Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 39 ia 2 milljarða frá því forstjórar 75% hlut í fyrrasumar Hlutafé: 1 ÓÖO milijónir kr!! 1 Hluthafar eru alls 41 I 1999 Hlutafé, milljónif kr. Eignar- hluti 200,0 20,00% org 200.0 20,00% 187,8 18,78% s hf 108,9 10,89% 77,4 7,74% 40,0 4,00% 28,0 2,80% 28,0 2,80% 25,0 2,50% 20,0 2,00% 12,9 1,29% 10,1 1,01% 10,0 1,00% 9,6 0,96% 9,2 0,92% 6,2 0,62% 5,0 0,50% 5,0 0,50% 971,4 97,14% 28,6 2,86% starfsemi Baugs gur Bónus Hraðkaup ?dsl nnahald irsvið gatækni lasvið fjármálafyrirtækin taka markaðs- áhættu í svo miklum mæli. Ég held að markaðsáhættan hafi verið nokkur en að við höfum hins vegar gert okkur gi’ein fyrir því hver hún var og hvað við þyrftum að fá greitt fyrir hana. Ef áform okkar í útboðinu og í framhaldi af því ganga eftir erum við að koma nákvæmlega að þeirri fjár- hagslegu niðurstöðu sem við settum okkur í upphafi," segir Bjarni. „Þar af leiðandi erum við að hagnast umtals- vert á þessum viðskiptum. Með því tel ég að við séum að svara þeirri gagn- rýni, sem kom fram á það að við keyptum þetta of dýru verði.“ „Það er engin launung á að framan af var markaðurinn okkur ekki sam- mála,“ segir Bjarni. „Menn mátu það sem svo að áætlanir félagsins væru bjartsýnar og samkeppnisumhverfið erfitt. En það hefur komið á daginn að áætlanir stjórnenda, sem lagðar voru fyrir okkur og við kynntum fyrh’ fjár- festum eftir að hafa fallist á þær, hafa algjörlega gengið eftir. Skiptingin í Nýkaup og Hagkaup hefur sannað sig Einnig er félagið nú með enn frek- ari áform en það hafði þegar við keyptum. Skipting milli Hagkaups, Nýkaups og Bónuss hefur sannað sig. Baugur hyggst einnig taka þátt í framtíðaráformum í Smáralind; ráða- gerðir eru um samstarf við Reitangruppen í Noregi; þeir hafa ráðist í fjárfestingar í Færeyjum og svo framvegis. Það er í raun mun meira að gerast í félaginu en við reikn- uðum með og var inni í framtíðará- formum stjórnenda þegar við keyptum og þess munu þeir sem nú koma inn í fé- lagið njóta." Sigurður bendir á að rekstraráætlanir Baugs hafi gert ráð fyrir 400 milljóna króna hagnaði á ——......... síðasta ári og nú liggi fyrir að niðurstaðan sé 401 milljónai’ króna hagnaður, þar af um 300 m.kr. á seinni hluta ársins, og allt stefni í að áætlanir fyrh’tækisins fyrh’ árið 1999 gangi einnig eftir. Mikið afl búi í innkaupa- og dreif- ingakerfi Baugs og tengsl þess við Reitangruppen, áform um fjárfesting- ar í Smáralind og fjárfestingar í Færeyjum muni skila sér í rekstrinum á næstunni. . Stjórnendur Baugs hafi því sannað hæfni sína í þessum rekstri. Áhættan í viðskiptunum hafi Kaupverðið var um 6 millj- arðar fyrir 75% hlut á genginu 8 verið sú að markaðurinn væri ekki sammála mati FBA og Kaupþings á fyrirtækinu. Bjarni tekur undh’ það með Sigurði að stjórnendur Baugs hafi sannað sig. Hann bendir á að í þeim samrana sem ráðist hefur verið í innan Baugs und- anfarið og í skiptingunni milli Hag- kaups og Nýkaups, hafi falist mikill kostnaður, sem eigi eftir að koma fram í framtíðartekjustreymi. „Við munum því ekki aðeins hagn- ast á þessari fjárfestingu heldur von- andi einnig þeh’ sem kaupa af okkur,“ segh’ Bjarni. Áform stjórnenda Baugs eigi að skila sjóðstreymi sem eigi að gera meira en standa undir því verði sem fyi’irtækið er boðið á í útboðinu til almennings. Milligangan gefur mest af sér Forstjórarnir fást ekki til að nefna tölur um hagnað sinn af viðskiptunum. - En að teknu tilliti til fjármagns- gjalda frá kaupdegi, hvort er það fremur milliganga þeirra um viðskipt- in, brúunin svonefnda, eða gengis- hagnaður, sem skapað hefur hagnað þeh-ra af þessum viðskiptum? „Fyrst og fremst er það milligang- an,“ segir Sigurður. „Og það má benda á, að með því að selja eignar- hlut okkar núna njótum við ekki þess gengishagnaðar sem má ætla að verði á þessum bréfum á næstunni. Við vild- um gjarnan eiga meh’a. Eins og fyi-r sagði hafa allar áætlanir, sem við lögð- um mat á og kynntum fjárfestum, staðist og ég held að fyrirætlanir okk- ar hafi, að meira eða minna leyti, allar gengið eftir. Niðurstaðan er viðunandi og það liggur nú einnig fyrir að þær hrakspár sem ýmsir höfðu uppi við upphaf þessa ferlis gengu ekki efth’. Þetta hefur komið ágætlega út fyrir hönd Kaupþings, en það er þó enginn ógnarhagnaður af þessum viðskipt- um“ segir Sigurður. „Það er ljóst að við tókum sjálfir fjárhagslega áhættu af þessum kaup- um þannig að við þurfum að fá veru- legar tekjur vegna þeirrar fjárbind- ingar. Þar era stærstu tölurnar," segir Bjarni, spurður um hagnaðinn. Efth- útboðið á mánudag muni FBA halda áfram að selja sinn eignarhlut í Baugi eftir því sem markaðsaðstæður leyfa. Lykill að stórum eignasölum Sigurður Einarsson segir, að hafa beri í huga, að eins og fjármálamark- aðurinn hérlendis sé orðinn, megi segja, að eignasala af þehTÍ stærð- argráðu, sem um var að ræða í við- skiptunum við Hofsfjölskylduna, sé varia framkvæmanleg nema til sögu komi aðilar, sem hafi milligöngu á þann hátt sem Kaupþing og FBA höfðu; fyi’irtækin séu lykillinn að við- skiptum sem þessum. „Það er mjög erfitt að stunda viðskipti eins og þessi án þátttöku fyrirtækja eins og FBA og Kaupþings," segir hann. Sér Sigurður fyrir sér fleiri stórai’ eignasölur af þessu tagi í íslensku við- skiptalífi á næstunni? „Ég held að við sjáum á næstu árum mjög mikið af samruna fyrirtækja í íslensku við- skiptalífi. Það er mjög mikið af fyrir- tækjum á Islandi sem era einfaldlega of lítil. Þau munu ekki lifa af sam- keppni framtíðarinnar ef þau ætla að vera í óbreyttum rekstri. Aðilar eins og Kaupþing og FBA eru lykillinn að því að greiða fyi-ir því að slík þróun geti orðið.“ _________ Frá því FBA og Kaup- þing keyptu um mitt síðasta ár eignir Hofsfjölskyldunn- ar og eignuðust þar með 75% hlut í Baugi hefm’ 20% hlutur í fyrirtækinu verið seldur Compagnie Financi- ...—i ere í Lúxemborg, jafnstór hluti til hinnar norsku Reitangi'uppe og nokkur fjöldi stofn- anafjárfesta og einstaklinga hefur eignast smæm hluti. Gengi í þessum viðskiptum hefur verið 8,2-8,55, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Miðað við stöðuna nú þykir ljóst að þessh’ aðilai’ hafi gert „dúndurfína fjár- festingu" með kaupum á hlut í Baugi. Alls eru hluthafar í Baugi 41 talsins í dag en þeim fjölgar væntanlega verulega þegar sala til almennings hefst á mánudag á hlutabréfum á gamla, góða Hagkaupsverðinu, 9,95. Landbúnaðarráðuneytið ráðstafar Skriðuklaustri án samráðs við menntamálaráðuneyti og Gunnarsstofnun GUNNARSHÚS á Skriðuklaustri er glæsilegt mannvirki og uin 600 fermetrar að grunnfleti. Byggð nýju fólki til hefðbundins búrekstrar Landbúnaðarráðuneytið hefur, án samráðs við Gunnarsstofnun og menntamálaráðu- neyti, byggt nýjum ábúanda jörðina Skriðuklaustur í Fljótsdal sem Gunnar Gunnarsson skáld gaf íslensku þjóðinni árið 1948. Pétur Gunnarsson kynnti sér málið. IGJAFABRÉFI Gunnars Gunn- arssonar og eiginkonu hans, Franziscu Gunnarsson, frá 11. desember 1948, er Skriðuklaust- ur gefíð íslenska ríkinu til ævarandi eignar með þeirri kvöð að eignina skuli hagnýta á þann hátt að til menn- ingarauka horfi. Tilraunabú var rekið á jörðinni þai’ til fyrir um áratug og síðan vai’ jörðin byggð manni, sem flytur af henni á næstu fardögum. Nýir ábúendur fá jörðina fyrir hefð- bundinn búrekstur en þeir fá þó ekki til ráðstöfunar húsið Ski’iðu, sem byggt vai’ meðan tilraunabú vai’ rekið á jörðinni, og er óvíst hvað um það verður á þessari stundu. Stjórn Gunn- arsstofnunar, sem heyrh’ undir menntamálaráðuneyti og annast rekstur Gunnarshúss á jörðinni, hefur hvatt til þess að jörðin með öllum húsakosti verði sameinuð undir stjórn menntamálai’áðuneytis og vill að bú- rekstur á jörðinni nýtist starfsemi stofnunarinnar. Gera ininningu Gunnars hátt undir höfði Gunnarsstofnun var sett á fót af Birni Bjarnasyni, menntamálaráð- herra, 9. desember 1997 og gert að starfa á grundvelli gjafabréfs Gunnars Gunnai’ssonar skálds og Franziscu Gunnarsson, konu hans, frá 11. des- ember 1948. Samkvæmt starfsreglum stofnunai- innar ber henni að leggja rækt við bók- menntir með áherslu á ritverk og ævi Gunnars Gunnai’ssonai’; reka dvalar- stað fyrir lista- og fræðimenn í Gunn- arshúsi á Skriðuklaustri; stuðla að at- vinnuþróun á Austurlandi; efla rann- sóknir á austfirskum fræðum; stuðla að alþjóðlegum menningartengslum á verksviði sínu og standa fyrir sýning- um og öðram listviðburðum. Stofnunin lýtur stjórn þriggja manna, sem menntamálai’áðheiTa skip- ar, en hún ræður forstöðumann og set> ur stofnuninni markmið og gerir áætl- un um meginþætti starfseminnai’, fjár- hag og rekstur en markmiðum skal ná á grundvelli samnings milli mennta- málai’áðuneytisins og stofnunarinnar, sem miðist við að ríkissjóðui’ gi’eiði laun forstöðumanns og stjórnar en stofnunin afli sjálf tekna að öðra leyti. Stjórn stofnunai’innar skipa Helgi Gíslason formaður, Sigríður Þráins- dóttir og Guttormur Þormar. Helgi segir að stjórnin líti á sig sem undir- búningsstjórn, sem hafi það hlutverk fyi-st og fremst að ráða forstöðumann, koma eignararyfirráðum jarðarinnai’ á hreint og koma starfseminni í farveg. Vegna þeirrar óvissu, sem ríkir um Ski’iðuklaustur, hafí forstöðumaður ekki verið ráðinn, einkum vegna þess að húsið Skriða heyri ekki undh’ stofn- unina. Helgi segir að þar sem eitt af mai’k- miðum stofnunarinnar sé að gera minningu og verkum Gunnars Gunn- arssonar hátt undh’ höfði, verði það ákveðinn kjarni í starfinu að byggja upp safn og afla þeirra skjala og bóka, sem Gunnar hefur eftir sig látið; leggja um leið á einhvern hátt grunn að frekari rannsóknum á verkum hans og stuðla að því að bókum hans verði komið á framfæri við almenning. Eins og að ofan greinir vai’ Skriðuklaustm- gefíð ríkissjóði með gjafabréfi skáldsins og eiginkonu þess 11. desember árið 1948. „Jarðeign þessi skal vera ævarandi eign íslenzka ríkisins. Hún skal hagnýtt á þann hátt, að til menningarauka horfí t.d. að rek- in sé þar tilraunastarfsemi í landbún- aði, byggðasafn, bókasafn, skjalasafn, listasafn, skóli, sjúkrahús, hressingar- hæli, barnahæli eða elliheimili," segir í bréfínu. Ái’atugum saman frá því jörðin var gefín ríkinu var rekið tih’aunabú á Skriðuklaustri en þann u.þ.b. áratug sem liðinn er frá því þeim rekstri var hætt hefur verið hefðbundinn búskap- ur á vegum ábúandans, sem nú er að flytja af jörðinni. Nýlega byggði ráðuneytið jörðina að nýju, eins og að ofan greinh’, ung- um hjónum í Fljótsdal, sem áformað er að taki við jörðinni á fardögum tO hefðbundins búrekstrar. Að auki hef- ur Skógrækt ríkisins hluta úr jörðinni til umráða og ræktunar. Samkomulag frá 1979 12. október 1979 var undirritað sam- komulag milli Ragnars Arnalds, menntamálaráðheira, Steingríms Her- mannssonar landbúnaðarráðheira og Tómasar Árnasonar fjármálaráðherra, þar sem segir að fari svo að landbúnað- arráðuneyti hætti tih-aunastarfsemi á Skriðuklaustri og þar með nýtingu jarðar og mannvirkja í samræmi við samkomulagið skuli afhenda þær eign- ir sem gjafabréf skáldsins tók til menntamálaráðuneytinu. Þetta hefur ekki gengið eftir, eins og saga ábúðar jarðarinnar og hefð- bundins búskapar þar síðastliðin ár er til marks um. Nú mun hins vegar komin nokkur hreyfing á málið að undh-lagi menntamálaráðherra en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur til þessa dags staðið í stappi vegna hússins Skriðu. Gunnarsstofnun vill fá húsið afhent og hyggst nýta það sem bústað fyrir forstöðumann stofnunarinnar. Undan- farið hefur verið talið að landbúnaðar- ráðuneytið væri tilbúið að afhenda menntamálaráðuneytinu húsið en því aðeins að fyrir það kæmi greiðsla. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er það talið afar fátítt eða einsdæmi að greiðsla komi fyrir til- flutning á umsjón með ríkiseignum og verkefnum milli ráðuneyta. Einn óvissuþáttanna í þessu máli er hvort sameina eigi starf forstöðu- manns Gunnarsstofnunar og nýtingu jarðarinnar á Ski'iðuklaustri. „Ef hægt væri að stilla málinu upp í samræmi við ákvæði gjafabréfsins og setja upp markmið um það hvemig nýta eigi jörðina held ég að eðlilegt væri að hún yrði notuð til landbúnað- ar,“ segir Helgi Gíslason. „Fái Gunn- arsstofnun jörðina til afnota mundum við reyna að koma því þannig fyrir að rekstur jarðarinnar gæti orðið til að styrkja stofnunina, t.d. þannig að við gætum leigt jörðina til ábúðar þannig að tekjur gætu nýst Gunnarsstofnun. Það er kjarni málsins að koma málum þannig fyrir að jörðin, ábúandinn og Gunnarsstofnun geti unnið að sama mai’ki." Helgi segir mikilvægt að húsið Ski’iða verði nýtt sem bústaður for- stöðumanns, fremur en að nýta hluta Gunnarshússins sjálfs undir það. Blandað forræði býður heim árekstrum Hann telur að blandað forræði bjóði heim alls konar árekstram, t.d. varð- andi framkvæmdir á jörðinni, stærð þeirra mannvirkja - bílastæða og ann- ars - sem útbúa þurfi fyrir rekstur stofnunarinnar, auk þess sem á jörð- inni sé að finna mannvistarleifar frá þeim tíma að klaustur var á Skriðu- klaustri. „Þarna gætu komið upp skipulagsvandræði," segir Helgi og telur brýnt að tryggt verði að farið sé með jörðina þannig að hún aukist að gæðum. „Við höfum verið að reyna að koma þessu í farveg þannig að jörðin gæti heyrt öll undh’ eina stjóm þannig að ekki þurfí að koma til árekstra um ein- staka framkvæmdh’ eða einstaka mál sem henni tengjast heldur mundi menntamálaráðuneytið og stjórn Gunnarsstofnunar setja reglur í sam- ræmi við gjafabréfið og samræma nýt- ingu allrar eignai’innar í þágu Gunn- arsstofnunar," segir Helgi. Hann segist ekki sjá að það sé hægt að samræma það ákvæðum gjafabréfs- ins að ráðstafa jörðinni til hefðbundinn- ar ábúðar og sú ráðstöfun sé ekki í samræmi við þau metnaðarfullu mark- mið sem jörðin og glæsilegt húsið, sem er auðkenni Skriðuklausturs og kennt er við Gunnar Gunnarsson, ætti skilið. Grannflötur Gunnarshúss er um 600 fermetrar en húsið er á tveimur hæðum auk manngengs riss og Helgi segir að því hafi verið vel við haldið. Undanfarið hafi verið unnið að ýmsum viðhaldsverkefnum. Lista- og fræðimannaíbúð er í hús- inu og þar hefur hópur innlendra og erlendra lista- pg fræðimanna dvalið undanfai’in ár. Áætlanir stofnunarinn- ar gera m.a. ráð fyrir því að forstöðu- manni hennar verði falið að hafa sam- ráð um að kynna dvalargesti og verk þeirra Austfirðingum. Einnig stendui’ til að koma vinnu- stofu Gunnars Gunnarssonar í húsinu í upprunalegt horf og ráðgert er að á vegum stofnunarinnar verði staðið fyr- ir ýmiss konar listviðbm’ðum, bæði á Skriðuklaustri og annars staðar í fjórð- ungnum. Einnig verði lögð áhersla á að húsið verði vel aðgengilegt almenningi og tekið verði vel á móti þeim sem komi til að skoða þessa þjóðargjöf. Helgi Gíslason segir að þótt fjárheim- ildir til að ýta rekstrinum og þessum áformum fyrstu skrefin séu fyrir hendi bíði framkvæmdir þess að eignarhald jarðarinnar komist á hi’eint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.