Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gert er ráð fyrir um 3.000 til 4.000 manna byggð í Áslandi í Hafnarfírði Mikil eftirspurn er eftir lóðum GATNAGERÐARFRAMKVÆMDIR við fyrsta áfanga byggingarsvæð- isins í Áslandi í Hafnarfirði eru þegar hafnar. Mikil eftirspurn er eftir lóðum en þær fyrstu verða afhentar í lok júlí. Þakka réttum viðbrögðum að ég er enn á lífi GÍSLI Sigurðsson, 19 ára Skagfirðingur, var út- skrifaður af sjúkrahúsi í gær en hann hlaut alvar- lega hálsáverka í skíða- slysi í Bláíjöllum 2. aprfl síðastliðinn. Gísli var lamaður fyrir neðan háls í fjóra daga en er nú kominn á ról þótt. hann sé máttfarinn ennþá. Gísli er á stærðfræði- braut í Menntaskólanum við Sund og býr hjá föð- urbróður sínum, Karli Magnúsi Krisljánssyni, íjármálastjóra Alþingis. Hann stundar líka söng- nám í Söngskólanum í Reykjavík og lærði klass- ískan pianóleik í níu ár. Hann fór með frænda sínum og vini á skíði á föstudaginn langa í Blá- ^ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Qöll. Þeir lögðu af stað GÍSLI Sigurðsson á Sjúkrahúsi Reykjavík- upp úr kl. 13 „þegar ég ur daginn áður en hann var útskrifaður. MIKIL eftirspurn er eftir lóðum í Aslandi í Hafnai'firði, en um 150 einstaklingar og 40 verktakafyrir- tæki sóttu um 76 sérbýlislóðir og flest verktakafyrirtældn sóttu einnig um fjölbýlishúsalóðimar, en þar er gert ráð íyrir 72 íbúðum. Að sögn Kristins Ó. Magnússonar bæjarverkfræðings kom þessi mikla eftirspum ekki á óvart þar sem lítið framboð hefur venð af lóðum í Hafnarfirði undanfarin ár. Hann sagði að lóðunum hefði enn ekki veri úthlutað, en að það yrði gert á næstunni. Lóðir afhentar í lok júlí Hin nýja íbúðabyggð, sem verður 148 íbúðir, þ.e. 40 einbýlishús, 20 parhús, 16 raðhús og 72 fjölbýlis- húsaíbúðir, afmarkast af Reykja- nesbraut að norðan, hlíðum Asfjalls að austan, Stekk að vestan og fólk- vangsmörkum að sunnan. Kristinn sagði að gatnagerðar- framkvæmdir stæðu nú yfir og gert væri ráð fyrir að lóðir yrðu afhentar í lok júlí. Hann sagði að gatnagerð- arframkvæmdunum lyki í septem- ber. Ekið er inn á hið nýja svæði um mislæg gatnamót Asbrautar og Reykjanesbrautar, en vegna hávaða frá Reykjanesbraut verða reistar þriggja metra háar hljóðmanir á milli byggðar og vegar. Það sem fyrst blasir við þegar ekið er inn á svæðið eru Ásvellir, íþróttasvæði Á FUNDI borgarráðs sl. þriðjudag var deilt um lóðarúthlutun í Laug- ardal til Bíós hf., en fyrirtækið er í eigu Jóns Ólafssonar og Helgu Hilmarsdóttur. Borgarstjóri lagði fram tillögu um að viðræður yrðu teknar upp við forsvarsmenn fyrir- tækisins um þarfn- og hvernig þær hugmyndir sem umsóknin byggist á falla að notkun og skipulagi Laug- ardals. Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokks hafna áformum um lóðarúthlutun í dalnum fyrir bíó og leiktækjasal og benda á að Laugar- dalur sé miðstöð íþrótta og útivistar í borginni. Tillaga borgarstjóra var samþykkt með fjórum atkvæðum Hauka, en ráðgert er að verslunar- og þjónustusvæði rísi gegnt því. Þessi punktur verður upphaf og endir hringvegar, sem mun tengja svæðið saman, en innan hringsins verður íbúðabyggðin og í jaðrinum er gert ráð fyrir verslun, þjónustu, iðnaði og stofnunum. Katta- og hundahald bannað Gert er ráð fyrir um 3.000 til 4.000 manna byggð á þessu svæði í meirihluta gegn þremur atkvæðum minnihluta. I fyrri bókun sjálfstæðismanna kemur einnig fram að dalurinn sé Reykvíkingum og borginni til sóma. Grasagarðurinn, Fjölskyldugarður- inn og Húsdýragarðurinn gefi svæðinu aukið gildi til útiveru og heilsusamlegrar hreyfingar eins og vinsældir þeirra beri vitni. Dalurinn sé að verða fullmótaður og fullnýtt- ur og þessum síðasta reit sem eftir er á svæðinu beri að úthluta undir íþróttastarfsemi eða til annarra starfsemi tengdri útiveru og fjöl- skyldunni. I bókun borgarstjóra er minnt á framtíðinni, en í fyrsta áfanga er áætlaður íbúafjöldi um 600, að sögn Kristins. Hann sagði að einn skóli yrði byggður á svæðinu og tveir leikskólai', og að áætlað væri að skólinn og annar leikskólinn hæfu starfsemi um haustið árið 2001. Allt katta- og hundahald verður bannað í Áslandi vegna þess að svæðið er friðlýst og við Ástjörn er eina árlega varpland flórgoðans á Suðvesturlandi. að borgarráð hafi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að gefa Landssímanum fyrirheit um lóð fyr- ir skrifstofuhúsnæði í Laugardal. Sú krafa hafi reyndar verið gerð til fyrirtækisins að í hluta húsnæðisins yrði gert ráð fyrir starfsemi sem gæti tengst hlutverki dalsins. Þá segir, „Er erfitt að koma auga á hvernig sjálfstæðismenn geta fært rök fyrir því að standa við slík fyrir- heit í Laugardalnum en neita jafn- framt alfarið að nokkrar viðræður eigi sér stað við Bíó hf. um starf- semi á svæðinu sem hugsanlega gæti samræmst betur hlutverki dalsins sem fjölskyldu-, útivistar- og íþróttasvæðis“. Loforð um tónlistarhús í síðari bókun sjálfstæðismanna segir að loforð hafi legið fyrir um lóð fyrir tónlistarhús í suðausturhorni umrædds svæðis næst Glæsibæ og að fyrirheit um lóð til Landssímans taki til þess svæðis. „Öll frekari áform um úthlutun lóða skerða mjög svigrúm fyrir aukna íþrótta- og fjöl- skyldustarfsemi sem Laugardalur- inn hefur verið helgaður. Það vekur furðu að formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs skuli ljá því máls að út- hluta lóð fyrir kvikmyndahús og leiktækjasal í Laugardal." Steinunn Valdís Óskarsdóttir, foi-maður íþrótta- og tómstunda- ráðs, bendir á í sinni bókun að til- laga borgarstjóra feli í sér viðræður við Bíó hf. en ekki lóðarúthlutun, sem væri sjálfstætt mál. Sjálfsagt væri að ræða við forsvarsmenn Bíós hf. um hvaða áform væru uppi um starfsemi á svæðinu áður en kveðið væri upp úr með að starfsemin myndi skaða ímynd dalsins sem íþrótta-, afþreyingar- og útivistar- svæðis. _____ var búinn að sofa úr mér árshátíðina," segir Gísli, en hann vinnur jafnframt sem þjónn á Radisson SAS hótelinu þar sem starfsfólk hélt árshátíð á skír- dag. Þar söng Gísli meðal annars einsöng fyrir vinnufélagana. Datt ofarlega í íjallinu „Við vorum liklega ekki búnir að renna okkur í meira en 3-4 tíma þegar slysið varð. Ég fór alla leið upp á topp með toglyft- unni með strákunum. Þeir ákváðu að fara til hægri í beygj- una en ég ætlaði beint niður til hægri þar sem er brattast, eins og ég hef margoft áður gert. Ég tók gömul skíði með mér vegna þess að ég fann ekki þau nýju. Það verður að segjast eins og er að þau gömlu voru ekki nógu góð. Ég held að hægra skíðið hafi losnað við hælinn og það fór í kross fyrir hitt skíðið. Þegar ég var kominn á nokkuð mikla ferð datt ég mjög ofarlega í fjallinu og lenti á vinstri hliðinni. Ég missti skíðið og rann niður með fæturna á undan mér. Sjónar- vottar segja að ég hafi runnið á ójöfnum og kastast upp og enda- stungist jafnvel nokkra tugi metra. Svo á ég að hafa runnið meðvitundarlaus niður tæplega tvo þriðju hluta leiðarinnar niður af íjallimi með höfuðið á undan. Það var harðfenni niður alla leið- ina og ég var í vattúlpu sem veit- ir ekki mikla mótstöðu í rennsli. Læknar telja ástæðuna fyrir því að ég missti meðvitund ekki vera þá að ég hafi fengið svo mikið högg á höfuðið heldur þá að hnykkur sem ég fékk á hálsinn hafí klemmt æðar sem liggja til höfuðsins," segir Gísli. Rétt viðbrögð á slysstað Við fallið losnaði hálsliður á Gísla úr falsi og sneri höfuð hans 145 gráður út á hlið þegar komið var að honum meðvitundarlaus- um. Gísli segir að aðeins sinar og liðbönd hafi haldið. „Ég þakka það fyrst og fremst réttum viðbrögðum á slysstað að ég er enn á lífi.“ Óþekktur skíða- maður kom fyrstur að honum meðvitundarlausum. „Þetta er einhver sem hefur haft vit á þessu. Ég lá þarna með höfuðið úti á hlið. Mér er sagt að hann hafi athugað öndunina og púls- inn og ákveðið að hreyfa mig ekki neitt. Þetta voru alveg rétt viðbrögð því það mátti ekki hreyfa mig um einn sentímetra," segir Gísli. Hann segir að öll fyrsta hl'álp hafi verið óaðfinnanleg í Bláfjöll- um, ekkert fum eða mistök urðu hjá starfsmönnum á skíðasvæð- inu. Áhættusamt hefði verið að flytja Gísla í sjúkrabfl og því tel- ur hann það einnig hárrétta ákvörðun að kalla til þyrlu Land- helgisgæslunnar. A Sjúkrahúsi Reykjavíkur tóku læknar þá ákvörðun að setja háls Gísla í strekk og að morgni 3. aprfl hafði hálsliðurinn farið í réttar skorður. Erfitt var að greina hvort áverkar hefðu orðið á mænu Gísla þar sem ekki er til segul- ómunartæki á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Gísla þykir þó lík- legt að mænan hafí bólgnað því honum voru gefin steralyf sem draga úr bólgumyndun og finnst honum sem hann hafi smám sam- an fengið meiri mátt eftir það. Hann fór að geta hreyft sig á fimmta degi eftir slysið og segir hann að það hafi gerst mjög skyndilega. Gísli var sendur í gær á Land- spítalann í heilalínurit til þess að ganga úr skugga um hvort súr- efnisskortur til heilans hafi vald- ið skemmdum. „Það er a.m.k. ekkert sem ég finn fyrir en það verður að athuga það. Eftir það má ég bara fara heim. Ég hef hugsað mér að fara í skólann þótt ég taki ekki prófín fyrr en næsta haust. Mig langar að vera með aðeins í lokin og hitta vinina sem hafa verið frábærir við að heimsækja mig,“ sagði Gísli. Könnun á Norður- landi eystra Vinstri- hreyfingin næði manni 'VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð fengi 18,6% at- kvæða og einn mann kjörinn samkvæmt skoðanakönnun, sem Gallup gerði á Norður- landi eystra fyrir Ríkisútvarp- ið og birtist í gær. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknar- flokkurinn tvo menn og 32% atkvæða, Sjálfstæðisflokkur einn mann og 29,9% atkvæða og Samfylkingin sömuleiðis einn mann og 18,2% atkvæða ef kosið yrði nú. Könnunin var gerð dagana 9. til 13. apríl og var úrtakið 800 manns í kjördæminu. Hafðu það hlýtt Varma og silkiundirfatnaðu THERMAL-undirlatnaður Kynningarverð Varmabuxur síðar 2.490 Varnabolir 2.490 Varmabolir m/rúllu- kraga/rennilás 2.980 Síðar silki- buxur 4.890 Silki bolir 4.490 laugavegtzs síiuiuuiusou Spoít ÚTIVISTARBÚÐIW við Umferðarmiðstöðina Sími 551 9800 Deilt um lóðarumsókn Bíós hf. í Laugardal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.