Morgunblaðið - 25.04.1999, Page 64

Morgunblaðið - 25.04.1999, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Stefnt að undirritun samninga um raðsmíði sjö fískibáta í Kína Aðalfundur Vindorku hf. haldinn í gær Hver bátur kostar aðeins 47 milljónir STEFNT er að undirritun samn- inga um helgina um smíði sjö 92 tonna báta í Kína. Kostnaður .við smíði hvers báts er áætlaður um 47 milljónir, sem þykir sérlega hag- stætt verð. Samningamir gera ráð fyrh' að bátarnir verði afhentir eft- ir 12-13 mánuði. Limac hefur smíðað fyrir Dani 4FW Það er skipasmíðastöðin Limac í Kína sem kemur til með að smíða bátana. Þetta er mjög stórt fyrir- tæki sem hefur smíðað skip fyrir fyrirtæki víða um heim, m.a. tals- vert mikið fyrir Dani. Nýlega gekk Öm Erlingsson útgerðarmaður frá samningum við Limac um smíði 71 metra langs nóta- og togskips. Jens Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Isbús, umboðsaðila Limac á Islandi, sagði að um væri að ræða raðsmíðaverkefni fyrir sjö útgerðir hér á landi. Bátarnir yrðu fluttir til landsins með flutningaskipi og væri stefnt að afhendingu eftii’ eitt ár. Bátarn- ir kæmu hingað fullbúnir að öðra leyti en því að eftir væri að setja niður spil. Hann sagði að bátarnir væra ætlaðh- til dragnóta-, línu- og netaveiða. Þeir yrðu 21,5 metrar á lengd og 6 metrar á breidd. Verðið er sérlega hagstætt Jens sagði að smíðaverðið væri sérlega hagstætt, en ein af ástæð- unum fyrir því væri að tekist hefði að ná samningum um smíði þetta margra skipa í einu. Það er Skipasýn ehf. sem teikn- ar bátana. Þeir era því hannaðir miðað við íslenskar aðstæður. Fulltrúar Limac komu hingað til lands um helgina til að ganga frá samningum um smíði bátanna. Kínverjarnir era á föram. Erlend stórfyrir- tæki sýna áhuga KAKL L. Jóhannsson, stjórnarfor- maður Vindorku hf., segir að líklega muni markaðsvirði fyrirtækisins margfaldast á næstu mánuðum. Hann segir núverandi hluthafa þeg- ar hafa náð mjög mikilli ávöxtun. Aðalfundur fyrirtækisins var hald- inn í gær, laugardag. Karl segir að erlend stórfyrirtæki, þar á meðal stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, hafi óformlega sýnt áhuga á þátttöku í verkefninu. „Okk- ur hefur verið sagt að miðað við að bandarískt fyrirtæki myndi kaupa framleiðsluréttinn og einkaleyfin fengjum við 10-20 milljónir dollara, en svo verður verðmætið auðvitað meira og meira eftir því sem verkefn- ið fer lengra." Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á nú í viðræðum um kaup á hlut í Vindorku og að sögn Karls vilja ým- is fjársterk íslensk fyrirtæki einnig eignast hlut. Nokkrir tugir hluthafa eiga fyrirtækið nú, bæði einstakling- ar og fyrirtæki, og er enginn þeirra áberandi stærstur. Hlutafjáraukning líkleg á næstu vikum Karl segir að ekki sé ólíklegt að farið verði í hlutafjáraukningu á næstu vikum. „Það er tiltölulega ný- legt að bréf í Vindorku séu farin að bjóðast og það er gríðarleg ásókn í hlutaféð. Eg veit ekki til þess að neitt sé í boði núna en reikna með að á næstu vikum verði mögulegt að eignast hlut.“ Karl segir að vindorkumarkað- urinn velti milljörðum dollara og stækki um 25-50% á ári. Buslað á nýju sumri SUMARIÐ er komið samkvæmt dagatalinu og veðrið hefur vissu- ' ~3> lega leikið við stóran hluta lands- manna síðstu dagana. Sumri fylgir aukin ásókn í vatnsíþróttir af ýmsu tagi, sundlaugarnar fyll- ast og strákarnir, sem ljósmynd- ari Morgunblaðsins rakst á í Ar- bæjarlaug, virtust njóta þess vel að busla í íslenska vatninu. Bflvelta í Vestmanna- eyjum ÖKUMAÐUR, sem grunaður er um ölvun við akstur, slasað- ist lítillega í bílveltu í Vest- mannaeyjum í fyrrinótt. Far- þegi sem var með honum í bílnum slapp ómeiddur. Slysið varð á mótum Helga- fellsbrautar og Fellavegar. Að sögn lögreglu í Vestmannaeyj- um er líklegt að bíllinn haifi verið á miklum hraða þegar ökumaður missti stjóm á hon- um. Bíllinn fór þrjár veltur og er talinn gjörónýtur. Mennirnir tveir vora fluttir á sjúkrahús þar sem tekin vai’ blóðprafa og gert að sárum ökumannsins sem reyndust vera lítilsháttar. Á tvöföld- um há- markshraða ÖKUMAÐUR var tekinn um klukkan eitt í fyrrinótt á rúm- lega hundrað kílómetra hraða innanbæjar í Kópavogi þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttind- um á staðnum. Tíu aðrir ökumenn vora teknir fyrir of hraðan akstur í bænum á fóstudag og föstu- dagskvöld. Auk þess var mjög ölvaður ungur ökumaður stöðvaður á laugardagsmorg- Morgunblaðið/Þorkell fslenskur jeppaleiðangur yfír Grænlandsjökul í maímánuði HINN 16. maí nk. er áætlað að níu manna hópur leggi upp í leiðangur á jeppum þvert yfir Grænlandsjökul, milli Nuuk og Angmaksalik. Aætlað er að leiðangurinn taki um hálfan mánuð og verður þetta í fyrsta sinn sem ekið er þvert yfir Grænlands- jökul á jeppum. Amgrímur Hermannsson, forvíg- ismaður leiðangursins, segist hafa unnið að undirbúningi Grænlands- leiðangursins í sjö ár. „Nú er það frágengið að við fórum í fótspor Fridtjofs Nansens, þ.e. ökum svip- aða leið og hann gekk fyrstur manna árið 1888, þvert yfir Græn- landsjökul, milli Nuuk og Ang- maksalik.“ Leiðin sem ekin verður er 700-800 km löng og hæst verður farið í 2.700 metra hæð. Fjórir Islendingar munu fara fyr- ir leiðangrinum á jeppum sem Arn- grímur fullyrðir að séu „best út- búnu jeppar Islands". Auk Arn- I fyrsta sinn sem slíkur leiðangur er reyndur gríms verða í fararbroddi Ástvaldur Guðmundsson, Freyr Jónsson og Ingimundur Þór Þorsteinsson en þeir eru allir reyndir fjalla- og björgunarsveitarmenn. Hættan mest á sprungusvæðunum Leiðangursmenn verða alls níu; einn Grænlendingur, Danir og fjöl- miðlamenn. Að sögn Amgríms þekkir Grænlendingurinn leiðina en hann er einn þeirra sem fóru hana í fyrsta skipti á hundasleðum fyrir einungis tveimur árum. Arngrímur segir það því ekki að ástæðulausu að leiðin hafi ekki verið farin fyrr á bílum. „Það þarf að fara yfir mikil sprangusvæði, einkum á jöðranum, vestan og austan megin. Meira þó austanmegin.“ Tilgang ferðarinnar segir Ai-n- grímur vera að sýna fram á mögu- leika á að rjúfa einangran byggðar- laga með nýrri og ódýrri samgöngu- tækni. Auk þess verða framkvæmd- ar ýmsar jöklarannsóknir á leiðinni. Stöðugur fréttaflutningur verður frá leiðangrinum í gegnum gervi- tungl og verður heimasíða opnuð í tilefni hans. Verður leiðangurinn væntanlega kallaður „Icecap 225“. „Orðið þýðir einfaldlega ísbreiða á ensku en talan er aldurinn á helsta bakhjarlinum okkar,“ segir Am- grímur. Kostnaðurinn við leiðangurinn er gríðarlegur, að sögn Arngríms. „Hann er á annan tug milljóna og er ástæðan fyrir því hvað það hef- ur dregist hjá okkur að láta verða af leiðangrinum. Það hefur líka tekið sinn tíma að fá tilskilin leyfi frá náttúruverndarráðum í Græn- landi og Danmörku," segir Arn- grímur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.