Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ .J* r • i HÁSKÓLABÍÓ HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 Fullkominn faöir... fyrirtaks nágranni... ...hættulegur hryðjuverkamaður? HUGO Réttlætið kostar sitt A CIVIL ACTION MÁLSÓKN Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. Sýnd kl. 3. Sýnd kl. 3. Sýndkl.4.40, 6.50, 9 og 11.10. B. i. 16. / Óikars- ! T1I.NEFNINC \ ItOBERT PU\ AL i 5BESTI I.EIKAR1 / j^ALKAHLUTV/ ÍjJ Jl'J PERMANENT MIDNIGHT i. 16 ára. BXDiGt Forsýning kl. 9 B. Sýnd mánudag. kl. 9 Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 N0 M0RE MR.NiCE GUY T^fojpaSakamalamvnd OHT Rás2 IVBACK www.samfilm.is Minnstu hund- ar í heimi? ► BUDDY og Darika eru svo litlir að þeir komast fyrir í litlum vatns- glösum, enda eru þeir minnstu hundar í heimi. Eigandi þeirra, dr. Chai Kanjanakom frá Taflandi, sýndi þá á fimmtudaginn í von um að koma þeim á spjöld sögunnar, nánar tiltekið í hEimsmetabók Gu- inness. Buddy vegur aðeins 450 grömni og Darika 475 grömm og eru þeir af ætt yorkshire terríer- hunda. Eftir er að skera úr um hvort Buddy og Darika eru sannan- lega minnstu hundar heimsins en víst er að margt bendir til þess að þeir séu ekki langt frá því marki. Anna Sigga og Alla með gömul íslensk dægurlög í Kaffileikhúsinu Lög sem vekja upp sólríkar minningar Ljúfur andi fyrri tíma mun ráða ríkjum í Kaffíleikhúsinu á mánudagskvöldið þegar þær Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Aðalheiður Þor- steinsdóttir píanóleik- ari flytja íslensk sönglög. Dóra Osk Halldórsddttir hitti Onnu Siggu og spurði hana um tónleikana. ANNA Sigga og Alla rifja upp gömlu, góðu, íslensku dægurlögin á mánudagskvöldið í Kaffileikhúsinu. MARGIR eiga ljúfar minningar frá þeim tíma þegar Óskalög sjúklinga hljómuðu í útvarpstækjum lands- manna á sólríkum laugardagsmorgn- um og mamma var í eldhúsinu eitt- hvað að fást við mat. Lögin frá þessu tímabili hljóma æ sjaldnar í útvörp- um landsmanna og því eflaust mörg- um fagnaðarefni að búið sé að dusta af sumum þeirra rykið og flytja á nýjan leik. Tónlistarkonurnar Alla og Anna Sigga settu saman dagskrá byggða á íslenskum dægurlögum frá miðri öldinni og fluttu í Kaffileikhús- inu 11. mars síðastliðinn og komust þá færri að en vildu. Var því afráðið að endurtaka tónleikana á mánu- dagskvöldið í Kaffileikhúsinu. Óskalög sjúklinga hljómuðu um hverfið Anna Sigga var spurð um þennan áhuga á þessum gömlu íslensku dægurflugum. „Við höfðum áður ver- ið með dagskrá byggða á gömlum bandarískum dægurlögum frá fimmta og sjötta áratugnum sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og þegar við hittumst einn daginn og fórum að spá í hvaða efni væri skemmtilegt til flutnings kom þessi hugmynd upp að endurvekja gömlu, góðu, íslensku dægurperlurnar. Fyrst ætluðum við að hafa dagskrána eingöngu bundna við lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Arnasona en síðan þróaðist hugmyndin og fleiri bættust við.“ A dagskránni eru lög eftir Jenna Jónsson, Ingibjörgu Þorbergs, Odd- geir Kristjánsson, Freymóð Jó- hannsson, Hallbjörgu Bjamadóttur, Hjördísi Pétursdóttur svo aðeins nokkrir séu nefndir. „Ég hef alltaf haldið svo mikið upp á lögin sem voru í óskalagaþáttunum í útvarpinu í gamla daga. Ég á svo góðar minn- ingar frá þessum þáttum frá því ég var lítil. Það rifjast upp fyrir mér einn ákveðinn sólríkur laugardagur þegar verið var að setja möl í inn- keyrsluna heima. Ég var í rauðum, köflóttum buxum með bandi undir il- inni og kveikt var á bláa útvarpinu og óskalög sjúklinga hljómuðu um hverfið." Nú hefur Anna Sigga upp raust sína þar sem við sitjum á kaffi- húsi og syngur skemmtilega djass- aðri röddu: „Ég vildi að ég væri eins og þú / og vakað gæti bæði dag og nætur...“ og með laginu berst and- blær tímabilsins fullkomlega til skila. Anna Sigga segist hafa farið niður á útvarp og fengið að gramsa þar í plötusafninu. Mörg laganna á dag- skránni heyrðust fyrst í danslaga- keppni Skemmtiklúbbs templara sem Freymóður Jóhannsson öðru nafni Tólfti september stóð fyrir. „Ég segi örlítið frá danslagakeppn- inni og höfundum á milli laga og fyrir mér breytir það heilmikið svip tón; leikanna. Þeir verða ekki jafn stífir fyrir bragðið heldur kemur meira sú stemmning að skemmta sér saman og rifja upp ákveðið tímabii í tónlist- arsögunni." Anna Sigga segir að með því að grúska í lögum þessa tímabils hafi hún og Aðalheiður ákveðið að ein- beita sér svolítið að kvenkyns laga-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.