Morgunblaðið - 15.04.1999, Side 52

Morgunblaðið - 15.04.1999, Side 52
'2 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HÓLMFRÍÐUR S. ÁRNADÓTTIR + Hólmfríður S. Árnadóttir fæddist á K\já- strönd í Grýtu- bakkahreppi í Eyja- firði 18. ágúst 1916. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund 5. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hrefna Jóhannes- dóttir, húsmóðir, f. í Ólafsvík 30.8. 1890, d. 20.11. 1959, og Árni Helgason, hér- aðslæknir á Pat- reksfirði, f. í Ólafs- vík 2.1. 1890, d. 6. aprfl 1943. Lillý, eins og hún var alltaf köll- uð, var elst fimm systkina, en þau voru María, f. 1917, d. 1935; Áslaug, tannsmiður á Patreks- firði og í Reykjavík, f. 1919, d. 1991, gift Gunnari Proppé, verslunarmanni; Helgi, verk- fræðingur í Reykjavík, f. 1921, kvæntur Bryndísi Þorsteins- dóttur, og Jóhanna, f. 1924, í sambýli Styrktarfélags vangef- inna. Lillý ólst upp á Patreksfirði ásamt systkinum sinum. Hún lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykja- vík og stundaði síð- an nám í píanóleik við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Hún lærði tann- smíði í Danmörku og hjá Halli Halls- syni tannlækni og starfaði síðan lengst af hjá hon- um, en var um tíma í Stokkhólmi við sérnám í grein sinni. Eftir lát Árna læknis fluttust þær mæðgur Hrefna og Jóhanna til Reykjavfkur og hélt Lillý þá heimili með móður sinni, en eftir lát hennar árið 1959 annaðist hún systur sína, Jóhönnu, að öllu leyti uns hún fluttist í sambýli Styrktarfé- lagsins árið 1988. Síðustu ævi- árin naut hún umhyggju starfs- fólks Elliheimilisins Grundar. Utför Lillýjar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Lillý systir mín. Nú kveð ég þig að sinni, með bæninni sem séra Einar prestur á Patreksfirði kenndi okkur sem litlum stúlkum: Vertu guð faðir, faðir minn, í Msarans Jesú nafhi, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þín systir, Jóhanna. Elsku Lillý mín. Það er erfitt að horfast í augu við það að nú ert þú ekki lengur hér hjá okkur, en margar góðar minningar frá tímunum sem við áttum saman hjálpa mér að takast á við sorgina. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín á Brávallagötuna, og oft eyddi ég heilu dögunum hjá þér og Jóhönnu þegar ég var lítill strákur. Aldrei leiddist okkur, og alltaf fundum við okkur eitthvað skemmtilegt til dund- urs. Stundum hjólaði ég hálfan bæinn til að koma til þín, og það var svo sannarlega þess virði. Gönguferðirn- ar okkar nú síðustu árin voru líka jómetanlegar. Þrátt fyrir minnisleysið hafðir þú alltaf svo margt skemmti- legt að segja, og á því hef ég tekið mikið mark og mun alltaf gera. Þú varst alltaf svo hlý og góð og ég held að ég hafi aldrei séð þig öðruvísi en með bros á vör. Allir fengu að finna fyrir góðmennsku og hlýindum frá þér, til dæmis mamma, sem leitaði oft til þín þegar eitthvað bjátaði á. Ég veit að nú eruð þið á sama stað og hafið eflaust margt að tala um. Lillý mín. Ég veit að þú ert komin þangað sem þér líður vel. Ég á eftir að senda þér hlýjar hugsanir á hverj- um degi. Eg er ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnst þér. Guð geymi þig, elsku frænka. Pétur Árnason. .. Þá hefur Lillý foðursystir okkar fengið hvíldina. Með henni er gengin ein besta manneskja sem við höfum þekkt. Góðvild, umhyggja fyrir öðr- um og örlæti eru þau orð sem koma fyrst upp í huga okkar. Hún hugsaði alltaf fyrst um aðra og fannst hana sjálfa aldrei vanta neitt. Liilý var mjög glaðvær og hafði dillandi hlátur sem smitaði út frá sér. Hún var ein- staklega bamgóð og átti auðvelt með að ná góðu sambandi við börn. Þau löðuðust að henni fyrir hennar ein- HAlæga áhuga á þeirra heimi. Okkur var hún einstök frænka. Margar góðar bemskuminningar skjóta upp kollinum frá heimsóknum á Brávallagötunni, en þar bjuggu þær lengi saman hún, amma Hrefna og Jóhanna. Alltaf var heitt kókó, sem oftar en ^^kki sauð yfir og meðlætið var ríku- (p:gt. Samt fannst Lillý við aldrei borða neitt. „Þú smakkar ekkert á þessu,“ var gjarnan viðkvæðið eftir þrjá fulla diska! „Æ, fyrirgefið hvað þetta er lítið.“ Eins er minnisstætt, þegar Lillý eignaðist lítinn Fíat, sem hún átti til að gleyma í bænum. Hún lagði ekki í vissar brekkur og alls ekki með okkur í aftursætinu, það var alltof mikil áhætta! Lillý átti góða vinkonu, Láru, sem vann í sælgætissölunni í Austurbæj- arbíói. Það voru miklir dýrðardagar, þegar við fengum að fara ókeypis í bíó, sitja í tröppunum og fara inn fyr- ir búðarborðið. Lillý var mjög höfð- ingleg í gjöfum til okkar og allt sem hún gaf var valið af einstakri natni og smekkvísi. Eftir að amma dó bjuggu þær Jó- hanna tvær saman og var umhyggjan fyrir Jóhönnu ofar öllu. Þær voru alla tíð mjög nánar, en áttu líka til að passa of mikið upp á hvor aðra! Gaman var að spjalla við Lillý, hún var svo mikill vinur í raun og hafði áhuga á svo mörgu, var mikill tónlist- arunnandi, spilaði sjálf á píanó og fór á allflesta tónleika hjá Tónlistarfélag- inu hér áður fyrr. Náttúrulækningar áttu líka hug hennar og heilnæmt fæði. Ekki var síður skemmtilegt að heyra hana rifja upp gömlu góðu dagana á Patró. Það var oft glatt á hjalla í stofunni á Brávallagötunni þegar pabbi og systumar fóru á flug í frásögnum - og atburðirnir urðu ljós- lifandi fyrir okkur hinum. Bömum okkar sýndi hún einstaka væntumþykju og hlýju. Við kveðjum elsku frænku okkar með söknuði, en ljúfum minningum. Megi hún hvíla í friði hjá afa og ömmu. Dagný, Árni og Guðrún. Hver minnmg dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þegar nánir ættingjar og vinir falla frá hvarflar hugurinn gjarnan aftur í tímann. Nú þegar við kveðjum Lillý frænku rifjast upp margar ljúf- ar minningar frá liðnum áram sem gott er að oma sér við í sorg og sökn- uði vegna fráfalls hennar. Flestar tengjast þessar minningar þeim tíma er við bjuggum saman á Brávallagöt- unni eftir að við fluttum heim frá Danmörku fyrir tíu áram. Það hefðu ekki allir opnað heimili sitt fyrir fjög- urra manna fjölskyldu og boðið henni að dvlja þar á meðan leitað var að framtíðarhúsnæði hér heima eftir langa dvöl erlendis. Ef til vill lýsir þetta eiginleikum Lillýjar best. Hún var ósérhlífin og lét þarfir annarra oftast ganga fyrir. Hún naut þess líka að láta gott af sér leiða og tók alltaf málstað þeirra sem minna máttu sín. Heiðarleiki hennar og hlýr persónuleiki gerðu nærvera hennar svo notalega. Það fundum við ekki síst þetta eina og hálfa ár sem við dvöldum hjá henni. Á þeim tíma var oft þröngt setinn bekkurinn í litla eldhúsinu hennar og var oft glatt á hjalla. Reyndar var það oft þannig í gegnum tíðina, því heimili hennar var alltaf opið fyrir vinum og ættingjum sem nutu gestrisni hennar. Okkur er minnisstætt hvað Lillý hafði mikið dálæti á öllum íslenskum mat og var umhugað um að við hin lærðum að meta slíkar afurðir við misjafnar undirtektir þó. Hún átti heiðurinn af því að seytt rágbrauð og síld með súrmjólk lagaðri úr „Kákasusgerli" varð vinsæll réttur hjá sumu okkar fólki, svona hvunndags. Aldrei fannst henni við þó gera veitingunum nógu góð skil en það var einfaldlega vegna þess að svo rausnarlega var á borð borið að ekki sá högg á vatni þegar upp var staðið. Lillý var með ein- dæmum frændrækin og á öllum af- mælum og hátíðum kom hún og gladdi okkur með gjöfum og nærveru sinni. Og það var ekki verið að kasta til hödnunum þegar valið var í pakk- ana. Nei, þar leyndist alltaf eitthvað vandlega valið og raunsnarlegt. Það var ekki síst dýrmætt fyrir dætur okkar að kynnast Lillý svo ná- ið og eiga alltaf athvarf hjá henni. Þar gátu þær dregið sig út úr þeim hraða sem oft hefur einkennt líf okk- ar og fundið sælureit þar sem alltaf var nægur tími til að hlusta, setja sig inn í viðfangsefni þeirra og rifja upp gamla daga. Já, oft spurði maður sig að því, hvaðan öll þessi þolinmæði kæmi. En svona var Lillý og með breytni sinni var hún bömunum góð fyrirmynd. Hennar lífsstíll einkennd- ist öðra fremur af því að hún setti hið huglæga ofar því veraldlega. Síðustu vikurnar var okkur öllum ljóst að hverju stefndi og kveðju- stundin kom engum á óvart. Róður- inn hafði verið þungur síðustu mán- uðina enda ágjafirnar margar. En þó svo að kraftarnir hafi verið þrotnir undir það síðasta var brosið ekki horfið þegar við kvöddumst í síðasta sinn. Þannig geymum við minning- una um Lillý í hjörtum okkar. Við kveðjum góða frænku og vin og trú- um því að nú sé hún aftur sterk og frísk í faðmi vina og ættingja sem á undan henni eru horfnir. Jónína og Þorsteinn. Elsku Lillý. Ég man þegar þú sótt- ir mig á leikskólann og við fóram heim til þín og bökuðum „ástar- punga“. Ég man þegar við fengum gamalt brauð í bakaríinu og fórum niður á Tjörn að gefa öndunum. Ég man þegar þú sendir mig út í Brekku að versla en hringdir fyrst og sagðir að ég væri á leiðinni og hvað ég ætti að kaupa. Ég man þegar þú fórst með mig á „róló“ og borgaðir fyrir sandkökuna með alvöra peningi. Ég man þegar við borðuðum rúgbrauð og sfld saman í hádeginu. Ég man þegar við Jóhanna gistum hjá þér og þú spurðir mig hvort við ættum ekki að kitla hana í tærnar svo hún vakn- aði. Ég vona að þér líði vel núna. Ég sakna þín. Þín, Unnur Arna. Þá er ég heyri góðs manns getið, mun ég minnast Lillýjar frænku, sem hefir nú hlotið þráða hvíld, en hún hafði átt við veikindi að stríða nokkur undanfarin ár. Okkar kynni hófust 1946, er ég hóf nám í tannsmíði hjá Halli L. Halls- syni tannlækni, en um það leyti lauk hún þar sínu tannsmíðanámi. Um langt árabil var það vinnustað- ur okkar beggja, þótt við ynnum þar ekki alltaf samtímis. Já, heimili okk- ar í hjarta miðbæjarins. Höfðinginn Hallur, húsbóndinn, var hrókur alls fagnaðar, því sannarlega var þar gleði og menningarbragur á öllu, og enn í dag höldum við hópinn nokkrar, sem þar kynntumst. Minningar frá skemmtilegum atvikum þess tíma era okkur enn gleði- og hlátursefni, sem treysta okkar vinabönd. Elsku Lillý, ég vil þakka þér alla góðvild og tryggð við mig og mína og bið góðan Guð að geyma þig. Systkinum þínum og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Eirný Sæmundsdóttir. EYRÚN ÁRNADÓTTIR Eyrún Árna- dóttir var fædd að Garði í Grinda- vík 29. maí 1918. Hún lést á hjúkrun- ardeild Hrafnistu í Hafnarfírði 4. aprfl síðastliðinn. For- eldrar hennar vora Petrúnella Péturs- dóttir, f. 6. nóvem- ber 1890 á Skild- inganesi á Seltjarn- arnesi, d. 11. júní 1958, og Arni Helgason, f. 27. október 1879 á Þor- valdsstöðum í Hvítársíðu, d. 19. ágúst 1956. Þau hjón bjuggu siðast á Borg í Grindavík. Systkini Eyrúnar vora 16, en þijú létust í æsku. Upp komust: Svavar, Sigfús Bergmann, Guð- rún, Guðjón, Ingólfur, Magnús, Láras, Agnes, Pétur og Arndís, en þau framantalin era öll látin. Á lífi era; Jón, Guðmundur og Snæbjörn. Hinn 3. október 1942 giftist Eyrún Karli Gunnari Karlssyni frá Karlsskála í Grindavík, f. 21. júní 1921, d. 6. mars 1992. Eyrún og Karl eignuðust þrjár dætur. 1) Ásta, f. 2. janúar 1943, hárgreiðslumeistari, gift Jens Christian Lauritsen bifreiða- stjóra. 2) Edda, f. 21. febrúar 1944, þroskaþjálfi og forstöðu- maður félagsstarfs Dvalarheim- Að kvöldi páskadags kvaddi tengdamóðir mín Eyifin Amadóttir þennan heim. Mér fannst táknrænt að það gerðist einmitt á upprisudegi frelsarans, því hann átti mikinn og fastan sess í huga hennar. Tráar- legar athafnir svo sem guðsþjónust- ur í Grindavíkurkirkju voru fastur þáttur í lffi hennar og þar lagði hún sitt af mörkum, m.a. með söng í kirkjukómum um árabil. Fleiri í hennar fjölskyldu voru einnig virkir í kirkjunnar starfi. Ami faðir hennar var organisti við kirkjuna um áratuga skeið sem og Svavar bróðir hennar. Hefðin var því rík. Rúna hafði mikið yndi af tónlist og undi sér gjarnan vel við hlustun á hana. Hún lærði að leika á orgel hjá föður sínum og spilaði sér til ánægju þegar tækifæri gafst. Það var fyrir hartnær fjómm áratugum sem ég kynntist Eyrúnu og Karli er síðar urðu tengdafor- eldrar mínir. Dúddi, en hann lést 1992, var þá sívinnandi sem fyrr og síðar. Annaðist rekstur vörabif- reiðar, síðar ásamt ámoksturstækj- um og hafði nóg að gera, féll aldrei verk úr hendi. Hann var reyndar einn af þeim fyrstu á Suðumesjum til þess að fjárfesta í slíkum vinnu- vélum. Hann átti löngum trillu og reri til fiskjar aðallega sér til ánægju en einnig til búdrýginda. Svo sem fram hefur komið var fjölskylda Rúnu fjölmenn og þurfti hún því fljótt að axla ábyrgð og taka til hendinni heima fyrir og að- stoða við heimilisstörfin. Hún nam við bamaskóla Grindavíkur og stóð hugur hennar til frekari menntun- ar en aðstæður buðu ekki upp á slíkt. Hún vann við fiskvinnslustörf og síðar einnig við kaupavinnu o.fl. störf. Um árabil rak hún ásamt manni sínum sölutum við hlið heimilis síns í Grindavík. Þá daga er stund gafst nýttu þau gjarnan til ferðalaga. Dúddi setti fljótlega hús á bíl sinn og þannig ferðuðust þau fyrr á áram vítt og breitt um landið ásamt dætrunum þrem. Árið 1966 urðu nokkur kaflaskil hjá Dúdda og Rúnu hvað frístundir varðar. Þá ila aldraðra á Suð- urnesjum, gift Finn- boga Björnssyni framkvæmdastjóra. Börn þeirra eru fimm. a) Björn, um- sjónarmaður, kvæntur Grétu Þóru Björgvinsdótt- ur, starfsmanni leikskóla. Dætur þeirra era Edda Rut, íris Lind, Sara Björg og Sigrún. b) Eyrún, tónmennta- kennari, gift Ást- ráði Haraldssyni hæstaréttarlögmanni. Sonur þeirra er Egill, en fyrir á Ást- ráður Odd og Auði. c) Auður, viðskiptafræðingur. d) Karl, hagfræðingur. e) Kristinn Víð- ir, háskólanemi og starfsm. Isl. erfðagreiningar. 3) Ásrún, f. 26. mars 1955, hárgreiðslukona, gift Kristjáni Árna Kristjáns- syni bifreiðastjóra. Börn þeirra era Árni Rúnar, Krislján Karl, Ásdís og Berglind. Eyrún ólst upp í Grindavík. Starfaði við fiskvinnslu, kaupa- vinnu og önnur störf, en rak sfðar um nokkurt árabil sölu- turn með manni sínum. Síðustu áratugina helgaði hún sig heim- ilisstörfum eingöngu. Utför Eyrúnar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. keyptu þau sumarbústaðaland í Þrastaskógi, hvar þau síðar byggðu sér hús. Varð þessi staður þeim síðan eilíf uppspretta ánægjustunda við uppgræðslu og ýmsa afþreyingu og þeim afar kær. Síðan fluttu þau frá Ási að Baðs- völlum 13, einnig í Grindavík. Dúddi, maður hennar, starfaði þá sem eftirlitsmaður hjá Hitaveitu Suðumesja í Svartsengi þar sem hann lauk sínum starfsferli. Rúnar var afar heilsteypt kona. Hún var reglusöm, ráðvönd og stjómsöm. Hún var fóst fyrir, stíf mundu sumir segja og alls ekki allra. Ég segi að hún hafi verið hreinlynd og úrræðagóð og meðal kosta hennar vora glaðlyndi og æðruleysi. Fjölskyldu sinni reynd- ist hún sem hornsteinn. Hún lét sig dæturnar og fjölskyldur þeirra einnig miklu varða. Hún fylgdist af miklum áhuga með námi og ár- angri barna, ömmubarna og langömmubarna og gladdist yfir velgengni þeirra í daglegu lífi, starfi og leik. Hennar helsta skemmtan var að taka í spil eða tefla og til hins síðasta fylgdist hún grannt með því sem var að gerast í umhverfinu og ekki má gleyma un- un hennar af tónlist sem fyrr er getið. Fyrir nokkrum áram varð Rúna fyrir áfalli sem gerði henni erfitt um vik að dvelja lengur heima. Eft- ir yfirvegum ákvað hún að leita eft- ir dvöl á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún dvaldi sl. þrjú ár. Hún undi sér vel miðað við aðstæður og starfsfólki þar era færðar þakkir fyrir umhyggju og alúð sem henni var auðsýnd. Eyrán tók veikindum sínum af hugprýði og æðraleysi og kvaddi sátt og var hvfldinni fegin. Páskadagur varð dánardægur hennar og veit ég að það þótti henni ekki miður. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og færi henni þakklæti mitt og fjölskyldunnar fyrir sam- veru sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning Eynínar Amadóttur. Finnbogi Björnsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.