Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fiðlan er rödd mín Morgunblaðið/Sverrir JUDITH Ingólfsson með Ex-Gingold á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands. Fiðlan er 316 ára gömul. „Ég hef aldrei kynnst öðru eins hljóðfæri - og mun sennilega ekki gera aftur.“ Ungur konsertfiðlari, Judith Ingólfsson, ís- lenskur ríkisborgari, búsett í Bandaríkjun- um, verður gestur Sin- --------------------7--- fóníuhljómsveitar Is- lands á tónleikum hennar í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Orri Páll Ormarsson fór að finna Judith - og fjörgamla fiðlu hennar - en frægðarsól fiðlarans hækkar nú hratt á himni vestra. BLAÐAMAÐUR er staddur í iðrum Háskólabíós, skundar til afdreps ein- leikara, knýr dyra. Pær taka báðar á móti honum, glaðbeitt- ar, glæsilegar, Judith Ingólfsson og Stradivarius-fiðlan, Ex-Gingold, sem konsertfíðlarinn fékk afhenta við viðhöfn í síðasta mánuði eftir sig- ur í alþjóðlegu fiðlukeppninni í Indi- anapolis í Bandaríkjunum. „Við er- um smám saman að kynnast," segir Judith um leið og hún Ieggur hljóð- færið frá sér ofan í tösku, ofurvar- lega, líkt og hvítvoðung, og breiðir klæði yfir, natin, umhyggjusöm. „Persónuleiki hennar er sterkur," heldur Judith áfram. „Stundum er ég ekki alveg viss hvor ræður ferð- inni, ég eða hún. Og hijómurinn. Hamingjan sanna. Hann er engu lík- ur. Umlykur allt. Eg hef aldrei kynnst öðru eins hljóðfæri - og mun sennilega ekki gera aftur. Ég þarf að minnsta kosti að verða alveg voðalega fræg til að hafa efni á að kaupa mér fiðlu af þessu tagi sjálf,“ segir þessi kurteisa og hægláta stúlka og hlær dátt en Ex-Gingold þarf hún að skila eftir þrjú og hálft ár. Þessi eðalgripur var smíðaður ár- ið 1683 af sjálfum Antonio Stradi- vari, á fyrri hluta langs og farsæls ferils þessa mesta fiðlusmiðs sem um getur. Sú staðreynd, ein og sér, gerir gripinn auðvitað ómetanlegan en við bætist að hann var til langs tíma í eigu rússnesk-bandaríska fiðlusnillingsins Josefs Gingolds. Þaðan er nafnið, Ex-Gingold, komið en meðan Gingold geystist heims- horna á milli með gripinn var hann jafnan nefndur Martinelli Stradi- vari. Judith er fædd á íslandi íyrir 26 árum. Dóttir hjónanna Ketils Ing- ólfssonar, stærð- og eðlisfræðings og píanóleikara, og konu hans, Ursulu, píanóleikara, sem er frá Sviss. Hún ólst hér upp til sjö ára aldurs en fluttist þá búferlum til Bandaríkjanna ásamt foreldrum sín- um. „Ég man vel eftir mér á Islandi. Við bjuggum hér í Reykjavík og ég gekk í Landakotsskóla. Ég minnist þess enn hve gaman mér þótti í skól- anum. Ég átti góða æsku á íslandi.“ Fiðlan hljómaði betur Fiðluna tók Judith sér fyrst í hönd þriggja ára gömul. „Ég held að móðii- mín hafi viljað að ég lærði á píanó en ég tók það ekki í mál - fiðl- an var mitt hljóðfæri, hún hljómaði miklu betur. Fyrsti fiðlukennarinn minn var Gígja Jóhannsdóttir í Tón- menntaskólanum í Reykjavík.“ í Bandaríkjunum hélt Judith áfram þar sem frá var horfið. Stund- aði meðal annars nám við Curtis- tónlistarháskólann í Fíladelfíu og tónlistarháskólann í Cleveland en þar í borg er hún einmitt búsett nú um stundir. Judith kom fyrst fram sem ein- leikari með hljómsveit á tónleikum í Þýskalandi átta ára gömul og hefur síðan haldið tónleika víða um heim, bæði einleikstónleika og sem ein- leikari með hljómsveitum. A námsárunum vann Judith til ýmissa verðlauna en það var í októ- ber 1997 að hjólin fóru að snúast. Þá varð hún í þriðja sæti í hinni rómuðu Paganini-fiðlukeppni í Genúa á ítal- íu. Sama ár varð hún hlutskörpust í D’Angelo-keppninni, alþjóðlegri keppni ungra listamanna, og hlaut þriðju verðlaun í Schadt-strengja- keppninni. „Verðlaunin í Paganini-keppninni eru mér afar kær og mér skilst að þau hafi vakið athygli á mér hér á Islandi. Að hugsa sér að það sé ekki nema eitt og hálft ár síðan þetta var, mér finnst eins og þau séu fimm - það hefur svo margt á daga mína drifið síðan.“ Judith bar nefnilega sigur úr být- um í tveimur stórum keppnum vest- anhafs í fyrra, Concert Artists Guild-keppninni og alþjóðlegu fiðlu- keppninni í Indianapolis. „Fyrri verðlaunin urðu til þess að ég komst á mála hjá umboðsfyrirtækinu Concert Ai-tists Guild sem skuld- bindur sig til að annast öll mín mál, þar á meðal alþjóðlega kynningu, í tvö ár, að minnsta kosti, þannig að mér er vel borgið í því tilliti að sinni.“ Tímamótaskref í Indianapolis Það var eigi að síður keppnin í Indianapolis sem öðru fremur greiddi götu Judithai- sem konsert- fiðlara - fleytti henni fram veginn. „Sigurinn í Indianapolis var gulls ígildi, sannkallað tímamótaskref. Sú keppni er hátt skrifuð vestra og í kjölfarið hlóðust verkefnin upp, bæði tekur sigurvegarinn sjálfkrafa á sig umtalsverðar skuldbindingar, svo vakti þetta bara heilmikla athygli á mér. Þannig er ég þegar fullbókuð næsta starfsár, mun meðal annars þreyta frumraun mína í Carnegie Hall, 1. apríl 2000, og glufunum á þamæsta starfsári fækkar jafnt og þétt. Þá mun ég leika inn á mína fyrstu geislaplötu síðar í vor, verk eftir Bach, Beethoven og fleiri. Það er varla að ég trúi þessu ennþá. Það fara spennandi tímar í hönd.“ En Judith veit að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér og þótt hún sé kom- in í gættina er ekki sjálfgefið að henni verði hleypt inn. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að nú tekur streðið fyrst við fyrir alvöru. Ég veit að ég hef náð mikilvægum áfanga en nú reynir fyrst á mig, hvernig vinn ég úr þeim tækifærum sem mér hafa gefist? íþróttamenn líta sumir hverj- ir á sigur í keppni sem hið endanlega DRAUGAR DANSA YIKIVAKA Morgunblaðið/Sverrir SIGNY Sæmundsdóttir söngkona, Petri Sakari hljómsveitarsfjóri og Atli Heimir Sveinsson tónskáld virða fyrir sér verk þess síðastnefnda. VIKIVAKI, svíta eftir Atla Heimi Sveinsson, verður frumflutt á tón- leikum Sinfóníunnar í kvöld. Um er að ræða nýja gerð eldra verks, samnefndrar sjón- varpsóperu, sem tónskáldið hefur sett út fyrir hljómsveit og eina söngrödd. Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona mun flytja verkið með hlj ómsveitinni. „Ég held að það séu tíu ár síðan ég lauk við Vikivaka. Þetta var sjónvarpsópera, pöntuð af sjón- varpsstöðvum Norðurlanda, og send út samtímis í löndunum öll- um. Thor Vilhjálmsson samdi frá- bært libretto enda gjörþekkti hann snilldarsögu Gunnars Gunnarsson- ar, sem er kveikja verksins, og er vel að sér í óperulist. Petri Sakari stjómaði Dönsku útvarpshljóm- sveitinni af snilld og dugnaði og söngvarar voru íslenskir og finnsk- ir. Kristinn Sigmundsson söng að- alhlutverkið," rifjar Atli Heimir upp og bætir við að hugmyndin að svítunni sé frá Petri Sakari komin. „Hann hefur lengi lagt að mér að gera svítu úr Vikivaka, líkt og menn hafa gert talsvert af á þess- ari öld, og loksins lét ég verða af því. Það var mjög gaman að setja þetta út aftur og heyra flutt. Það er svo merkilegt að Petri man þetta allt saman og stjórnar af sama krafti og snilld og áður.“ Atli Heimir stóðst ekki mátið að láta eina aríu fylgja með, aríu völv- unnar. „Þetta er ægilega stór aría sem lýkur á því að völvan örmagn- ast. Signý syngur þetta af glæsi- brag og reisn, þannig að ekki verð- ur annað sagt en þetta sé í mjög góðum höndum." Baksvið sögunnar, Vikivaka, er það að heimsfrægur rithöfundur hefur reist sér glæsihús, búið öllum nútímaþægindum, á öræfum Is- lands og býr þar einn. Á gamlárs- kvöld birtast hjá honum uppvakn- ingar frá liðnum öldum sem halda að rithöfundurinn sé Guð almátt- ugur og hús hans Paradís. Þeir baða sig í sundlaug hans, játa fyrir honum syndir sínar og loks er sest að veisluborði. Þá finnst uppvakn- ingunum tími til kominn að hefja vikivaka: „Ut ertú við eyjar blár, en eg að dröngum, eg er seztur að dröngum..." Dansinn magnast, hvert viðlagið rekur annað og allt í einu kveður gömul völva sér hljóðs, í djúpum transi. Hún lýsir sýn sinni, gullstiga á himni: „...Sjötíuog sjö rimar - að þeim munum við fikra okkur mót uppsölum - að ein- um undanteknum." Mögnuð draugasaga „Eg hef alltaf haft dálæti á þess- ari mögnuðu draugasögu,“ segir Atli Heimir, „tólf draugar að dansa vikivaka og einn lifandi rithöfund- ur. Gunnar var fínn sagnamaður og þegar best lét snilldarlegur. Þá skrifuðu ekki aðrir menn betur í Evrópu. Vonandi verður þetta til að beina athygli fólks í auknum mæli að sögunni." Atli Heimir segir menn hafa ráð- ið sér frá að semja sjónvarpsóperu á sínum tíma. „Æ, vertu ekki að þessu. Þetta verður aldrei flutt aft- ur,“ mun vinur hans, sænska tón- skáldið Ingvar Lidholm, meðal annars hafa sagt og segir Atli Heimir vitaskuld mikið til í því, formið bjóði ekki upp á það. „Éigi að síður hafði ég gaman af þessu, þótt ópera eigi auðvitað fyrst og síðast heima á sviði. Opera á ekki heima í sjónvarpi, frekar en bók á heima á hljóðsnældu eða málverk á tölvuskjá, þótt þetta geti verið ágætt út af fyrir sig. Þess vegna ætla ég einhvern tíma að endur- semja Vikivaka fyrir leiksvið. Og efnið er til því við urðum að stytta sjónvarpsóperuna töluvert á sínum tíma. Ástæðan fyrir því var öðru fremur sú að óperan mátti ekki vera sekúndu lengri en ein klukku- stund í flutningi. Eins og það gekk vel að semja við sjónvarpsstjórana fimm, þeir urðu við öllu öðru og ekkert var til sparað, þá hvikuðu þeir ekki frá þessu giundvallarat- riði - Dallas-lengdin var látin ráða,“ segir Atli Heimir og hlær dátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.