgerum. Og meta meira vit og smekk en afl þverrákóttu vöðvanna. Samtök útivistarfélaga voru stofnuð í nóvember sl. Alls eru - eins og íýtT er sagt - nálægt 30.000 félagsmenn í aðildarfélögun- um, venjulegt fólk um allt land, sem vinnur störf sín úti í þjóðfélaginu og nýtur gjarnan náttúrunnar í frí- stundum. Að Samtökum útivistar- félaga standa eftirtalin félög: Ferðafélag Islands Utivist Ferðaklúbburinn 4x4 Landssamband stangaveiðifélaga Landssamband hestamanna Landssamband ísl. vélsleðamanna Félag húsbflaeigenda Islenski alpaklúbburinn Jöklarannsóknafélag Islands Sjálfboðasamtök um náttúru- vernd Hellarannsóknafélag Islands Fuglavemdarfélag Islands Skotveiðifélag Islands Samtök útivistarfélaga munu taka þátt í umræðum um náttúru- vernd og umhverfismál, vera stjórnvöldum til trausts og halds þegar ákvarðanir um hugðarefni fé- lagsmanna eru teknar - standa vörð um þau. Á fundinum í kvöld er reiknað með skýi’um svörum stjórnmála- manna, annað verður ekki tekið gilt. Gunnar Hjálmarsson er formaður Samtaka útivistarfélaga, Valgarður Egilsson er í stjórn þeirra. Hvar hefur líf mitt lit sínum glatað? Lionsklúbbarnir hér á landi ásamt Lions- klúbbum hinna Norð- urlandanna hafa ákveðið að yfirstand- andi Rauðu fjaðrar söfnun verði nýtt í þágu aldraðra, rann- sókna og ýmissa fram- faramála þeim tengd- um. Vitneskja um ell- ina hefur tekið stór stökk undanfarin ár, en þó má gera mun betur. Því finnst mér rétt að hvetja einstak- linga til þáttöku, en Jón Eyjólfur söfnunin verður dag- Jónsson ana 16.-17. aprfl næst- komandi. Með fjármagni því sem safnast við lándssöfnunina má lyfta Grettistaki í þeim málum. Rannsóknir á viðhorfum til aldr- aðra hafa lítið verið gerðar hér á Söfnun Vitneskja um ellina hef- ur tekið stór stökk und- anfarin ár, segir Jón Eyjólfur Jónsson, en þó má gera mun betur. landi. Rannsóknir á sjálfsmati og viðhorfi hins aldraða hafa heldur ekki verið margar hér. Þó er að- eins í litlum mæli hægt að meta viðhorf Islendinga út frá erlendum rannsóknum. Eitt af því sem mér finnst hafa einkennt umræðu síð- ustu missera af og til er það að aldraðir séu þiggjendur, nánast ölmusufólk. Neikvæð viðhorf ríki til ellinnar og aldraðir eftir 67 ára séu grár samlitur hópur þurfandi einstaklinga. Hvenær glatar lífið lit sínum? Hvernig förum við að því sem ein- staklingar, foreldrar, börn, afar og ömmur að halda litnum á lífi okk- ar? Eru til ævintýri eftir sjötugt? Verður fólk ástfangið áttrætt, eða er það bara barnaskapur? Svörin eru mai’gvísleg, eins mörg og við erum manneskjurnar á þessari jörð. Það sem gildir fyrir einn gildir ekki fyrir annan. Langanir okkar og þrár eru þó samar og jafnar. Einstaklingurinn þrífst á góðu Kaneho KYNNING viðmóti og kærleika. Hrifning og ást kvikn- ar í hjörtum á hvaða aldri sem er. Hann er áhyggjufullur yfir því sem veldur honum áhyggjum hvort held- ur það er framtíð eða fjármál. Hvers vegna eru einstaklingar þessa langa og oft gjöfula æviskeiðs sett- ir undir sama hatt? Ekki er það sami mað- urinn sá sjötugi og þegar hann nær hund- rað ára aldri, ekki frekar en sá þrítugi er sami maðurinn og sá sextugi. Hvert æviskeið hefur sinn lit og lífið er oft eins og nostur- samlegt olíumálverk. Lag eftir lag af lit gefur verkinu dýpt og innra líf. Hvernig förum við að því að halda litnum? Eitt er að bera höf- uðið hátt, vera stolt af því að hafa gefið kynslóðunum líf og elft land og byggð. Hvemig það komst inn í þjóðarmeðvitundina að aldraðir væru þiggjendur er mér illskiljan- legt, þeir eru gefendur. Hlutfall launþega og barna á framfæri breytist, það verða æ færri böm á framfærslu launþega í framtíðinni, það rýmkar þá vænt- anlega fyrir launþega nútímans að leggja fyrir eins og aldraðir hafa gert mann fram af manni. Hvort sem það vom jarðabætur fortíðar- innar sem leiddu af sér búsæld eða lífeyrissjóðir nútímans þá njóta þeir sem hafa byggt og elft þá. Skattar og skyldur hafa aldraðir greitt, þeir skulda sjaldan og greiða gjaman með sér. Hvenær glatar lífið lit sínum? Kröfuleysi aldraðra kann að vera þroskamerki, en ég held þó að lit- urinn hafi glatast eða dofnað, líkt og á myndverki sem upplitast í sól- inni, fyrir tilstilli endurtekinna harma, ágjafar og krafna þjóðfé- lagsins. Eða hverjir em það sem taldir era teppa rúm bráðasjúkra- húsanna, era fyrir í hraðskák nú- tímans, era taldir vera að kafsigla lífeyrissjóðina, era ekki taldir með í skoðanakönnunum fjölmiðlanna, taka of mikið af dýrum lyfjum. Jú, þeir öldraðu, fáum við að vita í fjöl- miðlum. Það er kominn tími til að breyta því, breyta þesum viðhorfum og sú breyting hefst hjá þér sem ert sjö- tugur, áttræður, níræður eða hundrað ára. Vertu stoltur af þeim lit sem þú berð, berðu höfuðið hátt, láttu í þér heyra og notaðu kosn- ingaréttinn til þess að styrkja þjóð- félagið. Vandi sjúkrahúsanna er ekki þinn vandi, hann er vandi þjóðfélagsins í heild, samhjálpin er Islendingum í blóð borin, svo kvíddu í engu ef þú þarft að leita þér lækninga. Lífeyrissjóðirnir væra ekki til ef þú hefðir ekki greitt í þá og hvað lyfjakostnað varðar þá er það réttur þinn að fá alltaf bestu mögulegu læknismeð- ferð. Rannsóknir þær sem lands- söfnunin Rauða fjöðrin gerir kleift að stunda munu leiðbeina okkur um viðhorf og væntingar eldri ein- staklinga. Berðu því höfuðið hátt, þú, sem ert aldraður. Ef þú skín skært varpar þú lit og birtu á aðra! Höfunúur er öldrunarlæknir. Skólavörðustíg 35, sími 552 3621.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.