Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 62
- 62 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Smáfólk Leapínq onto hís Gallop “Don’t leave Gallop back horse,he galloped across the prairie. Gallop Galiop me!;,5heeried. Gallopback Gallopback Gallop imm L wm m m m Gallop back í ' a 2-/9 ' YOU ^ DON'TLIKE WE5TEKN5? THAT HA5 TO BE THE DUMBE5T THIN6 IVE EVER READ ^r~ Hann þeysti á hesti Þeysa - þeysa- „Farðu ekki frá Þeysa til baka- Þetta er það sínum yfir sléttuna. þeysa - þeysa. mér,“ hrópaði hún. þeysa til baka. heimskulegasta sem ég hef lesið. Finnst þér ekki gaman að vestrum? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Klukkan glymur Frá Þorvaldi Logasyni: SÚ VAR tíðin, sagði skáldið, að þjðð- in átti aðeins eina sameign sem metin varð til Qár, og það var klukka. Sú klukka hékk fyrir gafli Lögréttuhúss- ins á Þingvöllum við Öxará og henni var hringt til dóma og á undan aftök- um. í sögufæðing var klukkan brotin af kóngsins böðli og flutt til Köben- havn og notuð í fallstykki. Efth' stóð íslensk sál í ásýnd þrælslegs bónda frá Akranesi og konu sem bar af öðr- um konum. Þetta var klukka hins ljósa mans. I landi dalamanna Svía- konungs var líka klukka, Maríu- klukka. Sú klukka var steypt úr dala- mjólk og dalarjóma og í deigluna var kastað hálfu borðsilfri allra fóimfæn'a heimila í dölunum. Þeh-ri klukku vai- hringt til herkvaðningar tíu þúsund manna að verja sænska sál en hún var líka að lokum brotin og notuð í fallstykki. Svo skutu Danakonungur og Svíakonungur hvor annan. Það voru erfiðir tímar. Og nú eru rannh' upp þeir erfiðu tímar, herra forseti, að íslensk þjóð á ekkert sameiginlegt, ekki einu sinni svona klukku. Því þannig er nú komið að júnk- herra landsins og forsætisráð er bú- inn að handlanga sjálfum sér og vin- um sínum öilum þeim landsins gæð- um er verðmæt geta talist. Hið eina sem eftir situi' er mannauðurinn og hugsanlega nokkrar álftir og endur sem synda hér í Kópavoginum milli yðar og undirritaðs. Allt er glatað - heita vatnið, jarðarauðæfin, fiskur sjávarins. AUt er það Fróni farið, runnið, stolið, veitt. Og nú á að kóróna svartþjófaríkið og varpa þjóðarsálinni í skjóðu. Hið ljósa man, bóndinn frá Akranesi, lærdómsmaðurinn í Köben og nú- virðismennirnir; ég og þér. Öllum á að varpa í sama myrkur og selja á ungsvínamarkaði tilraunakvikenda. Óg því spyr ég: Hvers virði er heilsa eins kotbúa úr Kópavogi? Og hvers virði er þjóðinni ein samviska forseta á Bessastöðum? Dánir og lif- andi munu ganga sömu leið. Þeir sem fara í skjóðuna stóm eiga ekki aftur- kvæmt í heim þeirra siðuðu. Sjúkling- amir eiga sér ekki málsflytjendur. Lög forsætisráðsins segja að þeim sem ekki standa upp og mótmæla, verði sjálfkrafa hent en, herra forseti, ég minni á að slík lög geta snúist gegn varðhundum sínum sjálfum. Við eigum okkur, herra forseti, heilaga samþykkt, sem nefnist stjórnarskrá. Hún er líka okkar klukka. Enginn getur brotið þessa klukku, nema þjóðin sjálf. Samt senda kóngar landsins böðla sína, reglulega, tii að brjóta þessa klukku og vér eigum okkur einungis einn gamlan klukkuvörð og það eruð þér, herra forseti, þér. Og þar sem þér sitjið nú á „garðbrotinu fyi’ir framan Bessastaði og hallist fram á stafprik- ið“ þá mun rifjast upp íyi'ir yður að klukkan að tarna er eldri en þjóðin og sumir segja, eldri en páfinn og hún er heilög og hana má ekki brjóta því hún er stolt mannsins sem meitl- aði hana á fornum tíma og ef hún er brotin í pai'ta þá er í sundur sálin og líka mannúðin og loks friðurinn. Og því er það, herra forseti, að nú er tími að minnast loforðanna, þegai' einn æruvei'ðugur hæstbjóðandi fór um landið og öðlaðist vitrun með þjóð- inni. Hann uppljómaðist af því starfi stóra klukkuvarðarins sem lands- menn skýrðu fyrir honum að væri svo þungvægt og mikilsvert að einungis væri treystandi fyrh' Guði og allra bestu mönnum og svo fór að lokum að hæstbjóðandinn sameinaðist stómm hluta alþýðunnar í þehri ærlegu taug sem aðeins þjóðin og heiðarleikinn og Guð geta skapað. Hann sór þjóðinni þann eið allra eiða að standa vörð um Islandsklukkuna andspænis öllum konungsböðlum heimsins. Og nú á að brjóta þessa klukku, herra forseti, og ég þekki fólk sem fai-ið er af landi brott og ætlar aldi'ei að snúa aftur. Og þitt er valdið, herra forseti. Til era menn í þessu landi sem segja að klukkuvörðurinn eigi að deyja böðli sínum á garðbrotinu og verða að plöntu í hlaðsteininum og sú planta megi aldrei stynja upp orði hvorki þegar klukkan er brotin, né þegai' plantan er kramin við steininn og þessa plöntu kalla þeir sömu menn, sameiningartákn þjóðarinnar. Um það hef ég aðeins eitt að segja: Hefurðu heyrt hljóm klukk- unnar? Klukkan og þjóðin eiga sér aðeins einn sameiginlegan hljóm. „Sátt okkar er atkvæðagreiðsla." Slíkur er hljómur þjóðarklukkunnar. Herra forseti, skiljið þér þennan lýð- ræðisins hljóm? ÞORVALDUR LOGASON, Skjólbraut 7, Kópavogi. Af vonarpeningum fjölmiðlanna Frá Helga Seljan: MÖRG eru þau orðin og orðatiltækin sem misnotuð eru á margan veg í okkar ágætu fjölmiðlum. Stundum er merkingunni hrein- lega snúið við. Þegar ég var að alast upp heima á Reyðarfirði heyrði ég föður minn og frænda sem og fleiri bændur tala um vonarpening þegar þeir ræddu um lélegar lífslíkur ein- hveira ánna fram á vorið. Nú í seinni tíð les ég og heyri um annars konar vonarpening á tveim fótum og þá aðallega um íþróttamenn notað, þá sem einhvers verulegs má vænta af. Þessi skelfilega orðnotkun hefur meira en lítið farið í taugarnar á mér, en þó tók steininn úr, þegar ég Ias það að sá mæti maður, Birgir ís- leifur Gunnarsson hefði á árum áður verið helzti vonai-peningur sjálf- stæðismanna. I orðabók Menningarsjóðs stend- ur skýrum stöfum að vonarpeningur merki: „eitthvað sem lítils má vænta af‘. Það fer því eðlilega ekki á milli mála hver hin rétta merking orðsins er og greinilegt að málskilningur bændanna heima var ólíkt meiri en þeirra lærðu fjölmiðlunga sem nota orðið í öfugri merkingu svo af verður hin versta hneisa fyrir þá og viðkom- andi „vonarpeninga" þem-a. í öllum bænum reynið að hafa rétta merkingu orðsins i heiðri, ann- ars fer ég að halda að um hreina von- arpeninga fjölmiðlanna sé að ræða. HELGI SELJAN, fv. alþingismaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.