Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 FRETTIR AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Samfylking- in á Vestur- landi opnar skrifstofur KOSNINGAMIÐSTÖÐ Sam- fylkingai-innar við Kirkjubraut 14 á Akranesi var opnuð síðastliðinn föstudag og um næstu helgi verða opnaðar skrifstofur í Dölum og í Grundarfírði. „Efstu frambjóðendur Sam- fylkingarinnar á Vesturlandi heimsækja vinnustaði víða um Vesturland nú í vikunni og verða í Borgarnesi og í Dölum fímmtu- dag og föstudag," segir í fréttatil- kynningu frá Samfylkingunni á Vesturlandi. Edda Agnarsdóttir veitir kosn- ingamiðstöðinni á Akranesi for- stöðu. Kosningaskrifstofa Sam- fylkingarinnar á Bjargi, Dalbraut 2 í Búðardal, verður opnuð fóstu- daginn 16. apríl kl. 16. Skrifstofan verður opin 15-18.30 alla daga. Skrifstofa Samfylkingarinnar við Borgarbraut 5 í Grundarfírði verður svo opnuð laugardag'inn 17. apríl kl. 17. Jóhann Arsælsson og Gísli S. Einarsson verða við- staddir í báðum tilvikum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjaneskjördæmi Kosningaskrif- stofa opnuð VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð í Reykjaneskjör- dæmi opnar kosningaskrifstofu á Fjarðargötu 11 í Hafnarfirði laugai-daginn 17. apríl klukkan 16. Frambjóðendur U-listans flytja ávörp og ræða við kjósend- ur yfir kaffíbolla. Davíð Oddsson á Sauðárkróki DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálf- stæðisflokksins heldur fund í Norðurlandskjördæmi vestra í kvöld. Fundurinn verður haldinn í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og hefst klukkan 20:30. Morgunblaðið/Kristján Norðurland eystra Framsdknar- flokkur opnar skrifstofu FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Norðurlandskjördæmi eystra opnaði kosningaskrifstofu á Akur- eyri á laugardag, á Hólabraut 13. Þar voni samankomnir frambjóð- endur og stuðningsmenn. A mynd- inni má sjá frambjóðendur Fram- sóknarflokksins í kjördæminu. F.v.: Valgerður Sverrisdóttir, sem skipar 1. sæti listans, Jakob Björnsson, sem skipar 4. sæti, Elsa Friðfinnsdóttir, sem skipar 3. sæti, Daníel Arnason, sem skipar 2. sæti og Sveinn Aðalgeirsson, sem skipar 5. sæti. Listi Húmanista á Vesturlandi HÚMANISTAFLOKKURINN hefur kynnt framboðslista í Vest- urlandskjördæmi. Listinn er þannig skipaður: 1. Sigmar B. Hilmarsson, verkamaður. 2. As- laug Ólafína Harðardóttir kenn- ari. 3. Sveinn Víkingur Þórarins- son kennari. 4. Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir háskólanemi. 5. Þorgrímur Einar Guðbjartsson bóndi. Samfylkingin á Húsavík Kosningamið- stöð opnuð KOSNINGAMIÐSTÖÐ Sam- fylkingarinnar á Húsavík var opnuð 12. apríl sl. Milli 60 og 70 marms mættu. Agúst Óskarsson setti sam- komuna og Örlygur Hnefill Jóns- son, sem skipar 2. sæti listans, flutti ávarp. Frambjóðendur mættu, þau Óli Björn Einarsson, sem skipar 7. sæti listans, og Jóhanna Aðal- steinsdóttir, sem skipar heiðurs- sæti hans. Sigurður Hallmarsson lék á harmonikku. Viðstaddir þágu veitingar og ræddu pólitík- ina. Fundur með fulltrúum stjórnmála- flokka SAMÚT, samtök útivistarfélaga, efna til opins furidar með fulltrú- um stjórnmálaflokkanna í kvöld kl. 20. Fundurinn verður í sal Ferða- félags íslands, Mörkinni 6, og samkvæmt fundarboði á þar að reyna að fá skýr svör stjórnmála- manna um málefni sem varða úti- vist, almannarétt og náttúru- vernd, til dæmis framtíð Eyja- bakkasvæðisins. Össur Skarphéðinsson Mistök að lækka skatta ÖSSUR Skarphéðinsson alþingis- maður telur það hafa verið mis- tök hjá ríkisstjórninni að lækka skatta á yfirstandandi kjörtíma- bili. Þetta kom fram í máli Össur- ar í stjórnmálaumræðum á Stöð 2 um helgina. ,,[...]í þessu þensluá- standi sem núna ríkir þá tel ég það vera mikil mistök hjá ríkis- stjórninni að lækka skatta yfir línuna, líka til þeirra sem höfðu enga þörf fyrir slíkt og notuðu þetta sem kaupmáttarauka til þess að eyða í innfluttan lúxus. Það hefði frekar átt að nota hluta af þessu svigrúmi, ekki allt, held- ur hluta af þessu svigrúmi til að bæta kjör þeirra sem verst era settir í hópi öryrkja og aldraðra," sagði Össur. FERMINGARTILBOÐ Morgunblaðið/Kristján Harður þriggja bfla árekstur á Oddeyri Maður losaður með klippum TVEIR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gærmorgun eftir harðan þriggja bíla árekstur á mótum Hjalteyrar- götu og Silfurtanga. Tildrög óhappsins eru þau að bfl sem ekið var suður Hjalteyrargötu og beygt til vinstri inn í Silfurtanga í veg fyrir bifreið sem ekið var norð- ur Hjalteyrargötu. Við áreksturinn kastaðist bifreiðin sem ekið var í norðurátt á þriðja bflinn sem var kyrrstæður á gatnamótunum. Öku- maður eins bílsins, lítils sendibíls, svonefnds bitabox var fastur í bfln- um og þurfti að kalla til tækjabíl Slökkviliðsins á Akureyri og mann- skap frá liðinu til að klippa hann út úr bílnum. Þetta er í fimmta sinn á skömmum tíma sem slökkvilið þarf að beita klippum til að ná fólki út úr bflflökum. Geðverndarfélag Akureyrar Kynningar- fundur GEÐVERNDARFÉLAG Akurejr- ar er 25 ára á þessu ári og í tilefni af því efnir félagið til kynningarfundar á Fosshóteli KEA á laugardag, 17. aprfl, kl. 11. Björg Haraldsdóttir, forstöðu- maður Vinjar í Reykjavík, fjallar um stofnun athvarfsins og reynsl- una af starfseminni, Eyjólfur Kol- beins, gestur á Vin, segir reynslu- sögu, Anna Valdimarsdóttir, iðju- þjálfi á Kleppsspítala, kynnir hug- myndina að baki klúbbnum Geysi, Ingólfur Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, fjallar um frjáls félagasamtök og reynslu þeirra af rekstri þjónustu en að lokum verða umræður. Fundurinn er öllum op- inn, þátttökugjald er 1.000 krónur og er léttur hádegisverður innifal- inn í verði. Ökumenn bílanna tveggja sem voru á ferð eftir Hjalteyrargötunni voru fluttir á slysadeild, en að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri voru meiðsl þeirra ekki talin alvarleg. Ökumaður sendi- bílsins skarst m.a. í andliti og kvartaði um eymsl í hálsi og á baki. Talið er að bílarnir séu ónýt- ir, en þeir voru dregnir af vett- vangi. Kyrrstæði bílinn er mikið skemmdur eftir áreksturinn. Tveir aðrir árekstrar urðu á Akureyri í gærmorgun. Engin slys urðu á fólki en nokkurt eignatjón. Hrina árekstra hefur verið í bæn- um, en á mánudag varð á þriðja tug árekstra í umferðinni. Aðstæður vora þá slæmar, snjókoma og hálka, en að mati lögi'eglu eiga ökumenn mestan þátt í að illa fer, þeir aki ekki með nægilegi'i gát. Yestfirskir hittast VESTFIRÐINGAFÉLAGIÐ á Akureyri heldur vorfagnað á Fosshóteli KEA föstudags- kvöldið 16. apríl kl. 20. Guðjón Arnar Kristinsson, formaður FaiTnanna- og fiski- mannasambands Islands, flyt- ur ræðu kvöldsins og þá mun kór syngja nokkur vestfirsk lög, en hljómsveitin 1 og 70 leikur síðan fyrir dansi. Skákmot SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur 10 mínútna mót í skák- heimilinu við Þingvallastræti í kvöld, fimmtudagskvöldið 15. aprfl, og hefst það kl. 20. A sunnudag, 18. apríl, verður haldið 15 mínútna mót og hefst það kl. 14. FOTONEX 210ix APS Aðdráttarlinsa 22.5-45mm Sjáltvírkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir FUJIFILM NEXIA filma fylgir Verð aðeins kr. 15.725 Bæklunarlæknir - Akurevri Hef opnaö læknastofu í Læknaverinu, Hafnarstræti 97. Stjörnuspá á Netinu Tímapantanir í síma 461 2223. Guðni Arinbjarnar, sérfræðingur í bæklunarskurölækningum. ^mbl.is ALLTAf= &/TTH\SAÐ NÝTl Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.