Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 15

Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 15 AKUREYRI Kristnihátíð hefst með hátíðarguðsþjónustu í Akureyrarkirkju Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Röð viðburða um land allt fram að páskum árið 2001 Morgunblaðið/Kristján BISKUP Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, sr. Sigríður Guðmars- dóttir og sr. Hannes Örn Blandon prófastur gerðu grein fyrir upphafi hátíðahaldanna. KRISTNIHÁTÍÐ verður sett við hátíðai'guðsþjónustu í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 25. apríl næst- komandi. Forseti Islands, herra Olafur Ragnai- Grímsson, setur há- tíðina að viðstaddri ríkisstjórn ís- lands, forsetum Alþingis, vígslubisk- upum, prófóstum, þingmönnum og fulltrúum úr bæjarstjórn Akureyrar auk fleiri gesta. Biskup Islands, hen-a Kai'l Sigurbjörnsson, prédik- ar. Kristnihátíð sem formlega hefst annan sunnudag stendur til páska árið 2001. Kristnihátíð var kynnt á fundi í Safnaðarheimili Akureyrarkirku í gær og sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, hátíðina röð atburða um land allt, fjölmargir viðburðir yrðu í öllum byggðum landsins, en hápunktur hátíðahaldanna verður á Þingvöllum 1. tO 2. júlí árið 2000. „Með hátíðinni minnumst við þeirra atburða er í lög var leitt að kristni skyldi taka upp hér á landi. Kristni- hátíðin er ekki skrautsýning, hún er röð viðburða um allt land enda snert- ir málið þjóðina alla, kristnin er sam- eign íslendinga allra,“ sagði biskup. „Við horfum með gleði og efth'vænt- ingu til þessarar hátíðar þar sem ekki aðeins verður minnt á samleið ki'istni og þjóðar heldur líka kristni og listar sem allar götur frá upphafí hafa haldist í hendur." Kristnihátíðarnefnd var skipuð haustið 1989 og hefur hún yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd há- tíðarinnar, en framkvæmdastjóri nefndarinnar er Júlíus Hafstein. „Við höfum reynt að virkja sem flesta til þátttöku með okkur,“ sagði sr. Sigríður Guðmai-sdóttir, sóknar- prestur í Ólafsfu'ði, en hún kynnti m.a. fjölskylduhátíð sem haldin verð- ur í Kjarnaskógi 25. júlí í sumar þar sem m.a. verður frumsýnt nýtt leik- rit eftir Böðvar Guðmundsson, Nýir tímar, sem leikhópurinn Sýnir setur upp. Þá verður kh'kjuhátíð barnanna haldin í Kjarnaskógi í sumar. Fjölbreytt dagskrá Kirkjulistavika í Akureyrarkh'kju verður sett jafnhliða setningu kristnihátíðar en hún stendur til 2. maí næstkomandi. Kh-kjulistavika hefst með samhringingu allra kirkna í Eyjafu-ði kl. 10 að morgni 25. apríl. Síðar um daginn verður opnuð sýn- ing í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju á fornsögulegum kirkjumun- um úr Eyjafirði sem varðveist hafa frá ýmsum tímum á síðustu 1.000 ár- um, auk mynda af kirkjum í Eyja- firði. „Jesús Kristui' efth’lýstur" er yfirskrift sýningar sem opnuð verð- ur i Listasafninu á Akureyri en þar verða sýndar ýmsar útfærslur af Kristsmyndum frá ýmsum tímum efth’ fjölda listamanna. Hátíðartón- leikar verða í Iþróttaskemmunni þar sem fram koma Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt um 200 manna sameinuðum kór úr kirkjukórum í Eyjafirði auk einsöngvara. Dagskrá kirkjulistaviku verður að vanda fjölbreytt og taka ýmis félög þátt í henni. Söngleikurinn Kabarett frumsýndur HADDA Hreiðarsdóttir í hlutverki Fraulein Schneider og Uni Gíslason sem Schultz í Kabarett, sem Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir á fimmtudagskvöld. LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri hefur verið að æfa söngleikinn Kabarett að undan- förnu og verður frumsýning á verkinu fimmtudagskvöldið 15. apríl kl. 20 í Sam- komuhúsinu á Akur- eyri. Verkið er byggt á sögum breska rithöf- undarins Christoph- ers Isherwoods og leikgerð Johns Van Drutens. Höfundur handrits er Joe Masteroff og þýöandi Karl Ágúst Ulfsson. Rúmlega 50 manns taka þátt í uppfærslu söngleiksins og þar af eru um 30 leikendur. Leik- stjóri er Agnar Jón Egilsson, leikari hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Nemendur MA sjá um út- færslu tónlistar, söngs og dans. Christopher Isherwood kom í fyrsta sinn til Berlínar í mars 1929 og bjóð þar nær samfleytt til ársins 1933. Eftir Berlínar- dvölina sendi hann m.a. frá sér „Berlín kvödd“ en á þeirri bók er leikritið „Ég er myndavél“ byggt og síðar söngleikurinn Kabarett. Sagan fléttar saman líf nokk- urra einstaklinga sem í raun eiga ekkert sameiginlegt annað en að vera búsettir á sama stað í Berlín, á gistiheimili Fraulein Schneider, árið 1931, sköminu fyrir valdatöku nasista. Berh'n var miðpunktur ótrúlegs samfé- lagsglundroða, þar ríkti fátækt og glæpir og vændi blómstruðu. Skemmtanalífið á næturklúbbum og veitingastöðum var tryllt og breytti Berlín í villtustu gleði- borg sem sögur fara af. Ásamt gistiheimiliuu kemur Kit-Kat- klúbburinn við sögu og veitir innsýn í hina spilltu veröld. Sýningin er kraftmikil, full af söng, dansi og gríni, og aldrei að vita nema þar stígi á stokk ein- hverjar af stjörnum morgun- dagsins.' Auglýsing frá yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra um móttöku framboðslista og fleira Framboðsfiestur til alþmgiskosninga 8. maí 1999 rennur út íostudagimi 23. apríl nlí. W. 12 á hádegi. Yfírlgörstjóm Norðurlandskjördæmis eystra telcur á mótl framboðslistiun þami dag ld. 10—12 á Löginannsstofu AWrreyrar ehf., Geislagötu 5, Alcureyri (Búnaðarbanlca- húsinu 3. liæð). Á framboðslista slculu vera að lágmarlci sex nöfn frarn- bjóðenda en þó eWci fleiri en 12. Framboðshsta skal fylgja slmfleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum em tun að þeir hafi lej'ft að nafh þeirra sé á hstanum. Ilverj- um framboðslista slcal fylgja slcrifleg yfirlýsing uin stuðn- ing við listann frá kjósendum í Norðurlandslcjördæmi eystra. Fjöldi meðmælenda skal vera 120 hið fæsta en 180 hið mesta. Enghm má mæla með fleiri en ehimn framboðslista. Komi það fyrir strilcast nafh meðmæland- ans út í báðtmi (öhum) tilvikum. Framboðslista slcal emiiremur fylgja slcriíleg tillcymhng frá fraxnbjóendum listans um hvetjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Gæta skal þess um öll fratnboð að tilgrehia slcýrlega fullt nafit frambjóðanda, kemiitölu lians, stöðu og heim- ih, til þess að enghut vafi geti leilcið á því, hvetjir í lcjöri eru. Við nöfh meðmælenda skal greina kennitölu og heimili. Yfirkjörstjóm Norðurlandslcjördæmis eystra mun koma saman til fundar í Ráðhúsi Akureyrar, bæjarstjómarsaln- um á 4. hæð, Geislagötu 9, laugardaginn 24. apríl 1999 W. 17 til að ganga írá framboðslistunum, sbr. 38. gr. laga nr. 80/1987 tun lcosningar til Alþingis. Meðan kosning fer fram laugardaghm 8. maí 1999 verður aðsetur yfirlcjörstjómar Norðurlandslcjördæmis eystra í Oddeyrarslcólanum á Akureyri. Talning atlcvæða að kjör- fimdi lolcnum mmi fara frani í KA-hehnilmu, Lundartúni, Alcureyri. Sími hjá formanni yfirkjörstjómar er 462 4606 og faxnúmer 462 4745. Akureyri, 13. apríl 1999. Y/irkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra, Olafur Birgir Amason Guðmundur Þór Benediktsson Inga Þöll Þórgnýsdóttir Jóhann Siguijónsson Þórunn Bergsdóttir Aðalfundur Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn á Fosshótel KEA, laugardaginn 17. aprfl 1999 og hefst kl. 10.00. Dagskrá 1. Fundarsetning. 2. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 3. Skýrsla kaupfélagsstjóra. Reikningar félagsins. Umsögn endurskoðanda og skoðunarmanna. Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl. 5. Afgreiðsla reikninga og tillagna félagsstjórnar. 6. Skýrsla stjórnar menningarsjóðs KEA. 7. Erindi deilda. 8. Þóknun stjórnar, endurskoðanda og skoðunarmanna. 9. Samþykktar breytingar. Stjórnin leggurfram tillögu um breytingar á 3., 15., 19. og 31. grein. í 3. gr. er lögð til orðalagsbreyting á tilgangi félagsins. í 15. og 19. grein er lagt til að kosning skoðunarmanna verði felld niður og í 31. gr. er lagt til að samþykktum verði ekki breytt nema á löglega boðuðum félagsfundi. 10. Kosningar. Fimm menn í stjórn og þrír menn í varastjórn til eins árs í samræmi við samþykktir félagsins. Skoðunarmaður til tveggja ára í stað Guðmundar Gunnarssonar skrifstofumanns. Varaskoðunarmaður til tveggja ára í stað Birgis Marinóssonar bókhaldara. Einn maður í stjórn Menningarsjóðs KEA til þriggja ára í stað séra Birgis Snæbjörnssonar. Níu fulltrúar á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga. 11. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félagssamþykktum. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.