Morgunblaðið - 25.04.1999, Page 48
.48 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Þú gætir ekki skorað sjötíu Og hann heitir Ég rugla honum saman
og eitt stig þö að þú lékir í Mark McQwire, við Joe Ruth...
þúsund ár... ekki Joe McQwire?
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Vígsluafmæli
kirkju Oháða
safnaðarins
Frá Hólmfríði Guðjónsdóttur:
UM ÞESSAR mundir eru liðin 40
ár frá vígslu kirkju Oháða safnað-
arins og verður þess minnst í
messu sunnudaginn 25. aprfl. A eft-
ir verður hátíðakaffí og aðalfundur
safnaðarins. Það er von okkar að
við sjáum sem flesta.
A miðri öldinni eða nánar tiltekið
í janúar 1950 komu saman nokkrar
valinkunnar kempur og vildu
stofna nýjan söfnuð, þau höfðu
þegar fundið sér prest og söfnuð-
urinn var stofnaður. Fyrsti fundur
var haldinn 26. janúar árið 1950, og
var sá fundur nefndur stofndagur í
fundargerðabók, en síðan var hald-
inn framhaldsfundur þai- sem kosin
var stjóm og staðfesting fékkst frá
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
17. febrúar 1950 um að söfnuðurinn
væri löglega stofnaður.
A fyrstu árum safnaðarins var
starfað við mjög erfiðar aðstæður.
Messað var í Stjömubíói og síðar í
Aðventkirkjunni og fermingar vora
í Háskólakapellunni, aðrar kirkju-
legar athafnir framkvæmdi prest-
urinn okkar, síra Emil Björnsson,
gjarnan heima hjá sér. Þannig
reyndi mikið á prestsfrúna, frú Alf-
heiði Guðmundsdóttur, sem einnig
var formaður kvenfélagsins frá
upphafi þar til þau hjón hættu
störfum 1983.
Fyrsti formaður safnaðarins var
Andrés Andrésson klæðskeri og
lánaði hann gjaman húsnæði á
Laugavegi 3, fyrir kóræfingar og
fundi sem haldnir voru á vegum
safnaðarins. Það þurfti að byggja
kirkju og Ingibjörg Isaksdóttir
hafði gefið lóð og hafist var handa
um byggingu kirkjunnar. Margir
gáfu efni og mikil sjálfboðavinna
var lögð af mörkum. Þannig tókst
byggingin.
Níu áram eftir stofnun safnaðar-
ins eða sumardaginn fyrsta, 23.
apríl 1959, vígði þáverandi biskup
Islands, herra Asmundur Guð-
mundsson, kirkjuna og síra Emil
Bjömsson flutti vígsluræðu. Þess
minnumst við nú.
A næsta ári verður þess minnst
með hátíðahöldum að fimmtíu ár
era frá stofnun safnaðarins, í því
tilefni á að gefa út sögu safnaðarins
sem síra Emil Björnsson hafði tek-
ið saman og afhenti söfnuðinum að
gjöf á fjörutíu ára afmælinu, einnig
er stefnt að því að koma upp glerl-
istaverid í gluggum kirkjunnar. Eg
er viss um að margir vilja láta fé af
hendi rakna til þeirra fram-
kvæmda, t.d. með minningargjöf-
um eða öðra, til þess að það megi
takast fjárhagslega. Einnig er fyr-
irhugað afmæhshóf, svo eitthvað sé
nefnt.
Megi blessun Guðs fylgja söfn-
uðinum og öllu safnaðarfólki hér
eftir sem hingað til.
HÓLMFRÍÐUR
GUÐJÓNSDÓTTIR,
formaður afmælisnefndar.
Að g,efnu
tilefni
Frá Margréti Sæmundsdóttur:
UNDIRRITUÐ skrifaði grein ný-
lega í Neytendablaðið um uppblás-
anlega öryggispúða og þá hættu
sem bömum stafar af þeim. í
greininni er m.a. sagt að fólk geti
látið taka öryggispúða úr sambandi
ef það vill nota framsæti fyrir
barnabflstól sem snýr baki í akst-
ursstefnu.
Nú hafa okkur borist nýjar upp-
lýsingar sem era á þann veg að
ekki er hægt að treysta aftengingu
á öryggispúðum í gegnum stjórn-
búnað bflsins. Málavextir eru þeir
að foreldrar þriggja mánaða barns
í Þýskalandi létu aftengja öryggis-
púðann farþegamegin í bfl sínum,
vegna þess að þeir vildu nota fram-
sætið fyrir bamabflstól sem sneri
baki í akstursstefnu. Verkið var
unnið á verkstæði bílaframleiðend-
ans í gegnum stjómbúnað bílsins.
Foreldramir voru í þeirri góðu trú
að með því að láta aftengja ör-
yggispúðann væri þeim óhætt að
hafa barnið í framsætinu. Um-
ræddir foreldrar lentu í árekstri og
við áreksturinn blés hinn „af-
tengdi“ öryggispúði upp og skall á
barnabflstólnum með þeim afleið-
ingum að bamið lést. Orsök þess
að öryggispúðinn blés upp er ekki
að fullu upplýst. Hver svo sem or-
sökin er þá getur það sem einu
sinni hefur gerst alltaf gerst aftur.
Þó svo að vitað sé að nokkrir bfla-
framleiðendur geti tekið öryggis-
púðann varanlega úr sambandi er
talið að ekki sé forsvaranlegt að
ráðleggja foreldram að nota sætið
fyrir barn þar sem öryggispúði
hefur verið aftengdur. Ráðlegging-
in er því að bam á að vera í aftur-
sæti bfls sem hefur uppblásanlegan
öryggispúða framan við framsætið,
þar til það er að minnsta kosti 140
sentímetrar á hæð og 40 kg að
þyngd. Þess má geta að þetta er
fyrsta banaslysið á bami í Evrópu
af völdum öryggispúða. Hins vegar
hafa orðið mörg álíka slys í Banda-
ríkjunum af völdum öryggispúða.
Þess ber að geta að öryggispúðar í
bandarískum bflum era almennt
stærri en í evrópskum og japönsk-
um bílum.
Heimildir
ANEC - Samtök Neytendasamtaka í
Evrópu og NTF sænska Umferðarráðið.
MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR,
fræðslufulltrúi Umferðarráðs.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.