Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Hnupla Maldini og félagar tHflinum? FOLK ■ FABRIZIO Ravanelli hefur af- ráðið að ganga til liðs við ítalska lið- ið Fiorentina ef samningar nást við franska liðið Olympique Marseille, að því er kom fram í ítölskum fjöl- miðlum. Ravanelli, sem hefur leikið með Marseille í vetur, er sagður hafa náð heiðursmannasamkomulagi við Fiorentina um þriggja ára samn- ing sem er 252 milljóna króna virði. ■ RÚMENSKA knattspyrnusam- bandið hefur dæmt Dínamó Búkarest og Steaua Búkarest í heimaleikjabann. Dínamó verður að leika næstu tvo leiki að minnsta kosti 60 km frá höfuðborginni og Steaua verður að leika einn leik að heiman vegna þess að áhorfendur trufluðu leik liðanna í undanúrslit- um rúmensku bikarkeppninnar. Jafnframt voru félögin sektuð um 70 þúsund krónur. ■ SEGA, tölvuleikjaframleiðandinn, hefur gert þriggja ára stuðnings- samning við enska knattspymufé- lagið Arsenal. Samningurinn mark- ar endalok 18 ára samstarf hljóm- tækjaframleiðandans JVC við félag- ið. Tölvuleikjaframleiðandinn hyggst eyða um um 7,2 milljörðum króna til kynningar á nýju vöru- merki, Dreameast, í Evrópu í haust og er samningurinn við Arsenal hluti af þeirri kynningarherferð. Talið er að Arsenal hagnist um 1,4 milljarða á samningnum. ■ ZINEDINE Zidane ætlar að vera eitt tímabil til viðbótar hjá Juvent- us, að sögn forráðamanna liðsins. Zi- dane hafði látið í Ijós efasemdir um að hann hygðist vera áfram hjá fé- laginu fyrir síðari leikinn gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu og dagblöð á ítaliu kröfðust þess að hann yrði seldur eftir leik- inn. En nú hefur Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus, greint frá því að Zidane verði áfram hjá fé- laginu. ■ S UNDERLAND hefúr endur- heimt sæti sitt í ensku úrvalsdeild- inni og Peter Reid, knattspyrnu- stjóri þess, hefur fengið í hendur tæpa tvo milljarða til þess að kaupa nýja leikmenn. Hann hefur nú þegar keypt danska leikmanninn Carsten Fredgaard, fyrir um 240 milljónir króna og hefur augastað á Steve Lomas, frá West Ham, og Garry Flitcroft, frá Blackbum. ■ GEREMI Njitap, leikmaður frá Kamerún, hefur gert fímm ára samning við Real Madrid. Talið er að tyrkneska félagið Genclerbirligi, sem leikmaðurinn hefur leikið með, fái um 330 milljónir króna fyrir að selja hann. ■ GIOVANNI, brasilíski leikmaður- inn, er líklega á förum frá Barcelona. Hann segist þreyttur á að vera ekki fastamaður í liði Barcelona og vilji komast að hjá liði þar sem hann geti verði öruggur um sæti sitt í liðinu. Ákvörðun leik- mannsins hefur komið af stað sögu- sögnum um að hann hafí átt í erjum við Louis van Gaal, þjálfara liðsins. Giovanni er einnig sagður hafa átt í deiium við Bobby Robson, þegar hann þjálfaði liðið fyrir nokkrum ár- Paolo Maldini er arf- taki Francos Baresi í ítalskri knattspyrnu. Raunar hefar þessu verið haldið fram áður, en frammistaða ítalska landsliðsfyrirliðans í vörn AC Milan á leik- tíðinni hefur tryggt honum þennan sess í eitt skipti fyrir öll. AC frá Mílanó, eitt helsta stór- veldi ítalskrar knattspymu og þar með evrópskrar og liðið sem Al- bert Guðmundsson lék með á sjötta áratugnum, virðist óðum að vakna af þriggja ára dvala og gerir nú harða atlögu að toppsætinu í A-seríunni, - efstu deild þar í landi. Liðið hefur eiginlega smokrað sér upp töfluna í kyrrþey síðustu mánuði á sama tíma og Fiorentina frá Flórens og Lazio frá Rómaborg hafa baðað sig í sviðs- ljósinu og leikið með miklum slink. Mflanó-liðið sækir Vicenza heim í dag og rær eflaust öllum árum að sigri. Bæði Adriano Galliani, forseti félagsins, og Alberto Zaccheroni, knattspyrnustjóri þess, hafa þakkað hinn bætta árangur ótvíræðum leið- togahæfileikum fyrirliðans Maldinis og segja hann lykflmanninn í hinu nýja AC-veldi sem „hnuplað" gæti titlinum á lokasprettinum af keppi- nautum sínum tveimur sem frekar virðast vera að gefa eftir fremur en hitt. AC skellti Udinese 1:5 á útivelli um síðustu helgi og aðeins munar nú einu stigi á þeim og Rómverjum í Lazio þegar liðin eiga bæði fímm leiki eftir í deildinni. Lazio er með 56 stig, AC Milan 55 og Fiorentina í þriðja sæti með 51 stig. Öll hafa liðin 29 leiki að baki í deildinni á þessari leiktíð og fímmtán stig eru enn í pottinum. „Galdurinn bak við gott gengi okk- ar á þessari leiktíð er sú staðreynd að Paolo er loksins orðinn fyrirliði Milan, sagði Galliani á blaðamanna- fundi í vikunni. „Paolo hefur þroskast og nú þegar hann er orðinn þrítugur hefur hann tekið við af Franco Baresi. Hann gefst aldrei upp. Ekki einu sinni á æfíngum - það er ótrúlegt.“ Fyrir ári leit dæmið töluvert öðru- vísi út og gleðin var ekki ríkjandi í herbúðum stóveldisins AC Mflanó. Maldini hafði verið fyrirliði liðsins á leiktíðinni undir stjórn Fabio Capell- os - tekið við fyrirliðabandinu af Baresi þá um vorið. Magurt gengi liðsins á leiktíðinni skilaði sér í afar lítiili stemmningu meðal leikmanna og spöruðu menn þar síst stóru orð- in. M.a. sakaði Capello fyrirliðann Þrjár stúlkur frá Ohio til Grindavíkur KVENNALIÐ Grindavíkur í knattspyrnu verður með þrjá er- lenda ieikmenn í 1. deildinni í sumar. Leikmennirnir, sem heita Shauna Cottrell, Elisa Donavan og Sara Davidson, koma frá há- skólaliði Toledo f Ohio í Bandaríkjunum. Shauna, sem er fyrir- liði háskólaliðsins, hefur verið valin í undirbúningshóp kanadíska landsliðsins fyrir HM í sumar. Þá er hún á meðal 30 bestu leikmanna í háskóladeildinni vestra og í fylkisliði Ohio. Þjálfari háskólaliðsins er R.J. Anderson, en hann var að leita að leikmönnum hér á landi á dögunum. Stúlkumar þijár era væntanlegar til landsins 15. maí. VARNARJAXLINN Paolo Maldini er bæði fyrirliði ítalska lands- liðsins og AC Milan. Hann hefur leikið frábærlega á leiktíðinni og fyrir vikið hefur AC Milan gengið vel. um skapleysi eftir tap liðsins gegn Lazio í bikarúrslitaleiknum - kenndi honum eiginlega um tapið. En nú eru breyttir tímar, Capello var látinn taka pokann sinn og Zaccheroni, sem gert hafði garðinn frægan með litla fjármuni með Udi- nese, var fenginn til að endurreisa knattspyrnuveldið. Hann var ekki seinn á sér að leita tfl Maldinis. „Zaccheroni fól mér ábyrgð. Hann sagðist vilja skipta sér eins lítið af hegðan leikmanna og mögulegt væri. Þannig óx mitt hlutverk til mikilla muna og af því er ég afar stoltur,“ segir Maldini. Hann þurfti svo sem að taka á honum stóra sínum í per- sónulegum samskiptum við félagana, margfalda milljónamæringa og prímadonnur. Raunar hafði stemmn- ingin innan liðsins hrunið í samskipt- um við þrjá knattspymustjóra á skömmum tíma, þá Oscar Tabarex, Arrigo Sacchi og Capello, og menn höfðu lært að treysta frekar á sig sjálfa - stjórarnir kæmu og færu. En þetta allt breyttist við komu Zaccheronis, hann gerði tveggja ára óuppsegjanlegan samning og fyrir vikið komst meiri ró og stöugleiki á í herbúðum félagsins. Þar er einna helst Maldini fyrir að þakka. „Paolo hefur lagt áherslu á að þétta leikmannahópinn eins og frekast er unnt. Enginn efast nú um hver leiðtoginn er í hópnum og unun er að sjá hversu vel hann hefúr borið á sárin,“ segir knattspyrnustjórinn, sem einnig hefur hlotið mikið lof fyr- ir hinn skjóta bata liðsins. Raunar hefur því verið líkt við leiktíðina 1988 er Arrigo Sacchi var við stjórnvölinn og hið stjömum prýdda lið hans vann upp fjögurra stiga forystu (þá fengust tvö stig fyrir sigurinn) Roma og hirti Italíumeistaratitilinn á loka- sprettinum. Mflanómenn þurfa að treysta á að leikmenn Lazio gefi eftir á loka- sprettinum, nokkuð sem ekki hefði verið talið líklegt framan af vetri, en tvö töp í síðustu leikjum hafa gefið efasemdarröddum byr undir báða vængi og það er kannski ekki svo skrítið sé tekið til þess tillit að fram að því höfðu Rómverjar leikið sautján leiki samfellt án þess að lúta í gras. Spennan verður eflaust mikil í herbúðum beggja liða fyrir leiki dagsins og fyrir mótherjana eru leik- imir einnig afar mikilvægir í fallbar- áttunni. Lazio er enn án fyrirliðans Alessandros Nesta, sem er í leik- banni, og Tékkinn Pavel Nedved er meiddur. Þá er og athyglisvert að þjálfari Lazio, Svflnn Sven Göran Erikson, var lengi við stjórnvölinn hjá Sampa og gjörþekkir þar allar aðstæður eins og tveir leikmenn liðs- ins, þeir Attilio Lombardo og fyrir- liðinn Roberto Mancini. Á fimmtudagskvöld tryggði liðið sér sæti í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa með markalausu jafntefli gegn Lokomotiv Moskvu og það hlýtur að auka sjálfstraustið. Það heldur að minnsta kosti forseti fé- lagsins, Sergio Cragnotti. „Þetta ætti að virka sem stökkpallur fyrir okkur að meistaratitlinum," segir hann. Engin meiðsli herja á leikmenn Mflanó-liðsins, allir eru klárir í bát- ana gegn Vicenza. Sá leikur verður í beinni útsendingu Sýnar í dag kl. 17. Fyrr um daginn má fylgjast með viðureign Fiorentina og Sampdoria á Stöð 2 kl. 14. Sex nýliðar hjá Englendingum Kevin Keegan, landsliðsþjálfari Englendinga, valdi sex nýliða í 22 manna hóp fyrir vináttulandsleik gegn Ungverjum, sem fram fer í Búdapest næsta miðvikudag. Leikmennirnir sem ekki hafa leikið landsleik eru: Wes Brown, Manehester United, Jonatan Wood- gate, Leeds United, Michael Gray, Sunderland, Kevin Phillips, Sunder- land, Frank Lampard, West Ham, og Emile Heskey, Leicester. Phillips er í fyrsta skipti tilnefndur í landsliðshóp Englendinga, en hann hefur skorað 21 mark fyrir Sunder- land í vetur. Brown er einnig í fyrsta skipti í 22 manna landsliðs- hópi Englendinga, en hann er talinn hafa staðið sig vel með Manchester United í vetur. Keegan sagði að í 22 manna hópnum væru ungir leikmenn sem ættu framtíðina fyrir sér. Hann valdi ekki fastamenn eins og Tony Adams, Arsenal, og David Beck- ham, Manchester United, vegna óska framkvæmdastjóra liðanna um að þeir fengju hvíld fyrir lokaátökin í ensku úrvalsdeildinni. Engu síður eru í hópnum fímm leikmenn frá Manchester United og tveir frá Ar- senal. Landsliðsþjálfarinn valdi ekki Paul Ince, Liverpool, í hópinn en sagði að leikmaðurinn hefði ekki leikið sinn síðasta landsleik. „Ég hef ekki lokað dyrum á neinn leikmann. Slíkt gerist aðeins ef leikmennimir útiloka sig á einhvern hátt. Ég veit hvað Paul [Ince] getur og ég býst við að hann verði í hópnum gegn Svíum í undankeppni EM,“ sagði Keegan. 22 manna landsliðshópur Eng- lendinga h'tur þannig út: Markverð- ir: David Seaman (Arsenal), Nigel Martyn (Leeds United). Vamarmenn: Sol Campbell (Tottenham Hotspur), Rio Ferdin- and (West Ham United), Martin Keown (Arsenal), Graeme Le Saux (Chelsea), Philip Neville (Manchester United), Wes Brown (Manchester United), Gareth Sout- hgate (Aston Villa), Jonathan Woodgate (Leeds United), Michael Gray (Sunderland) Miðvallarleikmenn: David Batty (Leeds United), Frank Lampard (West Ham United), Steve McManaman (Liverpool), Jamie Redknapp (Liverpool), Paul Scholes (Manchester United), Nicky Butt (Manchester United), Tim Sherwood (Tottenham Hotspur) Framheijar: Alan Shearer (New- castle United), Andy Cole (Manc- hester United), Kevin Phillips (Sunderland), Emile Heskey (Leicester Cify).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.