Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ A LIFRIKIÐ EÐA ATVINNULIFIÐ AÐ NJOTA VAFANS? Steingrímur J. Sigfússon Halldór Blöndal Árni Bragason Sigbjörn Gunnarsson Kísiliðjan ber samkvæmt lögum um umhverfismat sönnunarbyrðina um að umhverfið sé ekki í hættu mæla með frekarí námavinnslu í Mý- vatni en það eru hins vegar til vís- indamenn sem véfengja að það sé samhengi milli sóknarínnar á miðin oghruns þorskstofnsins? „Já, ég keypti að minnsta kosti þau vísindi að það væri samhengi þar á milli en ég hef ekki keypt rann- sóknimar á Mývatni. Ég bendi t.d. á þetta: ef vötnin eru tvö, eins og sagt er, af hverju verður þá sveifla í Syðiiflóa? Þetta eru ekki nægilega trúverðug vinnubrögð. Síðan er mér sagt að skýrslan mikla frá 1993 um setflutninga hafí verið gerð við mjög sérstök skilyrði, ríkjandi hvassar suðvestanáttir í skamman tíma. Nú hygg ég að önn- ur rannsókn sé að birtast á næst- unni, sem Hönnun hf. er að vinna fyrir Kísiliðjuna og að þar komi fram allt aðrar tölur. Ég tek fram að ég er ekki vísindamaður en verð að leyfa mér að gera athugasemdir ef mér fínnst ekki sérlega vel haldið á vís- indunum. Það má heldur ekki gleyma því að fólkið er hluti af h'frík- inu og Mývatnssveit er sennilega byggð frá uppháfi byggðar á Is- landi,“ sagði Sigbjöm Gunnarsson, sveitarstjóri í Mývatnssveit. Hann segh- að verði Kísiliðjunni lokað muni íbúum i sveitinni fækka um helming og þar með veikist grand- völlur byggðarinnar, skóla- og leik- skólarekstur á vegum sveitarfélags- ins o.s.frv., auk þess sem í húfí séu 20 störf á Húsavík vegna sölustarf- semi á afurðum verksmiðjunnar. Nægilega sterk rök Eins og fram kom hjá Sigbirni er Kísihðjan nú að láta vinna mat á um- hverfisáhrifum vegna hugsanlegrar námavinnslu í Syðriflóa og á útvíkk- uðu svæði 1 Ytrifíóa. Gunnar Öm Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, sagði við Morgunblað- ið að þetta mat yrði lagt fram á næstu dögum, vonandi fyrir kosning- ar. Hann sagði ljóst að hin svokall- aða undirskurðartækni yrði fyrir- tækinu mjög dýr, kostaði hundrað milljóna, svo óvíst sé hvort fyrirtæk- ið rísi undir þeirri fjárfestingu. Einnig sé óvíst að nýja aðferðin verði náttúravænni en gamla aðferð- in. „Þess vegna höfum við verið að skoða umhverfismatið með tilliti til gömlu aðferðarinnar líka,“ segir Gunnar Öm. Hann sagði að m.a. væri þama um að ræða nýja skýrslu um setflutn- inga á vegum verkfræðistofunnar Vatnaskila, en vinna hennar var m.a. grandvöllur niðurstöðunnar frá 1993 um framtíð fyrirtækisins. Gunnar Öm vildi ekki veita upplýsingar úr matinu að svo stöddu en niðurstaðan sagði hann að væri ljós. Telur hann að með umhverfismatinu verði hægt að sýna fram á skaðleysi vinnslunnar fyrír náttúru Mývatns? „Við teljum að við höfum næg rök til að tiyggja framtíð kísilvinnslunnar og bendum á að við höfum verið að vinna í 35 ár án þess að skaða lífríki Ytriflóa," sagði Gunnai' Öm. I Mývatnssveit era menn þó alls ekki einhuga um afstöðuna til þessa máls. Einn þeima sem er andvígur frekari námavinnslu er Kári Þor- grímsson, bóndi í Garði II. „Mín við- horf era einfaldlega þau að ég.tel kísilgúmám í Syðriflóa ekki eiga að vera til umræðu,“ sagði Kári. „I þessu sambandi er oft minnst á ósannaðan skaða af völdum kísilgúr- námsins í Ytriflóa. Út af fyrir sig tel ég að hann hafí valdið skaða en að hinu leytinu má það liggja milli hluta því þessi náma er á þrotum. Spum- ingin er eingöngu sú hvort náma- vinnslan í Syðriflóa verði til tjóns eð- ur ei. Sá þáttur hefur mjög verið rannsakaður og þær rannsóknir eru allar á einn veg um það að kísilgúr- vinnsla í Syðriflóa muni hafa óviðun- andi áhrif á lífríkið á botni Mývatns, sem er undirstaða lífsins í Laxá.“ Viðamiklar rannsóknir Kári sagði að þegar Halldór Blön- dal segði að fela þurfí Háskólanum á Akureyri að rannsaka málið tah hann eins og málið hafí ekki verið rannsakað. „En það er alls ekki rétt. Iðnaðarráðherra, Svemr Her- mannsson, setti á fót sérstaka nefnd vegna kísilgúrnáms í Syðriflóa. Það fóra fram mjög viðamiklar rann- sóknir á þessu og t.a.m. bæði Skútu- staðahreppur og Klsihðjan áttu full- tráa í þeirri nefnd og hún skilaði fulL komlega samhljóða niðurstöðum. Á þeim grandvelli var núverandi námaleyfí veitt en samkvæmt því á kísilgúmáminu að ljúka með vinnsl- unni úr Ytriflóa. Þetta hefur legið fyrir í mörg ár.“ - En veldur það ekki mikilli rösk- un á samfélaginu í Mývatnssveit að hætta kísilnáminu? „Auðvitað má segja að það megi reikna með umtalsverðri röskun í Mývatnssveit og Þingeyjarsýslum ef Kísihðjan hættir starfsemi. En það má líka reikna með því að það verði umtalsverð röskun á byggð og mannlífi í Þingeyjarsýslum ef Kísil- iðjan eyðileggur Mývatn og Laxá og sú röskun verður meiri en hin.“ Kári sagðist telja að afstaða Mý- vetninga skiptist í grófum dráttum þannig að þeir sem haft hafa mestar nytjar af Mývatni og Laxá vilji ekki taka þá áhættu að það ástand, sem verið hefur í vatninu á starfstíma Kísiliðjunnar, verði óbreytt eða enn verra en nú er. Við þetta bætist al- menn umhverfissjónarmið hjá mörg- um. Á hinn bóginn tengist afstaðan beinum eða óbeinum hagsmunum af atvinnuþátttöku í Kísiliðjunni. Kári kvaðst giska á að 55-60% íbúa væra hlynnt frekari námavinnslu en 40-45% andvíg. Miklir fjármunir til að verja 40 manna vinnustað „Hitt er síðan annað mál að það hvað er rétt eða rangt vísindalega ræðst ekki af afstöðu meirihluta eða minnihluta og þaðan af síður af bú- setu vísindamannanna,“ sagði Kári og vísaði þar til ummæla Halldórs Blöndal um að nauðsynlegt væri að norðlenskum vísindamönnum yrði falið að rannsaka vatnið. Hann kvaðst ekki vita um nokkum málsmetandi líffræðing eða sérfræðing sem væri hlynntur áframhaldandi námuvinnslu á út- víkkuðu námasvæði en Mývatns- svæðið væri eitt mest rannsakaða vatnasvæði landsins. „Þar að auki held ég að það séu engin dæmi um að jafnmildð starf og jafnmiklir fjár- munir hafí verið lagðir undir til að verja 40 manna vinnustað falli. Ég hefði gjarnan viljað sjá svo mikil við- brögð til að verjast fækkun í bænda- stétt,“ sagði hann. Steingi-ímur J. Sigfússon alþingis- maður er einnig andvígur frekari námavinnslu í Mývatni en þeirri sem leyfð var með námaleyfinu frá 1993. Hann segir að þótt hann tjái sig iðu- lega um málefni Kísiliðjunnar vilji hann minna á að hann hafi hvorki borið stjómskipulega né pólitíska ábyrgð á meðferð málsins heldur hafí tvær síðustu ríkisstjórnir, þar sem Halldór Blöndal hefur setið, borið þá ábyrgð. í byijun apríl 1993 hafi ríldsstjórn sett málið í tiltekinn farveg með samkomulagi iðnaðairáðuneytis, umhverfisráðuneytis og Náttúra- vemdarráðs. „í þeim farvegi hefur málið verið síðan og tvær ríkisstjórn- ir, fyrst ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Álþýðuflokks, og síðan Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, hafa ekki breytt þeirri stefnu, sem málinu var mörkuð þá, þ.e.a.s. tímabundnu vinnsluleyfi, sem getur lengst orðið til 2010 og afmörkuðu námaleyfi í námum í Ytriflóa, sem fyrir liggui' að muni endast skemur. Þar af leiðandi hefur legið ljóst fyrir alveg frá því í apríl 1993 að, að óbreyttu, myndi starfsemi Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit Ijúka þegar hráefni á núverandi námusvæðum væri uppurið. Þeirri stefnu hefur ekki verið breytt og mér finnst auðvitað kostulegt að menn, sem setið hafa í tveimur ríkis- stjómum, og bera fulla pólitíska ábyrgð á þeim farvegi sem málið er í, skuli koma fram með þessum hætti eins og Halldór Blöndal." Ekki réttlætanlegt að taka áhættuna Steingrímur sagði að hann teldi að meðan ekki kæmi til sögunnar ný vinnslutækni eða breyttar forsendur að öðm leyti, en lágu til grundvallar niðui'stöðunni árið 1993 væri ekki réttlætanlegt eða verjandi að taka áhættuna á að hefja nám í Syðriflóa. „Ég er andvígur því að það verði teknar pólitískar ákvarðanir sem gangi gegn bestu faglegum og vís- indalegum niðurstöðum," sagði Steingrímur. Hann sagði vegna fyrr- greindra ummæla Halldórs Blöndal í Degi að sér fyndist hið besta mál að efla náttúrufræðirannsóknir við Há- skólann á Akureyri. „Ég styð Halldór Blöndal og aðra góða menn í því að efla þá stofnun, og það mætti gera betur við hana í fjárveitingum, en mér finnst það kostulegt að maður, sem ætlast væntanlega til þess að hann sé tek- inn alvarlega, beri það á borð fyrir okkur að það sé líklegt að náttúra- vísindamenn muni komast að gjöró- líkum niðurstöðum eftir því hvar þeir eigi lögheimili í landinu. Ég verð að segja eins og er að ég klíp mig í handlegginn. Er mig að dreyma? Hvers konar bölv... ragl er þetta. Ég hef þá trá á íslenskum náttúravís- indamönnum, kollegum mínum, að þeir muni meta vísindaheiður sinn meira en svo, þegar þeir era að sinna rannsóknum sínum og draga álykt- anir og komast að niðurstöðum á grandvelli þeirra, en að það hafi áhrif hvar þeir era búsettir á land- inu. Ég hef aldrei heyrt annað eins.“ Steingrímur sagði að sem betur fer væri Mývatnssvæðið mikið rann- sakað enda algjörlega einstakt. Grundvallarrannsóknir og rann- sóknir á kísilgúrnámi - En taka þær rannsóknir beinlín- is á áhrifunum af starfsemi Kísiliðj- unnar? „Að miklu leyti er um að ræða grundvallarrannsóknir á lífríki og náttúra vatnsins. Aðrar rannsóknir beinast meira að áhrifum kísilgúr- námsins sérstaklega og þá standa upp úr - vegna þess hversu afdrifa- ríkar þær vora - rannsóknir Helga Jóhannesssonar á áhrifum dælingar á setflutninga og strauma í vatn- inu,“ sagði Steingrímur og sagði að niðurstöður þeirra rannsóknar, og vinna á vegum verkfræðistofunnar Vatnaskila í framhaldi af þeim, hefði haft afgerandi áhrif fyrir nið- urstöðuna sem fékkst árið 1993 og margsinnis hefur verið tæpt á hér að framan. Steingrímui' sagði að ef menn krefðust sönnunar á beinu orsaka- samhengi milli kísilgúmáms og skaða á lífríkið væra þeir komnir í allt aðra átt. „Þá era menn að segja: við ætlum að dæla út úr Mývatni og hegða okkur í lífríkinu eins og við viljum þangað til reknar era ofan í okkur beinharðar sannanir um að við séum að skemma það. Þá hefði Is- land betur látið ógert að skrifa undir alla alþjóðasamninga og setja sér náttúraverndarlög. Ég minni á að við erum samningsbundnir af margs konar samningum, t.d. um líffræði- legan fjölbreytileika, þar sem við skuldbindum okkur til að fylgja var- úðarreglu. Mývatnssvæðið er vemd- arsvæði samkvæmt Ramsarsamn- ingnum, að ógleymdum okkar eigin náttúruverndarlögum og lögum um vemdun Laxár og Mývatns. Þannig að það þýðir ekki að láta eins og við séum ein í heiminum og getum hegð- að okkur eins og okkur sýnist. Mér þykir þetta dapurleg umræða og menn eins og Halldór Blöndal tala eins og þeir væra uppi á annarri öld.“ Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon að vissulega væri það hin hliðin á þessu máli að það sé mikið áhyggjuefni fyrir Mývatnssveit, S- Þingeyjarsýslu og Húsavík verði þessi starfsemi að hætta. „Þar bera stjómvöld mikla ábyrgð. Það er mið- ur hvemig tíminn frá 1993 hefur far- ið til spillis; að menn skuli ekki sam- liða a.m.k. hafa reynt að undirbúa þessar breytingar. Menn settu að vísu á fót sjóð til að stuðla að fjöl- breyttara atvinnulffi í Mývatnssveit og það hefur verið ákveðin viðleitni þar í gangi, en ég tel að ríkisvaldinu beri skylda til að leggja hér mikið af mörkum, sem eiganda verksmiðj- unnar, sem stjómvalds og vegna allrar þeirrar ábyrgðar sem það ber.“ Aðgerðir í atvinnumálum „Mér finnst að það ætti hvorki að spara orku né fjármuni til að taka á í atvinnumálum á þessu svæði og und- irbúa að það dragi úr starfsemi Kísil- iðjunnar og að e.t.v. verði að loka henni. Mér finnst svo sérstakar að- stæður uppi í þessu máli að ekki skorti réttlætingu til þess. Kannski hillir undir að við losnum út úr þessu með því að verksmiðjan verði seld nýjum aðilum, sem breyti henni í annars konar verksmiðju," sagði Steingrímur og kvaðst hann þar m.a. vísa til hugmynda fyrirtækisins Allied Efa um að vinna kísilduft úr innfluttu kvarsi í verksmiðjunni. „Þar kem ég aftur að ábyrgð ríkis- ins og peningum. Ef ríkið gæti náð fram slíkri lausn á ekki að spara aurana í því sambandi og það væri góð fjárfesting að leggja fram mynd- arlegan heimanmund til að koma slíku fyrirtæki á fót,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon. Sönnunarbyrði á framkvæmdaaðila „Ef túlkun manna á niðurstöðum breytist eftir því hvar menn búa þá era þeir ekki vísindamenn," sagði Ami Bragason, forstjóri Náttúru- vemdar ríkisins og beindi þar spjót- um að þeirri yfirlýsingu samgöngu- ráðherra að vinna þurfi að rannsókn- um á lífríki Mývatns á Norðurlandi. Ami sagði ekkert benda til þess að það væri viðunandi að hefja náma- vinnslu í Syðriflóa eða víkka út námasvæðið í Ytriflóa. „Kísiliðjan hefur verið að láta vinna mat á um- hverfisáhrifum og það er þá þeirra að sýna fram á að vinnslan valdi ekki skaða á umhverfinu. Það verður að sýna fram á það með óyggjandi hætti með því að fara í gegum þau gögn sem menn hafa þegar aflað og eflaust með því að afla nýrra gagna, sem menn svo meta,“ sagði Ami. Hann benti á í því sambandi að með gildistöku laganna um mat á umhverfisáhrifum árið 1993 hefði staðan breyst. Frá þeim tíma er það framkvæmdaaðilinn sem ber þá byrði að sanna að ekki verði um að ræða skaðleg áhrif á umhverfið vegna framkvæmda. „Okkar hlutverk er samkvæmt lögunum að tryggja framgang lífrík- isins í Mývatni og út á það gengur starf okkar. Þegar síðasta námaleyfi var gefið út árið 1993 náðu menn saman um það að hætta vinnslunni vegna hættu á skaðlegum áhrifum á umhverfið. Til þess að það breytist þarf að sýna fram á að vinnsla valdi ekki skaða á lífríkinu.“ -Hefur veríð sýnt fram á að vinnsla valdi skaða? „Það var mat sérfræðinga á sínum tíma og þess vegna var gengið frá lokum starfsleyfis með samkomulag- inu frá 1993.“ Ámi sagði að Mývatnssvæðið væri eitthvert hið mest rannsakaða á ís- landi. „Það er þannig með allt í nátt- úranni að það er aldrei hægt að segja 100% til um eitt eða neitt. Það er eðli rannsókna á náttúrunni en menn vinna yfirleitt út frá líkum. Vísindalegar aðferðir ganga út á það að draga ályktanir út frá niðurstöð- um og þær breytast ekki neitt eftir því hvar á landinu er unnið,“ sagði Ámi Bragason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.