Morgunblaðið - 25.04.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 25.04.1999, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 18/4 - 24/4 ►MAÐUR um fímmtugt slas- aðist talsvert þegar eins hreyfils flugvél, sem hann flaug, brotlenti skammt frá flugvellinum á Tungubökk- um í Mosfellsbæ á miðviku- dag. Maðurinn, sem var einn í vélinni, festist í brakinu og þurfti tækjabíl slökkviliðs til að losa hann. ► KYNNT voru úrslit í vali á bók aldarinnar á degi bókar- innar á föstudag, 23. apríl, á fæðingardegi Halldórs Lax- ness. Var skáldsagan Sjálf- stætt fólk eftir Halldór Lax- ness valin bók aldarinnar. Bókasamband Islands gekkst fyrir valinu og lagði könnun þess efnis fyrir íslensku þjóðina fyrr í vetur. I öðru sæti var Islandsklukkan eftir sama höfund og Englar al- heimsins eftir Einar Má Guð- mundsson lenti í því þriðja. ►FYLGI Samfylkingarinnar fer úr 31,9% í 24,1% sam- kvæmt mánaðarlegri skoð- anakönnun DV, sem birt var á föstudag. Fylgi Sjálfstæðis- flokks eykst hins vegar úr 39,9% í 43,6% og Vinstri- hreyfingin - grænt framboð eykur fylgi sitt úr 6,1% í 8,8%. Þá fer Fijálslyndi flokkurinn úr 2,6% í 4,5% en Framsóknarflokkurinn fer úr 18,6% í 17,9%. ► ÓLÆTI brutust út meðal 350 farþega af 450 um borð í Júmbóþotu Atlanta flugfé- lagsins, sem var í þjónustu Nigerian Airwys þann 13. apríl sl. þegar farþegarnir komust að því að vélin hafði ekki lent með þá á áfanga- stað þeirra í Nígeríu. Forseti Lettlands heimsækir ísland FJÖGURRA daga opinber heimsókn Guntis Ulmanis, foi-seta Lettlands, til Islands hófst á sunnudag og lauk á mið- vikudag. Forsetinn kom ásamt Ainu Ulmanis, eiginkonu sinni, og tuttugu manna fylgdarliði, þar á meðal utam-ík- isráðherra og landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðherra. Forsetinn sagði á öðrum degi heim- sóknai- sinnar, að til að tryggja öryggi Lettlands væri afar mikilvægt fyrir landið að gerast aðili að Atlantshafs- bandalaginu. Nýtt afbrigði lungnapestar í sauðfé NÝTT afbrigði lungnapestar hefur kom- ið upp í sauðfé á bæ í Borgarfirði. Af- brigðið hefur ekki greinst áður og er talið alvarlega en það afbrigði sem þekkt er hér. Að sögn Sigurðar Sigurðs- sonar, dýralæknis á Keldum, þarf að bólusetja nokkur þúsund sauðfjár vegna pestarinnar. Á fundi borgfirskra bænda á þriðjudag var tillaga þess efnis sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bóluefnið afhent á sama fundi. Lungnapestarsýkillinn veldur bólgu og drepi í framendum lungnanna og brjósthimnubólgu og getur dregið sauð- fé til dauða á hálfum sólarhring. Sláandi niðurstöður lestrarkönnunar í NIÐURSTÖÐUM lestrarkönnunar Bókasambands Islands, sem kynnt var á þriðjudag, kemur m.a. fram að þeim íslendingum fer fjölgandi sem ekki lesa neinar bækur í frístundum sínum og af- kastamiklum lestrarhestum hefur fækkað á síðustu ellefu árum. Þröstur Helgason, formaður Bókasambands ís- lands, segir niðurstöður könnunarinnar sláandi. NATO stígur skref í átt að landhernaði ATLANTSH AFSBANDALAGIÐ (NATO) hefur haldið áfram árásum sín- um á skotmörk í Júgóslavíu af fullri hörku í þessari viku en meira en fjórar vikur eru nú síðan árásirnar hófust. Á miðvikudag voru gerðar árásir á höfuð- stöðvar Sósíalistaflokks Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta í Belgrad og á fimmtudag var fyrrverandi heimili Milosevics lagt í rúst. Sökuðu Serbar NATO um að reyna að ráða Milosevic af dögum. Aðfaranótt fóstudags fórust síðan a.m.k. tíu þegar flugskeyti hafn- aði í byggingu sem hýst hefur serbneska sjónvarpsstöð. NATO virðist nú hafa stigið skref í þá átt að hefja landhemað í Kosovo en Javier Solana, íramkvæmdastjóri NATO, hefur heim- ilað æðstu yfirmönnum herja NATO að endumýja áætlanir þar að lútandi sem gerðar vom í fyrra. Hátíðarfundur NATO, í tilefni fimmtíu ára afmælis bandalagsins, hófst í Washington í gær og voru þar staddir leiðtogar allra nítján aðildarlandanna. Árásirnar á Jú- góslavíu settu hins vegar mark sitt á hátíðahöldin og virtust leiðtogar banda- lagsins einhuga um að árásum yrði ekki hætt fyrr en Milosevic gengi að öllum skilyrðum NATO. Blóðugl ódæðisverk í Colorado TVEIR piltar, sautján og átján ára gamlir, gengu berserksgang og myrtu þrettán skólasystkin sín í menntaskóla í bænum Littleton í Colorado í Banda- ríkjunum á þriðjudag, áður en þeir réðu sjálfum sér bana. Piltarnir, Dylan Kle- bold og Eric Harris, réðust með skot- vopnum inn í skólann og skutu handa- hófskennt á þá, sem þeir töldu hafa gert á hlut sinn, en einnig þeldökka samnemendur sína og íþróttamenn. Talið er að piltarnir hafi verið nýnasist- ar en ekki var enn orðið ljóst í gær hvort fleiri hefðu verið í vitorði með drengjunum. Þeir höfðu komið fyrir á fjórða tug heimatilbúinna sprengna á skólalóðinni og tók það lögreglu langan tíma að finna allar sprengjurnar og gera þær skaðlausar. ► FLOKKUR þjéðernissinn- aðra hægrimanna (MHP) vann óvæntan sigur í þing- kosningum í Tyrklandi, sem fram fóru um sfðustu helgi, og jók fylgi sitt úr 8% í 18,8%. Flokkurinn er þar með næststærstur flokka á tyrkneska þinginu en flokkur Bulents Ecevits forsætisráð- herra (DSP) hlaut 22,1% at- kvæða. Þótt flokkarnir tveir hafi á árum áður eldað grátt, silfur saman er talið líklegt að mynduð verði þriggja flokka stjórn MHP, DSP og Föðurlandsflokks (ANAP) Mesuts Yilmaz, fyrrverandi forsætisráðherra, sem fékk 13,4% greiddra atkvæða. ►RÍKISSTJÓRN Atals Beharis Vajpayees í Indlandi féll með eins atkvæðis mun síðastliðinn sunnudag f at- kvæðagreiðslu í indverska þinginu og reyndi Sofia Gandhi, leiðtogi Congress- fiokksins, f vikunni að mynda nýja stjórn með þeim flokk- um sem aðstoðuðu Congress við að fella Vajpayee. Þetta gekk brösuglega og hélt flokkur Vajpayees uppi lát- lausum þrýstingi á Gandhi. Virtist í gær sem óhjákvæmi- legt væri að boðað yrði til nýrra þingkosninga. ►ÞJÓÐVERJAR tóku þing- húsið í Berlín, Reichstag, í notkun á nýjan leik á mánu- dag sem aðsetur þýska Sam- bandsþingsins eftir gagnger- ar endurbætur, en á tímum kalda strfðsins stóð húsið autt í skugga Berlínarmúrs- ins. Reichstag var fyrr á þessari öld aðsetur tveggja einræðissljórna í Þýskalandi en Gerhard Schröder, kansl- ari Þýskalands, sagði í ræðu sinni á mánudag að þótt tími nýs „Berlínarlýðveldis" væri runninn upp þyrftu nágrann- ar Þýskalands ekki að óttast að Þjóðveijar hyrfu af braut lýðræðis. Skýrsla IMD um samkeppnishæfí landa Island hefur hækk- að um tvö sæti ÍSLAND hefur hækkað um tvö sæti í könnun IMD (International Institute for Management Develop- ment) frá þvi á síðasta ári og er nú í sautjánda sæti af 47. Island hefur verið þátttakandi í könnuninni frá árinu 1995 og hefur hækkað um átta sæti á þeim tíma. Öll helstu markaðslönd heimsins eru meðal þátttakendanna 47 í könnun IMD, sem metur sam- keppnishæfi landanna út frá þeirri umgjörð sem fyiirtækjum þeirra er búin. í skýrslu IMD er þjóðum rað- að upp eftir samkeppnishæfi og ár- angur þeirra birtur í þeim átta efn- isþáttum sem rannsakaðir eru. Bandarfkin í fyrsta sæti Efnisþættirnir eru eftirfarandi, með árangri íslands í hverjum þeirra innan sviga: mannauður (3. sæti), styrkleiki hagkerfisins (5. sæti), innviðir þjóðfélagsins (12. sæti), stjórnsýsla (14. sæti), stjórn- un (19. sæti), tækni og vísindi (21. sæti), fjármál (26. sæti) og alþjóða- væðing (37. sæti). Að fengnu meðaltali úr árangri íslands í framangreindum efnis- þáttum kemst ísland í sautjánda sætið, en næst á eftir koma Taívan, Austurríki, Nýja-Sjáland og Frakk- land. Bandaríkin eru hins vegar í fyrsta sæti í ár sem og í fyrra og í öðru sæti er Singapúr sömuleiðis. Finnland er í þriðja sæti og í fjórða, fimmta og sjötta sæti er Lúxem- borg, Holland og Sviss. Kærustu- parið hirti öll verð- launin ÞÓTT almennt hafi verið reiknað með því að Þór Jón- steinsson myndi sigra í skeifu- keppninni á Hvanneyri þar sem keppt var um Morgunblaðs- skeifuna á sumardaginn fyrsta varð raunin ekki sú. Eigi að síður mun skeifan eftirsótta prýða hillur á framtíðarheimili hans því kærasta hans Sigríður K. Sverrisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann skeifuna á hryssu sinni Golu frá Skriðu. Þór keppti á hestinum Sókratesi frá Tungu en hann vann ásetuverð- laun Félags tamningmanna. Sigríður fékk einnig Eiðfaxa- bikarinn sem veittur er fyrir Ekki hefur enn verið myndaður nýr meirihluti í Borgarbyggð Viðræður ganga hægt Skoðanakönnun um kosningabaráttuna Snýst um menn RÚMLEGA 57% kjósenda, sem af- stöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Gallup, telja að kosningabaráttan snúist aðallega um menn. Rúmléga 28% teija að hún snúist um málefni, 7% að hún snúist um hvort tveggja og 8% nefndu önnur atriði. Konur eru hlutfallslega fjölmenn- ari í hópi þeirra sem töldu menn skipta mestu í kosningabaráttunni en karlmennirnir fleiri í hópi þeirra sem töldu hana snúast mest um málefni. ENN hefur ekki verið myndaður nýr meirihluti í Borgarbyggð, en Borgarbyggðarlistinn hefur átt í viðræðum við Sjálfstæðisflokk und- anfama daga. Óli Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fyrr- verandi bæjarstjóri, sagði viðræð- urnar ganga hægar en hann hefði viljað. Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi Borgarbyggðarlistans, sagði að eft- ir viðræður við Framsóknarflokk- inn á sunnudagskvöld hefði Borg- arbyggðai’listinn ákveðið að athuga hvort grundvöllur væri fyrir sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hún sagði að flokkarnir væru þessa dagana að kynna sér hvor annars málaflokka og að þeirri vinnu væri ekki lokið. Brugðið gæti til beggja vona með niðurstöðuna. Þótt nú stæðu yfir viðræður við Sjálfstæðisflokkinn sagði Guðrún að ekki væri búið að útiloka neinn og þar með ekki þann möguleika að viðræður við Framsóknarflokk yrðu teknar upp á ný. Flokkarnir kynna sér málaflokka Óli Jón telur ágæta möguleika á því að Sjálfstæðisflokkur og Borg- arbyggðarlisti fari í meirihlutasam- starf. Hann sagði að á fundi flokk- anna hefði ekkert komið upp sem ekki væri leysanlegt. Fimmtudaginn 15. apríl slitnaði upp úr samstarfi framsóknar- manna og sjálfstæðismanna, en þrír fulltrúar Framsóknarflokks og tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Borgarbyggðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.