Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Atlantshafsbandalagið (NATO) eykur mjög liðssafnað sinn á Balkanskaga
Segja land-
hernað ekki
í uppsiglingu
París, Bonn, Washington, Lundúnum. Reuters, The Daily Telegraph.
HERNAÐURINN
PRÁTT fyrir töluverðan þrýsting
sérfræðinga og almennings hafa
leiðtogar Atlantshafsbandalagsins
(NATO) haldið sig við þá ákvörðun
að landher verði ekki sendur inn í
Kosovo eins og sakir standa, m.a.
vegna hættu á verulegu mannfalli
innan hersveita bandalagsins. Hins
vegar eru teikn á lofti um að afstaða
NATO hvað þetta varðar hafi tekið
nokkrum breytingum. Til að mynda
eykst þessa dagana liðssafnaður
bandalagsins jafnt og þétt við
landamæri Albaníu og Makedóníu,
en komi til landhernaðar af hálfu
NATO, telja sérfræðingar líklegast
að honum verði beitt þaðan. Að auki
hefur Wesley Clark, yflrmaður her-
afla NATO, beðið um að aukinn
vopnabúnaður verði sendur á
Balkanskagann sem vekur efa-
semdir um að loftárásimar gangi
eins vel og af hefur verið látið.
í kjölfar innrásar serbneskra her-
sveita inn í Albaníu í vikunni hefur
liðssafnaður bandarískra og evr-
ópskra hermanna aukist í Albaníu
og Makedóníu. Af því er Was-
hington Post skýrði frá í gær, ætla
Frakkar að senda 700 manna herlið
og Bretar 1.800 hermenn til Ma-
kedóníu auk skriðdreka og frekari
vopnabirgða.
Fyrir utan það herlið sem Bretar
og Frakkar hafa sagst munu senda
nú, er fyrir um 11.000 manna herlið
á vegum NATO í Makedóníu. Um
2.000 hermenn bandalagsins eru nú
komnir til Albaníu og er stefnt að
því að 8.000 manna herlið verði búið
að koma sér þar fyrir innan
skamms.
Clark hefur óskað eftir því að 300
herflugvélar og 24 Apache-árasar-
þyrlur til viðbótar verði sendar til
Balkanskaga og hefur Bandaríkja-
stjórn í framhaldi af því lagt fram
beiðni í þinginu um að fjármagni til
hemaðaríhlutunarinnar í Jú-
góslavíu verði aukið í alls fjóra
milljarða dollara.
Clark lýsti því yfír í gær á fundi
með blaðamönnum, að héðan af
yrðu árásir NATO hertar og að þær
muni standa yfír þangað til Milos-
evic skipar hersveitum sínum að
draga sig út úr Kosovo.
Ekki verið að undirbúa
innrás landhers
NATO-ríkin leggja áherslu á að
þessi aukni liðssafnaður sé ekki lið-
ur í að undirbúa innrás landhers,
heldur sé herliðinu ætlað að vinna
við flóttamannahjálp og að undirbúa
það fríðargæslustarf sem fram á að
fara í héraðinu eftir að loftárásun-
um lýkur.
Hins vegar eru menn ekki á eitt
sáttir um hvernig eigi að túlka þess-
ar breytingar. Upphaflegt markmið
NATO með loftárásunum var að
stöðva þjóðernishreinsanir Serba á
Kosovo-Álbönum, en þvert á móti
jukust aðgerðir Serba eftir að loft-
árásimar hófust 24. mars sl.
Vegna þessa hefur þeim fjölgað
sem hlynntir em því að landher
verði sendur inn í héraðið.
Einnig hefur ósk Clarks um auk-
Reuters
NATO eykur nú herafla sinn á Balkanskaga. Herskipið HMS Invincible hélt þangað á þriðjudag.
inn vopnabúnað ekki þótt styðja
fyrri yfírlýsingar hans um að loft-
árásimar séu að ná tilætluðum ár-
angri.
Að sögn sérfræðinga þyrfti a.m.k.
8.000 hermenn til að verja landa-
mærin milli Albaníu og Kosovo og
til að ráðast inn í Kosovo væri þörf
á um 75.000 manna herliði á vegum
bandalagsins. Eins og stendur væm
hersveitir NATO því ekki í stakk
búnar til að ráðast gegn Júgóslavíu-
her, væri það vilji aðildarríkjanna.
Fimm leiðir koma til greina
Breska blaðið The Daily Tel-
egraph segir að pólitískur stuðning-
ur við að senda landhersveitir inn í
Kosovo virðist vera að aukast en að
aðgerðin geti hins vegar orðið erfið
í framkvæmd. Héraðið sé erfitt yfir-
ferðar og geti Milosevic verið nokk-
uð öruggur um að NATO lendi í
vandræðum með innrás. Helst hef-
ur verið rætt um fimm möguleika á
innrás, en allir séu þeir vandasamir.
Besti herfræðilegi kosturinn er
innrás frá Makedóníu. Þar er fyrir
mikið lið NATO-sveita og vegteng-
ingar góðar við Kosovo. Hins vegar
hafa stjómvöld í Makedóníu lagst
gegn því að ráðist verði inn í Kosovo
af makedónískri gmnd auk þess
sem Grikkir, nágrannar Makedón-
íumanna, hafa lýst yfir efasemdum
um ágæti slíkrar árásar. Annar
möguleiki er að ráðast inn í Kosovo
frá Svartfjallalandi en áður en til
slíks kæmi þyrfti NATO að berjast
við aðra herdeild júgóslavneska
hersins, sem er í Svartfjallalandi.
Þá hefur verið rætt um að nota
Ungverjaland, sem nýverið gerðist
aðili að NATO, sem stökkpall inn í
héraðið. Vegakerfi þar er talið mjög
gott og flugvellir landsins ættu að
geta annað því álagi sem innrás
fylgdi. Hins vegar á Ungverjaland
ekki landamæri að neinu öðra
NATO-ríki og yrði því berskjaldað
ef til mikilla átaka kæmi. Auk þess
er talið að slíkar aðgerðir gætu orð-
ið mjög umdeildar í landinu þar sem
fólk af ungverskum ættum er fjöl-
mennt í Vojvodina-héraði í norður-
hluta Serbíu. Fjórði möguleikinn
sem nefndur hefur verið er að hefja
innrás frá Albaníu, en slíkt gæti
orðið mjög vandasamt herfræði-
lega. Vegakerfi landsins er í molum,
rafmagn af skornum skammti og
símakerfi í lamasessi.
Er þá aðeins einn kostur ónefnd-
ur og er hann að nota íállhlífaher-
sveitir sem studdar væru ormstu-
vélum og árásarþyrlum. I því sam-
bandi hefur 18. fallhlífahersveit
Bandaríkjahers verið nefnd en hún
var notuð með góðum árangri í
Flóabardaga 1991. Galli þeirrar
ráðstöfunar er þó sá að sveitimar
verða að vera búnar fremur léttum
vopnum auk þess sem þær eru al-
gerlega háðar vistum sem berast
loftleiðina.
Grunsemdir
um njósnir
innan NATO
GRUNUR leikur á að njósnari
sé að störfum innan Atlants-
hafsbandalagsins (NATO),
sem gefi stjórnvöldum í Ser-
bíu vísbendingar um loftárásir
bandalagsins í Júgóslavíu.
Dagblaðið The Times skýrði
frá því í gær að í a.m.k. þrjú
skipti hafi stjómvöld í Serbíu
fyrirskipað fólki að yfírgefa
svæði þar sem svo sprengja
hafi sprangið skömmu síðar.
Til að mynda tæmdust búðir
serbneskra hermanna eftir að
neyðarboði hafði verið útvarp-
að þess efnis að yfirgefa ætti
búðirnar hið fyrsta. Örfáum
mínútum síðar féll þar
sprengja, af því er starfsmenn
NATO í Washington og Bms-
sel sögðu í samtali við sjón-
varpsstöð ABC.
I kjölfar þessa leikur gran-
ur á því að meðal æðstu
starfsmanna í herstjóm
NATO sé njósnari sem komi
boðum til Slobodan Milosevic,
forseti Júgóslavíu, um það
hvar og hvenær loftárásir
verði næst.
Wesley Clark, yfirmaður
herafla NATO, útilokaði ekki
að fótur væri fyrir þessum
grunsemdum á blaðamanna
fundi í gær. Hann kvað ráð-
stafanir hafa verið gerðar til
að koma í veg fyrir að leyni-
legar upplýsingar kæmist í
hendur serbneskra stjórn-
valda.
Lúkasjenko
heimsótti
Milosevic
ALEXANDER Lúkasjenko,
forseti Hvíta-Rússlands, og
Slobodan Milosevic, forseta Jú-
góslavíu, féllust í faðma þegar
Lúkasjenko kom í heimsókn til
Belgrad í gær en Milosevic
hefur ekki komið fram opin-
berlega með þessum hætti frá
því árásir Atlantshafsbanda-
lagsins á Júgóslavíu hófust í
siðasta mánuði. Lúkasjenko
sagði áður en hann hélt til
fundar við Milosevic að hann
væri ekki ólíklegri en hver
annar til að miðla málum í Jú-
góslavíudeilunni en kvartaði
Reuters
hins vegar yfir því að fulltrúar
NATO hefðu reynt að koma í
veg fyrir Júgóslavíuför sína.
Arkan eftirlýstur
Lundúnum, Haagf. Reuters.
ALÞJÓÐLEGI glæpadómstóllinn í
Haag í málum fyrrverandi Júg-
óslavíu hefur gefið út ákæra á
hendur Arkan, leiðtoga vopnaðra
hersveita Serba. Hann er m.a. sak-
aður um að hafa framið eitt af
verstu grimmdarverkum sögunnar,
af því er George Robertson, varna-
málaráðherra Bretlands segir.
Arkan, eða Zeljko Raznatovic
eins og hann heitir fullu nafni, er
m.a. sakaður um að hafa myrt 250
karlmenn á hrottalegan hátt í
króatíska bænum Vukovar árið
1991. Robertson sagði hann ekki
geta upplýst um alla þá glæpi sem
hann væri ákærður fyrir en nefndi
þessi fjöldamorð sem dæmi.
Arkan er leiðtogi vopnaðra her-
sveita sem kalla
sig „tígi-isdýrin“
og þekktar era
fyrir gífurleg of-
beldisverk í stríð-
inu í Króatíu og
Bosníu.
Að sögn Ro-
bertson hefur
Arkan ferðast á
milli fangelsa í Serbíu síðustu miss-
eri og beðist lausnar glæpamanna
sem hann fær svo til að fremja
ódæðisverk í Kosovo.
„Með harðsvíraða glæpamenn
eins og þá sem eru að störfum í
Kosovo, er það engin furða að svo
margt fólk hafi flúið heimili sín,“
sagði Robertson.
Jack Kevorkian
dæmdur í 10-25
ára fangelsi
Reuters
JACK Kevorkian handjárnaður eftir að hann var
dæmdur í fangelsi fyrir að hafa orðið dauðvona
manni að bana með banvænni sprautu.
Pontiac. Reuters.
BANDARÍSKI
meinaíræðingur-
inn Jack Kevorki-
an var í gær
dæmdur í 10 til 25
ára fangelsi í
Michigan fyrir að
hafa valdið dauða
sjúklings, sem lá
fyrir dauðanum
vegna ólæknandi
sjúkdóms, með því
að gefa honurp
banvæna sprautu.
Kevorkian seg-
ist hafa hjálpað
130 dauðvona
sjúklingum að
binda enda á líf
sitt. Hann lét taka
dauða eins sjúk-
lingsins, Thomas
Youk, upp á
myndband og
hluti upptökunnar
var sýndur í sjón-
varpi. Hann manaði síðan yfirvöld til
að sækja sig til saka til að fá úr því
skorið hvort heimila ætti líknardráp.
„Þessi réttarhöld snerast ekki um
það hvort líknardráp séu pólitískt og
siðferðilega réttlætanleg," sagði dóm-
arinn við hinn ákærða. „Þau snerast
öll um þig. Þau snerust um lög-
leysu... Enginn er hafinn yfir lögin.“
Kevorkian brosti þegar hann var
leiddur út úr dómsalnum í handjárn-
um. Saksóknaramir í málinu sögðu
að Kevorkian, sem er sjötugur, gæti
fengið reynslulausn eftir tæp sjö ár.
Dómarinn gat dæmt hann í allt að
lífstíðarfangelsi.
Fyrir dómsuppkvaðninguna hafði
ekkja Youks beðið dómai-ann um að
sýna Kevorkian miskunn þar sem
sjúklingurinn hefði sjálfur viljað
deyja og óskað eftir banvíenni
sprautu.