Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 53 Jt MINNINGAR MARGRÉT SÍVERTSEN + Margrét Sívert- sen fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1923. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sig- urðardóttir, f. á Isafirði 6. ágúst 1902, d. 13. júlí 1964, og Þorleifur Þorvaldsson Sívert- sen úrsmiður í Reykjavík, f. 25. desember 1893 í Hrappsey í Skarðshreppi í Dalasýslu, d. 25. desember 1952. Margrét var elst þriggja systkina. Bræður hennar voru Þorvaldur Skúli Sívertsen, f. 15. nóvember 1924, d. 12. janú- ar 1983, og Sigurður Sívertsen, f. 10. ágúst 1931. Hinn 3. júlí 1943 giftist Mar- grét Jóni Sveinbjörnssyni off- setprentara, f. 16. apríl 1922 en foreldrar hans voru Birgitta Guðmundsdóttir, f. 8. maí 1895, d. 1. október 1957, og Svein- björn Jónasson trésmiður í Reykjavík, f. 27. október 1884, d. 17. júní 1957. Börn Margrétar og Jóns eru: 1) Svein- björn, var kvæntur Agnesi Jónsdóttur og eru börn þeirra: a) Ingibjörg Birgitta, gift Eyþóri Sigurðssyni og eiga þau tvo drengi, Vigni og Kristján Ara. b) Jón Omar, á tvö börn með Katrínu Jónsdóttur, Sveinbjörn og Láru Björk. c) Hafsteinn Bergmann, á tvær dætur, Heru Sól og Gunni Rún, með Sigríði Gunnarsdóttur. Sveinbjörn og Agnes skildu og er hann í sambúð með Sigurrós Jóhannsdóttur. 2) Ingibjörg Sí- vertsen, gift Guðjóni Þorkels- syni og eru börn þeirra: a) Mar- grét Ósk, gift Sigurði Guð- mundssyni og eiga þau tvo drengi, Guðjón Inga og Bjarka Rúnar. b) Þorkell, í sambúð með Gígju Gunnarsdóttur. c) Elísa- betÓsk. Utför Margrétar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. í dag kveðum við í hinsta sinn Margréti Sívertsen sem lést 2. apríl síðastliðinn. Kynni mín af Margréti hófust fyrir rúmum 30 árum en þá kynntist ég konuefni mínu, dóttur hennar, og höfum við verið í farsælu hjónabandi síðan. Margrét giftist 1943 eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Svein- björnssyni. Hún vann verslunar- störf á sínum yngri árum en síðan tóku við árin þegar barnauppeldi og heimilisrekstur voru hennar starf. Jón rak prentsmiðju í Brekkugerðinu og vann Margrét þar við hlið manns síns almenn störf við frágang á prentverki. Einnig sáu þau hjónin í mörg ár um að búa til íslenska fánann sem var og hefur verið ómissandi fyrir börnin á 17. júní og öðrum fána- dögum. Margrét las mikið og einnig var fastur liður að Jón varð að kaupa handa henni dönsku blöðin strax og þau voru fáanleg. Við hjónin og börn okkar höfum alltaf haldið góðu sambandi við Margréti og Jón og eru þær ófáar ferðimar sem við höfum farið sam- an í sumarfríum í sumarbústaði víðs vegar um landið. Þá tók Margrét ávallt handavinnuna með. Hún var afar listræn og skapaði margai- flík- urnar og vann aðra handavinnu. Margrét var smekkleg og kom það greinilega fram í fatavali og einnig bar heimili hennar vitni um það. Margrét og Jón hafa aukaíbúð í húsi sínu og hafa margir fjölskyldu- meðlimir fengið þar inni í lengri eða skemmri tíma. Þar fengum við að búa þegar við vorum að ljúka við hús okkar. Margrét varð alvarlega veik fyrir nokkrum árum. Fór hún þá í erfiða hjartaaðgerð og náði aldrei fullri heilsu eftir það. M.a. varð skamm- tímaminni hennar mjög lítið þannig að hún dró sig oft í hlé. Hún fann vanmátt sinn og óttaðist að hún svaraði ekki rétt eða hefði ekki tek- ið rétt eftir. Aftur á móti gat hún verið minnug á það sem hafði gerst á árum áður. Það var á skírdag sem Margrét var flutt á sjúkrahús og okkur var tjáð að stutt gæti verið eftir. Fjöl- skyldan var köiluð saman og stóð hún saman um að vera með henni á hennar síðustu stundum. Við vorum við dánarbeð hennar á gjörgæslu- deild Landspítalans en þar voru læknir og hjúkrunarfólk sem eiga hrós skilið. Þau gáfu sér tíma til að hugsa vel um og leiðbeina nánustu aðstandendum. Eg þakka Margréti tengdamóður minni fyrii' öll góðu árin og óska henni velfarnaðar á þeim leiðum sem hún leggur nú út á. Með þess- um orðum kveð ég tengdamóður mína. Guð blessi minningu hennar, eftirlifandi eiginmann og alla henn- ar nánustu. Guðjón Þorkelsson. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Við áttum sameiginlegt áhugamál sem var handavinna. Eg þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og alla þá þolinmæði sem þú hefur alltaf sýnt mér. Hjá ömmu og afa í Brekkugerði var ég alltaf velkomin. Amma og afi áttu mjög fallegt heimili og geymir það mikið af fal- legiú handavinnu eftir ömmu. Amma hafði gaman af því að kaupa sér falleg fót og var hún alltaf svo fín í hælaskóm með fallegt skart. Elsku amma, ég mun alltaf muna eftir þér og veit ég að þér líð- ur vel þar sem þú ert núna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Margrét Ósk. Elsku amma, þegar ég hugsa til þess að nú sért þú farin, koma ýms- ar góðar minningar upp í huga mín- um eins og þegar ég var hjá ykkur afa heilu dagana, þú að sinna hús- verkunum eða þið afi að líma fána. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði. Minningin um þig á eftir að hlýja okkur öllum um ókomna fram- tíð. Elísabet Ósk. Elsku amma, við bræðurnir þökkum þér fyrir allar góðu stund- irnar og biðjum Guð að vemda þig. Ó, Jesú bróðir besti og bamavinur mesti æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gefi að vera og góðan ávöxt bera en forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla. (Páll Jónsson.) Guðjón Ingi og Bjarki Rúnar. Nú þegar kveðjustundin er runn- in upp vil ég með fáum orðum minn- ast fyrrverandi tengdamóður minn- ar. Eg kynntist Möggu fyrir hart- nær 40 árum þegar ég var að slá mér upp með syni hennar. Magga og Jón bjuggu þá í Nökkvavogi 20, ásamt börnum sínum, þeim Ingu og , Bússa. Kom ég þangað oft og var þar einatt glatt á hjalla og þá mest í eldhúsinu. Magga kenndi mér margt, sérstaklega að hekla og prjóna, sem nýst hefur mér á lífs- leiðinni. Aldrei komst ég þó með tæmar þar sem hún hafði hælana í þeim efnum. Við Bússi bjuggum í kjallaranum hjá þeim Möggu og Jóni fyrstu hjúskaparár okkar og eignuðumst við okkar fyrsta barn þar og þeirra fyrsta barnabarn, Birgittu. Eftir 15 ára hjónaband og þrjú börn skildu leiðir okkar Bússa. Við Magga héldum alltaf okkar vin- skap, þar til yfir lauk hjá henni. Magga var mikill fagurkeri og bar heimili þeirra Jóns og ekki síst f hún sjálf, merki um það. Ég þakka henni fyrir allt og allt og bið góðan guð að taka hana í sinn faðm. Hve gott er þreyttu höfði að halla á hverjum degi í sátt við alla. Að eiga hönd sem aldrei særði en öðrum marga blessun færði. (Kristján Linnet.) Elsku Jón, Inga og Guðjón, Bússi og Sirra og þið öll hin, megi góður guð vera með ykkur öllum. Agnes Jónsdóttir. JOKULL ÆGIR FRIÐFINNSSON + JökulI Ægir Friðfínnsson fæddist í Reykjavík 23. desember 1964. Hann lést 8. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Rut Gíslína Gunn- laugsdóttir, f. 21.9. 1928, d. 28.9. 1970, og Friðfinnur Guð- jónsson, f. 7.5. 1929. Alsystkini Jökuls eru: 1) Sæv- ar Bjarni, f. 3.2. 1951. 2) Hörður Trausti, f. 8.11. 1953. 3) Garðar Borg, f. 29.10. 1955, maki Hulda Sigurðar- dóttir, f. 8.5. 1943. 4) Ólafur Guðjón, f. 8.6. 1957, d. 3.2. 1993. Hann lætur eftir sig tvö börn. 5) Rut, f. 17.9. 1958, maki Tómas Kristinn Sigurðsson, f. 5.12. 1958, og eiga þau þrjú börn. 6) Björk, f. 29.4. 1960, maki Jón Óskar Hauksson, f. 12.10. 1959, og eiga þau tvö börn. 7) Viðar Már, f. 25.2. 1963, og á hann fjögur börn. Fósturmóðir Jökuls var Lára Hannesdóttir, f. 27.10. 1926. Börn hennar eru: 1) Aðalheið- ur Halldórsdóttir, f. 4.1. 1946, maki Valdimar Jónsson, f. 24.11. 1943, og eiga þau tvö börn. 2) Hannes Halldórsson, f. 14.4. 1947, maki Kristín Ólafsdóttir, f. 11.12. 1948, og eiga þau fjögur börn. Hannes á eina dóttur frá fyrra hjónabandi. 3) Gunnar Hall- dórsson, f. 13.11. 1950, maki Guðrún Ingvarsdóttir, f. 30.5. 1953, og eiga þau tvö börn. Hálf- bræður Jökuls sam- mæðra eru: 1) Guð- jón Hilmar Jónsson, f. 16.6. 1946, og á hann sjö börn. 2) Brandur Kristinsson, f. 10.10. 1948, og á hann fjögur börn. 3) Hilmar Hlíðberg Gunnarsson, f. 28.11. 1949, og á hann tvö börn. Jökull lætur eftir sig þrjú börn. Þau eru: 1) Laufey Rut, f. 1.6. 1987, móðir: Kristín Jóns- dóttir, f. 3.2. 1970. 2) Eyvindur Árni, f. 27.03.1993. 3) Ólafur Ægir, f. 19.2. 1994, móðir þeirra er Hanna Eyvindsdóttir, f. 17.2.1959. Jökull ólst upp í Reykjavík, fyrst hjá móður sinni, en eftir lát hennar fluttist hann til föður síns og fósturmóður. títför Jökuls fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú þegar veturinn er liðinn og ummerki vorsins má sjá allt um kring, kveður Jökull þennan heim. Dauðinn gerir oftast ekki boð á undan sér og eftir standa böm og aðrir ástvinir hans frammi fyrir þungbærri reynslu sem fylgir frá- falli góðs drengs. Sorgin og tilfinn- ingar haldast í hendur og eftir lifa minningai- og svipmyndir sem tengjast Jökli og hans lífshlaupi. Eg minnist Jökuls fyrst er hann var tæplega tvítugur. Laglegur, bjartur yfirlitum og með ákveðna útgeislun sem eftir var tekið. Hann kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur og tjáði sig af ein- lægni. Hann var mikil tilfinninga- vera og trúr sjálíúm sér í þeim já- kvæðu gjörðum sem hann tók sér fyrir hendur. Honum hafði hlotnast góðai- gáfur og næmleiki fyrir líf- inu og umhvei'finu. Þess góða í fari Jökuls minnast nú börn hans og ástvinir. Tel ég það hafa verið mikið gæfuspor fyrir hann að hafa bund- ist Hönnu Eyvindsdóttur og henn- ar fjölskyldu en þau eignuðust tvo syni, Eyvind Árna og Ólaf Ægi. Honum leið vel í þeim stöðugleika sem heimilislífinu fylgdi. Sólar- geislarnir í lífi hans voru börnin og vildi hann veg þeirra sem mest- an. Jökull var ekki allra og oft erfitt að átta sig á hvert hann stefndi. Stundum greindi okkur á og gu- staði þá á milli okkar en sáttin var aldrei langt undan því við virtum skoðanir hvor annars. Jökull var bóngóður og tilbúinn að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Minnisstæð er mér dagsstund sem við áttum við flutninga og ég naut aðstoðar hans. Bar margt á góma og veltum við m.a. fyrir okkur til- gangi lífsins og hlutverkum okkar hvers gagnvart öðru. Kom þá vel í ljós hvað hann elskaði fjölskyldu sína mikið og vildi reynast börnun- um sínum ástríkur faðir með fram- tíð þeirra að leiðarljósi. Sjálfur hafði hann kynnst sorginni. Fyrst ungur drengur er hann missti móð- ur sína og síðar við andlát Ólafs bróður síns, en mjög sterk tengsl vora þeirra á milli. Með þessum línum kveð ég Jök- ul og votta börnum hans, fjölskyldu og öðram aðstandendum mína dýpstu samúð. Megi mildi Guðs lina söknuð ykkar og auka ástvin- um Jökuls öllum styrk í sorginni. Hvíl í friði. Ó, Drottinn, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt lyarta að fótum þér. (Tómas Guóm.) Ásdfs Arnljótsdóttir. Við spyijum margs en finnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn miMa mátt sem mildar allra kjör. I skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins fór. Og það er margt sem þakka ber við þessa kveðjustund. Fjör og kraftur fylgdi þér þín fríska, glaða lund. Mæt og góð þín minning er og mildar djúpa und. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ast í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðnin eignast sá er öllum reynist kær. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Hafðu kærar þakkir fyrir vináttu þína og tryggð. Far þú í friði. Guð blessi þig. Vinarkveðja. Anna og Eyvindur. Hér kveð ég þig vinur - því komin er nóttin með kyrrð eftir strangan dag, hún breiðir út faðminn í blíðu og mildi og boðar þér nýjan hag. Leiðir þig frjálsan til ljóssins sala svo langt frá angri og sorg, og ferðalúnum finnur þér hæli í friðarins helgu borg. (K.H.) Það er alltaf tregafullt að kveðja, jafnvel þótt vitað sé að einhvern tíma á lífsleið okkar ber dauðinn að dyram og enginn kemst undan því að hlýða kalli hans. Söknuður eftir látinn ástvin er ætíð sár. Orð mega sín lítils, en minningarnar era margar. Þú varst svo hlýr og vildir öllum vel. Ég þakka þér fyrir syni okkar, hlýjan hug og liðin ár. Flýt þér, vinur, í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Samúð mína sendi ég þeim er syrgja brottför þína. Far þú í friði. Drottinn blessi þig. Hanna Eyvindsdóttir. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann, sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Hjartans þakkir fyrir allar okkar góðu stundir á okkar fyrstu árum. Guð geymi þig, elsku pabbi. Þínir synir, Eyvindur Árni og Ólafur Ægir. Elsku Jökull bróðir, okkur lang- aði að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst einstaklega hjartahlýr og hjálpsamur bróðir. Ef einhver þurfti á hjálp að halda varst þú boðinn og búinn. Það var oft sem þú aðstoðaðir okkur við hin ýmsu verk. Þú varst mjög vand- virkur og allt lék í höndum þér. Við gátum setið tímunum saman og rætt hin ýmsu mál. Þú varst til- finningaríkur og góður bróðir. Þú hafðir ákveðna drauma um fram- tíðina sem því miður rættust ekki. Við skildum alltaf vel hvert annað. Þú varst bamgóður og naust þess - að vera með drengjunum þínum, Eyvindi og Óla. Einnig leitaði hug- ur þinn oft til Laufeyjar Rutar sem býr í Englandi. Hvíl þú í friði, elsku bróðir. Nú friði fyllt mín sál Hógnuði lyftir sér. í Herrans blóði hjarta mitt nú helgað er. Ég gleðst við gæsku og náð, nú gleður hátign þín: Ég bam þitt, Guð minn, orðið er. . Öll angist dvín. Elsku Eyvindur, Óli og Laufey Rut. Guð gefi ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Megi Guð veita ættingjum og vinum blessun í þeirra sorg. Björk Friðfinnsdóttir, , Rut Friðfinnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.