Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
„Líkvaka“ í Galleríi
Nema hvað
STELLA Sigurgeirsdóttir opnar sýninguna Líkvaka í Gallerfi Nema
hvað, Skólavörðustíg 22c, í kvöld kl. 20.
A sýningunni eru grafíkverk unnin í stálætingu og með blandaðri
tækni.
Sýningin stendur ti! sunnudagsins 18. apríl og er opin föstudag til
sunnudags kl. 14-18.
Bflgreinasambandið
Aðalfundur BGS verður haldinn á Hótel Sögu
Reykjavík laugardaginn 17. apríl nk.
Kl. 09:00 Fundarsetning - Bogi Pálsson fonnaður BGS.
Kl. 09:10 Erindi. - GeirH. Haarde fjármálaráðherra.
Kl. 09:30 Fyrirspurnir - Umræður.
Kl. 09:45 Aðalfundur.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kl. 10:30 Kaffihlé.
Kl. 10:45 Sérgreinafundir:
Almenn verkstæði
Fræðslumál - Starfsemi FMB
Verðlagsmál verkstæða - Kostnaðarlíkan.
Verkstæði - tæki, búnaður, eftirlit.
Bílamálarar og bifreiðasmiðir.
Vottun verkstæða - tjónabflar.
Kostnaðarlíkan - verðlagsmál.
CABAS tjónamatskerfi.
Einingakerfi í bflamálun.
Bifreiðainnflytjendur.
Verðskrá notaðra bfla. - Kynning.
Samskipta- og siðareglur í bflgreinum.
Samningur við umhverfisráðuneyti um
upplýsingar um eldneytisnotkun nýrra
fólksbíla.
Vörugjöld á ökutæki.
Smurstöðvar
Gæðaátak á smurstöðvum.
Námskeið fyrir sumarstarfsmenn.
Fræðslufundir fyrir smurstöðvarmenn.
Spilliefnagjald á olíur.
Varahlutasalar
Nýtt námskeið fyrir varahlutamenn.
Spilliefnagjald - Starfsemi spilliefna-
nefndar.
Upplýsingar í gagnagrunn v/varahlutasölu.
Bogi Geir H.
Pálsson Haarde
Kl. 12:30 Hádegisverður
Föstudaginn 16. apríl kl. 18.00 verður haldinn
sérstakur verkstæðisfundur á Hótel Sögu A-sal.
Dagskrá:
1. Kostnaðarlíkan BGS - Virkni og notkun.
Tómas Sigurðsson, Ráðgarður hf.
2. Kostnaðarþættir í rekstri verkstæða og áhrif
þeirra. - Hagnýting kostnaðarlíkans.
Kristján Kristjánsson, Ráðgarður hf.
3. Kostnaður og nýting á verkstæðum.
Bjarki Harðarson, Bflson ehf.
Atli Vilhjálmsson, Bifr. og landb.vélar hf.
Bogi Sigurðsson, R Samúelsson ehf.
Guðmundur Bjömsson, Bílver sf.
4. Umræður.
Stjórn BGS
I suðrænum anda
MYIVDLIST
Kílar og list
MÁLVERK
SARA VILBERGSDÓTTIR
Opið á verslunartíma. Til 29. aprfl.
EKKI er langt síðan að haldin
var mikil sýning á vélhjólum í Gug-
genheimsafninu við fimmtu tröð í
New York. Kættust þá margir að-
dáendur amerískra hjóla, enda hafa
sögufræg merki eins og Harley Da-
vidson verið tákngervingar hins am-
eríska frelsisanda og snar þáttur í
menningarsögu Bandaríkjamanna
eftir seinni heimsstyrjöld. Ekki
finnst mér það líklegt að það sé ætl-
un aðstandenda sýningarsalarins
Bflar og list, við Vegamótastíg, að
hefja ökutæki á stall með listaverk-
um og öðrum menningararfi Islend-
inga. Hins vegar má vel vera að það
skapi söluvænlegt umhverfi fyrir
lúxusvagna, að hafa málverk á
veggjum, þótt ekki væri annað en til
að koma þeirri hugmynd inn hjá
viðskiptavinum, að hér versli
kúltíverað fólk, sem metur bíla út
frá listrænu sjónarmiði ekki síður
en notagildinu.
Málverkin ellefu, sem nú prýða
veggi bflasölunnar, eru eftir Söru
Vilbergsdóttor. Sara er ekki óvön
sýningarhaldi og hefur mótað nokk-
uð afmarkaðan stfl, sem nýtur sín
ágætlega í þessum myndum. Mótíf-
in sem hún vinnur út frá eru afar
einföld, bollar, skálar og krúsir í
sínu hversdagslega umhverfi.
Aferðin og efnismeðhöndlunin er
ekki ólík því sem og er að finna í
leirlist, frekar gróf áferð jarðleirs
og einfaldað munstur. Myndbygg-
ingin á öllum myndunum er miðlæg
og samhverf, sem skapar jafnvægi
og þægilega ró. Maður getur vel
ímyndað sér að þær séu sprottnar
upp úr reynslu af fábrotnu lífi fjalla-
þorps við Miðjarðarhafsströnd, þar
sem sólbakaðir kalksteinsveggir,
okkurgulur jarðvegur, tréborð, leir-
krúsir og freskumyndir á veggjum
er sá umbúnaður sem rammar inn
hið daglega líf. En ef svo er þá er
það meira í stemmningunni frekar
en myndefninu sem slíku, því það er
allt einfaldað og stflfært, að því
marki að krúsimar og skálarnar
birtast sem táknmyndir greyptar í
veggi, en ekki myndlýsing á tiltekn-
um stað. Málverk Söru eru ekki
ágeng eða heimtufrek á athygli, né
héldur bjóða þær upp á marg-
slungnar myndlistarlegar pælingar.
Pær eru frekar til þess fallnar að
aðlagast umhverfinu, vera til prýði
og skapa þægilegt andrúmsloft.
FOSSAR
Listakol
MÁLVERK
FREYJA ÖNUNDARDÓTTIR
Opið á verslunartíma. Til 19. aprfl.
Freyja Önundardóttir velur sér
líka, eins og Sara, afmarkað mótív
til að vinna út frá, en í tilviki Freyju
eru það fossar. Freyja býr og
starfar á Þórshöfn og hefur sýnt
nokkuð á Akureyri og á Norðaust-
urlandi, en ég veit ekki til þess að
hún hafi sýnt áður í Reykjavík. A
sýningunni í Listakoti, við Lauga-
veginn, sýnir hún 20 málverk, þar
sem mótívið er fellt inn í formræna
myndbyggingu sem hún heldur sig
við í öllum myndunum. Fossamir
eru mjög stflfærðir, eins og lands-
lagið allt. Myndbyggingin er þrí-
skipt, þrjár láréttar ræmur, himinn
ásamt fjallasýn, hamrar fyrir miðju,
og land fyrir neðan. Stærsti hlutur
myndflatarins er tekinn undir mið-
bik myndarinnar þar sem fossamir
falla í lóðréttum taumum, yfirleitt
nokkrir hlið við hlið.
Myndbyggingin og meðferð
myndefnisins vekur ósjálfrátt upp
samanburð við málverk Guðbjargar
Lindar, en hún vann líka á tímabili
með fossa á mjög svipaðan hátt.
Freyja reynir að fella náttúrulýsingu
inn í formræna myndbyggingu sem
er gegnumgangandi í flestum mál-
verkunum. Samhengið milli forms og
myndefnis er samt ekki nægilega
eðlilegt og áreynslulaust, heldur
þvert á móti er það frekar þvingað,
eins og verið sé að fella náttúmna
inn í fyrirfram ákveðið mót. Fyrir
vikið missa fossarnir tengslin við
hina upprunalegu náttúruupplifun.
Jafnvægið milli náttúrusýnar og
formfestu er viðkvæmt og Freyju
tekst ekki að finna þetta jafnvægi á
jafn sannfærandi hátt og er að finna
í verkum, til dæmis, Guðbjargar
Lindar eða Guðrúnar Kristjánsdótt-
ur. Það er helst í minni myndunum,
þar sem hún sníður sér enn þrengri
stakk, að sjá má hvernig hlutimir
geta fallið saman.
Gunnar J. Árnason
Tónlistar-
veisla í
Stykkishólmi
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
TÓNLISTARSKÓLI Stykkishólms
stóð fyrir tónleikum í Stykkishólms-
kirkju laugardaginn 10. apríl til að
styrkja hljóðfærakaupasjóð skól-
ans. Frumkvæði að þessum tónleik-
um á Jósef Blöndal, sjúkrahúslækn-
ir við St. Fransiskuspítalann. Hann
er tónlistaimaður og nemandi við
skólann og stofnaði hljóðfæra-
kaupasjóðinn í tilefni afmælis síns
fyrir tveimur árum.
Kennarar og nemendur tónlistar-
skólans fluttu fyrri hluta dagskrár-
innar. Þar sungu þær Ingibjörg
Þorsteinsdóttir og Sigrún Jónsdótt-
ir. Einnig söng Elísa Vilbergsdóttir
sópransöngkona. Hún er Hólmari
og hóf sitt tónlistarnám í Stykkis-
hólmi og lýkur 8. stigi í söng í vor
frá Söngskólanum. Eftir hlé léku
þeir Lárus Pétursson á gítar og
Birkir Freyr Matthíasson á
trompet. Sveinn Bjamason, trú-
badúr frá Svelgsá í Helgafellssveit,
söng frumsamin lög. Elísa söng
nokkur lög með léttsveit sem skipuð
var tónlistarmönnum úr Stykkis-
hólmi. Að lokum kom fram Ífljóm-
sveitin Stormar frá Siglufirði, en
hún naut mikilla vinsælda þar á ár-
unum 1962-1968. Þarna voru mætt-
ir gamlir félagar Jósefs Blöndals frá
Siglufirði og rifjuðu upp nokkur
gömul bítlalög frá þessum árum.
Þeir höfðu litlu gleymt þrátt fyrir
að samanlagður aldur félaganna í
Stormum er um 300 ár, en ekki var
gefin upp sameiginleg þyngd, en
hún hefur aukist nokkuð á þessu
árabili.
Tónleikarnir tókust mjög vel og
áheyrendur sem fylltu Stykkis-
hólmskirkju kunnu vel að meta
þessa góðu skemmtun.
Sýningum
lýkur
Gallerí Stöðlakot
SÝNINGU Kristjáns Jóns
Guðnasonar, Tónar, lýkur
sunnudaginn 18. apríl.
Galleríið er opið daglega frá
kl. 14-18.
Morgunblaðið/Gunnlaugur
GAMLA bítlahljómsveitin í Stormum frá Siglufirði léku nokkur
bítlalög í Stykkishólmskirkju.
Meindýr sýnd hjá
Leikfélaginu Grímni
Stykkishólmur. Morgunblaðið.
LEIKFELAGIÐ Grímnir í Stykkis-
hólmi sýnir þessa dagana gaman-
einþáttunginn Meindýr eftir Bjarna
Guðmarsson. Verkið fjallar um hús-
eiganda sem verður var við að eld-
húsið hjá honum er orðið vaðandi af
alls konar meindýrum og bregður á
það ráð að fá meindýraeyði sér til
hjálpar. Leikendur eru Guðmundur
Bragi Kjartansson og Jóhann Hin-
riksson.
Sýningin fer fram í Hljómskálan-
um, félagsheimili leikfélagsins, þar
sem félagið hefur undanfarin ár
haft aðstöðu. Mikil vinna hefur ver-
ið lögð í að endurbæta og laga hús-
ið, en Lúðrasveit Stykkishólms
byggði húsið á sínum tíma. Nú hef-
ur verið sköpuð góð aðstaða þar til
að sýna lítil leikverk og er það vilji
leikfélagsmanna að færa meira starf
inn í húsið og bjóða upp á stuttar
sýningar og aðrar uppákomur.
I vetur voru leikfélagsmenn með
ljóðakvöld í Hljómskálanum, þar
sem lesin voru ljóð eftir ýmsa höf-
unda. Fyrri hluta vetrar sýndi fé-
lagið barnaleikritið Allt í plati og
fóru þær sýningar fram í félags-
heimilinu.
Morgunblaðið/Guðlaugur
GUÐMUNDUR Bragi Kjartans-
son og Jóhann Ilinriksson í
hlutverkum sínum.