Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 5 7 ‘ A MINNINGAR ALDARMINNING KIRKJUSTARF j uðust þau tvær dætur, Marellu og Margréti. Sverrir lést á besta aldri. Eg minnist Iðunnar frænku minnai’ með miklum hlýhug. Hún var mér mjög góð og gott að eiga hana að á stundum er ég var á mínu veraldarflakki er hófst um 14 ára aldur. Iðunn var mjög félagslynd og i hafði létta lund. Dans var líf henn- | ar og yndi og var hún mjög eftir- jj sóttur dansfélagi. Hún tók þátt í * leikstarfsemi á vegum aldraðra og þrátt fyrir hrakandi heilsu hlífði hún sér hvergi. Nokkru áður en Iðunn lést ræddum við saman í síma, og sem svo oft áður barst talið að æskuár- unum í Grímsey. Ég man að hún sagði að þegar útþráin greip hana hvað sterkustum tökum leitaði hún I einveru. Fór upp á holtið fyrir ofan bæinn og lagðist niður. Horfði upp | í himinblámann og fylgdist með loftförum heiðríkjunnar, skýjun- um, og lét þau bera sig á mjúkum vængjum frá skerinu kalda til fjar- lægra landa og á framandi slóðir. Kvað hún þau ævintýri enn ylja sér fyrir brjósti og jafnvel endurlifa þau. Sagt er að tvisvar verði gamall maður barn. Og Iðunn varðveitti | svo sannarlega bamshjartað í | brjósti sér. En nú hefur hún 1 frænka mín tekið sér far í síðasta sinn með skýjunum sínum. En eitt veit ég og er fullviss um að hvar sem hana ber að garði verður henni vel fagnað því hún var ávallt boðberi gleðinnar hvar sem hún kom. Kæra frænka. Ég þakka þér fyr- ir samfylgdina hér í hinum ytra i heimi. Svanur Geirdal. HANSINA BJARNA- DÓTTIR IJL Hansína Bjarnadóttir fædd- I ist í Stykkishólmi 15. októ- ber 1923. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 4. apríl siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 12. aprfl. Elsku amma. Við höfum ekki séð þig í nokkurn tíma en þú hefur alltaf verið hér í hjörtum okkar. Minningin er stór, hún geymir Íbæði gleði og tár öll þessi yndis- legu ár. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur, það var svo margt. En efst í huga er heitt freyðibað og hrein sængurver og húðin þín sem alltaf ilmaði svo veí. Sunnudagsilmur úr eldhúsinu og hugvekja. Mandarínur á jólunum, fallegar ullarpeysur og mjúk faðmlög, öll ævintýrin sem þú gafst þér tíma til að lesa fyrir okk- ur og hlýju hendurnar þínar sem yljuðu mörgum litlum köldum 9 fingrum. Við gátum alltaf leitað til þín og þú tókst á móti okkur með ást og hlýju. Hjá þér áttum við öruggan stað. Láttu ljósið umlykja þig örm- um sínum. Við munum aldrei gleyma fallega brosinu þínu. Við munum alltaf elska þig. Elsku fjölskylda. Við erum með ykkur í anda, og þökkum fyrir að Ivið eigum hvert annað. Við þökkum þér, amma mín. Þínar Margrét og Steinunn, Azoreyjum. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina Cari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. INGIBJÖRG Lára Ágústsdóttir var fædd á Eystri-Hellum í Gaul- verjabæjarhreppi í Ár- nessýslu hinn 15. apríl 1899 og hefði orðið 100 ára í dag. Lára amma var móðuramma mín. Hún átti sex börn. Eitt þeirra dó um tvítugt. Ó1 amma upp elsta barnið, en móður mína fæddi hún hjá hjónunum Mar- gréti Tómasdóttur og Einari Halldórssyni, sem ólu móður mína upp. Hinum þremur yngstu var komið í fóstur hjá öðrum. Líf ömmu minnar var ekki dans á rósum, hún varð fyrir fordómum, dó sem bitur kona hinn 6. febrúar 1971, sem því miður fer fyrir fleirum. Langar mig að þakka elskulegri ömmu minni þá hlýju sem hún sýndi mér, en sem bam skynjaði ég ekki dapurleika hennar. Eg er 13 ára þegar hún deyr, en við sáumst ekki oft, vegna þess að hún bjó á Akur- eyri en ég í Reykjavík. Það hefur líka átt þátt í því, að mamma ólst ekki upp hjá Láru ömmu. En í dag skynja ég betur sárs- auka, hvað hún hefur þurft að ganga í gegnum. Það er vafasamt að Lára hafi verið boðin sérstaklega velkom- in í heiminn, og oft hefur hann síðan tekið á henni með hrjúfum og ómild- um höndum. Barnungri var henni komið í fóstur hjá Árna Símonarsyni og konu hans Ingibjörgu Einarsdótt- ur (móðurforeldrum). Ekki mun Lára hafa alist upp við mikið ástriki á heimili fósturforeldranna. Hafði hún snemma nokkurn beyg af afa sínum, en amma hennar var henni mildari, en auðsýndi henni þó sjald- an þá nærgætni og blíðu sem barnið þráði. Móðir Láru var Júlíana Árnadótt- ir, þá ógift í foreldrahúsum. Giftist Júlíana 6. maí 1900 Eiríki Jónssyni og fluttust þau til Reykjavíkur. Varð hjónabandið fremur stutt, því hann drukknaði ungur frá þremur dætr- um sem þau áttu, en Júlíana dó í Reykjavík 15. nóvember 1918. Þótt Lára hafi ekki alist upp hjá móður sinni minntist hún hennar með hlýhug og þakklæti. Kom hún oft til þess að finna dóttur sína á meðan hún var í bernsku, sem gladdi Láru mikið. Mjög snemma tók að bera á því, að Lára var öðruvísi en önnur börn. Ekki var hún fyrr orðin nokkurn veginn talandi en hún tók að segja frá og lýsa hinu og öðru fólki í kringum sig, sem engir sáu aðrir en hún. Fyrir þetta fékk hún oft snuprur, en aðrir hlógu að þessari vitleysu, sem vall upp úr krakkanum. Ein er sú gáfa sem þykir rétt að drepa á og Lára virtist hafa haft í rík- um mæli á vissu skeiði ævinnar. Það vai- myndbreytingagáfa hennar sem raunar var mjög fátíð hjá miðlum. 0, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. 0, þá heill að halla mega höfði sínu í Drottins skaut, 0, það slys því hnossi að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Bigir þú við böl að búa, bíðir freistni, sorg og þraut, óttast ekki, bænin ber oss beina leið í Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á slíkan vin á braut hjartans vin sem hjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut. Ef vér berum harm í hjarta hryggilega dauðans þraut, þá hvað helzt er Herrann Jesús hjartans fró og líknarskaut. Vilji bregðast vinir þínir, verðirðu’ einn á kaidri braut. Flýt þér þá að halla og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut. Blessuð sé minning ömmu minnar, Láru Ágústsdóttui\ Ólöf Jónsdóttir. Safnaðarstarf Snúður og Snælda í Laug- arneskirkju ÞAÐ verður einkar áhugaverð dag- ski-á á samveru eldri borgara í Laugarneskirkju í dag, fimmtudag, kl. 14. Leikfélagið Snúður og Snælda, sem vakið hefur athygli og getið sér gott orð fyrir uppfærslur sínar um nokkurra ára skeið, mun leika einþáttunginn „Maðkar í mys- unni“ eftir Mark Langham. Leik- stjóri þeiri’a í vetur er Helga E Jónsdóttir. Hefur félagið nýlokið við sýningar á þessum bráðsmellna leikþætti auk einþáttungsins „Ábrystir með kanel“ eftir Sigrúnu Valbergsdóttur. Er rík ástæða til að hvetja eldri borgara að fjölmenna í safnaðar- heimilið við þetta góða tækifæri og þiggja veitingar að sýningu lokinni. Þjónustuhópur Laugarneskirkju. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu á milli kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Kristin íhugun kl. 19.30. Taizé-messa kl. 21. Langholtskirkja. Opið hús fyrir foreldra yngri barna kl. 10-12. Söngstund. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel frá kl. 12. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Samvera eldri borgara í umsjá þjónustuhóps og sóknarprests. Félagar úr leikhópn- um Snúður og Snælda sýna leik- þátt. Veitingar í boði safnaðarins. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur og Bjargar Geirdal. Leikfimi aldr- aðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bæna- kassa í anddyri kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumoi'gn- ar kl. 10-12. Áhugaverðir fvrir- lestrar, létt spjall og kaffi og djús fyrir börnin. KyiTðarstundir í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, fyrir- bænir, altarisganga og léttur há- degisverður. Hjallakirkja. Kii-kjuprakkarar. St- arf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil- • inu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarð- ar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka er í dag kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linn- etstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfj arðarkirkj a. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bi- blíulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn v kl. 10-12. Akraneskirkja. Fvrirbænastund kl. 18.30. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 16-18. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fyrirbæna- og fræðslustund í kirkjunni kl. 17.30-18. Landakirkja Vestmannaeyjum. Helgistund á sjúkrahúsinu kl. 14.30. TTT-kirkjustarf 10-12 ára krakka. Undirbúningur fyrir vor- mót TTT í Vatnaskógi. Opið hús í ‘ unglingastarfinu í KFUM & K héimilinu kl. 20.30. Áskirkja. Kl. 17.30. Blóðþrýstingur og púls í heimskristniboðinu. Tor- björn Lied fjallar um efnið. Háaleitisbraut 58. Kl. 20.30. GSM fyrir alla, á tali með Torbjörn Lied. Aserbadsjan, Torbjörn gefur inn- sýn. Laufey Geirlaugsdóttir syng- ur. Konný Eichhorn vitnar. INGIBJORG LARA ÁGÚSTSDÓTTIR t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Bala, Stafnesi, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 11. april, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju föstudaginn 16. apríl kl. 14.00. Kristmann Guðmundsson, Snjólaug Sigfúsdóttir, Guðmundur L. Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Marta Baldvinsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Haraldur Sveinsson, Guðiaug H. Guðmundsdóttir, Kjartan Björnsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Ákason, Rúnar Guðmundsson, Perla Chuanchom Rotruamsin, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HREFNU KRISTINSDÓTTUR, Hlíðargötu 36, Sandgerði. Halldór Björnsson Aspar, Kristinn Halldórsson, Ólöf Ólafsdóttir, Björn Halidórsson, Elín Sumarrós Davíðsdóttir, Auður Halldórsdóttir, Ingibjörg Steinunn Eyjóifsdóttir, Þórir Sævar Kristinsson, Hrefna Kristinsdóttir, Halldór Kristinsson, systkini og aðrir aðstandendur. t t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, SVEINN JÓNSSON vélstjóri, Breiðagerði 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 16. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líkn- arstofnanir. Ester Sigurbjörnsdóttir, Ólafía Sveinsdóttir, Haukur Sveinsson, Jón Árni Sveinsson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, fósturmóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GUÐLAUGAR GÍSLADÓTTUR, Hornbrekku, Ólafsfirði, áður Langholtsvegi 40, Reykjavík. Sórstakar þakkir til starfsfólks og vistmanna á Hornbrekku fyrir einstaka umhyggjusemi. Þorgerður Jörundsdóttir, Guðbjartur Sturluson, Hildigunnur Sigvaldadóttir, Þorfinna Stefánsdóttir, Ólafur Vígtundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.