Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 55 Elsku amma. Við sendum þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Pig umvefji blessun og bænir, við biðjum að þú sofir rótt. Pó svíði sorg okkar hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Við þökkum þau ár sem við áttum þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug okkar fer. Pó þú sért horfinn úr heimi, við hittum þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, við vitum að afi, Pétur, Telma Rut litla og Svanlaug- ur taka vel á móti þér. Sofðu rótt. Ingibjörg, Viktor, Emma og Jón Unnar. Garðar, Kristín, Ingeborg og Bjarni Ingi. Ömmu verður hvorki lýst í fáum né mörgum orðum, því svo einstök er hún í mínum huga. Amma var fyrst og fremst amma og langamma og fyrir það lifði hún. Orð þriggja ára sonar míns, þegar hann tók mjmd af langömmu sinni og kyssti hana og sagði: „Hún er svo góð,“ segja meira um ömmu en þúsund orð. Amma var guðrækin og mjög trúuð kona, og í gegnum lífið þurfti hún oftar en ekki að leita eftir styrk og huggun í bænum sínum. Frá því að ég var lítill strákur hef ég vitað að amma ætti sérstaka bankabók sem ætti að notast fyrir jarðarför- inni þegar þar að kæmi. Amma sá fyrir öllu, hún borgaði fyrir sína eig- in jarðaför. Margir muna eftir Öddu ömmu frá þeim tima þegar hún rak Gistiheimilið á Þingeyri ásamt afa. Þar naut margur minnimáttar að- hlynningar sem aldrei var greidd, en gladdi þau. Þessi rekstur var bæði afa og ömmu til mikils sóma. Ömmu varð aldrei misdægurt í fjár- málum. Viku fyrir andlát sitt lét hún fara með sig af spítalanum til þess að komast í banka og greiða sína reikninga. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Ætli okkar sterka samband, amma mín, hafí byrjað nokkru eftir að ég var fæddur, er þú vaktir yfír mér nóttina sem læknirinn sagði þér að búast ekki við að ég hefði það af? En þú gafst ekki upp, frekar en fyrri daginn og blést í mig lífi. Ekki tókst mér að blása lífi í þig, elsku amma mín, síðustu nóttina þína. Það var þessa sömu nótt sem þú valdir mér nafn og þér tókst síðar að telja foreldra mína á að skíra mig því nafni sem ég heiti. Og fyrstu ár- in mín sem ég og foreldrar mínir bjuggum hjá ykkur afa á Klöpp, og síðar þegar ég bjó hjá ykkur afa á Hótelinu. Þrátt fyrir langan vinnu- dag hafðh-ðu alltaf tíma til þess að segja mér músasögur og alltaf sástu til þess að mýsnar slyppu frá kettin- um. Allar stundirnar okkar þegar þú varst í kleinubakstrinum og síð- iiimiimmi rr; H H H H H H H H H H Erfisdrykkjiir ¥- PERLAN Sími 562 0200 asti kleinubaksturinn okkar fyrir nokkrum árum er mér h'ka minnis- stæður. Mér þóttu líka jólagjafím- ar, stórar og smáar, frá þér og afa og síðar þér, alltaf sérstakar. Eg geymdi þær alltaf þar til síðast, meira að segja á síðustu jólum og stóð ég mig að því, þó orðinn hálf- fertugur. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á allar gjafirnar sem þú færðir mér og hinum ömmu- og langömmubörnunum þínum, af gull- ströndinni þinni. Ég vil líka þakka þér fyrir hversu raungóð þú varst bæði við Jo og Bettý og börnin mín. Einnig þegar þú sagðir við mig að þú værir líka amma hennar Evu Maríu, fósturdóttur minnar, sem og þú sýndir síðan í verki. Þegar ég er hér að hugsa til þín, amma mín, verða veikindi þín und- anfarna mánuði sterk í huganum. Þá sérstaklega viljinn og baráttan hjá þér við sjúkdóminn. Á síðustu jólum þegar þú varst hjá okkur og Bettý var veik, var eins og þú fyllt- ist aukaorku og vildir hjálpa mikið til og gerðir það. Eins og ávallt þýddi ekkert að banna þér eitthvað ef þú varst búin að bíta það í þig. Og þegar þú baðst mig að skutla þér heim eftir matinn síðasta gamlárs- dag, og við fengum okkur kaffí við eldhúsborðið hjá þér í Austurbrún- inni. Við gleymdum okkur svo í inni- legum samræðum, að það var næst- um því komið nýtt ár þegar við upp- götvuðum það, og þú hafðir svo miklar áhyggjur af að ég næði ekki heim fyrir miðnætti til konu og barna. En eins og þú veist hafðist það. Loforðið sem þú þá gafst mér, er við kvöddumst þetta kvöld, að þú mundir ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana, þá segi ég þér það hér, elsku amma mín, að þú stóðst við loforðið og miklu meira en það. Síðasti sunnudagsbíltúrinn okkar þegar við fórum upp á Akranes og fengum okkur steikta ýsu í Borgar- nesi, mun ávallt lifa í minningunni. Síðasti kaffisopinn okkar saman í Austurbrúninni, þegar þú vildir fá að segja mér brandara. Þú sagðist hafa sagt við konu eina að þú værir komin á ný lyf, og hún á að hafa sagt við þig að nú væri „ekki mikið eftir, Adda mín“ og þú sagðir við mig: „Hvað er hún að segja svona, eins og ég ætli að fara að hrökkva uppaf strax.“ Því miður reyndust þessi orð sönn, en eins og ávallt, amma mín, lést þú ekki slá þig út af laginu. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hjá þér á Landspítl- anum síðasta sólarhringinn og þú veist ekki hvað ég er þakklátur fyrir að hafa getað átt tjáskipti við þig og samræður okkar Laugu við þig þarna um morguninn taka öllu öðru fram. Ég er þér sérstaklega þakk- Iátur fyrir það, elsku amma, að Arn- ar bróðir skyldi ná að komast í tæka tíð frá ísafirði til þess að kveðja þig. Ég er líka þakklátur fyrir þá að- hlynningu sem starfsfólk 11E á MINNINGAR Landspítalanum sýndi þér og jafn- framt þá umhyggju sem það bar fyrir þér svo og hún Lóa á Heima- hlynningunni, þið eigið allar mínar þakkir fyrir. Það er skondið að hugsa til þess nú, að fötin sem stelp- urnar völdu á þig fyrir hina hinstu hvílu, og án þess að þær vissu það, þá eru þetta einu fötin sem ég valdi á þig sjálfur um ævina. Ég veit það, elsku amma, hvað þú hlakkaðir mik- ið til þess að fiytja í nýja húsið okk- ar nú í sumar. Við munum búa um rúmið þitt þegar við flytjum og kveikja á kertaljósi við rúmgaflinn. Mér finnst ég varla heill né hálfúr maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt verð ég að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Horfið er nú sumarið og sólin í sálu minni hefur gríma völd. I æsku léttu ís og myrkur jólin, nú einn ég sit um vetrarkvöld. Ég gái útum gluggann minn. Hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar ég reyndar sé þig allsstaðar. Pá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (V.Vilhj.) Ég bið ykkur, frænkur og frænd- ur, að varðveita minninguna um ömmu okkar vel með Guðs hjálp. Ég kveð þig nú, elsku amma mín, eins og ávallt áður: Við sjáumst. Megirðu hvíla í Guðs friði. Kristján Sigurður. Ai-nfríður Sigurðardóttir, Adda amma, barn Islands, hvað þú elskaðir þjóð þína, land þitt og mest af öllu fjölskyldu þína. Ég þakka Guði fyrir þau forréttindi að fá að hafa verið hluti af þeirri fjölskyldu og fengið hlut í þínu lífi. Eg á bara góðar minningar um þann tíma sem við áttum saman og þú ollir mér aldrei sorg eða eftirsjá. Sögurnar sem þú sagðir mér, hjálpuðu mér betur að skilja hið dásamlega fólk á íslandi og landið sjálft. Þitt skilyrð- islausa samþykki á ungri stúlku frá öðru landi. Þolinmæði og góð- mennska voru svo ríkur þáttur í fari þínu. Foreldrar mínir og systir, Catherine, munu aldrei gleyma þér og þakka þér þann tíma og þekk- ingu sem þú veittir. Nú þegar þú ert hjá þínum elskaða Guði, meg- irðu hvíla í friði, hamingjusöm í hans umsjá. Ég mun ætíð minnast þín af ást. Fjölskyldu þinni vottum við, ég og Alexandar Týr, okkar dýpstu samúð yfir þeim missi sem þið hafið orðið fyrir. Jo Flynn. t Hjartkær systir mín, LUKKA ÞÓRHILDUR ELÍSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðjudaginn 13. apríl. Björg Elísdóttir. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS H. SIGURÐSSON, Hólmagrund 13, Sauðárkróki, er lést sunnudaginn 11. apríl, verður jarðsung- inn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 17. apríl kl. 11.00. Sigurlaug Magnúsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Unnur Elfa Guðmundsdóttir, Jón Viðar Magnússon, Alfa Lára Guðmundsdóttir, Guðmundur Víðir Guðmundsson, Sigurlaug Rún Jónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSBJÖRN ÓLASON frá Víðigerði, lést á Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 13. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GUÐMUNDUR GUÐGEIRSSON bókbindari, Stangarholti 6, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu- daginn 16. apríl kl. 15.00. Jónína Einarsdóttir, Guðgeir Einarsson, Sjöfn Stefánsdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Hallur Kristvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sambýliskona, frænka, mágkona og uppeldissystir, ÁGÚSTA KRISTÍN BASS, Brekku, Hvalfjarðarströnd, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 17. apríl kl. 14.00. Erlingur Einarsson, Jórunn Magnúsdóttir, Gunnar Nikulásson, Helga Gísladóttir, Margrét Gísladóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN SIGURÐSSON, Skollagróf, Hrunamannahreppi, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 11. apríl, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugar- daginn 17. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Hruna. Sigurður Haukur Jónsson, Fjóla Helgadóttir, Sigurjón Valdimar Jónsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Reynir Guðmundsson og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, JÓHANNS ADOLFS ODDGEIRSSONAR skipstjóra, Grenivík, er lést mánudaginn 5. apríl, verður gerð frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 17. apríl kl. 14.00. Steinunn Guðjónsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU REGÍNU EIÐSDÓTTUR, Öldugötu 11, Dalvík. Matthías Jakobsson, börn, stjúpbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.